Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. Iþróttir >rÁnægjulegt að skora‘T - sagði Ásgeir Sigurvinsson „Það var svo sannarlega gaman að þessum leik, hann var opinn og skemmtilegur. Við sköpuðum okkur fleiri tækifæri en þeir og einnig fleiri færi en í leiknum gegn Frökkum. Það var sérstaklega ánægjulegt að skora en mörkin hefðu getað orði fleiri," sagði Ásgeir Sigurvinsson sem tví- mælalaust var besti maðurinn á leiknum en Sovétmönnum gekk mjög illa að stöðva hann. „Frakkar og Sovétmenn eru með tvö ólík lið og ákaflega erfitt er að bera þessi lið saman. En það er þó enginn vafi á því að þetta eru tvö af bestu liðum Evrópu. Ég tók nú ekki eftir neinum sérstökum í sovéska liðinu en þetta voru greinilega toppleikmenn," sagði Ásgeir. -SMJ „Toppleikur“ - sagði Friðrik Friðriksson „Það var eins gott að horfa á þennan leik eins og það getur verið,“ sagði Friðrik Friðriksson, markvörður Fram, en hann var kailaður í leikinn sem varamarkvörður á síðustu stundu þegar Stefán Jóhannsson forfallaðist. „Þetta var toppleikur hjá strákunum og þeir sönnuðu það í þessum leik að þeir gefa bestu þjóðum heims ekkert eftir þegar sá gállinn er á þeim. Mér fanns allt liðið leika sérlega vei en þeir Ásgeir og Atli voru kannski mest áberandi. Barátta Atla var alveg ein- stök í þessum leik,“ sagði Friðrik Friðriksson. -SK •Stefán Jóhannsson, markvörður KR og varamarkvörður landsliðsins, ásamt konu sinni, Sólrúnu Viðarsdóttur, og nýfæddu bami þeirra á fæöingar- deild Landspítalans í gærkvöidi. DV-mynd Brynjar Gauti „Hann verður vonandi markvörður í KR“ - sagði Stefán Jóhannsson um son sinn sem fæddist um miðjan dag í gær „Konan mín hringdi í mig klukkan tvö og sagði mér að hún væri að byrja með hríðir. Henni þætti það leitt en svona væri það. Ég sagði henni að hafa ekki áhyggjur og hafði strax samband við Sigi Held sem gaf mór þegar leyfi og hringdi í Friðrik Friðriksson. Þá þaut ég til konunn- ar,“ sagði Stefán Jóhannesson markvörður en athygli vakti að hann var ekki meðal leikmanna ís- lenska liðsins þegar flautað var til leiks. Skýringin á því var ein föld en konan hans, Sólrún Viðarsdóttir, var að eignast þeirra fyrsta bam í dag. „Bamið fæddist síðan klukkan hálfQögur og var það tekið með keis- araskurði. Móður og bami heilsast vel. Þetta er nýr markvörður, það leynir sér ekki, og ég vona að hann eigi eftir að standa sig vel í markinu hjá KR þegar fram líða stundir. Hann haíði gott grip þegar hann greip um fingurinn á mér,“ sagði hin stolti faðir sem hafði svo sannarlega ástæðu til að fagna í gærkvöldi. -SMJ „Faukí þá“ - sagði Guðmundur Steinsson „Ég verð að segja eins og er, að ég bjóst við sovéska liðinu betri í þessum leik. En íslenska liðið lék engu að síð- ur frábærlega og mun betur en gegn Frökkum,“ sagði Guðmundur Steins- son, Fram, en hann var á meðal áhorfenda á landsleiknum í gærkvöldi. „Það var greinilegt að um miðjan síðari hálfleikinn vom leikmenn sov- éska liðsins orðnir mjög vondir og að mínu mati gátu þeir vel sætt sig við jafnteflið í lokin. Nú er bara að standa sig gegn Norðmönnum og Austur- Þjóðverjum," sagði Guðmundur Steinsson. -SK „íslendingar áttu aldrei möguleika“ - sagði Valeri Lubonovski, þjálfari Sovétmanna „íslenska liðið hafði aldrei mögu- með hendi,“ sagði Valeri Lobanovski, úrslit fyrir íslendinga eins og sást af leika á því að sigra og úrslit leiksins þjálfari sovéska liðsins, eftir leikinn fagnaðarlátum leikmanna íslenska geta íslendingar að nokkm þakkað og átti hann greinilega erfitt með að liðsins eftir leikinn. Geta liðsins kom dómaranum. Það sáu allir nema dóm- dylja vonbrigði sín yfir úrslitunum. arinn að mark íslendinga var skorað „Þetta hljóta að teljast mjög góð „Þá hefur hönd guðs komið við sögu“ - sagði Amór Guðjohnsen um mark sitt „Ég var ákveðinn að skora mark þegar ég fékk knöttinn í látunum inn í vítateig Rússa,“ sagði Amór Guðjohnsen. Rússar mótmæltu markinu, töldu að Amór hafi lagt knöttinn fyrir sér með hendi. „Hafi þetta verið hendi, þá var það hönd guðs,“ sagði Amór Guðjohnsen sem skoraði sigurmarkið, sem var nokkuð umdeilt. „Það kom hár bolti inn til mín. Ég náði knettinum niður með bijóstkassanum og komst fram hjá vamarmanni framhjá vamar- manninum. Þá stóð ég einn á móti markverðinum, þá var eftirleikur- inn auðveldur. Það er sérstaklega ánægjulegt að skora svona mikil- vægt mark - þetta er án efa eitt það mikilvægasta sem ég hef skor- að. Sovétmennimir spiluðu sterk- an bolta en mér fannst þeim ekki takast að skapa sér jafhmörk fáeri og Frökkum,“ sagði Amór sem flaug út í morgun með einkaflug- vél enda leikir framundan með Anderlecht. „Árangurinn hjá Held talar sínu máli, hann er búinn að finna góða taktík. Um leikinn gegn A-Þýska- landi er vist best að segja sem minnst, við verðum bara að sjá til hvemig hann fer en auðvitað hlýt- ur maður að fara fullur bjartsýni til A-Þýskalands,“ sagði Amór sem lék geysiega vel gegn Sovétríkjun- um í gær. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá Amóri síðustu vikumar en í gær var ekki að sjá nein þreytumerki á kappanum. -SMJ •Amór Guðjohnsen átti frábæran leik i gær gegn .Rússum og hér er hann aö hleypa af skotinu sem kom íslandi yfir. DV-mynd Bj.Bj. okkur ekki á óvart við sáum til þeirra á móti Frökkum og þar sást að það er erfitt að sigra þetta íslenska lið,“ sagði Lobanovski sem tók við stjóm sovéska liðsins nokkrum vikum fyrir keppnina í Mexíkó. „Mér fannst íslenska liðið hafa það eina takmark að ná jafntefli og það tókst þeim. Sigurvinsson lék mjög vel í hðinu og þá vora framherjamir tveir mjög hreyfanlegir og trufluðu mikið. Þá fannst mér vömin leika af mikilli hörku - hún lék ekki svona gegn Frökkum," sagði Lobanovski sem vildi afsaka frammistöðu sovéska liðsins með þvi að nokkrir leikmenn væru meiddir. - Hverjir verða möguleikar íslenska liðsins í Sovétríkjunum? „Það er nú heilt ár í þann leik og á einu ári getur margt gerst í knatt- spymu. íslenska hðið er nú efet í riðlinum en við skulum sjá hvað setur að ári, þá verður fyrst hægt að fara að tala um raunveralegan árangur," sagði Lobanovski og glotti svo að sá í gulltennumar. -SMJ Leikið gegn Tékkum í kvöld íslenska landsliðið í knattspymu, skipað leikmönnum undir 21 árs, leikur í kvöld gegn Tékum í Evrópukeppninni og fer leikurinn fram á Akureyri. Þeir Viðar Þorkelsson og Ólafur Þórðarson, sem voru varamenn í gær á Laugardalsvelli, flugu norður í gærkvöldi og leika báðir i kvöld gegn Tékkum. -SK •Valeri Lubanovski, þjálfari Sovét- manna, segir að íslendingar geti þakkað dómaranum fyrir jafnteflið. „Rosaleg úrslit“ - sagði Ómar Torfason „Það var einstaklega gaman að vera þátttakandi í þessum leik. Þetta er einn erfiðasti landsleikur sem ég hef spilað en þreytan hverfur fljótt lir manni þegar úrslitin eru svona rosa- leg,“ sagði Ómar Torfason eftir leikinn í gærkvöldi. „Það var gífúrleg keyrsla í þessum leik og við gáfúm þeim ekkert eftir. Það er ekki dónalegt fyrir okkur að ná fyrst jafntefli gegn Evrópumeistu- rum Frakka og svo að standa svona virkilega uppi i hárinu á liði sem talið er það allra besta í heiminum í dag. Nú stefnum við á enn betri úrslit í leikjunum gegn Austur-Þjóðveijum og Norðmönnum. Og maður getur ekki annað en verið nokkuð bjartsýnn á góð úrslit í þeim leikjum eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Ómar Torfa- son. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.