Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Blaðsíða 20
Biblían á yfir þúsund þjóðtungum „Ég byrjaði að safna biblíum vegna þess að ég hef áhuga á tungumálum - ekki af trúarlegum ástæðum, alls ekki.“ - Nei, enginn getur víst vænt Ragnar Þorsteins- • son um trúarofsa uppá kristni eða önnur trúarbrögð en kannski má helst bendla manninn við óseðjandi forvitni á ýmsa þætti mannlífsins. „Ég byrjaði á þessu kringum stríðs- lok. Ég gerðist þá félagi í amerísk- um pennavinaklúbbi, fór að skrifa fólki út um víða veröld í tengslum við þennan tungumálaáhuga. Það kom í ljós að flestir í þessum klúbbi voru haldnir einhverri söfriunará- stríðu, fólk var að safna frímerkj- um, póstkortum, eldspýtnastokk- um o.s.frv. Ég hafði nú ekki áhuga á neinu slíku en var að velta því fyrir mér að safna sýnishornum af tungumálum. Þá hafði ég í huga að biðja þessa pennavini að senda mér sýnishorn, t.d. úrklippu úr dagblaði. En ég sá fljótt að það var ekki beint heppilegt í þeim tilgangi að bera saman tungumál. Biblían er hins vegar sú bók sem kemur út á flestum tungum. Og hún er mjög nákvæmlega þýdd. Þannig er auð- velt að bera saman upphafið á fyrstu bók Móse milli einstakra tungumála; sama orðaröð nánast á öllum málum. Þannig byrjaði þessi söfnun. Ég fór að fá sendar biblíur utan úr heimi og borgaði fyrir með frímerkjum og póstkortum." 1150 biblíur og biblíurit Málfræðingar telja að í öllum heiminum séu talaðar fimm til sjö þúsund þjóðtungur. Biblían, eða einhver partur úr henni, hefur ver- ið þýdd á um 1500 tungumál. Og Ragnar Þorsteinsson á um 1150. „Já, ég á líkast til um 70% af þeim tungumálum sem biblían hef- ur komið út á. En það merkir ekki að mínu safnarastarfi verði bráðum lokið. Biblían kemur út á um 20 tungumálum á hverju ári.“ Biblíusafn Ragnars er vandlega flokkað og fært í spjaldskrá. Safn- arinn hefur komið því fyrir í rúmgóðu og björtu herbergi í húsi sínu í Kópavogi - og dregur fram eintök, rituð á tungum sem blaða- maður hafði aldrei heyrt á minnst. „Sjáðu þessa bók. Hún er rituð á máli Krí (Cree)-indíána í N-Amer- íku. Ég vissi ekki að þeir ættu sér ritmál en svo mun þó vera. Þeir áttu sína þjóðtungu ög svo var það enskur trúboði sem lærði mál þeirra og skapaði þeim ritmál í þeim tilgangi að geta gefið út bibl- íuna á þeirra máli. Þeir gerðu þetta trúboðarnir - sem voru reyndar miklu fremur málvísindamenn en guðfræðingar. Þeirbjuggu kannski þrjú til fimm ár á meðal þjóðarinn- ar og lærðu tunguna af vörum Ragnar Þorsteinsson með bibliuna á grúsisku. fólksins, settust síðan við og bjuggu til ritmál.“ (Sjá meðfylgj- andi mynd af biblíuopnu). Vinsamlegast spilist fyrir eskimóa á íslandi Ragnar hefur staðið í sambandi við ýmis útgáfu- og útbreiðslufélög heimstrúboðsins og fengið í gegn- um þau biblíur. „Eg komst yfir , •: -;<•,.<j , * *... ,, i &&&* l>,\' ***** i *',.***>. , V * C' ' *. ,, v * *'/* A „ s - .•-rt-VK fy -k: ' >.v .. . ,. » > í\ •> , ' . 4 • ** -** f <tw. “»<• *•.