Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Page 23
23 DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Þróttur átti aldrei mögu- leika gegn KA - er KA sigraði Þrótt, 3-1 Þráinn Stefánsson, DV, Akureyri: Þróttarar komust varla fram fyrir miðju þegar þeir töpuðu fyrir KA hér á Akureyri í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. KA skoraði þijú mörk í leiknum en Þróttur eitt. KA náði forystunni á 18. mínútu. Það var gamla kempan Hinrik Þór- hallsson sem skoraði markið með föstu skoti úr vítateig eftir góða sendingu frá Erlingi Kristjánssyni. Skot Hinriks fór í bláhom Þróttarmarksins og var óverjandi. Ekki náðu KA-menn að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik þrátt fyrir að þeir væru mun betri aðilinn. Það voru liðn- ar tíu mínútur af síðari hálfleik þegar annað markið leit dagsins ljós. Bjarni Jónsson skoraði eftir góða sendingu frá Áma Freysteinssyni. Áhorfendur þurftu að bíða nokkuð lengi eftir þriðja markinu en það var skorað þeg- ar sjö mínútur voru til leiksloka. Nú var Ámi Freysteinsson sjálfur á ferð- inni eftir sendingu frá Hinriki Þór- hallssyni. Á lokamínútunum kom mark Þróttar og var þar um sjálfs- mark að ræða. Var það nánast í fyrsta skipti sem Þróttarar komust í vitateig heimamanna og segir það mikið um yfirburði KA í leiknum. Þeir Ámi Freysteinsson og Erlingur Kristjánsson vom bestu menn KA í leiknum en ógjörningur er að benda á einhvem einstakan leikmann í liði Þróttar. Liðið er ' mjög slakt og kannski ekki furða þar eð einir fjórtán leikmenn, sem léku með liðinu í fyrra, em hættir eða famir annað. -SK Jafntefli a Vopnafirði Einherji og Selfoss skildu jöfn er liðin áttust við í 2. deild Islandsmótsins í knatt- spymu um helgina en leikið var á Vopnaiirði. Litið var um marktækifæri í leiknum og ekkert mark skorað. Selfyssingar voru þó nær því að skora en Njáll Eiðsson, þjálf- ari heimamanna, bjargaði málunum á síðustu stundu. Frammistaða Einherja hefur vakið nokkra athygli í sumar og greinilegt að liðið er á réttri leið. Selfyss- ingar voru í efsta sæti deildarinnar tyrir leikinn og flestir bjuggust því við sigri þeirra. -SK • Oft var hart barist i leik Vals og Fram á föstudagskvöld. Hér eru leikmenn að berjast um knöttinn en númer tiu, fyrir miðri mynd, er Sigurjón Kristjánsson, Val. Ef myndin prentast vel má sjá blóð leka niður hálsinn en hann varð fyrir hnjaski fyrr í leiknum. DV-mynd Brynjar Gauti. • Gústaf Bjömsson, þjálfari KS, skoraði mark KS á Siglufirði og hefur skorað fjögur mörk i 2. deild. Enn skorar Gústaf -jafnthjáKSogÍBÍ Gústaf Bjömsson, þjálfari KS frá Siglufirði, er enn á skotskónum í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Um helgina iéku KS-menn gegn fs- firðingum en tókst ekki að sigra. Jafntefli varð í leik liðanna, 1-1, eftir að heimamenn höfðu haft forystuna i lcikhléi, 1-0. Það var Gústaf Bjömsson sem skoraði mark KS í fyrri hálfleik en sjálfsmark heimamanna kom í veg fyrir að öll stigin þrjú næðust í höfn. KS er þrátt fyrir jafnteflið með