Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Page 44
44 DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. Sviðsljós____________Sviðsljós_____________Sviðsljós_____________Sviðsljós Megrunarkúr! Jafnvel þó fólk beri blátt blóð í æðum neyðist það til að hlýða lög- málum náttúrunnar og ganga í gegnum súrt og sætt, rétt eins og við hin. Þær fréttir berast nú frá breska heimsveldinu að hjónaleysin Andrew og Sarah séu of þung að mati klæð- skera, siðameistara og annarra mektarmanna innan hirðarinnar. Því hefur Elísabet Englandsdrottn- ing látið útbúa konunglegan megr- unarkúr sem á að losa þau við 7 kg hvort um sig fyrir stóra daginn, 6. ágúst. Nú á að taka fyrir allt át á kökum og gómsæti sem skolað hefur verið niður með kampavíni, eðalvín- um eða gosdrykkjum. Á boðstólum í konungsgarði er nú aðeins útvalið hollustufæði til að ástarfuglarnir verði grannir og nettir þegar þeir ganga upp að altarinu í Westminster Ábbey. Sarah er 170 cm há og vegur ein 59 kíló. Andrew er 183 cm og vegur hvorki meira né minna en 85 kílógrömm. Hann má aðeins láta ofan í sig 1500 kaioríur á dag en hún 1200. Hjóna- efnanna bíður á næstunni fjöldinn allur af samkvæmum og móttökum þar sem borðin munu svigna undan kræsingum en þau verða nú að standast freistinguna. Sarah má í mesta lagi drekka eitt glas af kampa- vini (drekkur 4-5 nú) en Andrew þarf að draga öldrykkju sína saman úr fimm glösum í tvö. Og aðgát í mat er ekki nóg að mati drottningarinn- ar, móður Andrews. Þau skulu skokka eins langt og hægt er á hverj- um morgni. Hennar hátign trúir nefnilega ekki gamia ráðinu, að hægt sé að grennast af eintómri ást. Elísa- bet veit sínu viti enda hafa bæði hjónaefnin bætt við sig eftir að kynni þeirra urðu nánari. Ástin grennir þau vist ekki! enduðum á fjölunum" „Við fengum tvo karlmenn lánaóa í þessar sýningar en þeir eru bara til bráðabirgða og verður skilað aftur að sýningum loknum,“ sögðu húsmæðurnar hressu frá Luxemburg. Leikritið Kammermúsík, sem hópurinn setti upp, er svokallað absúrd leikrit og i hópnum má þekkja persónur eins og Jóhönnu af Örk, Gertrude Stein, Isabellu Spánardrottningu o.fl. „Byrjuðum með kúst í hönd, Að tjaldabaki hjá leikklúbbnum Spuna sem samanstendur af íslenskum húsmæðrum i Lux „Við stofnuðum þennan myndar- lega leiklistarklúbb fyrir 11 árum úti í Luxemburg, allar íslenskar hús- mæður búsettar þarna ytra. Síðan höfum við haldið uppi Islendinga- stuðinu í Lux,“ sagði hinn fríði flokkur kvenna sem kallar sig leik- klúbbinn Spuna en þær komu til íslands í síðustu viku til þess að halda sýningar á leikritinu Kammer- músík eftir Arthur Lee Kopit í Stúdentaleikhúsinu. Stykkið hafa þær æft úti undir stjórn Andrésar Sigurvinssonar. „Á hvjerju einasta ári síðan við byrjuðumj höfum við sett eitthvað upp, bæði frumsamið og annað, m.a. leikrit Péturs Gunnarssonar, „Krókmakarabæinn," sagði Þórhild- ur Hinriksdóttir, formaður klúbb- sins. „Við höfum meira að segja tekið leikþátt á Pompidou-torgi í París en þatta er í fyrsta skipti sem við kom- um til íslands sérstaklega til að halda sýningar eftir strangar æfing- ar úti.“ Eru eiginmennimir ekkert áhyggjufuliir yfir öllum tímanum sem fer í þetta hjá ykkur? „Nei nei, þeir eru svo skilningsrík- ir, þessi grey, og hafa stutt okkur dyggilega, alveg frá því við fengum hugmyndina, létum frá okkur kúst og tuskur og enduðum á fjölunum. Núna langar okkur helst til að koma árlega til íslands með leiksýningar, þessi fyrsta ferð okkar hingað í þeim tilgangi hefur gengið eins og í sögu.“ „Ég heyri hreinlega ekkert nema málmhljóð," segir Pétur Valbergsson í hlutverki iæknis þegar hann hlustar Þórhildi Hinriksdóttur, formann Spuna- klúbbsins, í hiutverki Jóhönnu af Örk. Sterkasti fingur iheimi! Það efa sjálfsagt fæstir að Tom Stensnes hafi sterkasta fingur í heimi. Með löngutöng gerði hann sér lítið fyrir og lyfti 255,5 kg. Tom, sem átti einnig gamla metið, segist hafa hafið fingraæfingar eftir að hann tapaði fyrir föður sínum í krók fyrir níu árum. Hann fór í krók við vinnufélaga sína hvenær sem færi gafst og lyfti lóðum með fingrinum. Tom Stensnes hefur óbeit á uppbyggingu líkamans með lyfjum og seg- ist hafa öðlast styrk sinn með erfiðisvinnu. Karlinn með kraftafingurinn er nú á leið til Bandaríkjanna þar sem hann á að vera tákn fyrir norsk- an kraft á vörusýningu. Tom undirbýr heimsmetstilraunina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.