Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1986, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1986.
til minningar um alla þá sem létu
lífið í búðunum. Það er að finna i
sjálfum skálunum, tveggja og þriggja
hæða múrsteinsbyggingum, sem eru
nákvæmlega eins og þær voru þegar
Þjóðverjar lögðu á flótta frá búðun-
um í janúar 1945. Fram á síðustu
stundu reyndu þeir þó að eyða ýms-
um ummerkjum um það sem þeir
höfðu aðhafst í búðunum. Nokkrir
líkbrennsluofnar voru sprengdir í
loft upp, timburskálar voru rústaðir,
skjöl voru brennd, og á undan sér
ráku Þjóðverjar nokkur þúsund
manns sem þeir vildi ógjarnan að
féllu í hendur andstæðinganna.
En þeim tókst ekki að afmá öll
verksummerki óg síðan hafa Pólverj-
ar endurbyggt þær byggingar sem
skemmdust, líkbrennsluofnana og
.hluta af gasklefunum.
Stóri bróðir fylgist með þér. Varð-
turn við eina götuna í Auschwitz.
DV-myndir ai
Við Auschwitz bíða leiðsögumenn
eftir ferðalöngum. Þetta er nærgætið
fólk, kurteist og lágmælt, enda tæp-
lega ástæða til hástemmdra eða
fjálglegra lýsinga. Staðreyndir og
áþreifanlegir hlutirnir tala sínu máli,
svo hátt að óbærilegt verður.
Blokk 11
Venjulegast hefjast skoðunarferðir
með kvikmyndasýningu og eru þá
sýndar myndir sem sovéski herinn lét
taka í búðunum er hann hertók þær,
þann 27. janúar 1945.
Ég sleppi myndinni og fer strax á
rölt með leiðsögumanni, sem er
kennari á fimmtugsaldri. Við förum
inn um hliðið fræga þar sem föngun-
um er tilkynnt að vinnan muni gera
þá frjálsa, „Arbeit macht frei“, og
það er glaðleg sveigja á orðiriu
„macht“, eins og um sumarbúðir sé
að ræða.
Síðan taka við breiðar götur og
tveggja hæða múrsteinshús með risi
meðfram þeim, með reglulegu milli-
bili. Þau eru 28 talsins, hvert og eitt
með sitt númer. Sum númerin voru
illræmdari en önnur, til dæmis Blokk
10, þar sem gerðar voru læknisfræði-
legar tilraunir á fóngum og Blokk
11, sem nefnd var „dauðablokkin“
þvi þar á bak við voru menn skotnir
og hengdir í stórum stíl.
En þessi fábrotnu hús bera ekki
fortíð sína utan á sér. Fyrir aðkomu-
manninn eru þau enn sem afstrakt
tákn. Það er ekki fyrr en inn í þau
er komið að óhugnaðurinn fær á sig
áþreifanlega mynd.
Fyrst mæta okkar alls kyns upplýs-
ingakort sem sýna m.a. að fólk frá
næstum tuttugu löndum endaði ævi
sína í Auschwitz. Og við stöndum
augliti til auglits við þetta fólk, bæði
á stækkuðum myndum sem SS-menn
jafnt sem meðlimir andspyrnuhreyf-
ingarinnar tóku af komu þeirra,
þrældómi og dauðastríði.
Við kynnumst þessu fólki nánar á
fangamyndunum sem teknar voru af
hverjum þeim sem ekki var sendur
beint í gasklefana. Þar er fólk eins
og neglt við mælistikur ljósmyndar-
ans, íklætt fangabúningum. Samt
vottar fyrir brosviprum á andlitum
sumra, sem eru ósjálfráð viðbrögð
nútímamannsins við myndavélinni.
Seinna reyndist of tímafrekt að
ljósmynda fangana og þá var sem
byrjað var að tattóvera númer á
handleggi þeirra.
19.652 kíló af Cyklon B
Svo göngum við úr einni blokkinni
í aðra og skoðum fyrst haug af tóm-
um dósum undan Cyklon B gasi, sem
Þjóðverjum tókst ekki að koma í
lóg. 6-12 kíló af gastöflum þurfti til
að drepa u.þ.b. 2000 manns. Á árun-
um 1942-43 framleiddi þýskt fyrir-
tæki 19.652 kíló af þessum töflum
fyrir Auschwitz. Tölurnar segja
meira en orð.
Inngangurinn frægi i Auschwitzbúöirnar.
SSSpf
Herbergi i Blokk 11. Á borðinu er flaska af eitrinu phenól, en áöur en
gasklefarnir komust i gagnið var fólk drepið i stórum stíl með því að
sprauta þessu eitri beint í hjartavöðvann.
Og tölum má venjast og gleyma.
En ég get ekki gleymt því þegar við
gengum inn í fyrsta salinn af mörgum
sem geyma minjar um fangana. I
þeim fyrsta eru nefnilega nokkur
tonn af mannshári á bak við gler,
auk þess nokkrir strangar af áklæði
sem ofið var úr hárinu.