góða stöðu í deildinni og gæti blandað sér í toppbaráttuna. Staðan í 2. deild er nnnars þannig: KA...........4 2 2 0 10-4 8 Njarðvík......4 2 2 0 9-5 8 Selfoss.......4 2 2 0 6-2 8 Víkingur.....4 2 11 14-4 7 KS............4 1 3 0 0-5 6 Völsungur.....4 12 15-35 Einherji......4 12 14-75 ísafjörður....4 0 3 1 8-10 3 Þróttur.......4 0 1 3 5-9 1 Skallagrímur..4 0 0 4 1-19 0 Næstu leikir í 2. deild eru á dag- skrá 14. júní en þá leika: Þróttur- Völsungur, Selfoss-KS, fBf-KA, Skallagrímur-Einherji og Njarð- vík-Víkingur. -SK IVö glæsileg mörk og jafntefli Vals og Fram - á Hlíðarenda á föstudagskvöld, 1-1 Stórglæsilegt skallamark Guðmund- ar Torfasonar á fyrstu mínútu siðari hálfleiks nægði Frömurum ekki til sig- urs í leik þeirra gegn Valsmönnum á leikvelli Vals við Hlíðarenda á föstu- dagskvöld. Hilmar Sighvatsson náði að jafna metin fyrir Val, þegar nokkuð var liðið á síðari hálfleikinn, með fal- legu marki úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Mikið fjör var í byijun leiksins og þá voru Framarar mun frískari og Guðmundur Torfason fékk tvö mjög góð marktækifæri er bæði fóru for- görðum. Þegar líða tók á fyrri hálfleik fór maður að taka eftir Valsmönnum á vellinum og þeir voru klaufar að skora ekki mark í fyrri hálfleik. Fram- arar áttu einnig sín færi og sanngjöm staða að afloknum fyrri hálfleik hefði verið 3-1 fyrir Fram. Gjæsimark Guðmundar í byijun síðari hálfleiks gaf Guð- mundur Steinsson góða sendingu fyrir mark Vals og Guðmundvir nafni hans Torfason kom aðvífandi og stökk hæst allra og skailaði knöttinn glæsilega í netið án þess að Stefán Amarsson næði til knattarins. Eftir þetta mark dofnaði mjög yfir leiknum og var síðari háifleikurinn langt frá því að vera jafri vel leikinn og sá fyrri. Þrumumark Hilmars fyrirliða Um miðjan fyrri hálfleikinn var dæmd aukaspyma rétt fyrir utan víta- teig Fram og vildu margir meina að þar hefði verið um vægast sagt vafa- saman dóm að ræða. Hvort sem þetta var réttur dómur eða ekki er víst að Magnús Theódórsson dómari var í slakri aðstöðu til að sjá brotið. Eftir að Valsmenn höfðu útfært nokkra leikfléttu í byrjun aukaspymunnar lét Hilmar Sighvatsson mikið þrumuskot ríða af og í markinu hafhaði knöttur- inn og Valsmenn höfðu jafnað. Eitthvað vantar hjá Val íslandsmeistarar Vals hafa ekki enn náð sér fullkomlega á strik og eiga ömgglega eftir að leika betur í næstu leikjum. Enn vantar Þorgrím Þráins- son í liðið og mun það örugglega stvrkjast við komu hans. Ársæll Kristjánsson var besti maður Vals í þessum leik. Breytingar hjá Fram Eftir afleikinn gegn Keflavík á dög- unum gerði Ásgeir Eliasson, þjálfari Fram. þær breytingar á liði sínu að hann tók Öm Valdimarsson út og setti Arnljót Davíðsson inn i hans stað. Þá lék Þorsteinn Þorsteinsson ekki með í vöminni vegna meiðsla og tók Þor- steinn Vilhjálmsson stöðu hans og lék stórvel og var besti maður Fram í leiknum. Eflaust besti leikur hans með Fram frá upphafi. Um Amljót Davíðs- son er það að segja að þar fer laginn leikmaður en svo