Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Qupperneq 16
16 DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. Spurningin Hvernig líst þér á sumarið? Þóra Vilhjálmsdóttir húsmóðir: Þetta er búið að vera ágætt sem af er. Ég er bjartsýn á að það sem eftir er verði svipað. Pétur Árnason forstjóri: Mér líst alveg þokkalega á það. Ég hef trú á að þetta verði prýðis- sumar hér fyrir sunnan. Valdimar Bjarnfreðsson, vinnur í byggingavinnu: Mér líst sæmilega á það. Byrjunin lofar ailavega góðu. Ómar Kjartansson endurskoðandi: Ég tek bara ekki svo mikið eftir veðrinu yfirleitt. Auðvitað vonar maður að þetta verði sólarsumar. Aldís Ægisdóttir nemi: Mér líst bara ágætlega á sumarið. Ég vona að við fáum hæfilega mikið af sól og rigningu. Flosi Pálmarsson nemi: Ég veit það ekki. Það hefur rignt mikið að undanfömu. Ætli veðrið veifli ekki þannie í sumar. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Islendingar Femando Scbido skrifar: Mig langar að gera athugasemd við það sem Baltasar sagði um spánska flamengofiokkinn sem sýndi hér á dög- unum. Ég ber mikla virðingu fyrir Baltasar sem listamanni en hann hefur ekki mikið vit á flamengo. Flamengoflokkur þessi kemur frá Andalúsíu þaðan sem ég er ættaður. Sýning þeirra var kannski ekki það besta sem ég hef séð af flamengo en hópurinn er sannarlega ekki þriðja ekki sviknir flokks eins og Baltasar lét í veðri vaka. Nokkir meðlima hópsins hafa fengið margar viðurkenningar, meðal annars Rósa Durán sem kennir flamengo við akademíuna í Madrid. Ég vil líka mótmæla því að íslend- ingar hafi verið sviknir af sýningu þessa hóps, eins og Baltasar gefur í skyn. Þetta var ágæt sýning þó ég, sem innfæddur Andalúsíumaður, hafi séð þær betri. Engin þriðja flokks sýning - segir Fernando um flamingoflokkinn. Vanda- lausar myndir Pálína Ásgeirsdóttir hringdi: Ég vil láta skoðun mína í ljós í sam- bandi við grein sem einhver Kristján skrifaði i DV um daginn. Hann kvart- aði þar yfir svokölluðum vandamála- myndum í sjónvarpinu. Að mínu mati eru þessar myndir engar vandamála- myndir. Svona myndir fá fólk til að hugsa og í þeim er aðalatriðið engan vegin að lýsa ljótleika mannsins. Svona myndir skilja eitthvað eftir sig. 1 rauninni finnst mér of fáar svona myndir vera í sjónvarpinu og legg til að myhdir þessarar tegundar verði sýndar reglulega í sjónvarpinu. Nokkrar mynda Ingimars Bergman hafa verið sýndar i sjónvarpinu að undanförnu. Ekki eru allir á einu máli um ágæti þeirra. Eltingarleikur lögreglunnar Kristinn Siguijónsson, Hjallabraut 15, skrifar: Fyrr á árum taldi almenningur lög- regluna heimskari en gerist með aðrar stéttir. Þó voru allir sammála um að líkamlegt atgervi lögreglumanna væri í góðu lagi, enda talið að smávaxnir rindlar hefðu lítið í þetta starf að gera (auðvitað voru konur ótækar og þykja enn á sumum stöðum í dag!). Margir þóttust greina að gegnumsneitt væru lögreglumenn lítið greindir og margar skemmtilegar sögur eru til um það. Tilefhi þessara hugleiðinga er það, að litlu munaði að lögreglunni tækist að að drepa fimmtán ára ungling sem var að aka mótorhióli út, á Granda. Þeim þótti eitthvað athugavert við aksturslagið og hófu þegar eftirför. Pilturinn varð að þvf er virðist skelf- ingu lostinn og reyndi að flýja. Undir lokin var hann og þeir sex lögreglu- þjónar sem eltu hann komnir á 140 km hraða og stórhættulegir öllum veg- farendum. Þetta endaði þannig að pilturinn ók utan í bílskúrsvegg en slapp sem betur fer ómeiddur. Hann hefði þó að líkind- um örugglega drepist ef hann hefði ekið beint á vegginn. Já, lesendur góðir. Verður ekki að taka upp gömlu trúna, sem ég hélt að væri goðsögn, að stór hópur innan lögreglunnar sé heimskari en gengur oi? gerist. Harðduglegir Hvergerðingar Útlendingur hringdi: Ég er dálítið hissa á hvað lítið hefur verið fjallað um allar byggingafram- kvæmdimar í Hveragerði. Ég átti leið þama framhjá um daginn og varð mjög undrandi á hversu bygging hót- elsins þama hefur gengið vel. Það litla sem hefur verið skrifað um þessar byggingaframkvæmdir hefur verið mjög neikvætt. Verið er að fetta fingur út í hvaðan allt fjármagnið, sem hótelið er reist fyrir, kemur. En mér er spum: Er ekki sama hvaðan gott kemur? Þessi framkvæmd ber vott um kjark og framsýni þeirra sem í hlut eiga. Ég vil óska öllum Hvergerðing- um til hamingju með þetta þrekvirki og ég dáist að dugnaði þeirra. Græna Dóra hringdi: Ég vil koma á framfæri þökkum til gróðrarstöðvarinnar Grænu handar- innar. Ég átti viðskipti við hana um daginn og var þjónustan þar til mikill- ar fyrirmyndar. Þeir sendu mér það höndin sem ég pantaði heim og vora í alla staði mjög almennilegir. Mér finnst sjálfsagt að vekja líka athygli á því sem vel er gert í þessu þjóðfélagi. Abending til þula Þorsteinn hringdi: Mig langar að koma á framfæri ábendingu til þula Ríkisútvarpsins. Er ekki hægt að biðja þá um að hætta ’ pappírsskrjáfi og blýantskroti meðan fréttimar era lesnar. Þetta heyrist mjög greinilega í fréttalestrinum og tekur afskaplega mikið á taugamar. Svona nokkuð heyrist hvergi þar sem ég hef verið erlendis. Ég vil því endi- lega hvetja menn hjá útvarpinu til að koma þessu í nútímalegra horf. Vægi atkvæða Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Mig langar aðeins að benda á kosn- ingatalnakerfið hér á landi. Ef miðað væri við gild atkvæði hjá hverjum flokki, í Reykjavík t.d., þá væri útkom- an þannig: A-l, B-l, D-8, G-3, M-0 og V-l, samtals 14 fulltrúar. En D- listi fær fulltrúa vegna svoknllaðra dauðra atkvæða minnihlutans. Reyndar fær D-listinn ekki 8 fulltrúa en næstum því. Úti á landsbyggðinni era væntanlega einnig mörg gróf dæmi um þetta ólýðræðislega ástand. Er ekki tími til kominn að endurskoða þetta allt saman?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.