Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Blaðsíða 2
46
DV. LAUGARDAGUR 5. JÚLl 1986.
Gamalkuimugt
kermararáð
f Víetnam virðast kennarar búa við
svipaðan vanda og kennarar á Is-
landi. Þar eru laun þeirra sérlega
lág. Og nú hafa þeir víetnömsku
lærifeður dottið niður á bráðabirgða-
lausn á þeim vanda sínum - lausn
sem virðist vera innflutt austur þar
héðan frá íslandi.
Kennaramir veita nemendum með-
vitað svo lélega tilsögn að þeir verða
að kaupa sér einkakennslu hjá kenn-
urunum á kvöldin.
Það er blaðið Saigon Giaiphong
sem er að kvarta undan þessu hátta-
lagi lærifeðranna. Þar segir og að
kennari sem vinni sér inn 400 dong
á mánuði (875 kr) taki inn 50 dong
aukalega á mánuði af hverium við-
bótamemanda. Blaðið heldur því
fram að þetta einkakennslukerfi í
Víetnam sé þar mjög algengt.
Á íslandi ber nokkuð á þessu fyrir-
komulagi, einkum á vorin þegar próf
nálgast - en aðalforsendan er auðvit-
að brennandi fróðleiksfýsn nemenda.
Blessaðir
skellinöðru-
gæjar
Þrettán þúsund mótorhjólagæjar
hafa verið samankomnir í Columbíu
í New Hampshire í USA þar sem
nokkrir kaþólskir prestar hafa starf-
að við að gusa á þá vígðu vatni og
blessa piltana.
Við þetta tækifæri var afhjúpað
minnismerki úr granít sem sýndi
mann og konu krjúpa á kné við mót-
orhjól.
Þetta var tíunda árið í röð sem
þessi athöfn fór fram.
Upphaf málsins var að félag mótor-
hjólagæja vildi fara í herför gegn
þeim hugmyndum almennings að
mótorhjólafólk væri mestanpart
óróaseggir og hrekkjusvín og ófyrir-
leitnir bófar.
Þetta var skemmtileg samkoma í
ár og einkar þögul, sagði bróðir Don-
ato Daigle sem var einn þeirra sem
sáu um blessunina. Við erum alltaf
jafnundrandi þegar við verðum vitni
að því hve prúðir menn þetta eru.
Athöfnin tók íjórar klukkustundir.
Pólitískt vín
I síðustu þingkosningum í Frakk-
landi voru vínflöskur látnar taka
þátt í kosningaáróðri.
Vínfirmað Chateau Fosselounge
sendi frá sér vín á flöskum sem
merktar voru með merki gaullist-
anna - krossinum frá Alsace og
frúgísku húfunni frá því í bylting-
unni 1789 ásamt kosningaslagorðinu
„Frátekið fyrir stjómarandstöðuna“.
Annað „hallarvín" (chateau)
skreytti flöskur sínar með hinni sós-
íalísku rós. Innihaldið í þeirri flösku
er frá Entre-Deux-Mers í Bordeaux.
Hvort skyldu sjálfstæðismenn vilja
skreyta sínar flöskur með fálkanum
eða einhveriu alþekktu, íslensku
blómi?
Lögreglu-
áhlaup á tómat
Lögreglan í Los Gatos í Kaliforníu
réðist um daginn á aldrað par úti á
götu.
Gamli maðurinn var kýldur og snú-
inn niður í götuna, fékk glóðarauga
og var settur í jám.
Svo fór lögreglan heim til hjónanna
og pældi og rótaði upp allri tómat-
rækt hjónanna.
Lögreglan hefur á eftir varið
áhlaup sitt með því að bera því við
að hún hafi.trúað því að gömlu hjón-
in ræktuðu hass.
Hjónunum hafa verið dæmdar 2,5
milljónir í skaðabætur.
Það er engu líkara en að í Los
Gatos í Kaliforníu geti almenningur
náð rétti sínum gegn yfirvöldunum.
Konur betri
njósnarar
I Bandaríkjunum em menn nú í
sumarhitanum farnir að þrátta um
það hvort konur séu hugsanlega
betri njósnarar en karlar.
Rithöfundurinn Gay Courter, sem
er kona, heldur því ákveðið fram og
ber fyrir sig rannsókn sem hún hefur
unnið vegna bókar sinnar sem heitir
„Dulnefni Ezra“.
Ástæðan fyrir því að fólk heyrir svo
sjaldan talað um kvenkyns njósnara,
segir hún, er að það kemst svo sjald-
an upp um þá.
- Böhö, segir afturámóti hinn 72
ára gamli Walter Pforzheimer sem
hefur starfað fyrir CIA í 30 ár. Allar
svona staðhæfingar eru hlægilegar.
- Sumir kvenkyns njósnarar em
góðir, segir hann. - Aðrir em betri
en góðir og sumir eru gersamlega
óbrúkanlegir.
Eleanore Hoar, sem fyrrum var
CIA-njósnari í Asíu og Suðuramer-
íku heldur þó að eitthvað sé nú til í
því sem Gay Courter heldur fram.
- Konur standast betur allan and-
legan þrýsting heldur en karlar gera,
segir hún. - Ég hef aldrei til þess
vitað að kvenkyns njósnari hafi farið
að halla sér að flöskunni, bendir hún
á. - Og það er meira, miklu meira
en ég get sagt um karlkyns njósn-
ara...
Breiðsíðan leggur engan dóm á