Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Qupperneq 40
40
DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986.
SeHoss:
Bæjarstjóra-
stóllinn heitur
Stóll bæjarstjóra á Selfossi er heitur
í að minnsta kosti tvennum skilningi
um þessar mundir. Framsóknarflokk-
urinn setur á oddinn í meirihlutavið-
ræðum að Stefán Ómar Jónsson vermi
stólinn áfram. Viðsemjendurnir, Al-
þýðuflokkur, Kvennalisti og Alþýðu-
bandalag, vilja auglýsa starfið laust.
Þetta er verulegt hitamál, bréf hafa
gengið um málið milli aðila og er all-
sendis óvíst hvemig því lyktar.
-HERB
Egilsstaðir:
Nýr meirihluti
Oddvitar Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
bandalags og Óháðra á Egilsstöðum
hafa komist að samkomulagi um
myndun meirihluta í hreppsnefnd. Sig-
urjón Bjamason, fulltrúi Alþýðu-
bandalags, taldi líklegt að núverandi
sveitarstjóri, Sigurður Símonarson,
yrði endurráðinn.
Samkomulag um myndun meirihluta
á eftir að bera upp á fundum í þeim
félögum sem að því standa.
Framsóknarmenn vom ráðandi afl í
hreppsnefhd síðasta kjörtímabil án
þess þó að hafa meirihluta. ás.
Hafnarfjörður:
Guðmundur Ámi
fékk stólinn
A-flokkamir í Hafnai-firði hafa
gengið frá meirihlutasamstarfi eins og
við var búist. Alþýðuflokkurinn leggur
til fimm fulltrúa og Alþýðubandalagið
einn í ellefú manna bæjarstjóm. Þegar
ný bæjarstjóm tekur við, um næstu
helgi væntanlega, verður Guðmundur
Árni Stefánsson, efeti maður Alþýðu-
flokksins, bæjarstjóri.
-HERB
Borgames:
A-flokkar og
Óháðir í stjóm
„Þetta smalll saman um helgina,"
sagði Eyjólfur Torfí Geirsson, fulltrúi
Alþýðuflokks, en Alþýðuflokkur, Al-
þýðubandalag og Óháðir komust að
samkomulagi um myndun meirihluta
í Borgamesi.
Alþýðuflokkur og Óháðir unnu báðir
mann af ríkisstjómarflokkunum í
kosningunum og mynda nú meirihluta
í stað þeirra, ásamt Alþýðubandalagi.
Líklegt er talið að Gísli Karlsson verði
áfram sveitarstjóri. ás
Ásdís Þorsteinsdóttir lést 1. júni sl.
Hún fæddist 6. júlí 1910. Foreldrar
hennar voru Kristín Eyjólfsdóttir og
Þorsteinn Ólafsson. Eftirlifandi eig-
inmaður hennar er Hannes Pálsson.
Þeim hjónum varð þriggja bama
auðið. Utför Ásdísar verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl.
15.
Halldór Árnason, Birkivöllum 1, Sel-
fossi, lést að morgni 5. júní.
Elí Ingvarsson frá Isafirði, vistmaður
á Hrafnistu í Reykjavík, andaðist 4.
júní í Landspítalanum. Jarðarförin
fer fram miðvikudaginn 11. júní kl.
13.30 í Fossvogskapellu.
Brynjar Guðmundsson, Selvogsgötu
7, Hafnarfirði, lést í St. Jósefespítala
4. júní.
Sigurrós Eyjólfsdóttir Laramy frá
Laxnesi lést 29. maí sl. í Niles, Mic-
higan, USA.
Ásrún Þórhallsdóttir frá Möðmvöll-
um í Hörgárdal er látin.
Útför Sigríðar Ólafsdóttur frá Gests-
húsum fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 10. júní kl. 13.30.
Guðbjörg Árnadóttir frá Kolsholti,
Litlagerði 14, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju miðvikudaginn 11.
júní kl. 13.30.
Útför Jóns Ólafssonar frá Mýrar-
húsum, Akranesi, verður frá Foss-
vogskapellu þriðjudaginn 10. júní kl.
15.
