Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Blaðsíða 4
48
DV. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986.
í geqnuin hljóðmúrinn til IsLands
Concordinn er með fallegri flugvélum og þeir sem reynt hafa eiga vart orð tii að lýsa því hversu dásamlegt það er að fljúga með Concord.
DV-mynd Magnús Gíslason
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKADSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö
nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV
lesiö.
Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu.
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og
eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný-
komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gaetu hafa
keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af taekifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir..
Viö birtum... Það ber árangur!
Á Jónsmessudag kom hingað til
lands hópur af breskum ferða-
mönnum. Þeir skoðuðu sig um í
Reykjavík og Vestmanneyjum,
fengu sér sjávarrétti, skyr og harð-
fisk á Loftleiðum og keyptu sér
lopapeysur í Rammagerðinni.
Ósköp venjulegir túristar á ósköp
venjulegu ferðalagi, eða hvað?
Reyndar var fátt venjulegt við
þessa Islandsferð tjallanna. Fyrir
það fyrsta var hún óvenjulega
stutt. Lagt var af stað frá London
klukkan tíu um morguninn og
heim voru ferðalangamir komnir
upp úr kvöldmat sama dag. Utan-
landsferðir gerast ekki öllu styttri.
í öðm lagi var farkosturinn engin
venjuleg rella heldur Concord, þot-
an sem flýgur með tvöföldum hraða
hljóðsins.
Öðruvísi ferðir
Dagsferð til íslands með Concord
kostar sjö hundruð ensk pund, eða
tæpar fimmtíu þúsund íslenskar
krónur. Til samanburðar má geta
þess að í Bretlandi getur maður
fengið þriggja vikna Spánarferð
fyrir tvö hundruð og fimmtíu til
þrjú hundruð pund. Þrátt fyrir
þetta skortir ekki fólk í þessar ferð-
ir.
- En eftir hverju er fólk að sækj-
ast í ferðum sem þessum? Við
gómuðum hópinn á Loftleiðum og
leituðum svara.
„Töfi-ar Concordsins og sérstakt
land gera þessar ferðir óvenjulegar
og eftirminnilegar. Þetta eru öðru-
vísi ferðir og það er það sem fólk
er að sækjast eftir og er tilbúið að
borga mikið fyrir,“ sagði Norman
Gilham, fararstjóri hjá „Concord
Charter Flights,“ sem selja þessar
ferðir en ferðaskrifstofan Úrval
hefur séð um skipulagningu ferð-
anna hér.
Þessi Jónsmessuferð var áttunda
ferð Concordsins hingað. Sú fyrsta
var farin í ágúst 1984. Síðan hafa
verið famar tvær til þrjár ferðir á
ári og alltaf verið fullbókað.
Flogið norður fyrir heim-
skautsbaug
Fyrirkomulagið á ferðunum er
þannig að um leið og lent er á
Keflavíkurflugvelli erhópnum, alls
hundrað manns, skipt í tvennt.
Annar hópurinn fer strax í loftið
aftur, að þessu sinni með Fokker
vél, og tekur stefnuna á Vest-
mannaeyjar. Hinn hópurinn fer
með rútu til Reykjavíkur, með við-
komu í Bláa lóninu. Farið er i
skoðunar- og verslunarferð um höf-
uðborgina og síðan í hádegismat á
Loftleiðum og horft þar á tískusýn-
ingu á íslenskri ull.
Síðan er skipt. Hópurinn sem fór
í skoðunarferð til Eyja fer í mat á
Loftleiðum og síðan rúnt um
Reykjavík. Að því loknu er lagt af
stað til Keflavíkur, með viðkomu í
Bláa lóninu að sjálfsögðu. Og Vest-
mannaeyjafararnir fljúga beint til
Keflavíkur að lokinni skoðunar-
ferð um eyjarnar.
í loftið fer Concordinn síðan um
kvöldmat. En áður en stefnan er
tekin á Bretland er tekið smá hlið-
arspor. Flogið er norður fyrir
heimskautsbaug og farþegunum
gefinn kostur á að sjá miðnætur-
sól. Fyrirbæý sem fæstir farþeg-
anna hafa nokkru sinni litið.
Kampavín og alvöru hnífa-
pör
„Farþegar okkar hafa mest verið
eldra fólk. Engir auðkýfingar held-
ur ósköp venjulegt fólk sem sumt
er búið að safna í mörg ár fyrir
svona ferð,“ sagði Norman. „Það
er mikið um að fólk noti þessar
ferðir til þess að halda upp á merk-
isatburði í lífi sínu, sextugsafmæli,
silfurbrúðkaup og annað slíkt.
Við leggjum líka allt kapp á að
gera þessar ferðir sem sérstakastar
og eftirminnilegastar. Fyrir það
fyrsta er flugferð með Concord lúx-
usferð. Þar er öll þjónusta í hæsta
Norman Gilham, fararstjóri: Menn
eru óánægðir með að þurfa borga
fiugvallarskattinn í svona stuttum
ferðum.
gæðaflokki og maturinn fyrsta
flokks. Það borðar enginn með
plasthnífapörum í Concord og ekk-
ert drukkið sem er ódýrara en
fínasta kampavín."
Tvær mínútur frá Keflavik til
Reykjavíkur
„Concord býr yfir sérstökum töfr-
um. Hún er dásamleg að borfa á
og enn dásamlegri að fljúga með.
Hraðinn er alveg stórkostlegur.
Þotan er klukkutíma og tuttugu
mínútur að fljúga frá London til
Keflavíkur. í venjulegu áætlunar-
flugi tekur sama leið tæpa þrjá
tíma. Concordinn fer eina mílu á
2,3 sekúndum. Það þýðir að vélin
væri aðeins tvær mínútur að fljúga
frá Keflavík til Reykjavíkur. Og
jafnframt er vélin búin öllum hugs-
anlegum þægindum.
Allir sem fljúga með Concord fá
afhenta sérstaka möppu með minj-
um frá ferðinni. Þar er meðal
annars að finna bók með ýmsum
upplýsingum um þotuna sjálfa og
stóra mynd af henni. Allir fá litla
Concord-nælu að setja í barminn
og einnig líkan af vélinni. Og líkan
af Concord kaupir þú ekki í búðum,
það fá aðeins þeir sem fljúga með
Concord.
Þeir minjagripir sem farþegunum
finnst yfirleitt mestur fengur í eru