er að sjá sem hann eigi nokkuð í land sem leikmaður í 1. deild. Reynsluleysi háir honum sem skiljanlegt er og í leiknum gegn Val vom flestallar sendingar hans afleitar. En hann er leikmaður framtíðainnnar. Auk Þorsteins Vilhjálmssonar var Guðmundur Steinsson þokkalegur og Friðrik var ömggur í markinu. Lið Vals: Stefán Arnarsson. Magnús Magnússon. Óttar Sveinsson (Ámundi Sigmundsson), Guðmundur Kjartans- son. Ársæll Kristjánsson, Sigurjón Kristjánsson. Valur Valsson, Ingvar Guðmundsson. Hilmar Sighvatsson, Bergþór Magnússon (Hilmar Harðar- son). Guðni Bergsson. Lið Fram: Friðrik Friðriksson, Þor- steinn Vilhjálmsson, Þórður Marels- son, Jón Sveinsson, Viðar Þorkelsson. Kristinn Jónsson. Pétur Ormslev. Steinn Guðjónsson (Gauti Laxdal), Guðmundur Steinsson, Guðmundur Torfason. Arnljótur Davíðsson. Dómari var Magnús Theódórsson og hefui- hann dæmt betur. Var hann oft ekki nægilega vel staðsettur á vell- inum og verður að laga það. Áhorfend- ur voru rúmlega 1100. Maður leiksins: Þorsteinn Vilhjálms- son, Fram. -SK KR og Valur sigruðu í kvennabottanum um helgina KR og Þór A léku á KR-velli um helgina í 1. deild kvenna. KR-ingar voru betri aðilinn i þessum leik og sigruðu, 3-2. Staðan í hálfleik var 2-1 þeim i vil. KR-stúlkurnar náðu oft skemmtilegum leikköflum og sköp- uöu oft mikla hættu við mark Þórs, en Þórdís Sigurðardóttir í marki Þórs var þeim óþægur ljár í þúfu og bjarg- aði oft vel. Mörk KR-inga gerðu þær Ama Steinsen, 2, og Dagný Halldórsdóttir 1 mark. KR-liðið virkaði nokkuð heilsteypt í þessum leik og gæti bitið frá sér þegar fram í mótið sækir. Best var landsliðsmaðurinn Arna Steinsen. Þórsliðið barðist vel í þessum leik - en greinilegt er að það er ekki eins sterkt og í fyrra. Mörk Þórs gerði Lára Eymundsdóttir. Valur-Þór 2-0 Sl. sunnudag léku síðan Þórsstúlk- urnar gegn Val og sigraði Valur, 2-0. Sjálfsagt hefur einhver þreyta setið í Þórsliðinu því auðvitað hlýtur að vera erfitt að leika erfiða leiki tvo daga í röð. Valsstúlkumar réðu öllu um gang leiksins og mæddi mikið á öftustu vörn Þórs, sem stóð sig með miklum ágætum því það var ekki fyrr en um miðbik síðari hálfleiks sem Ingi- björgu Jónsdóttir tókst að skora fyrra markið. Kristín Arnþórsdóttir, sem var besti leikmaður Vals í þess- um leik. skoraði annað markið þegar stutt var til leiksloka. Valsstúlkurnar em til alls vísar og ættu að geta náð langt í þessu Is- landsmóti. Liðið er skipað nokkuð jafngóðum leikmönnum og sem sýndu oft skemmtileg tilþrif. Þær áttu þó í vissum erfiðleikum með að finna leiðina að markinu að þessu sinni - en vöm Þórs var að vísu mjög föst fyrir og Þórdís Sigurðar- dóttir í markinu bjargaði oft af snilld. -HH Úrslit í mótinu fram að þessu: Breiðablik-Valur 1-3 Þór A-Haukar (fi-estað) Akranes-Keflavík 2-1 Keflavík-Breiðablik 0-3 Haukar-Akranes 0-4 Staðan í 1. deild kvenna: Akranes Valur KR Breiðablik Þór Ak. ÍBK Haukar 2 21 0 0 5-1 4 22005-14 11003-22 21104-32 2 0 2 0 2-5 0 20201-50 1010N0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.