Páll Þorláksson, lögg. rafverktaki,
Fífuhvammsvegi 39, Kópavogi, verð-
ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 10. júní kl. 13.30.
Kristinn Einarsson kaupmaður,
Laugavegi 25, verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudag-
inn 10. júní kl. 15.
Tilkynningar
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
Sumarferðin verður farin sunnudag-
inn 15. júní. Farið verður um
Borgarfjarðardali. Nánari upplýs-
ingar í síma 23630. Vinsamlegast
tilkynnið þátttöku fyrir miðviku-
dagskvöld.
Flóamarkaður Mæðrastyrks-
nefndar
verður haldinn í dag, mánudag, í
Garðastræti 3. Opið frá kl. 14-17.
Flóamarkaður í Hjálpræðis-
hernum
Flóamarkaður í sal Hjálpræðishers-
ins þriðjudaginn 10. og miðvikudag-
inn 11. júní. Opið frá kl. 10-12 og
14-17. Mikið úrval afgóðum fatnaði.
Jón G. Sólnes
látinn
Jón G. Sólnes, íyrrum alþingis-
maður, varð bráðkvaddur á heinúli
sínu á Akureyri á tíunda tímanum
í gærmorgun, 75 ára að aldri.
Jón fæddist 30. september 1910 á
Isafirði. Hann var bankastjóri
Landsbankans á Akureyri frá
1961-1976. Hann var alþingismaður
frá 1974-1979. Enginn hefur setið
lengur í bæjarstjóm Akureyrar en
Jón G. Sólnes. Hann var bæjarfull-
trúi í 36 ár, fyrst frá 1946-1978 og
síðan frá 1982-1986. Jón kvæntist
Ingu konu sinni 30. maí 1936 og
héldu þau því upp á gullbrúðkaup
sitt á dögunum. Böm þeirra em
fimm.
JGH/Akureyri
Útvarp___________________Sjónvarp
Margrét S. Bjömsdóttir þjóðfélagsfræðingur
Lofsverðar útsendingar
frá Listahátíð
Ég fylgdist með öðm auganu með
sjónvarpinu um helgina, sá þó bæði
tónleika Herbie Hancocks í sjón-
varpinu á laugardaginn og beina
útsendingu frá tónleikum Dave
Bmbecks í gær. Mér finnst þetta
lofevert framtak að sýna svona mik-
ið frá Listahátíð á meðan hún
stendur yfir, bæði fyrir fólk úti á
landi, sem kemst ekki til að sjá þetta,
og líka fyrir þá sem ekki hafa efni
á því. Mér finnst nefiiilega fyrir-
komulag miðasölu á þessum tónleik-
um í Broadway alveg fáránlegt og
fólk ætti ekki að láta bjóða sér upp
á þetta.
Ég sá laugardagsmyndina, Kjam-
orkuslys, og fannst hún mjög góð.
Hún kemur líka á réttum tíma, í ljósi
þess sem gerðist í Chemobyl í Sovét-
ríkjunum fyrir nokkm. Þarna gætti
greinilega sömu tilhneigingar og hjá
Rússunum að halda atburðum
leyndum fyrir almenningi með öllum
ráðum og gera sem minnst úr at-
burði sem nálgast það að vera
stórslys.
Mér finnst sjónvarpið annars vera
alveg ágætt á heildina litið, t.d. hef
ég dvalist mikið í Noregi og Svíþjóð
á undanfömum árum og miðað við
sjónvarpið þar í löndum er sjón-
varpið hér hreinlega miklu betra,
þótt við höfum aðeins eina rás.
Hins vegar verð ég að segja að t.d.
fréttaflutningur héma er töluvert
betri í útvarpinu, það er farið dýpra
ofan í málefhin og betri heildarmynd
gefin. Mér finnst þeir alltaf keppast
við að vera sem stuttaralegastir og
láta hlutina ganga sem hraðast í
sjónvarpsfréttum.
Rás 2 finnst mér alveg kjörin til
að hlusta á í bílnum og við heimilis-
verkin, þama inni á milli em
ágætisþættir og rásin stendur alveg
undir sér sem tónlistarrás til afþrey-
ingar. Rás 1 stendur líka vel undir
nafiii, bara á annan hátt. Ég held
að ég sé nokkuð ánægð með báðar
rásir, þær em góðar hvor á sinn veg.
