Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Qupperneq 30
30 DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Staða forstöðumanns við dagheimilið Bakkaborg við Blöndubakka. Umsóknarfrestur til 15. júní. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstrur í síma 27277. Fóstrustöður á dagheimilið og leikskólann Hraunborg, Hraunbergi 10. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 79770. Umsóknarfrestur til 24. júní. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð. LAUSAR SIÖDUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. HEILSUGÆSLUSTÖÐ REYKJAVÍKUR Deildarmeinatæknir í fullt starf á rannsóknarstofu Heilsuverndarstöðvarinnar. Hlutastörf koma til greina. Bókasafnsfræðing í hálft starf við bókasafn Heilsu- verndarstöðvarinnar. Ljósmóðir til afleysinga á mæðradeild. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsugæslu- stöðva í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 föstudaginn 13. júní. ÚTIVISTARVIKA Á vegum skátafélagsins Skjöldunga fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. 1. námskeið 2. júní - 6. júní. 2. námskeið 9. júní - 13. júní. 3. námskeið 16. júní - 20. júní. 4. námskeið 23. júní - 27. júní. 5. námskeið 30. júní - 4. júlí. 6. námskeið 7. júlí - 11. júlí. 7. námskeið 14. júlí - 18. júlí. 8. námskeið 21. júlí - 25. júli. 9. námskeið 11. ágúst - 15. ágúst. 10. námskeið 18. ágúst - 22. ágúst. Námskeiðin standa frá kl. 10-16 og hægt er að leita allra upplýsinga og innrita á sama tíma í síma 686802 allan námskeiðstímann. Skátafélagið Skjöldungar, Sólheimum 21 a. ILAUSAR S1ÖÐUR HJÁ _____I REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. 1. Fóstrur athugið! Á dagheimilið Suðurborg við Suðurhóla vantar fóstrur nú þegar eða í haust. Boðið er upp á mjög góða vinnuaðstöðu bæði hvað varðar almennt uppeldislegt starf og séraðstoð. Upplýsingar gefur forstöðumaður á staðnum eða í síma 73023. 2. Á leikskólann. Árborg, Hlaðbæ 17, vantar fóstrur við almenn uppeldisstörf og fóstrur eða þroskaþjálfa til að sinna börnum með sérþarfir, hálft starf. Upplýsingar gefa forstöðumenn á staðnum eða í síma 84150. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. júní. Þau eru glæsileg verðlaunin sem i boði eru í Ökuleikni sumarsins. i reiðhjólakeppninni eru það tvö gullfalleg DBS reiðhjól sem Fálkinn hf. gefur og í bílakeppninni er það splunkunýr Mazda 626 árgerð 1987, sem Mazda- umboðið Bilaborg mun gefa þeim keppanda er aka mun villulaust þrautaplanið i úrslitakeppninni. Frá vinstri eru Kristinn Breiðfjörð, fulltrúi Bílaborgar, Guðmundur Gunnarsson frá Fálkanum og Einar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ökuleikninnar. Ökuleikni BFÖ - DV Ökuleiknin að hefjast - hefst með pressukeppni á þriðjudaginn Bindindisfélag ökumanna og DV munu i sumar, eins og undanfarin sumur, vera með keppni í ökuleikni víðs vegar um landið. I fyrra var metár í 8 ára sögu Oku- leikninnar. Þá voru keppendur rúmlega 600 og hafa því 2100 öku- menn tekið þátt í ökuleikni frá upphafi. Nokkur fjölgun verður á keppnis- stöðum í ár. Keppt verður á 33 stöðum um landið að íslandsmeist- arakeppninni meðtalinni. f öku- leikninni verður keppt í karlariðli og kvennariðli og munu sigurvegar- ar í hvorum riðli komast í úrslit. Auk þess verður á hverjum stað einnig reiðhjólakeppni o'g keppt þar í tveim riðlum, annars vegar á aldr- inum 9-11 ára og hins vegar á aldrinum 12 ára og eldri. Bindindisfélag ökumanna og DV hafa fengið til liðs við sig í ökuleikn- inni Mazda umboðið Bílaborg hf., sem mun gefa vegleg verðlaun í fs- landsmeistarakeppninni, Mazda 626 árg. 1987. Einnig mun umboðið lána bíla til úrslitakeppninnar, ásamt því að styðja keppnina fjárhagslega. f reiðhjólakeppninni fengu BFÖ og DV hins vegar reiðhjólaverslunina Fálkann hf. til liðs við sig. Mun Fálkinn meðal annars gefa öll verð- laun í hverri hinna 32 keppna og auk þess gefa tvö gullfalleg reiðhjóf sem tveir heppnir keppendur fá í haust en allir keppendur i reiðhjólakeppn- inni fá happdrættismiða. Úr þeim verður dregið og hljóta tveir kepp- endur reiðhjólin. Þá lét Fálkinn hf. í té reiðhjól sem notað verður við reiðhjólakeppnina í sumar. Ökuleiknin mun fara af stað þriðjudaginn 10. júní við Hús versl- unarinnar í Reykjavík kl. 20.00 og verður sú keppni svokölluð p'ressu- keppni, en þar mæta fulltrúar allra fjölmiðlanna og spreyta sig. Formlega hefst Ökuleiknin í Reykjavík laugardaginn 14. júní nk. kl. 14, einnig við Hús verslunarinnar og þar gefst mönnum kostur á að reyna sig. Ökuleiknin byggist á tveimur þáttum aðallega, annars vegar á umferðarspumingum og hins vegar á þrautaakstri þar sem hæfhin skiptir máli en hraðinn ekki. Allir er hafa ökuleyfi og skoðunar- hæfan bíl geta tekið þátt í keppninni gegn vægu þátttökugjaldi og ekki er nein hætta á að bílar skemmist í keppninni. Miðvikudaginn 18. júní hefst hringferð Ökuleikninnar og verður byrjað á því að fara-austur um og keppt á Hellu. Auglýsingar verða hengdar upp á hverjum stað þegar þar að kemur. Einnig mun DV segja jafhóðum frá keppnisstöðum í sumar og greina frá úrslitum hverrar keppni og birta myndir og viðtöl við keppendur. Sigurvegarar úr hvorum riðli munu fara í úrslitakeppnina þann 6. september næstkomandi og eins og fyrr sagði verða vegleg verðlaun. Sigurvegarar fá utanlandsferð með Amarflugi auk bikarverðlauna. Sá er aka mun villulaust í gegnum þrautaplanið f keppninni hlýtur Mazda bílinn að launum sem Mazda umboðið Bílaborg gefur til keppn- innar. Nokkrir nýir staðir verða heim- sóttir í sumar með ökuleikni. Má það meðal annars nefna Vopnafjörð, Fáskrúðsfjörð, Hólmavík, Flateyri og Þorlákshöfh. Nánar um það í DV þegar nær dregur. EG Hólmadrangur i heimahöfn á Hólmavík. Skipinu var breytt nýlega. Slippstööv- ar sögðu að verkið tæki 6-8 vikur. Hólmvíkingar sögðu nei við þvi og breyttu skipinu sjálfir á þrem vikum. Harkan sex! Sögðu þvert nei við átta vikum „Kubburinn" á Hólmavík Flugstöðin á Hólmavík er kubbsleg bygging í meira lagi, en hún gerir sitt gagn. Flugið gegnir stóru hlutverki á Hólmavík. Amarflug flýgur þangað tvisvar i viku, með stans á Gjögri. Annars er það af flugvellinum á Hólmavík að segja að hann er rétt við afleggjarann að bænum. Brautin er um 800 metrar og á hvorum enda eru 100 metrar malbikaðir til að loftfórin geti spymt sér vel af stað. Sjálf er hin kubbslega flugstöð 8 ára. 1 henni er einmitt þessa dagana verið að bæta aðstöðuna fyrir farþega. Gott verk það. Ekki Heathrow, heldur flugstöðin á Hólmavik. DV-mynd JGH Nokkrar breytingar hafa verið gerð- ar á hinum landsfræga togara, Hólmadrangi frá Hólmavík. Skemmti- leg saga er á bak við verkið. Þegar Hólmvíkingar buðu það út bámst til- boð frá nokkrum skipasmíðastöðvum sem sögðu að ekki tæki minna en 6-8 vikur að breyta skipinu. Það sættu heimamenn sig ekki við, fannst það of langt stopp fyrir aflaskip- ið. Þeir tóku sig því til sjálfir og luku verkinu á þremur vikum í stað sex. Breytingamar á Hólmadrangi fólust í því að bætt var frystitækjum í skipið auk þess sem vinnurými á dekki var stækkað. Reyndar er það um útgerð á Hólma- vík að segja að þaðan em gerðir út 11 bátar sem allir veiða djúprækju en trillumar em á grásleppuveiðum. Svo er það sjálfur kóngurinn, Hólma- drangur. JGH/Ákureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.