Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Page 15
DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986.
15
Hvað á að koma
í stað kjamorkuvera?
Þessi spuming er villandi, hún
ætti að vera: „Hvemig öflum við
nægrar orku á viðunandi og ömggan
hátt?“
Þetta er spumingin, hún er óháð
tilvem kjamorkuvera á sama hátt
og hún er óháð tilveru vatnsorku-
vera.
Og þegar búið er að formúlera
spuminguna verðum við að byija á
að afskrifa núverandi orkuöflunar-
aðferðir eins og þær leggja sig.
Þær fullnægja ekki skilyrðum
spumingariitnar.
Ef þið viljið vita
Þá er best að ég segi ykkur það.
Við byrjum á því að þróa rafgeymi
þeirra eiginleika að geta geymt eitt
hundrað sinnum meiri orku en nú-
tíma rafgeymar, hafi tíu sinnum
lengri endingartíma og sé ekki
þyngri né rúmmálsfrekari en nútima
rafgeymar og sé að auki fastrar gerð-
ar.
Og þetta er hægt og ekki einu sinni
óskaplega flókið. Menn þurfa aðeins
að líta á skilyrðin og bera saman
við þekkingu sína. Þetta er hægt að
þróa. I staðinn fyrir að nota náttúr-
lega spennu milli efiia eða efnahvörf
búum við til tæki sem getur inni-
haldið elektrónur á svipaðan hátt
og bensíntankur bensín. Það er svo-
lítið flókinn tankur en ekkert
voðalega.
Gott fyrir hagvöxt á jörðu
Þegar slíkur geymir liggur fynr
þá þrefaldast arðbæmi alls konar
aðferða við að vinna orku úr náttúr-
legum spennumun. Við setjum upp
vindmyllur og sólarrafhlöður og
virkjum hvem læk. Og auðvitað er
um að ræða hrein orkuskipti án efn-
amengunar, og um alllangan tíma
mun vera hægt að nýta hvað sem
er til orkugjafar. Það þýðir að við
fáum hagvöxt á jörðu þar sem alls
konar framkvæmdir bjóða upp á
hagnað fyrir fólk.
Síðan setjum við aðra þróun í
gang. Það er að búa til flugtæki sem
nýta sér eiginleika sem við höfum
þekkt í 80 ár en ekki skilið hvemig
er.
Það er jafngildi hröðunar og af-
stæðrar lengdarminnkunar. Það er
að segja ef við hröðum hlut þá stytt-
ist hann ef við styttum hlut og höfum
sömu áhrif þá fáum við afstæða
hröðun út.
Við getum sýnt fram á þetta með
ódýrri og einfaldri tilraun. Við fáum
okkur tvo stálöxla, svona 20 m langa,
og slípum endana á þeim eins fínt
og tæknilega er mögulegt. Síðan
notum við leysigeisla til þess að
mæla lengdina á hvorum öxli um sig
og höfum langt á milli þeirra. Síðan
setjum við öxlana enda við enda og
mælum lengd þeirra aftur. Og viti
menn, þeir styttast.
Síðan þarf mikið japl, fum og íúð-
ur, nokkrar ráðstefnur og svo
framvegis og þá kemur í ljós módel
af eiginleikum efnisins í samvirkni
og menn sjá að hægt er að ná valdi
á því og þá er hægt að framkalla
hröðun með alveg nýjum hætti. Það
leiðir svo til þess, eftir mikla sam-
keppni, slys og hetjudáðir að hægt
verður að búa til flugtæki sem ekki
þurfa loftsins með eða eldsneytis til
að spúa til að geta flogið og geta
flogið hátt og um tungl og plánetur.
En því fylgir að hægt verður að
virkja orkumun í himingeimnum og
flytja hann til jarðar í geymum. Allt
hreint, klárt og ferlega billegt.
Tæknin er ekki vandinn
Þetta er ekkert svakalegt mál
tæknilega, en það er það félagslega.
Það er nefnilega þannig á henni jörð
að ríkisstjómir þykjast eiga þekk-
ingu og hafa rétt til þess að þróa
eyðingartækni til þess að mannkyn-
ið geti lifað af. Þessar ríkisstjómir
vita að almenningur er svo heimskur
að fatta þetta ekki svo þróunin er
látin fara fram í leyni þannig að fólk
sé ekki að rífa kjaft'. Og þegar búið
er að þróa enn eitt eyðingarvopnið
þá má segja frá þvi því þá er of seint
að fara að rífa kjaft.
Sko, ríkisstjómir eiga þjóðir eins
og annan fénað og þegar þessum
fénaði fjölgar of mikið þá þykjast
þeir þurfa að grisja í stofhinum og
hafa svoldið stríð. Og þeir sem ekki
vilja viðurkenna rétt ríkisstjóma til
að eiga þekkinguna og vilja að þjóð-
imar geri það opinberlega upp við
sig hvemig á að fara með þekking-
una em gerðir að ópersónum með
leynilöggum og græjum. Þeir geta
ekki liðið það að andskotans fénað-
urinn standi upp og fari að rífa
kjaft. Þá halda þeir nefnilega ekki á
sameiginlegu viti þjóðarinnar lengur
Þorsteinn
Hákonarson,
i landsnefnd Bandalags
jafnaðarmanna.
og það er hverri ríkisstjóm bráður
bani ef það kemst upp.