-BTH
Sjóniiiniiadagsbiad
Neskaupsíaðár 1986 í
Sjómannadagsblað Neskaup-
staðar
er komið út í 9 sinn. Meðal efnis í
blaðinu er grein um mótorbáta og
slagsmál, upphaf útróðra Færeyinga
við ísland, íslenska sumargotssíldin,
ágrip af sögu netagerðar á Norðfirði
og margt fleira. Blaðið er 136 bls. að
stærð og gefur Sjómannadagsráð
Neskaupstaðar það út. Ritstjóri er
Smári Geirsson og í ritnefnd eru
Guðjón Marteinsson, Ragnar Sig-
urðsson og Magni Kristjánsson.
LAUF-BLAÐIB
nif=rTA iHi K\NNIN<ÍAHRn
i \\!V.M X \K \ ÁHl ti.vB.rf RS > » Huí AVHKt
Lauf-blaöiö
3. árgangur af frétta- og kynningar-
ritinu Lauf-blaðinu er komið út.
Landssamtök áhugafólks um floga-
veiki gefa ritið út. f formála segir:
Tilgangurinn með útgáfu þessa
Laufs-blaðs er að auka skilning
flogaveikra og ekki síður almennings
á flogaveiki þar sem vitað er að mik-
ils misskilnings gætir um eðli
hennar. f blaðinu eru greinar um
ýmsa þætti þar að lútandi, skráðar
bæði af leikum og lærðum.
að villtar plöntur og dýr eru
arfleifð náttúrunnar, fegurð-
arverðmæti með vísindalegt,
menningarlegt og efnahags-
legt gildi, til nota fyrir
tómstundaiðkun og með gildi
í sjálfu sér, sem nauðsyn ber
til að halda við og afhenda
komandi kynslóðum,
viðurkenna nauðsynlegt
hlutverk villtra plantna og
dýra til að viðhalda lífrænu
jafnvægi í náttúrunni,
taka tillit til þess að stofn
margra villtra plöntu- og
dýrategunda minnkar '
ískyggilega og sumar þeirra
eru í útrýmingarhættu,
gera sér grein fyrir því að
verndun lífsvæða er snar
þáttur í friðun og vemdun
villtra plantna og dýra.
Því skorar fundurinn á stjórnvöld
að draga ekki lengur að staðfesta
samning þennan fyrir hönd íslands.
Fundurinn fagnar setningu reglu-
gerðar um búrhænsni og bendir
jafnframt á að engin reglugerð er um
aðbúnað svína hér á landi. Setning
reglugerðar, er tryggi rétta umhirðu
og aðbúnað svína hér á landi, er orð-
in knýjandi nauðsyn og því beinir
fundurinn því til stjórnvalda að setn-
ingu slíkrar reglugerðar verði
hraðað eftir föngum.
Fundurinn skorar á yfirvöld að
loka Sædýrasafninu við Hafnarfjörð
án tafar þvi það er álit fundarins að
reynsla undanfarinna ára sýni að
enginn rekstrargrundvöllur er fyrir
starfsemi þess og ekki hefur tekist
að fá aðbúnað dýranna færðan í við-
unandi ástand þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir bæði dýraverndunarmanna
og yfirvalda.
Fundurinn beinir þeim tilmælum
til yfirvalda að þegar í stað verði
skipuð nefnd til þess að endurskoða
öll þau lög er fjalla á afdráttarlausan
hátt um eyðingu og útrýmingu dýra-
og fuglategunda og að þau ákvæði
verði felld niður eða rýmkuð eftir því
sem tilefni gefst til. Fundurinn telur
að það samrýmist ekki vísindalegri
þekkingu á villtum dýrum að ráðast
að þeim af svo mikilli óbilgrini.
