Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986. 49 tvö viðurkenningarskjöl sem flug- stjórinn undirritar. Annað þeirra sýnir að viðkomandi hafi flogið hraðar en hljóðið, hafi rofið hljóðmúrinn. Hitt vottar að hann hafi komið norður fyrir heim- skautsbaug. Þetta þykir mjög sérstakt," sagði Norman. Karlmannslaus í Concord Að sögn Normans hafa þessar dagsferðir verið mjög vinsælar hjá eldri piparmeyjum. Þetta eru oft konur sem á sínum tíma tóku starfsframann fram yfir hjóna- bandið. Þegar þær svo fara á eftirlaun standa þær upp með góð- ar tekjur en engan til að eyða þeim með. Og það er ekkert gaman að fara einn í langt frí. Þess vegna fara þær í dagsferð með Concord. Concordinn bætir þeim upp eigin- mannsleysið. Síðan á Concord-þotan sína fastagesti. Eins og fótboltafrik elta liðið sitt hvar sem það keppir elta Concordaðdáendurnir vélina sína. Áfangastaðurinn skiptir ekki máli. Þangað sem Concordinn fer fara þeir líka. Og Concordaðdáendurnir eru engir smástrákar sem langar til að verða flugmenn þegar þeir verða stórir. Þetta er fullorðið fólk, bæði konur og karlar, sem eyðir miklu fé og tíma í þetta áhugamál sitt. Herra Kent með flugbókina sina. Skjalið sem sést er viðurkenning fyrir að hafa rofið hljóðmúrinn. Eins og eiturlyf Fröken Marjorie B. Dalzell heitir glaðleg skosk kona á sjötugsaldri. Hún er ein af fastagestunum. Hreinlega elskar Concordinn. „Þetta er besta þota í heiminum. Það er engin vél eins og Concord- inn. Maður verður háður henni eins og eiturlyfi,“sagði hún og hló hjartanlega. „Það er alveg sama hvað þú heit- ir eða hvað þú gerir. Um borð í Concord eru allir M.M.M. Meiri- háttar mikilvægar manneskjur og það er farið með þig eins og þú sért konungborin. Og það er svo mjúkt að fljúga með Concord. Þú líður áfram, enginn hristingur eða óþægindi, það hellist ekki niður svo mikið sem dropi af kaffi.“ Fröken Dalzell var mjög ánægð með íslandsferðina. Sérstaklega þótti henni áhugavert að skoða Vestmanneyjar. „Maður sér ver- öldina í öðru ljósi eftir að hafa séð með berum augum hvað gerðist þarna,“ sagði hún. En Marjorie var ekki jafn ánægð með verðlagning- una út í eyjum. „Ég safna bóka- merkjum og ákvað því að kaupa eitt í Vestmanneyjum. og veistu hvað það kostaði? Hvorki meira né minna en þrjú pund og sextíu pens. Heima myndi svona bóka- merki kosta svona sextíu pens.“ Marjorie hristi höfuðið af hneyksl- an. Og skyldi engan undra. Flug númer 117 Herra Kent er flugsjúkur. Ekki í þeim skilningi að honum líði illa í flugvél. Þvert á móti. Hann er sjúk- ur í að fljúga. Og hann flýgur þetta fimmtán til tuttugu ferðir á ári. Sem farþegi, vel að merkja, því Kent hefur aldrei lært að stjórna flugvél. Hann heldur bókhald yfir flugið sitt. I stóra svarta möppu færir hann samviskusamlega inn upplýs- ingar um hverja flugferð. Hann Fröken Marjorie Dalzell: Maður verður háður Concordinum eins og eiturlyfi. skráir númerið á fluginu og tegund flugvélarinnar. Hvaðan er flogið og hvert, klukkan hvað og hvaða dag, ásamt ýmsum öðrum upplýs- ingum sem tengjast flugferðunum. „Ferðin til Vestmannaeyja var hundraðasta og sextánda flugferð- in mín. Ferðin heim verður því flug númer hundrað og sautján. Og jafnframt fjórða skiptið sem ég flýg með Concord," sagði hann. - En skiptir það hann máli hvert er flogið? Hann dró við sig svarið. Kannski hræddur um að særa íslendinginn. „Mér fannst ákaflega gaman að koma hingað. ísland er mjög sér- stakt land. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað og það eina sem ég vissi um ísland var að hér væru ræktaðir bananar í gróðurhúsum," sagði hann. Bætti síðan við: „En flugið er nú samt aðalatriði. Og að fljúga með Concord er eitt af því sem er of dásamlegt til að því verði lýst með orðum.“ Ógleymanleg afmælisgjöf Herra og frú Legg hittum við í sundlauginni á Loftleiðum. - En hvers vegna fóru þau í dagsferð til íslands? Varla til þess eins að fá sér sundsprett? „Maðurinn minn er sextugur í dag og mig langaði til að gefa hon- um eitthvað óvenjulegt í afmælis- gjöf. Eitthvað sérstakt og ógleymanlegt og ferð til íslands er óneitanlega sérstök. Það eru ekki margir Englendingar sem halda upp á sextugsafmælið sitt á ís- landi. Ég vissi líka að manninn minn hafði lengi dreymt um að fá að fljúga með Concord," sagði frú Legg. „Henni tókst líka svo sannarlega að koma mér á óvart. Þegar ég mætti út ú flugvöll hafði ég ekki hugmynd um hvert ferðinni væri heitið. Og þetta hefur verið mjög ánægjuleg ferð. Alveg ógleymanleg afmælisgjöf," sagði herra Legg. Óánægð með flugvallarskattinn „Farþegarnir okkar hafa yfirleitt verið mjög ánægðir með þessar ferðir. Það eina sem hefur verið kvartað yfir er flugvallarskattur- inn. Á öllum hinum stöðunum, sem við fljúgum til í svona dagsferðir, hefur flugvallarskatturinn verið felldur niður. Það hefur ekki þótt rétt að inn- heimta þennan skatt fyrir svona stutta ferð. Svo má ekki gleyma því að þetta fólk verslar yfirleitt mikið. Það er komið til þess meðal annars að versla. Og hjá mörgum verður dagsferð til þess að kveikja áhuga á að koma aftur til að vera lengur og sjú meira. Þessar ferðir eru auglýsing íyrir landið og á flestum stöðum hafa menn skilning á því. Ég veit hins vegar ekki hvort til standi að breyta þessu hér,“ sagði Norman Gilham fararstjóri. -VAJ Legghjónin I sundlauginni á Loftleiðum. Konan kom mér svo sannar- lega á óvart með þessari afmælisgjöf, sagði hann. DV-myndir Óskar Örn ÚTBOÐ Byggingarnefnd flugstöðvar óskar eftir til- boðum í lóðarfrágang nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Verkið nær til frágangs akbrauta, gangstétta, bílastæða og gróðursvæða umhverfis flug- stöðvarbygginguna ásamt tilheyrandi raflögn- um, snjóbræðslulögnum o.fl. Utboðsgögn verða afhent væntanlegum bjóð- endum á skrifstofu Almennu verkfræðistof- unnar að Fellsmúla 26, Reykjavík frá og með mánudeginum 7. júlí 1986 gegn 20.000 króna skilatry ggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar skulu berast Almennu verkfræðistofunni, Fellsmúla 26 eigi síðar en 6 dögum fyrir opnun- ardag tilboða. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 14 hinn 21. júlí 1986 til Byggingarnefndar flugstöðvar V arnarmálaskrifstofunni, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík. Byggingarnefnd flugstöðvar. HLUTHAFAFUNDUR í Arnarflugi hf. Arnarflug hf. heldur hluthafafund laugardaginn 12. júlí nk. að Hótel Sögu og hefst hann kl. 15. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar félagsins um niðurfærslu hlutaíjár í félaginu 2. Tillaga stjórnar félagsins til breytinga á samþykktum félagsins 3. Tillaga stjórnar félagsins um hækkun hlutafjár með áskrift nýrra hluta. Tillögur stjórnar félagsins um ofangreind málefni liggja frammi ásamt fylgigögnum á skrifstofu félagsins, Lágmúla 7, Reykjavík, til athugunar fyrir hluthafa. I tillögu um niðurfærslu hlutafjár er lagt til að hlutafé fé- lagsins verði lækkað í 10% af nafnverði, þannig að hlutafé félagsins verði eftir niðurfærsluna kr. 4.836.000. I tillögu til breytinga á samþykktum félagsins er lagt til að ákvæði samþykktanna um forkaupsrétt hluthafa við hlutafjárhækkun skuli ekki eiga við um þá hækkun hluta- fjár með áskrift nýrra hluta sem ákveðin kann að verða á fundinum. I tillögu um hlutafjárhækkun er lagt til að hlutafé félagsins verði aukið um allt að kr. 96.720.000 með áskrift nýrra hluta og að hluthafar hafi ekki forkaupsrétt. Stjórnin. KRABBAMEINS- RANNSÓKNIR - staða forstöðumanns Krabbameinsfélag íslands hefur ákveðið að verja hluta af söfnunarfé „þjóðarátaksins 1986“ til rannsókna í frumu- og sameindalíffræði. Rannsóknaraðstaða verður tilbúin í ársbyrjun 1987 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8. Forstöðumaður verður ráðinn frá 1. desember 1986, eða eftir nánara samkomulagi til þriggja ára í senn. Sérhæft starfslið verður síðan ráðið í samráði við forstöðumann. Auk vísindarannsókna mun forstöðumaður og starfslið rannsóknarstofunnar skipuleggja og annast söfnun lífsýna fyrir Krabbameinsfélag- ið. Umsóknir um starf forstöðumanns berist for- stjóra Krabbameinsfélagsins fyrir 15. septemb- er 1986 og veitir hann jafnframt allar nánari upplýsingar. Auk upplýsinga um menntun, starfsferil og vísindastörf skulu umsækjendur senda með umsókn sinni áætlun til þriggja ára um þær rannsóknir sem þeir hyggjast beita sér fyrir. Krabbameinsfélag íslands Skógarhlíð 8, Box 5420 125 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.