Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Side 31
DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. 31 t Sandkorn Sandkorn Aldrei eins mörg börn fæðst á Skagaströnd og eftir hvatn- ingu sveitarstjóra. Sigfús hleypur Sigfús Jónsson, hlaupari með meiru, hefur verið ráð- inn bæjarstjóri á Akureyri. Nú óttast gúrungarnir næst að hann hlaupi frá störfum á miðju kjörtímabili. Ann- ars er það um Sigfús að segja að sem sveitarstjóri á Skagaströnd hvatti hann þar til barneigna með þeim árangri að árið eftir hafa aldrei fæðst eins mörg börn á Skagaströnd. Nú veðja líka margir á að stjórinn ætli að láta hleypa til á Akureyri. Meira um bolta Mörgum hér á Akureyri finnst það koma spánskt fyrir sjónir að helsti sér- fræðingur útvarpsins á HM í Mexikó, Kristinn R. Ólafs- son, er staddur í Madrid á Spáni. Þaðan sagði hann nokkuð frá því t.d. hvernig Danir unnu Skota en auð- vitað sáu íslendingar leik- inn beint eins og Kristinn. Sniðugir hjá útvarpinu. Á bílasölu Nú hafa um 400 nýir bílar verið keyptir til Akureyrar eftir að bíla- og myndbandakjarasamning- urinn var gerður í lok febrúar. Mikið fjör er líka hjá bílasölum þessa dagana á Akureyri. Á einni heyrð- ist þessi: „Góðan daginn, ég er að hugsa um Benzinn þarna, en það er með út- borgunina, takið þið Kjarv- al uppí?“ „Álveg sjálfsagt, hvað er hann mikið keyrður?" Heimfari setti met Heimfari, þota Flugleiða, setti hraðamet á leið sinni frá f slandi til London í sið- ustu viku. Menn eru ekki par hissa, þotan var auðvit- að að flýja svæði íslenskra flugumferðarstjóra þar sem allt er nú upp í háaloft. Mývetningar rífast Arnaldur Bjarnason, sveitarstjóri í Mývatns- sveit, er að hætta og flytja í burtu frá Mývatnssveit. Við Víkurblaðið ræðir hann um ágreining í sveitinni. „Þó hefur maður ætlað að slíkur ágreiningur ætti að hverfa smám saman enda er atvinnurekstur hér vegna kísiliðjunnar nær- fellt orðinn tuttugu ára. Maður gæti ætlast til þess að á svo löngum tíma gætu menn farið að minnsta kosti að þola hver annan, það virðist vera eitthvað vont með að svo verði.“ Það hafa greinilega fleiri en mýið suðað við Mývatn sl. tuttugu ár. Knattspyrnudómarar hafa nóg að gera þessa dagana. Bolti '86 Nú er líf í tuskunum í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Mexíkó. Kynlíf Belga hefur komist í fréttirnar. í Morgunblað- inu er sagt frá því að leikmennirnir megi ekki njóta hlýju kvenna sinna meðan á keppninni stendur og verði þeir staðnir að verki verði þeir sendir heim. Fróðlegt þetta með „staðnirað verki“. Örugg- lega erfitt í framkvæmd en vonandi stendur ekki á eft- irlitsmönnunum. Er ríki á Húsa- vík? f skoðanakönnun Víkur- blaðsins voru tæp 54% þeirra sem tóku afstöðu með opnun áfengisútsölu á Húsavík. Nú er rætt um að ef af verði fái ríkið inni í hinni nýju flugstöð Húsa- víkur en þar flaut ráðherra- vín Matta Bjarna samgönguráðherra um allt við opnun stöðvarinnar fyr- ir skömmu. Trúlega er vínið hans Þorsteins Páls- sonar þó dýrara en hans Matta. Þarf ég gleraugu? „Þarf ég gleraugu?“ „Já, kona góð, þér þurfið á gleraugum að halda,“ sagði læknir við konu á Akureyri. „Hvernig geturðu fullyrt það án þess að skoða í mér augun?" sagði konan. „Nú, það er einfalt, þú komst inn um gluggann.“ Svart gras „Hér er farið að grænka, en ekki hægt að segja að gróður sé kominn neitt áleiðis. Hefurhonum ekki farið fram í heilan mánuð,“ sagði Stefán Skaftason, ráðunautur um gróður í Þingeyjarsýslum, í blaða- viðtali fyrir helgina. Og síðar: „Hins vegar höfum við séð þetta svartara." Ætli grasafræðingurinn Stefán eigi við sinubruna? Umsjón Jón G. Hauksson. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 163. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 og 2. og 5. tölu- blaði þess 1986 á eigninni Unnarbraut 32, e.h., Seltjarnamesi, þingl. eign Antons Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. júní 1986 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Hofslundi 17, Garðakaupstað, þingl. eign Krist- ins N. Þórhallssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. júní 1986 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Blómvangi 9, Hafnarfirði, þingl. eign Guðrúnar Benediktsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. júní 1986 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 36., 39. og 43. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Tjarnarbraut 9, Hafnarfirði, þingl. eign Sigríðar Þorsteinsdóttur o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði og Veðdeildar Landsbanka ís- lands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. júní 1986 kl. 14.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 36., 39. og 43. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Köldukinn 6, e.h., Hafnarfirði, þingl. eign Snorra P. Snorrasonar og Helgu Þórarinsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, Guð- jóns Steingrímssonar hrl. og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. júní 1986 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 36., 39. og 43. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Bröttukinn 8, Hafnarfirði, þingl. eign Eðvalds Marelssonar, fer fram eftir kröfu Guðmundar Jónssonar hdl„ Eggerts B. Ólafssonar hdl. og Arnmundar Backman hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 12. júní 1986 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Sparisjóður Reykjavíkurog nágrennis Fyrir þig og þína ASEA CYLIIMDA Þvottavélar og þurrkarar ...eins og hlutirnir gerast bestir: Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET, textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð og rekstrarhagkvæmni. ASEA CYLINDA tauþurrkari Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en þú getur líka stillt á tíma. 114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin- um. Það þarf nefhilega 2,5 sinnum stærri tromlu til að þurrka í en til að þvo í. Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi. Mikið tromlurými og kröftugt útsog í stað innblásturs stytta þurrktíma, spara rafmagn og leyfa allt að 8m barka. Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu. Það er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk. Sparar tíma, snúrupláss og strauningu. Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara. Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél- inni. ASEA CYLINDA þvottavélar Þvo best, skola best, vinda best, fara best með tauið, nota minnst rafmagn. Vottorð upp á það. Gerðartil að endast, og í búðinni bjóðum við þér að skyggnast undir glæsilegt yfirborðið, því þar er ekki síður að finna muninn sem máli skiptir: trausta og stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum í stað gormaupphengju, ekta sænskt ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á 35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í stað sandpoka eða brothætts steins o.fl. Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu- vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga, grófsía, sápusparnaðarkerfi með lyktar- og hljóðgildru, stjórnkerfi með framtíð- arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í 1100 snúninga. ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum. Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og vist er. betri endingar. iFOnix % HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.