*<•*•*< . .. •'• •k.i: Opna úr biblíunni á máli Krí-indíána. heimilisfang kristniboðsstöðvar í Alaska. Þar er verið að boða ind- íánum og eskimóum kristna trú og ég hafði haft af því spurnir að fólk á þessum slóðum talaði ein sjö tungumál - og ég skrifaði þeim bréf. Nokkrum vikum eftir að ég sendi bréfið fékk ég pappakassa sem hafði að geyma bækur og fáeinar hljómplötur. Á annarri hlið hijóm- platnanna var upplestur en á hinni sálmasöngur. Ameríski trúboðinn sagði í bréfi, sem með þessu fylgdi, að ritin og plöturnar fengi ég að gjöf en hann hað mig þó endilega að sjá til þess að plötumar yrðu spilaðar fyrir kristna eskimóa á íslandi. Fólk tekur mér yfirleitt vel. Ég man til dæmis eftir því að á dögum Idi Amins í Uganda skrifaði ég bihlíufélagi þar bréf og bað um að fá sendar biblíur á að mig minnir fjórum eða fimm tungumálum. Ég fékk bréf til baka og bækur og þeir sögðust vera svo hrifnir af þessu söfriunarframtaki mínu að þeir sendu mér allar bækurnar í jóla- gjöf! En svo kemur það fyrir að fólk bregst önuglega við. Ég skrifaði einhverju sinni til Perú í S-Amer- íku. Þar er starfandi útgáfufélag og ég pantaði biblíur á nokkrum indíánamálum sem ég vissi að þeir áttu. Ég fékk svar, langt bréf frá forstöðukonu þessa fyrirtækis. Þetta var nú eiginlega skammar- bréf því hún ávítaði mig fyrir að vera að ágirnast guðsorð ætlað indíánum. Hún sagði að bækurnar væru gefnar út til að útbreiða guðs- orð á meðal indíána og að það væri illt verk að vera að taka slík- ar bækur og láta þær safna ryki í einhverju safni uppi á íslandi. Og með fylgdi afsvar við minni umleit- an varðandi bibliur frá Perú. Svo liðu ein þrjú ár. Þá var bibl- ían komin út á einum 10 eða 12 indíánamálum sem mig vantaði í safnið. Ég gat ekki á mér setið að gera nýja tilraun og skrifaði aftur. Én þá var komin ný forstöðukona að fyrirtækinu og hún svaraði minni pöntun - og gerði raunar betur, sendi mér meira en ég fór fram á og að auki lista yfir þau verk sem verið var að vinna að og ættu að koma út næstu árin svo að ég gæti pantað eftir þeim lista. Ég á orðið biblíur á um 250 ind- íánamálum. Þau eru flest S-Amer- íkumál, enda eru miklu færri indíánamál til í N-Ameríku.“ Biblian á móðurmáli Stalíns Ragnar hefur ekki safnað biblíum af trúarástæðum. „Nei, guðsorð hefur ekki náð að festast í mér þrátt fyrir þessa biblíusöfnun. Ég er al- veg laus við það.“ Biblíurnar eru úr öllum heims- hornum. „Mér lék lengi hugur á að eignast biblíu á grúsísku, móð- urmáli Stalíns sáluga. Ég fór meira að segja í sovéska sendiráðið hér og bað þá um að hjálpa mér. En þeir gátu það ekki. Svo kom hingað maður frá Vott- um Jehóva. Hann var nú bara að reyna að snúa mér yfir til Jehóva. Ég reyndist ekki móttækilegur. En hann varð hrifinn af safninu mínu. Og kom seinna með hollenskan trúboða sem var nokkurs konar eftirlitsmaður Vottanna og ferðað- ist um allar jarðir. Honum tókst að útvega mér biblíuna á grúsísku. Grúsískan er óskyld rússnesku og ekki slavneskt mál. Stalín hefur stautað á biblíuna og stúderað hana síðar þegar hann var á presta- skólanum. Það er haft eftir móður hans að hefði nú hann Djúgasvili ekki verið pöróttur í skóla þá hefði kannski orðið eitthvað úr honum, jafnvel biskup.“ -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 150. tölublað - Helgarblað II (05.07.1986)
https://timarit.is/issue/190709

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

150. tölublað - Helgarblað II (05.07.1986)

Aðgerðir: