Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Síða 22
22
DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986.
iHÉfcss
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
ÆU/I/IENIA
EU 455 S
Litla þvottavélin meö þurrkara
sem tekur 4 kg af þurrum þvotti
og notar 1/3 af orku, er fljót aö
þvo og þvær betur en áður hef-
ur þekkst.
Mál: 55x53x76,5.
Rafbraut
Suðurlandsbraut6,
105-Reykjavik
Simar 681440 og 681447.
uvnm
alla vikuna
j
Háaleitisbraut 68 fTTj Austurver
Simi 8-42-40
Cabrini
Tardelli
® nsíuriD ®
SPORTVÖRUVERSLUN
Zico grasskór stæröir 28-36.
Verð kr. 1.250.
Zico ^
fótboltaskómir
Zico
Zico malarskór stærðir 28-36.
Verð kr. 1.195.
Þórður Hallgrímsson, lengst til hægri, horfir angistarfullur á eftir knettinum í markið - sjálfsmark, sem tryggði Keflvíkingum stigin þijú.
DV-mynd Hilmar Bárðarson.
Sama hvaðan gott kemur
þegar mikið er í húfi
Islandsmótið 1. deild.
Keflavíkurvöllur, IBK-ÍBV 1-0 (0-0)
Keflvíkingar eru nú farnir að sýna
í sér vígtennurnar. Þeir hafa nú unn-
ið tvo leiki í röð eftir mjög slaka
byrjun og eru búnir að næla sér í sex
stig. Staðan er fljót að batna þegar
þrjú stigin nást með sigrum. Allt í
einu er ÍBK komið upp í miðja röð-
ina eftir leikinn við botnliðið í 1.
deildinni, ÍBV, sem aðeins hefur
hlotið eitt stig það sem af er. Sigur
ÍBK var fyllilega verðskuldaður sé
miðað við gang leiksins og mark-
tækifærin. Hins vegar voru það
gestirnir sem sýndu þann höfðings-
skap að gera það sem heimamönnum
tókst ekki - að skora mark - en það
var því miður í sitt eigið mark. Kefl-
víkingar fögnuðu innilega enda er
alveg sama hvaðan gott kemur þegar
mikið er í húfi.
ÍBK-liðið hefur tekið miklum
stakkaskiptum að undanfömu.
Hraði og léttleiki er kominn í leik
þess og liðið er heilsteypt - menn
skilja hver annan og ná því oft góð-
um samleiksköflum, en eitt vanda-
mál er óleyst, að nýta góð færi sem
gefast. Hefði það tekist í þessum leik
hefðu 4-5 mörk gegn engu verið eðli-
leg markatala. Sigurjón Sveinsson,
Sigurður Björgvinsson, Freyr Sverr-
isson, Valþór Sigþórsson og Skúli
Rósantsson komust hvað eftir annað
í góð færi, með höfði og fótum, en
brást heldur betur skotfimin. Freyr
var mjög virkur sem tengiliður og
hanji ætlaði Sigurði Björgvinssyni
knöttinn með skallasendingu þegar
Þórður Hallgrímsson stökk upp og
komst inn í sendinguna. Hvort hann
ætlaði að skalla yfir markið eða til
markvarðar veit hann einn, en svo
slysalega vildi til að knötturinn sveif
beint í markið, óverjandi fyrir Hörð
Pálsson, snjallan mgrkvörð ÍBV.
Þetta gerðist á 64. mín. og segja má
með sanni að Þórður ætlar að vera
seinheppinn þegar ÍBK á í hlut.
Hólmbert Friðjónsson, þjálfari
ÍBK, er óragur við að reyna nýja liðs-
skipan. Einar Ásbjörn er kominn í
öftustu vörnina og stóð sig vel. Freyr
leikur framar en áður og nýtist betur
þar en í vörninni. Sigurður Björg-
vinsson og Óli Þór Magnússon voru
sívinnandi allan leikinn, sérstaklega
sá fyrrnefndi, sem hefur sjaldan verið
betri. Þorsteinn Bjamason fékk lítð
að starfa í markinu, utan einu sinni
þegar Elías Friðriksson skaust inn
fyrir ÍBK-vömina og átti Þorstein
einan eftir til hindrunar - og Þor-
steinn sá við honum og varði fast
jarðarskot með því að slá knöttinn
aftur fyrir endamörk.
