Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. Stjómmál Niðurstöður skoðanakönnunar DV: Framsókn tapar - Bandalag jafnaðarmanna í rasli Framsókn tapar talsvert írá könnun í maí. Bandalag jafiiaðarmanna virðist deyja út. Alþýðuflokkur, Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag hafa mjög svipað fylgi. Þetta eru helstu niður- stöður skoðanakönnunar, sem DV gerði um síðustu helgi. Af öllu úrtakinu fær Alþýðuflokkur nú 9,2 prósent, sem er 1,9 prósentustig- um meira en í DV-könnun um mánaðamótin apríl-maí. Framsókn fær 8,8 prósent eða 2,5 prósentustigum minna en í maí. Bandalag jafiiaðar- manna fær nú 0,7 prósent úrtaksins eða einu prósentustigi minna en í maí. Sjálfstæðisflokkur fær 23,7 pró- sent eða 2,4 prósentustigum meira en í maí. Alþýðubandalag fær 9 prósent, sem er 0,7 prósentustigum meira en í maí. Samtök um kvennalista hafa nú 4,3 prósent eða 0,2 prósentustigum minna en í könnuninni í maí. Flokkur mannsins kemst nú ekki á blað. Óá- kveðnir eru 32,2 prósent úrtaksins, sama og í maí. Þeir sem ekki vilja svara eru nú 12,2 prósent, 1,1 pró- sentustigi færri en í maí-könnuninni. Til að gera þetta sambærilegt við kosningaúrslit skulum við aðeins taka þá, sem tóku afstöðu í könnuninni. Af þeim fær Alþýðuflokkur 16,5 pró- sent, sem er 3 prósentustigum meira en í maí-könnuninni og 4,8 prósentu- stigum meira en í síðustu kosningum. Framsókn hefúr nú 15,9 prósent, sem er 4,9 prósentustigum minna en í maí- könnim og 3,1 prósentustigi minna en í kosningunum 1983. Bandalag jafnaðarmanna fær nú 1,2 prósent. Það er 1,8 prósentustigum minna en í maí og heilum 6,2 prósentu- stigum minna en í kosningunum. Sjálfstæðisflokkur fær nú 42,5 pró- sent eða 3,4 prósentustigum meira en í maí og 3,3 prósentustigum meira en í kosningunum. Alþýðubandalag fær nú 16,2 prósent, sem er 0,9 prósentustigum meira en í maí-könnun en 1,1 prósentustigi minna en i kosningunum 1983. Samtök um kvennalista háfa nú 7,8 prósent eða 0,5 prósentustigum minna en í maí en 2,3 prósentustigum meira en í kosningunum. Menn skyldu athuga, að munurinn á fylgi Alþýðuflokks, Framsóknar og Alþýðubandalags er svo lítill í könn- uninni, að munurinn er ekki mark- tækur. Ef 63 þingsætum er skipt í réttu hlut- falli við fylgi listanna samkvæmt könnuninni, kemur út, að Alþýðu- flokkurinn fengi 10 þingsæti, Fram- sókn 10, Sjálfstæðisflokkurinn 28, Alþýðubandalagið 10 og Samtök um kvennalista 5. Úrtakið í skoðanakönnuninni var 600 manns. Helmingur er á Reykjavík- ursvæðinu og því helmingur utan þess. Jafnt var skipt milli kynja. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa, ef þing- kosningar færu fram nú? -HH Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar. Til samanburðar eru niðurstöður fyrri DV-kannana á kjörtimabilinu: Nú Mai '86 Jan. '86 Sept. '85 Júní '85 Mars '85 Jan. '85 Okt. '84 Maí '84 Mars '84 Okt. '83 Alþýðuflokkur 55 eða 9.2% 7,3% 5,5% 7.0% 10,8% 11,8% 10,7% 3.3% 4.8% 5.2% 4,3% Framsóknarflokkur 53 eða 8.8% 11,3% 7,5% 6,7% 8.2% 9,7% 7,0% 8.5% 10,7% 9,3% 7.8% Bandalag jafnaðarm. 