Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Side 27
DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. 27 Iþróttir lþróttir Iþróttir Iþróttir Stórsigur Víkings í 2. deild á Hallarflotinni 6 mörk Andra í 9-0 sigrinum Landsliðsmaðurinn hjá Vikingi, Andri Marteinsson, skoraði strax á fyrstu mínútu leiks Víkings og Skalla- gríms í 2. deild á laugardag á Hallar- flötinni i Laugardalnum og það var aðeins forsmekkurinn af því sem átti eftir að sjást til hans í leiknum. Hann átti stórleik, bar af á vellinum, og áður en yfir lauk hafði hann sex sinnum sent knöttinn í mark Skallagríms í 9-0 sigri Víkings. Það var austanrok og rigning þegar leikurinn fór fram. Víkingar léku und- an vindinum sterka í fyrri hálfleik og skoruðu þá sjö mörk, þrennu á síðustu mínútum hálfleiksins. Þá virtist út- hald Borgnesinga alveg þrotið. Þeir áttu oft í erfiðleikum á blautu gervi- grasinu. Andri skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum, Björn Bjartmars, Jón Bjarni Guðmundsson og Elias Guðmundsson, vítaspyrna, eitt hver. Þó Víkingar lékju gegn vindinum í síðari hálfleik hafði liðið mikla yfir- Eitt skot, eitt færi - og Njarðvík sigraði Frá Önnu Garðarsdóttur, frétta- manni DV ó Húsavík: Það voru hreint furðuleg úrslit í leik Völsungs og Njarðvíkur í 2. deild hér á Húsavík á föstudagskvöld. Völsung- ur sótti nær lótlaust allan leikinn - leikmenn liðsins fengu fjölmörg tæki- færi til að skora en inn í mark Njarðvíkinga vildi knötturinn ekki fyrr en rétt undir lokin. Oft var það klaufaskapur hjá leikmönnum Völs- ungs en markvörður Njarðvíkinga, Sævar Júlíusson, var þeim einnig mjög erfiður. Átti stórleik í markinu. Hins vegar áttu Njarðvíkingar eitt færi í leiknum og að auki eitt skot. Hvort tveggja gekk upp. Tvö mörk. Jón Ólafsson skoraði fyrra mark Njarðvíkinga í fyrri hólfleik. Á 57. mín. kom Haukur Jóhannsson Njarð- víkingum í 0-2. Þrátt fyrir einstefhuna ó malarvellinum tókst Húsvíkingum ekki að skora fyrr en á 80. mín. Þá kom Jónas Hallgrímsson knettinum í markið, 1-2, en ekki tókst heima- mönnum að jafiia þó þeir væru allir af vilja gerðir. Völsungur missti þama því dýrmæt stig í 2. deildinni og það á heldur óvenjulegan hátt. hsim „Þeir voru erfiðir" Pólland sigraði „Eg er mjög ánægður með sigurinn, Portúgalar eru mjög erfiðir mótherjar. Nú höfum við 3 stig en við munum ekki leika upp á jafhtefli við Eng- land,“ sagði Antoni Piechniczek, þjálfai-i Póllands, eftir 1-0 sigur á Port- úgal í F-riðli HM á laugardag. Wlodz- mierz Smolarek skoraði eina mark leiksins á 68. mín. „Lið mitt lék eins vel og hægt er að ætlast til við þessar aðstæður. Við vor- um talsvert óheppnir að skora ekki i siðari hálfleik. Það er útilokáð að spá nokkru um hver úrslit verða í þessum erfiða riðli. Nú þurfum við að fara til Guadalajara til að leika við Marokkó- menn. Það verður erfiður leikur. Þeir hafa sýnt að þeir eiga góðu liði á að skipa,“ sagði Jose Torres, þjálfari Portúgal. Fréttamenn skrifa að leikur- inn hafi verið mjög slakur. hsím burði sem áður. Andri skoraði þá tvö mörk til viðbótar, sex í allt, og Víking- ar fengu tækifæri til að auka mjög markatöluna. Misnotuðu hins vegar á stundum færi auk þess sem markvörð- ur Skallagríms varði oft mjög vel. Var áberandi besti maður liðs síns þrátt fyrir mörkin níu. Víkingar sýndu oft nettan leik með Andra fremstan i flokki þrátt fyrir veðurhaminn. Borg- nesingar hins vegar afar slakir - Skallagrimur áberandi lakasta liðið í 2. deild. hsim Andri Marteinsson, lengst til hægri, skorar eitt af sex mörkum sinum á laugardag með þrumufleyg utan vítateigs. ÐV-mynd HS. Fegrunarnefnd Reykjavíkur FEGRUNARVIKA I REYKJAVIK 7.-15. HM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.