Og þá koma fleiri kjarnorku-
ver
Það er ekki búið að þróa þekking-
una um samspil lengdar og hröðunar
til gereyðingartækni ennþá svo þeir
em famir að segja að nú verði vandi
ef við höfum ekki kjamorkuver. ,Uá
verðum við að skrúfa fyrir raf-
magnið hjá ykkur, þið viljið það
ekki. Þess vegna þurfum við kjam-
orkuver.“
En ég er að segja ykkur tíðindi,
gott fólk. Það em til aðrar leiðir en
að vaða geislaryk upp í klof. En þá
verðið þið að skilja að hagvöxtur er
spuming um félagslega þróun en
ekki tæknilega. Þá er að vinda sér
í það.
Þorsteinn Hákonarson
,,..Ég er að segja ykkur tíðindi, gott fólk.
Það eru til aðrar leiðir en að vaða geisla-
ryk upp í klof...“
Aðstoð án þróunar?
Ásmundur Stefánsson, forseti Al-
þýðusambands Islands, talar vafa-
laust fyrir munn margra, þegar hann
skrifar í ávarpi í Morgunblaðinu 1.
maí að íslendingum beri að auka
þróunaraðstoð við fátækar þjóðir í
suðri. Hann gerir bersýnilega ráð
fyrir því að vestræn ríki geti, með
því að láta fé af hendi rakna til suð-
rænna ríkja, stuðlað þar að þróun.
Ég er hins vegar sannfærður um að
ast í það að reka flugfélög með
stórtapi eins og þeir gera undan-
tekningarlítið? Hvað græða þegnar
þeirra á því þegar þeir nota fé frá
Vesturlöndum til þess að kaupa fyr-
ir hergögn? Kemur það þegnum
þeirra að einhveijum notum þegar
þeir taka upp á því að reisa nýjar
og veglegar höfuðborgir og önnur
minnismerki um sjálfa sig?
Stjómarherrar þróunarlandanna
Kjallarinn
„Ef hinar fátæku þjóðir í suðri stefna að
þróun geta þær farið sömu leið og íslend-
ingar á öndverðri öldinni. Þær geta
útvegað sér fjármagn á frjálsum markaði,
greitt fyrir það eðlilegt verð og síðan nýtt
það skynsamlega.“
svo sé ekki. Til þess em tvær ástæð-
ur. í fyrsta lagi hefur þróunaraðstoð,
eins og hann og aðrir sósíalistar
hugsa sér hana, þveröfugar afleið-
ingar við það sem henni er ætlað, og
í öðm lagi em aðrar leiðir miklu
heppilegri að því markmiði, sem sós-
íalistar em vonandi sammála okkur
frjálshyggjumönnum um, en það er
að fátækar þjóðir komist í bjargáln-
ir. Valið er um aðstoð án þróunar
eða þróun án aðstoðar. Orðið „þró-
unaraðstoð" er hið herfilegasta
rangnefni.
Aðstoð án þróunar
Þróunaraðstoð er ekki aðstoð ein-
staklinga á V esturlöndum við fátækt
fólk i Suðurlöndum heldur tekjutil-
færsla milli tveggja ríkja. Þetta
merkir að slík aðstoð treystir stjórn-
arherrana i viðtökulöndunum í sessi.
Þeir fá aukið fé til ráðstöíúnar og
eiga þess vegna auðveldara með að
hrinda áhugamálum sínum í fram-
kvæmd. En flest hugðarefrú þeirra
em því miður ekki til þess fallin að
flýta fyrir raunvemlegri þróun.
Hveiju em þegnar þeirra bættari
þegar þeir láta smíða glæsileg hús
undir sendiráð sín erlendis eða ráð-
em langflestir einræðisherrar og af-
skiptsamir úr hófi fram um hagi
þegnanna. I mörgum þróunarlönd-
um neita valdsmenn bændum til
dæmis um sannvirði fyrir aftirðir
sínar og reyna að neyða hugmyndum
sínum um áætlunarbúskap upp á þá.
Þetta hefur auðvitað þær afleiðingar
að bændur finna ekki hjá sér neina
hvöt til þess að framleiða fleiri afurð-
ir en þeir nota sjálfir. Matvælaskort-
urinn í þróunarlöndunum er af
þessum sökum oftar en ekki heima-
tilbúinn. Aðstoð við stjómarherra
þeirra er því satt að segja líklegri
til þess að tefja en flýta fyrir þróun.
Tökum Tansaníu undir stjóm Nyer-
eres til dæmis. Þetta land hefúr notið
mikillar aðstoðar í mörg ár en er
nú líklega fátækara heldur en það
var þegar það fékk sjálfstæði fyrir
aldarfjórðungi. Engu er öðm um að
kenna, hygg ég, en rangri stjómar-
stefnu.
