Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986. 57 eru merkilegir fuglar. Einhver sagði að þeir væru nokkurs konar nefndafuglar - upplagðir til að starfa í nefnd og leggja gott til mála á mörgum sviðum. Þeir fara nefnilegá svo víða, láta eins og þeim sé ekkert óviðkomandi, eru á sveimi jafnt við strendur sem inn til dala, yfir borgum og bæjum sem einmana fiskibátum úti í hafsauga. Þeir eru ekki færastir flugfugla, þeir eru ekki liprastir að hlaupa á landi, þeir eru ekki harðsnúnastir fugla í köfun eða að stinga sér úr lofti, þeir synda ekki fugla hraðast. En þeir eru samt býsna færir í þessu öllu saman og aðlagast umhverfinu fyrirhafnarlaust. Þeir sem þekkja til háttalags máfanna á öskuhaug- unum taka áreiðanlega undir þetta síðasta. Máfar eru óaðskiljanlegur hluti íslenskra stranda og eyja. Þeir eru nánast þátttakendur í fiskveiðum okkar og fiskiðnaði. Þeir eru á vappi kringum búandfólk á túnum landsins - koma jafnvel fljúgandi með þunglamalegum vængjaslætti niður Laugaveginn í kvöldkyrrð- inni, garga hásir yfir Austurvelli eins og til að storka „næturgöl- um“ sem ramba um miðbæ Reykja- víkur. Og taka svo stefnuna út á miðin. I nýju fuglabókinni hans Hjálm- ars R. Bárðarsonar segir m.a. um máfa: „Máfar eru miðlungsstórir eða stórir, þrekvaxnir sundfuglar með langa vængi. Þeir eru allflest- ir hvítir, en bakið grátt eða svart og vængbroddar svartir á sumum þeirra. Oftast er stélið þverstý'ft. Máfar... Útlit kvenfugls og karlfugls er eins, en karlfuglinn er stærri en kven- fuglinn ... Máfategundir má flokka í skyldleikahópa, og stærst- ur þeirra hópa er svonefndir hvíthöfða máfar. Af þeim verpa fimm tegundir á íslandi. Fjöldi þessara varpfugla hefur verið áætl- aður sem hér segir: Svartbakur (Larus Marinus) 50.000 pör, síla- máfur (Larus fuscus) 15.000, silfur- máfur (Larus argentatus) 5.000,. hvítmáfur (Larus hyperboreus) 10.000, og stormmáfur (Larus can, us) 340 pör.“ Matarlystin í góðu lagi Margir líta á máfa sem einhvers konar vandamál í náttúrunni og vilja láta drepa foglinn í stórumn stíl. Undirritaður tekur ekki undir þannig raus, þótt auðvitað geti fjöldi þessa fiskvinnslufugls vaxið úr hófi. En garg fuglsins er svo auðkennilegt að það þekkir hver maður. Reyndar er svartbakurinn hási sá fugl sem líttfuglfróðir borg- arbúar þekkja einna helst. Og láti maður garg máfsins fara í taugam- ar á sér ætti maður trúlega ekki að vera mikið á ferli við strendur eða úti í eyjum. Máfar hafa matarlyst góða. Þeir éta fisk og allan fiskúrgang af mik- illi nautn og græðgi, egg annarra fugla (jafnvel egg og unga máfsins í næsta hreiðri) - og raunar ótrú- legt hve stórum fisk- og fugla- stykkjum þeir koma ofan um hálsinn á sér. I þessu sambandi er vert að gefa því gaum að trúlega eru máfamir góður liðsauki við sorp- og úrgangseyðingu í þéttbýli. Við íslendingar höfum gengið slak- lega fram í að eyða okkar úrgangi, en magi máfsins er trúlega merki- legri eyðingarkvöm en við höfum enn tekið í notkun. Kannski ættum við að hætta að fleygja fiskúrgangi út í öskutunnu en fleygja honum þess í stað í garða eða á torg bæj- anna. Máfamir myndu hreinsa vel og rækiiega samdægurs. Nýtir þyngdaraflið Máfar em útsmognir í sinni endalausu úrgangsveislu. Og ekki siður þegar þeir fara rænandi og ruplandi. „Hann tekur bæði lifandi dýr og dauð..segir í bók Hjálm- ars sem fyrr var til vitnað. „Hann ræðst stundum é fullorðna fugla, einkum þó lasburða eða sjúka. Þá tekur hann sjálfur ýmsa smærri sjávarfiska, sem hann nær í við vfirborð sjávar, svo sem loðnu, síld, sandsili o.fl. Skumþykk egg, eins t)g gæsaregg, brýtur svartbakurinn með því að fljúga með þau nægjan- lega hátt upp, og láta þau síðan falla til jarðar. Sömu aðferð notar hann við að brjóta skeljar og kuð- unga...“ Já. Jónatan máfur er útsmoginn skratti og hlær hástöfum þegar menn birtast á öskuhaug með byss- ur og byrja að freta inn í máfagerið. Þá hækkar hann flugið og sveimar hærra en nokkur kúla dregur. -GG Eftir augnablik voru þeir úr augsýn. Enginn í bjarginu vogar sér ná- . lægt erninum. Hann flýgur fugla ’ hæst og hefur frábæra sjón. I Sumir kalla hann drottnara lofts- I ins, en ránfugl er hann. Skömmu eftir að ernirnir voru horfnir var bjargið aftur iðandi) af lifi. Ég á eftir að segja ykkur margt um bjargið og hafið, en það er áliðið, kominn tími til þess að halda heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 150. tölublað - Helgarblað II (05.07.1986)
https://timarit.is/issue/190709

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

150. tölublað - Helgarblað II (05.07.1986)

Aðgerðir: