Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. Iþróttir < € „Gaman að koma til V-Þýskalands“ - til að ræða við strákana í Uerdingen“ „Það verður gaman að koma til V- Þýskalands. Félagar mínir í Bayer Uerdingen voru ekki bjartsýnir á góð úrslit hjá okkur áður en ég fór til ís- lands. Þeir voru að tala um 4-6-0 fyrir Sovétmenn. Ég sagði þeim hins vegar að vera rólegir, ég þekkti mína menn betur en þeir. Það verður gaman að spjalla við þá þegar ég kem til Uerd- ingen,“ sagði Atli Eðvaldsson eftir leikinn í gærkvöldi. Þessar spár leikmanna Bayer Uerd- ingen eru kannski lýsandi dæmi um vanþekkingu margra erlendis á ís- lenska landsliðinu. Úrslitin í landsleik íslands og Frakklands vöktu gífurlega athygli í Þýskalandi og um víða ver- öld og því er ekki fráleitt að ímynda sér að úrslitin í gærkvöldi eigi eftir að vekja enn meiri athygli ytra. -SK „Feti frá sigri“ - sagði Guðmundur Haraldsson knattspymudómari „Þetta var stórkostlegt. Ég er í sjö- unda himni með þessi úrslit," sagði hinn góðkunni dómari, Guðmundur Haraldsson, eftir leikinn og var greini- lega ekki búinn að ná sér eftir spennuna sem var gífurleg í lokin. „Rússneska liðið er frábært en samt voru strákamir aðeins feti frá sigri. Nú er málum þannig komið að við erum famir, knattspymuunnendur, að mæta á landsleiki og heimta sigur. Hér áður fyrr var þetta spuming um hve mörg mörk íslenska landsliðið- fengi á sig í leikjunum. Mér farrnst stórkostlegt að sjá hve atvinnumenn- imir fómuðu sér svakalega í þessum leik. Atvinna þeirra er í veði en þeir sýndu það í þessum leik að þeir em svo sannarlega sannir Islendingar," sagði Guðmundur Haraldsson. -SR 0 ' •Bemd Schuster. Schiister og Archibald á skotskónum V-þýski vandræðamaðurinn Bemd Schuster hjá Barcelona og Steve Archibald vom á skotskón- um þegar Barcelona vann stórsig- ur, 7-1, yfir Gimnasti Tarragan í vináttuleik. Þeir félagar, sem urðu að víkja fyrir Gary Lineker og Mark Hughes, skomðu hvor sín þrjú mörkin í leiknum. 8 þúsund áhorfendur, sem sáu leikinn, hróp- uðu: „Áfi-am Schuster, niður með Nunez.“ Schúster hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Jose Luis Nunez, forseta Barcelona, eflir að hann fór í fiíssi frá úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða þegar Barcelona lék gegn Steaua Bukarest og tapaði. SOS Norðmenn náðu ekki að skora Rene Múller, markvörður A- Þjóðverja, var hetja þeirra í Osló í gærkvöldi þar sem Norðmenn urðu að sætta sig við jafhtefli, 0-0, gegn A-Þjóðverjum í Evrópu- keppni landsliða. Múller varði hvað eftir annað mjög vel og kom í ve'g fyrir að Norðmenn færu með sigur af hólmi. SOS • Rússneski bjöminn reyndi oft að traðka á okkur íslendingum. Ásgeir Sigurvinsson fékk oft skell en hann stóð upp jafnharðan, harður sem harðfiskur. DV-Brynjar Gauti. Harðfiskurinn stóð í biminum Nú er ég að komast í æfingu. Jafhteflið í Laugardalnum í gær var aldrei í neinni hættu. Því mið ur þorði ég ekki að láta íslenska liðið leika til sigurs - og bölvaði sjálfum mér fyrir hæverskuna á eftir - en vissulega dugði jafhtefl- ið; við erum efstir í okkar riðli. Fyrir ótrúlega mörgum árum, löngu áður en ég gerði mér grein fyrir þeirri hugarorku sem ég bý yfir, komu hingað tvö sovésk knattspymulið. Mig minnir að það fyrra sem fékk að smakka á Mela- vellinum hafi heitað Lokomotiv (Eimreið) - og óð fram gegn hverju íslenska stórliðinu á fætur öðru og sigraði með 10:0 og jafhvel fleiri mörkum. Ég stóð hnípinn hjá og fékk ekki að gert. Starfsmaður vallarins sagði mér að þessir Sov- étmenn væru ekki mennskir. Þegar þeir skoruðu þá rifnaði netr ið í markinu. Og sjálfur sá ég þá taka við sendingu frá markmann- inum langt inni á vallarhelmingi íslensku stórliðanna, drepa bolt- ann, snúa sér eldsnöggt við, æða nokkra metra í átt að marki minna manna og senda hann síðan í netið þannig að söng í öllum vestur- bænum. Það tíðkaðist á þessum árum að tefla fram svokölluðu L________________________________ Suðvesturlandsúrvali. Uppistaðan í því var stjömuliðið af Skaganum, einn KR-ingur að auki og kannski tveir eða þrír Valsarar. Þetta úr- alslið náði frábærum árangri gegn sovésku félagsliði sem hét Dinamo Moskva eða eitthvað svoleiðis. (Merkilegt hvað Sovétmenn eru hrifiiir af þungavinnuvélum). Suð- vesturlandsúrvalið tapaði með 2:5 fyrir þessu liði og ég man enn að ég upplifði þann leik sem mikinn sigur fyrir mig. Kannski hefur þá verið farið að tíra á þeirri pem sem nú orðið ljómar eins og ljósakróna. Rikki Jóns tók þá af skarið, æddi upp völlinn eins og væri hann fyrri tíma Ásgeir Sigurvinsson og dúndraði á markið af löngu færi og skotið hafnaði út við fjærstöng- ina (eins og við sérfræðingamir segjum) eins og væri hann líka fyrri tíma Aleinikov. Jashin í markinu átti ekki möguleika á að verja, ekki frekar en Dashajev skalla (var það hendi?) Amórs. Þegar ég sá þetta mark Rikka um árið ákvað ég að gerast at> vinnumaður í knattspymu. Það er ákvörðun sem enn stend- ur - og það eina sem hefur tafið mig á knattspymubrautinni er að ég hef ekki gefið neinu ákveðnu liði kost á að semja við mig. Mér finnst ekkert liggja á. Og er öld- ungis hlessa þegar Bjami Fel er að rausa um það í sjónvarpið að leikmenn sem orðnir em 32 ára eða svo séu orðnir gamlir. Ég hef sjálf- ur verið í umferð í nærri fjóra áratugi og hef aldrei verið hressari og reyndar fer mér stöðugt fram. Leikreynslan hefur óskaplega mikla þýðingu fyrir knattspymu- mann. Ég hef mjög mikla reynslu af knattspymuleikjum - og kann að „lesa leik“ eins og allir sannir vallargestir. Ég reikna með að gefa einhveiju efnuðu félagi á megin- landinu kost á að semja við mig einhvem tíma á næstu árum. Og þá kemur að því að ég verði í eig- in persónu niðri í myrkrinu og svaðinu í Laugardalnum og á fullri ferð upp vinstri kantinn með bolt- ann eins og límdan við tæmar á mér. Það var sagt um Albert á meðan hann lék í Frakklandi að hann gæti talað við boltann. Ég ætla að láta boltann tala við mig; og ég ætla að láta hann syngja fyrir markverði framtíðarinnar þegar hann hvín framhjá eyrunum á þeim og slítur netmöskvana í tætlur. Rússar hafa bjöminn fyrir sitt tákn. Bretar eigna sér ljónið. Við íslendingar hljótum að eiga þorsk- inn að tákni og besta vini. Og reyndar var þorskur hafður í fyrsta skjaldarmerki okkar fyrrum - og hann syndir stoltur á annarri hlið hinnar fljótandi krónu okkar. Rússneski bjöminn hefur án efa ætlað sér að sporðrenna þorskin- um án fyrirhafaar í gær. Og hefur því bmgðið í brún þegar hann komst að því að sá guli var hertur og barinn og lenti þversum í kok- inu á honum. -GG Fékk glerkúlu í hofuðið Stöðva þurfti leik Svía og Sviss í Evrópukeppni landsliða sem fór fram í gærkvöldi í Stokkhólmi. Markvörður Svisslendinga hné þá niður á völlinn og leikur gmnur á að áhorfendi hafi kastað glerkúlu í höfuðið á honum. Þetta atvik getur dregið dilk á efitir sér og komið fyrir aganefiid UEFA. 26.895 áhorfendur vom á leiknum, sem lauk með sigri Svía, 2-0. Ekström skoraði bæði mörkin á 19,79. mínútu. sos BADMINTONDEILD Unglingatímar eru á laugardögum kl. 13.50. Þjálfari Garöar Alfonsson. „Viö áttum miklu fleiri marktækrfærr sagði Pétur Ormslev „Það er orðið allt annað að fara á völlinn í dag en hér áður fyrr. Skyndisóknir íslenska liðsins vom þrælgóðar og við áttum mun íleiri marktækifæri,“ sagði Framarinn Pétur Ormslev en hann var á með- al áhorfenda á leiknum í gær. „Sovésku leikmennimir komust lítið áleiðis gegn íslensku strákun- um í þessum leik. í raun spilaði íslenska liðið æðislega vel og miklu betur en gegn Frökkum á dögunum. Þýskur knattspymu- þjálfari sem var með mér á leiknum sagði eflár leikinn að ísland hefði svo sannarlega átt skilið að sigra í þessum leik. Það er langt síðan ég hef skemmt mér jafnvel á lands- leik. Það er greinilegt að eitthvað stórt er að ske hjá landsliðinu og vonandi tekst liðinu að standa sig jafiivel gegn Norðmönnum og Austur-Þjóðverjum," sagði Pétur Ormslev. -SK 1 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.