Eyjapiltarnir léku þokkalega
knattspyrnu, reyndu samleik en vom
greinilega ekki nógu kvikir til að
brjóta sér leið í gegnum ÍBK-vömina
sem var með sprækasta móti og kæfði
í fæðingu allar sóknartilraunir mót-
herjanna. Undir lokin lögðu Eyja-
menn meira í sóknina með því að
setja nýja menn í leikinn en allt kom
fyrir -ekki. Þrátt fyrir tapið og
klaufaskapinn þegar markið var
skorað þá býr margt gott í liðinu sem
vonandi fyrir ÍBV skilar sér þegar á
líður sumar. Eyjamenn leggja áreið-
anlega ekki árar í bát þótt á móti
blási um sinn. Hörður Pálsson mark-
vörður var þeirra besti maður, einnig
stóðu sig vel Þorsteinn Viktorsson,
Viðar Elíasson og Elías Friðriksson.
Dómari var Gísli Guðmundsson og
dæmdi mjög vel.
Áhorfendur 634.
Gul spjöld: Viðar Elíasson, Þórður
Hallgrímsson, ÍBV.
Lið IBK: Þorsteinn Bjarnason, Gísli
Grétarsson (Sigurður Guðnason s.h.)
Einar Ásbjörn Ólafsson, Valþór Sig-
þórsson, Rúnar Georgsson, Sigurður
Björgvinsson, Gunnar Oddsson,
Freyr Sverrisson, Óli Þór Magnús-
son, Sigurjón Sveinsson, Skúli
Rósantsson, ívar Guðmundsson (inn
á í lokin fyrir Sigurð Guðnason).
Lið ÍBV: Hörður Pálsson, Jón Bragi
Arnarson, Þórður Hallgrímsson,
Þorsteinn Viktorsson, Viðar Elías-
son, Elías Friðriksson, Lúðvík
Bergsteinsson, Páll Hallgrímsson
(v.m. í s.h.) Jóhann Georgsson, Ómar
Jóhannsson, Ingi Sigurðsson, Karl
Sveinsson, Jón Atli Gunnarsson (v.
m. sh.)
Maður leiksins: Sigurður Björgvins-
son, Keflavík.
emm
4. deild - 4. deild - 4. deild - 4. deild
Þingeyingar skoruðu ellefu
- átta mörk í þremur leikjum
Mikið var leikið í 4. deildinni á ís-
landsmótinu í knattspyrnu um
helgina en þó var leikjum frestað.
Þegar er talsvert um frestaða leiki í
deildinni. Þar er keppt í sjö riðlum
víðs vegar um landið. Úrslit um helg-
ina:
A-riðill:
Þór, Þ.-Haukar 2-3
Snæfell-Skotfél. Rvk. 2-1
Grundarfjörður-Augnablik fr.
Staðan í A-riðli
Skotf. R. 3 2 0 1 9-5 6
Snæfell 3 2 0 1 5-4 6
Haukar 2 10 1 3-3 3
Augnablik 2 10 1 6-8 3
Þór, Þorláksh. 3 1 0 2 4-6 3
Grundarfjörður 10 0 1 1-2 0
-Róbert
B-riðill:
Afturelding-Víkingur, Ól. 8-0
Hveragerði-Léttir 5-2
Vík verj i-Stokkseyri 5-1
C-riðill:
Eyfellingur-Leiknir, R. 0-5
Grótta-Hafnir 1-0
Staðan i C-riðli
Grótta 2 2 0 0 7- 0 6
Leiknir, R. 2 110 8-34
Árvakur 2 110 7-44
Hafnir 3 1 0 2 6- 6 3
Eyfellingur 3 0 0 3 1-16 0
D-riðiIl:
Badmintonf. Ísafj.-Reynir, Hn. 0-1
Bolungarvík-Stefnir 8-0
Reynir, Hn.-Geislinn 0-8
E-riðiIl:
Hvöt-Svarfdælir 1-0
Kormákur-Svarfdælir 1-3
F-riðill:
Núpar-Æskan 5-3
HSÞ b-Austri, R. 11-0
G-riðill:
Súlan-Neisti l-l
Höttur-Sindri 3-0
Staðan í G-riðli:
Höttur 2 2 0 0 6-0 6
Sindri 2 1 0 1 3-4 3
Neisti 2 0 2 0 2-2 2
Hrafnkell 1 0 1 0 1-1 1
Súlan 2 0 1 0 1-4 1
Huginn 1 0 0 1 1-3 0
JFJ