Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Qupperneq 19
DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986.
19
Menning Menning Menning Menning
Sleipir slagverksmenn
LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK
interRent
Eyjólfur Melsted
Tónleikar The New Music Consort á Kjarv-
alsstöðum 7. júní.
Samverkamenn: Gisli Magnússon og Halld-
ór Haraldsson.
Efnisskrá: Elliott Carter: Timpani Solos; Béla
Bartók: Sónata fyrir tvö píanó og slagverk;
Áskell Másson: Helfró; John Cage: Third
Construction; Guðmundur Hafsteinsson: Or
a Tolling Bell.
The Music Consort er sveit sem
marga hefur lengi dreymt um að fá
hingað til lands. Nú varð draumurinn
að veruleika á Listahátíð. Þó aðeins
að hluta því hingað komu f]órir slags-
verksmenn, en alls eru sextán í
hópnum fullskipuðum. Fyrsta verkið
var einleiksverk fyrir pákur, heims-
þekkt verk og vinsælt eftir Elliott
Carter, strmdum kallað draumur pá-
kuleikarans. Ég þekki þá því miður
ekki í sundur, Frank Cassara, Kory
Grossman, Michel Pugliese og Will-
iam Trigg, en mikið rækalli voru
Timpani Solos vel spilaðar, hver þeirra
sem lék.
Góðir samverkamenn
Samverkamenn tveir voru til kallað-
ir að kveða Sónötu Béla Bartóks fyrir
tvö píanó og slagvérk. Ekki var í kot
vísað að fá þá Gísla Magnússon og
Halldór Haraldsson til liðsauka. Bart-
ók hlaut þama óskaflutning.
Þá kom kærkomið hlé, því hitna tók
og loft að þyngjast mjög í vestursal
Kjarvalsstaða. En svo kom að Helfró
Áskels Mássonar. Helfró er allþekkt
verk og hefur meðal annars komið út
á plötu, Steinhljóð 003. Ánægjan yfir
leiknum var hér tvöföld á við að hlusta
á plötuna, þar sem höfundur lék sjálf-
ur ásamt Þóri Sigurbjömssyni, því hið
sjónræna skiptir ekki svo litlu máli
við flutning af þessu tagi. Fyrir vikið
fannst mér það jafnvel betur spilað en
á plötunni. Svo þarf samt alls ekki að
vera og er síst ætlunin að níða góðan
leik á plötunni - aðeins geta þess að
lifandi flutningur tekur jafnan niður-
suðunni fram.
Þroskamerki?
Ekki veit ég hversu gamalt verk
Johns Cage, Third Construction, er.
Líklega er það frá lokum fimmta ára-
tugarins. Það eitt er þó víst að margan
hefur það hlotið að hneyksla á sinni
tíð. Nú erum við þess sem betur fer
umkomin að finna frumleikann, leik-
gleðina og sérstæða andagift í verki
af þessu tagi - Þroskamerki? - Von-
andi. En það er heldur ekki gaman
að hlusta á annað en snillinga á borð
við meðlimi New Music Consort flytja
verk af þessu tagi.
Þegar réttur er litli fingur
Síðast á dagskrá var Or A Tolling
Bell, slagverkssinfónía eftir Guðmund
Hafsteinsson. Hér heima held ég að
ekki hafi verið flutt annað eftir Guð-
mund en Bmnnu hvarma björt ljós (ég
vona að ég muni titilinn rétt), tríó fyr-
ir píanó, klarínettu og selló - magnað
stykki. Slagverkssinfónia Guðmundar,
sem hér var flutt, tekur rúman hálf-
tíma í flutningi. Ha! segja víst þeir sem
ekki tóku tímann, þvi við flókinn tón-
vef ásláttarhljóðfæranna, eins og hann
var hér ofinn, gleyma menn bæði stund
og stað. Að heyra verkið einu sinni
er vitaskuld allt of lítið til að gera sér
neina grein fyrir þvi svo heitið geti.
Því hefði ég kosið að fá að heyra það
tvíleikið á þessum tónleikum, en hér
var, held ég, um frumflutning að ræða.
Það sem ég heyrði við þennan eina
flutning æsti upp í mér löngun til að
heyra það aftur, og það sem fyrst.
Þeir em sannarlega sleipir slag-
verksmennimir í The New Music
Consort. Listahátiðarstjóm ber þakkir
fyrir að stuðla að hingaðkomu þeirra.
Sem fyrr var getið hafa menn haft á
því hug án þess að fá við kostnaðinn
ráðið. Þegar réttur er litli fingur vill
þiggjandinn gjaman fá alla höndina.
Lái mér hver sem vill að óska þess að
fá flokkinn allan á næstu Listahátíð
- helst fyrr.
EM
Útibú í kringum landið
REYKJAVÍK:.... 91-31815/686915
AKUREYRI:.......96-21715/23515
BORGARNES:............93-7618
BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489
HÚSAVÍK:........96-41940/41594
EGILSSTAÐIR:...........97-1550
VOPNAFJÖRÐUR:....97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303
BJARTUR
er bónaóur bíll
Komdu með bílinn eða láttu okkur
sækja hann og þú færð nýbónaðan
bílinn kláraðan samdægurs, fyrir sölu
eða eigin ánægju. Við bjóðum uppá
eftirfarandi þjónustu:
• Tjöruhreinsun
. Bón
. Djúphreinsun (sæti og teppi)
. Sprautun á felgum
• Vélarhreinsun
Opið áUa virka daga frá kl. 8-19.
Laugardaga frá kl. 9—18.
VISA
BORGARTUNI 29 bakatil.
SÍMI 622845
SVEITARSTJÓRI
Staða sveitarstjóra í Grundarfirði er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 20. júní. Nánari upplýsingar gefur
Sigríður A. Þórðardóttir í síma 93-8640.
Tónlist