4 eða 0,7% 1,7% 1,5% 3,0% 4,5% 3,3% 3,2% 5.5% 2.2% 1.5% 2,0% Sjálfstæðisflokkur 142 eða 23.7% 21,3% 21,3% 21,3% 23,3% 21,5% 19,8% 21,7% 27.8% 28,0% 25,3% Alþýðubandalag 54eða 9.0% 8,3% 6,3% 6,8% 6,0% 9,0% 7,2% 10,7% 9,0% 8.2% 9.5% Samt. um kvennal. 26 eða 4,3% 4,5% 4,7% 2,8% 3,7% 4,0% 5,3% 4,8% 3,3% 2,7% 3.8% Flokkur mannsins 0 eða 0,0% - 0,2% 0,5% 0,5% 0.2% 0,0% 0.2% Óákveðnir 193 eða 32,2% 32,2% 40,7% 41,8% 31,8% 30,5% 29,2% 32,2% 28,5% 34,0% 34,3% Svara ekki 73 eða 12,2% 13,3% 12,3% 10,0% 11.2% 10,0% 17,7% 14,2% 13,7% 11,2% 12,8% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar. Til samanburðar eru fyrri DV-kannanir á kjörtimabilinu og úrslit siðustu þingkosninga NÚ Maí '86 Jan. '86 Sept. '85 Júni '85 Mars '85 Jan. '85 Okt. '84 Mai '84 Mars '84 Okt. '83 Kosn. Alþýðufl. 16,5% 13,5% 11,7% 14,5% 19,0% 19,9% 20,1% 6,2% 8.4% 9.4% 8.2% 11,7% Framsóknarfl. 15,9% 20,8% 16,0% 13,8% 14,3% 16,2% 13,2% 15,8% 18,4% 17,0% 14,8% 19,0% Bandal. jafn. 1,2% 3.0% 3,2% 6,2% 7,9% 5,6% 6,0% 8,4% 3,7% 2,7% 3,7% 7,3% Sjálfstfl. 42,5% 39,1% 45,4% 44,3% 40,9% 36,1% 37,3% 40,4% 48,1% 51,1% 47,9% 39,2% Alþýðub. 16,2% 15,3% 13,5% 14,2% 10,5% 15,1% 13,5% 19,9% 15,6% 14,9% 18,0% 17,3% Samt. um kvl. 7,8% 8,3% 9,9% 5,9% 6.4% 6,7% 10,0% 9,0% 5,8% 4,9% 7,2% 5,5% Fl. mannsins 0,0% — 0,4% 1.0% 0,9% 0.3% 0.3% í dag mælir Dagfari__________________ Blásaklausir forstjórar Dagfari hefur verið að lesa yfir- heyrslumar í kaffibaunamálinu og fylgjast þannig með þessu um- fangsmikla máli. Saksóknari hefur lagt fram kæru á hendur heistu for- stjórum Sambands íslenskra sam- vinnufélaga fyrir brot á gjaldeyris- og verðlagslögum og eru þeir sakað- ir um að hafa hlunnfarið Kaffi- brennsluna á Akureyri um nokkur hundruð milljónir króna. Forstjór- amir hafa aftur á móti mótmælt þessum sakargiftiun og til að leiða allan sannleikann í ljós, hafa staðið yfir yfirheyrslurf sem fjölmiðlar hafa tíundað af sömu nákvæmni og íþróttalýsingar. Á tíu mínútu tóku þeir Hjalta til yfirheyrslu og á þrít- ugustu og sjöundu mínútu var Valur leiddur í salinn. Enginn hefiir sagt frá því hvemig staðan er, en alveg er ljóst, að mjög liggur á Samband- inu, sem hefúr skipað sér í þéttan vamarmúr og verst vasklega. Vamimar byggjast aðallega á því, að forstjóramir segjast ekki hafa haft vitneskju um millifærslumar og afslættina, sem um er deilt. Valur Amþórsson, sem bæði er stjómarfor- maður SÍS og formaður í stjóm Kaffibræðslunnar fyrir norðan kem- ur alveg af fjöllum. Hann frétti fyrst af millifærslunum nokkrum árum eftir að þær hófust og ákvað þá að skipa séstaka rannsóknamefnd í málið. Formaðurinn hafði annað að