Síðan koma nokkur tonn af ferða-
töskum sem allar eru merktar
eigendum sínum, annað eins magn
af skótaui (einmanalegur tréskór frá
Hollandi ofan á hrúgunni), nokkur
hundruð kíló af barnafatnaði, leik-
föng, tannburstar og rakburstar í
haugum, pottar og pönnur í tonna-
tali. Og þar fram eftir götunum. Fyrir
utan barnafatnaðinn þá held ég að
það hafi fengið mest á mig að sjá
himinhá hlöss af gervilimum: Það
var eins og fólkið hefði verið limlest
eftir dauðann.
Islenskur sakleysingi var heldur
gneypur eftir þessa yfirferð. Ég flúði
út í sólskinið um stund - í skoti við
innganginn grét miðaldra kona.
„Hér brotna margir niður,“ sagði
leiðsögumaðurinn stillilega. „Viltu
halda áfram?“
I gangvirki drápsmaskínunnar
Jú, ég varð að halda áfram. Frá
minjunum héldum við niður í sjálft
gangvirki drápsmaskínunnar. Undir
Blokk 11 eru einangrunarklefar þar
sem fólk var svelt til dauða. Þar var
kuldi og saggi og ég sé að innan frá
hefur fólk sorfið úr þykkum eikar-
hurðunum með nöglunum.
Einn þessara klefa er nú helgidóm-
ur en þar dó faðir Maximilian Kolbe,
prestur sem hljóp í skarðið fyrir ann-
an mann sem svelta átti til dauða.
Nýlega tók Jóhannes Páll páfi föður
Kolbe í dýrðlingatölu og fyrir framan
klefa hans fer fólk með bænir sínar.
I skýrslum Þjóðverja stendur að fað-
ir Kolbe hafi dáið þann 14. ágúst
1941 kl. 12.50. Nákvæmir menn,
Þjóðverjar.
Sjálfir gasklefarnir eru einföld,
kalkmáluð gímöld. Op með vírneti
eru í loftinu með u.þ.b. tíu metra
millibili, en ofan á netið var Cyklon
pillunum stráð. Til eru hryllilegar
lýsingar á dauðastríði fanganna í
þessum kjallara. Ég er orðinn dofinn
til höfuðsins og reyni að fá einhverja
tilfinningu fyrir því sem þarna gerð-
ist með því að fara höndum um
veggina. Nóttina eftir vakna ég upp
með andköfum og finnst eins og
hendurnar á mér séu að frjósa.
Eins og riffilmagasín
Loks er það líkbrennslan, enda-
stöðin i fabrikkunni. I Auschwitz var
hægt að brenna 4756 lík á sólar-
hring, sem ekki dugði til að hafa við
manndrápunum. Þvi voru lík einnig
brennd í stórum bálköstum úti við.
Ofnarnir minna helst á magasín á
riffli, líkunum var skellt ofan i eins
konar hylki, sem síðan var látið
renna inn í logana á tæplega tuttugu
minútna millibili.
Rudolf Höss, sjálfur fabríkantinn.
var ekkert sérstaklega sorgbitinn
þegar hann var leiddur fyrir rétt að
striði loknu. Helst var á honum að
skilja að hann iðraðist þess að hafa
ekki komið fólki út úr heiminum á
hreinlegri hátt en gert var í Ausch-
witz. Sjálfur mætti hann dauða
sínum af æðruleysi, vitandi að hann
var bara eins og hvert annað hjól í
vítisvél. Hann var hengdur i trjá-
lundi við útjaðar búðanna þar sem
sá til villunnar sem hann bjó í meðan
hann „starfaði" í Auschwitz.
Gálgi Höss er síðasti viðkomustað-
urinn í skoðunarferðinni. Á gadda-
vírunum umhverfis búðirnar sitja
fuglar og syngja af svo mikilli ákefð
að það er eins og þeir vilji létta und-
ir með okkur manneskjunum sem
þurfum að lifa við þessa niðurlæg-
ingu.
Á leiðinni til Krakár og allar götur
síðan sækja á mig þungir þankar,
ekki eingöngu um fortíð, heldur
einnig framtíð. Enn er mannkyn í
hættu fyrir mönnum sem eru reiðu-
búnir að útrýma heilum þjóðum,
snögglega r og hreinlega.
Auschwitz skyldar okkur til að
hafa gát á slíkum mönnum. -ai
Humnlp
KJÖTMIÐSTÖÐIN
Lauqalæk 2. Sími 686511.
Minna en 1% fita.
Diet nautahakk 399,-
Nautahakk aðeins 250,-
5 kg. í poka.
Lambahakk 210,-
Kindahakk 185,-
Baconsneiðar 275,-
Baconstykki 199,-
Marinerað lambal. 310,-
Marineraðar lambakótel. 328,-
Marineraðar lambasn. 366,-
Marineruð lambasteik 218,-
Krydduð lambarif 126,-
Svinabógar, reyktir, 290,-
Nýr svínsbógur 247,-
Reykt svínalæri 295,-
Ný svínalæri 245,-
Svínarif 178,-
ítalskt gúllas 370,-
kr. kg.
Londonlamb, 1.fl„ 375,-