Á hverju hausti koma upp vanda-
mál vegna hálfstálpaðra kettlinga
sem teknir hafa verið þegar flutt er
í sumarbústaðinn að vori en síðan
skildir eftir þegar haustar og og fólk
heldur heim á ný. Það er því miður
enn útbreidd trú að kettir bjargi sér
við flestar aðstæður. Þetta er mikill
misskilningur. Köttur, sem fær að
kynnast hlýju og nærgætni og reglu-
legum matmálstímum, er alls ekki
undir það búinn að bjarga sér einn
í náttúru landsins og þá enn síður
þegar haustar að. Því beinir fundur-
inn þeim eindregnu tilmælum til
sumarbústaðaeigenda að þeir fái sér
ekki kettling til þess eins að hafa
hann fyrir sumargaman.
58% frá árinu á undan. Samtals voru
gefnir út 59 titlar á árinu.
Tveir nýir klúbbar voru stofnaðir
á árinu, Ljóðaklúbbur AB og Plötu-
klúbbur AB. Fyrir voru Bókaklúbbur
AB sem gaf út 11 bókatitla á árinu
og Matreiðslubókaklúbbur AB sem
sendi út 10 matreiðslubækur.
Félagafjöldi þessara Ijögurra
klúbba er samanlagt 27 þúsund. Af
nýjum bókum voru samtals geíhir
út árið 1985 42 bókatitlar, þar af
voru 23 í þókaklúbbunum, fyrir fé-
lagsmenn eingöngu, og 19 fyrir
almennan markað. Endurútgefnar
voru 17 bækur. Bækur á almennum
markaði seldust betur en árið áður.
1 bókaklúbbnum var sl. ár hafin
útgáfa á nýrri ritröð, Sögu mann-
kyns, og komu út af henni 3 bindi á
árinu. Hefur sala hennar gengið
mjög vel og fer kaupendum fjölgandi.
I stjórn Almenna bókafélagsins
voru kjörnir: Baldvin Tryggvason
sparisjóðsstjóri, formaður, og með-
stjórnendur þeir Davíð Oddsson
borgarstjóri, Davíð Ólafsson seðla-
bankastjóri, Erlendur Einarsson
forstjóri, Gylfi Þ. Gíslason prófessor,
Halldór Halldórsson prófessor og
Jón Skaftason yfirborgarfógeti.
Dúddi týndur
Heimiliskötturinn að Ásgarði 23 er
búinn að vera týndur í 9 daga. Hann
er geltur og eyrnamerktur R-5061 og
hann gegnir nafninu Dúddi. Ef ein-
hver getur gefið upplýsingar um
hann þá er síminn 31947. Fundar-
launum heitið.
Óbreytt á
j* ■ mm m ■
- Þorvaldur áfram bæjarstjóri
Aðalfundir
Aðalfundur Sambands dýraverndun-
arfélaga Islands, sem nýlega var
haldinn í Reykjavík, sendir frá sér
eftirfarandi ályktanir:
Island mun nú vera eina Norður-
landaríkið sem ekki hefur undirritað
samning um verndun villtra plantna
og dýra og lífsvæða er aðildarríki
Evrópuráðsins gerðu með sér í Bern
árið 1979. í formála samþykktarinnar
segir m.a. að aðilar að samþykktinni
geri sér ljóst
Almenna bókafélagið
Aðalfundur.
Almenna bókafélagið hélt aðalfund
sinn að Hótel Sögu miðvikudaginn
14. mars sl.
í skýrslum formanns útgáfufélags-
ins, Baldvins Tryggvasonar, og
forstjóra þess, Kristjáns Jóhanns-
sonar, kom fram að síðastliðið starfs-
ár, 1985, var allgott. Hagnaður varð
af heildarrekstri félagsins, kr. 2,6
milljónir. Heildarveltuaukning var
Drög að málefnasamningi Sjálfetæð-
isflokks og Framsóknarflokks á
Seyðisfirði liggja nú fyrir. Nær fúllvíst
er að flokkamir endumýi meirihluta-
samstarf sitt, sem staðið hefúr liðið
kjörtímabil, og endurráði Þorvald Jó-
hannesson bæjarstjóra.
Framsóknarflokkurinn hefúr þrjá
bæjarfiilltrúa eins og áður en Sjálf-
stæðisflokkurinn tvo en hafði þrjá.
Saman hafa flokkamir því fimm af níu
sætum í bæjarstjóm.
-HERB