gera, heldur en að spyrjast sjálfur fyrir um, hvemig stæði á mismun upp á tvö hundruð milljónir í reikn- ingunum og segir ástæðuna fyrir nefhdarskipuninni vera þá, að hann hafi sjálfúr verið of tengdur málinu frá báðum hliðum til að hafa af þessu afskipti. Þetta er auðvitað pottþétt alibi fyrir menn sem ekki vilja skipta sér af rekstri þeirra fyrirtækja, sem þeir em kosnir til að stjóma, að láta kjósa sig í nógu margar stjómir, þannig að þeir geti ekki skipt sér af neinu. Með því fría þeir sig ábyrgð, sem alltaf er óþægileg, þegar menn þurfa að standa undir henni. Hjalti Pálsson, sem hefúr verið forstjóri innflutningsdeildarinnar, kemur einnig af fjöllum eins og Val- ur. Honum var gjörsamlega ókunn- ugt um millifærslumar og kannast ekki við að hafa séð neina pappíra þar að lútandi. Og hvers vegna eiga forstjórar að vera með nefið ofan í málum, sem þeim lcoma við? Hjalti hefúr áreiðanlega ekki verið ráðinn til þess, að taka ákvarðanir um verð- lagningu og innkaup á kaffibaunum. Hann hefur nóg annað að sýsla. Erlendur Einarsson hefur aldrei haft hugmynd um þetta kaffibauna- smotterí. Hann er bæði sár og hryggur yfir því að nokkrum manni skuli detta það í hug, að hann viti eitthvað um reksturinn á Samband- inu. Erlendur er búinn að þjóna SÍS um langan starfealdur og raunar sestur í helgan stein. Það er nánast fyrir neðan virðingu hans að sitja nú í lok starfeferilsins undir því lúa- lagi að saksóknari og aðrir legátar úti í bæ; höfði mál á hendur honum fyrir bókhaldsrekstur hjá Samband- inu sem enginn hefur sagt honum firá. Halda mennimir að forstjórinn sitji yfir bókhaldinu og færi til millj- ónimar eftir hentisemi? Veit sak- sóknari virkilega ekki að stór fyrirtæki eins og SIS hafa starfe- menn til að vinna bókhaldstörfin og það er ekki til siðs, að vera bera undir forstjórann minniháttar mál eins og þau hvort afeláttur upp á tvö hundruð milljónir sé færður debit eða credit? Allur þessi málarekstur verður að flokkast undir ofeóknir utan úr bæ, þar sem blásaklausir menn em hafð- ir fyrir rangri sök. Þetta hefur gerst áður. Fyrir fjölda, fjölda mörgum árum var SÍS og Esso sakað um fjár- málamisferli og forstjóramir dregnir fyrir rétt. Þegar upp var staðið reyndist málið fymt, sem sannar auðvitað sakleysi þeirra sem ákærð- ir vom. Nú er verið að endurtaka leikinn með því að saka Sambands- forstjórana um ólögmætar milli- færslur, sem þeir hafa aldrei vitað nokkum skapaðan hlut um. Mis- skilningurinn er fólginn í því að ákæmvaldið og almenningur heldur að forstjóramir ráði. Þeir beri ábyrgð. Ekkert er fjær sannleikan- um, eins og forstjóramir hafa margsýnt fram á við yfirheyrslumar. Það em bókhaldaramir og sölu- stjóramir sem standa fyrir svindlinu. Þeir em skúrkamir. Saklausir for- stjórar eiga að fá að vera í friði. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.