Þótt svo ólíklega vildi til að valds-
menmmir væm allir af vilja gerðir
kennir reynslan okkur að þeir geta
ekki stuðlað að jafnörri þróun og
atorkumenn úti í atvinnulífinu, sem
ráða yfir miklu meiri þekkingu á
stund og stað heldur en skriffinnar
Dr. Hannes Hólm-
steinn
Gissurarson
Frjálshyggjan er
mannúðarstefna
inni á skriístoftim og geta þess vegna
bmgðist skjótar og betur við öllum
breytingum á aðstæðum. Menn fara
þrátt fyrir allt betur með eigið fé en
Þróun án aðstoðar
Hafa þeir sem telja svonefnda þró-
unaraðstoð nauðsynlega forsendu
þróunar gleymt sögu íslendinga eða
annarra vestrænna manna? Við nut-
um engrar þróunaraðstoðar, en þrátt
fyrir það tókst okkur upp úr alda-
mótunum síðustu að brjótast úr
sámstu fátækt í bjargálnir. Þetta
tókst okkur ekki síst af því að Thor
Jensen, Jón Þorláksson, Jón Ólafs-
son, Eldeyjar-Hjalti, Pétur Thor-
steinsson, Ingvar Vilhjálmsson,
Bjöm Ólafsson og óteljandi aðrir
framkvæmdamenn höfðu frelsi til
þess að reyna fyrir sér, prófa nýjar
aðferðir, græða og tapa. Við bjugg-
um þá sem nú við sömu skilyrði og
margar þjóðir þróunarlandanna, þar
sem við seldum óunnið eða lítt unn-
ið hráefni á vestræna markaði. Það
er að vísu rétt að útlendingar lögðu
okkur til fjármagn, en þeir gerðu það
til þess að græða á því sjálfir, enda
tóku þeir af því æma leigu. Svipað
er að segja um önnur vestræn ríki.
Þar varð þrómi án aðstoðar.
Og hafa fylgismenn þróunarað-
stoðar aldrei litið til landanna í
Suðaustur-Asíu? Það er ekki neinni
þróunaraðstoð að þakka að íbúar
Hong Kong búa nú við miklu betri
lífekjör en aðrir Asíumenn, að Jap-
önum undanskildum. Kínverskir
sérfræðingar giska sjálfir á að um
tíu milljónir manna hafi látist úr
hungri í Kínaveldi á dögum
„Stökksins mikla“ frá 1959 til 1962,
en á ámnum 1945-1985 tífaldaðist
íbúafjöldi Hong Kong og hið sama
er að segja um Singapore, Taivan
og Suður-Kóreu. Þar hefur orðið
þróun án nokkurrar svoneftidrar
þróunaraðstoðar. Þar hafa menn
brotist af eigin rammleik úr fátækt
í bjargálnir.
Gömul sannindi og ný
Það verður sennilega ekki of oft
endurtekið að peningar em ekki
auðæfi heldur ávísanir á auðæfi.
Raunvemleg auðæfi em til dæmis
framleiðslutæki og nýtanlegar nátt-
úmauðlindir, en umfram allt hæfi-
leikar manna til að framleiða vörur
og veita þjónustu á frjálsum mark-
aði. Breski hagfræðingurinn Peter
Bauer, sem skrifað hefur manna
mest um þróunarlöndin, sagði í er-
indi hér í Reykjavík í júlí 1984, er
birtist í tímaritinu Frelsinu árið
1985: „Þeir sem halda því fram að
gjafafé frá útlöndum sé nauðsynlegt
til þess að framfarir geti orðið með
fátækum þjóðum mglast á orsök og
afleiðingu. Það em framfarir í at-
vinnumálum sem geta af sér eignir
og peninga. Það em ekki eignir og
peningar sem geta af sér framfarir í
atvinnumálum."
Ef hinar fátæku þjóðir í suðri
stefna að þróun geta þær farið sömu
leið og íslendingar á öndverðri öld-
inni. Þær geta útvegað sér íjármagn
á frjálsum markaði, greitt fyrir það
eðlilegt verð og síðan nýtt það skyn-
samlega. Það skiptir miklu meira
máli, eins og Bauer benti á í erindi
sínu, hvemig farið er með fé heldur
en hversu mikið það var í upphafi.
Ef hinar fátæku þjóðir hyggjast ná
þessu markmiði sínu neyðast þær
auðvitað líka til þess að leggja niður
ýmsa siði og hætti sem tefja fyrir
slíkri þróun. Umfram allt hljóta þær
þó að færa innlendum framkvæmda-
og atorkumönnum frelsi til að neyta
hæfileika sinna. En hvað getum við
Islendingar gert þeim til aðstoðar?
Við getum að mínum dómi best
stuðlað að þróun með eindregnum
stuðningi við viðskiptafrelsi á al-
þjóðamarkaði, hvar og hvenær sem
við getum látið í okkur heyra, því
að slíkt frelsi er nauðsynlegt (en að
visu alls ekki nægilegt) skilyrði fyrir
því að þjóðir þróunarlandanna geti
framleitt sig út úr fátækt.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- á árunum 1945-1985 tifaldaðist íbúafjöldi Hong Kong