Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Blaðsíða 12
56 DV. LAUGARDAGUR 5. JÚLl 1986. Brátt var svo komið að hann hafði aðeins beint samband við nánustu samstarfsmenn en aðrir urðu að koma boðum til hans fyrir milli- göngu þeirra. Stundum virtist hann eftirtektarsamur og vakandi en alltaf var þó ljóst hve miklum erfiðleikum kvíði olli honum. Hann var nú orð- inn sannfærður um að stöðugt væri njósnað um hann og því sótti hann fáa fundi en ræddi þess í stað við menn í bílum á fáförnum stöðum. „Milljarðamæringurinn sérvitri" Óvenjuleg hegðun hans var nú komin á almannavitorð og margir voru farnir að kalla hann milljarða- mæringinn sérvitra og öðrum slíkum nöfnum. Um þessar mundir jókst sýklahræðsla hans enn og var nú svo komið að hann skipaði fólki að þvo sér sérstaklega áður en það kom til hans og stundum var því sagt að setj a upp hvíta hanska þegar það tók á skjölum sem honum voru ætluð. Voru jafnvel dæmi um það að eitt par af hönskum dygði ekki. Þegar hann fékk dagblöð þá varð að koma með þrjú og tók hann þá með papp- írsþurrku það sem lá í miðjunni. Þá óttaðist hann mjög af smitast af ryki sem bærist inn um glugga og því lét hann þétta glugga í húsum sem hann var í og bílum með límbandi. Þá var starfsfólki hans bannað að koma við hann og að tala beint við hann. Það mátti jafnvel ekki horfa beint á hann. Mikið andlega sjúkur 45 ára Þegar Hughes var orðinn hálf- fimmtugur þjáðist hann af margvís- legum andlegum veilum. Tilhneiging hans til að einangra sig, sem hann hafði reynt að sigrast á með því að verða frægur, gerði aftur vart við sig og nú varð einangrun hans nær full- komin. Þá varð þráhyggja hans nú meiri en áður og óvenjuleg hegðun- I kvikmyndaverinu, ármynstur urðu meira og meira áberandi og kom það meðal annars í ljós með vaxandi sýklahræðslu. Samtímis jókst codeineneysla hans. Hann varð nú nær ófær um að stunda viðskipti og þvi varð hann að gefa fulltrúum sínum umboð til margs af því sem hann hafði sjálfur gert. Leiddi þetta meðal annars til þess að alvarleg fjárhagsvandræði gerðu vart við sig snemma á sjötta áratugn- um. Þá fluttist hann til Las Vegas þar sem hann neitaði að ræða við starfsmenn sína en kvöldunum eyddi hann í spilasölunum. Annað hjónaband Fimmtíu og eins árs gamall og á miklu erfiðleikaskeiði kvæntist hann svo leikkonunni Jean Peters en henni hafði hann kynnst skömmu fyrir þotuslysið. Hann hafði því þekkt hana í tíu ár og telja sumir að hann hafi verið farinn að óttast að hún segði með öllu skilið við hann ef hann kvæntist henni ekki. Hughes var hins vegar orðinn svo illa hald- inn á þessum tíma að um raunveru- legt hjónaband varð aldrei að ræða. Þau hjónin bjuggu í sitt hvoru hús- inu í Los Angeles og hittust aðeins af og til. Ræddust þau mest við í síma. Hjónaband þeirra stóð í 14 ár. Fjórum mánuðum eftir brúðkaupið endaði samstarf Hughes og Noah Dietrich á svipaðan hátt og samstarf Hughes og lögfræðings hans þrettán árum áður. Þá flaug Hughes til Mon- treal og sneri ekki aftur fyrr en eftir hálft ár. Á ný til Los Angeles I nóvember 1957 sneri Hughes aftur til Los Angeles. Lokaði hann sig nú meira inni en fyrr og enn jókst lyfja- neysla hans. Var hann nú haldinn hreinlætisæði. Starfsfólk hans gerði þó eins og hann lagði fyrir það og þannig fékk hann lyf án þess að nokkur vissi hverjum þau væru ætl- uð. Andlegri heilsu tók nú að hnigna meir og meir og þá daga sem hann var ekki að gera áætlanir um fjármál og rekstur var hann að leita nýrra ráða til að verjast sýklum. Þráhyggj- an var nú orðin svo mikil og hegðan- in svo undarleg að ýmsir töldu sig sjá fyrir algjört andlegt niðurbrot. Skömmu fyrir 1960 fór Hughes svo að loka sig inni með gamlar kvik- myndir og eitt sinn bjó hann í kvikmyndasalnum í fjóra mánuði. Þá er afturför hans sögð hafa verið mest. Þarna horfði hann á kvik- myndir viðstöðulaust í nokkra daga og nætur í einu en svaf svo i sólar- hring. Svo hélt hann áfram að horfa á myndir. Þarna borðaði hann aðal- lega bijóstsykurstengur og hnetur og drakk átappað vatn og mjólk. Þetta leiddi til þess að hann horaðist svo mikið að starfsfólk hans hélt að hann myndi deyja. Gekk hann oft um nær nakinn og þannig var hann uns hann dó. Ömurlegur endir duglegs ungs manns Margs konar áföll á tæpum hálfum öðrum áratug höfðu aukið svo á vanda þessa manns, sem á yngri árum hafði verið talinn „undrabarn" á fleiri en einu sviði, að hann var nú orðinn eins og skugginn af sjálf- um sér. Það sem eftir var ævinnar hafðist hamj við nakinn, óhreinn og illa haldinn í dimmum herbergjum og hafði aðeins samband við þá sem hann þurfti á að halda til að geta haldið uppteknum hætti. Árið 1966, er hann var sextugur, fluttist hann svo endanlega frá Kaliforníu. Næstu tíu árin var hann svo fluttur frá einni borginni til annarrar. Hann var nú mest í rúminu eða við það og tók mikið af lyfjum. Þá stytti hann sér stundir með því að horfa á hverja kvikmyndina á fætur annarri og stundum gaf hann sig á vald draumum: Þá var hann ef til vill að láta sig dreyma um betri tíma. Þýð: ÁSG Hughes rúmlega tvitugur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 150. tölublað - Helgarblað II (05.07.1986)
https://timarit.is/issue/190709

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

150. tölublað - Helgarblað II (05.07.1986)

Aðgerðir: