Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Page 48
FRÉTTASKOTIÐ 62 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Futlrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 9. JUNÍ 1986. Miðstjóm Sjálfstæðisflokksins: Skiptar skoð anir um kosningar „Þama komu einnig fram gömu) og ný sjónarmið. Sumir vilja kjósa í haust, aðrir sitja út kjörtímabilið. Hins vegar voru menn á einu móli um að úrslit sveitarstjómarkosning- anna gæfu ekki tilefni til kosninga strax,“ sagði Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstajðisflokksins, aðspurður um miðstjómarfund tlokksins er haldinn var fyrir helgi. Að sögn Ólafs G. Einarssonar, for- manns þingflokks sjálfetæðismanna, vom engar sérstakar tillögur um haustkosningar bomar fram á mið- stjórnarfundinum: „Mönnum hafa auðvitað dottið í hug ýmsar tíma- setningar á kosningum," sagði Ólafur í samtali við DV. -EIR Vestmannaeyjar: Hjón drukknuðu í Friðarhofn Roskin hjón dmkknuðu í höfhinni í Vestmannaeyjum er bifreið þeirra ók þar út af bryggjusporði skömmu fyrir hádegið í gær. Atburður þessi átti sér stað í svo- kallaðri Friðarhöfn. Hjónin vom þar í sunnudagsbíltúr og keyrðu út á bryggjuna sem er L-laga. Við endann ó biyggjunni lá bátur og ekki mun- aði nema metra að bíllinn lenti á honum í fallinu. Sjónarvottar vom að slysinu, menn sem vom við vinnu í höíh- inni. Þeir hlupu strax til og kölluðu á aðstoð en allt kom fyrir ekki. Strax var tekið til við að ná bílnum upp úr höfhinni og tókst það von bráðar. Ekki er vitað um ástæður þess að bíllinn fór fram af bryggj- unni en helst er talið að ökumaður- inn hafi fengið aðsvif eða hjartaslag. Atburður þessi setti mikinn svip á hátíðahöldin í tilefni sjómannadags- ins i Vestmannaeyjum og var flagg- að í hálfa stöng í öllum bænum. -FRI Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur i Reykjavík sem annars stað- ar á landinu í gær. Margvísleg skemmtiatriði fóru fram í og við Reykja- víkurhöfn og iðaði höfnin af lifi þegar mest var, smábátar sigldu um, fallhlífar voru dregnar á eftir hraðbátum, gerðar voru björgunaræfingar og var almenningi boðið i siglingu um sundin blá um borð i hvalbátun- um. Eins og vera ber á sjómannadegi fór fram æsifjörugur kappróður og tókst galvösku kvennaliðinu I Hraðfrystistöðinni i Reykjavík aö bera sigur Úr býtum. -BTH/DV-mynd GVA m m Akranes: Vinstri stjóm í burðariiðnum „Viðræður standa enn yfir en þetta er allt að smella saman og samkomu- lag gæti legið fyrir á morgun," sagði Ingibjörg Pólmadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks á Akranesi, í sam- tali við DV. Viðræðum Framsóknarflokks og Alþýðubandalags lýkur að líkindum i dag eða ó morgun og eru yfirgnæfandi líkur á að samkomulag takist. Oddvit- ar flokkanna reikna með að geta lagt samkomulagið fyrir félagsfundi á mið- vikudag. Ingimundi Sigurpálssyni, núverandi bæjarstjóra, hefur verið boðið að sitja áfram en hann hefur enn ekki svarað því tilboði. -ás LOKI Megi þjófarnir enn vera sjóveikir! Veðrið á morgun: Skúrir sunnan- og austan- lands Á morgun verður fremur hæg aust- læg átt um allt land, víðast gola eða kaldi. Skúrir eða dálítil rigning á sunnan- og austanverðu landinu en að mestu þurrt norðanlands. Hiti á landinu verður á bilinu 5-11 stig. Dalvík: DogGí eina sæng ]ón G. Hauksson, DV, Akureyri: Sjáifetæðismenn og alþýðu- bnndalagsmonn á Dalvfk skrifuðu í gærkvöld undir samkomulag um myndun meirihluta bæjarstjómar. Samþykkt hefur verið að augiýsa eftir bæjarstjóra. Flokkamir ætla svo að skipta með sér forsetastarfi bæjarstjórnar eftir tímabilum. A Húsavík em viðræður enn í gangi milli alþýðuflokksmanna og alþýðubandalagsmanna. Alþýðu- bandalagið hefur jafiiframt skrifað framsóknarmönnum bréf þar sem þeim er boðið upp á viðrteður. Er búist við að hinir síðamefndu komi inn í myndina nú síðar í vikunni. Neyðarsendi stolið: Sendi út niðurgraf- inn við Miklagarð Brotist var inn í bát í slippnum við Gelgjutanga og þaðan stolið gúmmíbátshylki um helgina. Þeir- sem stálu hylkinu bmtu það í grjótinu þama fyrir neðan og tóku úr því matar- og lyfjapakka auk neyðarsendis. Atburður þessi átti sér stað á fostudag en eftir hádegið fór neyð- arsendirinn í gang og tilkynntu gervitungl og flugvélar i sífellu um hann. Scnda þurfti á löft flugvél Flugmálastjómar og miða sendinn út en hann fannst svo grafinn und- ir torf við Miklagarð. Flugyfirvöld líta svona atburð mjög alvarlegum augum enda fer allt kerfið hjá þeim í gang er svona kemur fyrir. Þeir sem bmtust inn í bátinn vom aðallega á höttunum eftir sjóveikitöflunum í gúmmí- bátnum að talið er. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.