Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Page 21
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. 21 Iþróttir •Sigi Held landsliðsþjálfari getur verið ánægður þessa dagana. Teikning Magnús Gíslason. f j HCTOUHI getað sigrað“ - sagði Sigi Heid eftir leikinn „íslenska liðið stóð sig frábærlega vel í þessum leik. Við hefðum allt eins' getað unnið þvi við áttum oft hættulegar skyndi- sóknir. Þá vorum við mjög óheppnir með að fá mark á okkur á þessu augnabliki sagði Sigi Held landsliðsþjálfari eftir leikinn og var hann að vonum ánægður. Hann átti erfitt með að dylja ánægju sína með ís- lenska liðið. Það gerði í einu og öllu eins og fyrir það væri lagt. „Sovéska liðið er svo allt öðruvísi en það franska að það er ákaflega erfitt að bera þau saman. Ég held þó að ég geti fullyrt að Sovétmennimir hafi ekki fengið fleiri tækifæri en Frakkamir fengu,“ sagði Held. - Hvemig líst þér á möguleika okkar gegn A-Þjóðverjum en nú er íslenska liðið efet í riðlinum? „Ég held að við getum litið til A-Þjóð- verja leiksins með bjartsýni en ég vil þó taka það fram að það verður án efa erfiður leikur. Við höfum fengið góð færi í þessum tveim leikjum og eigum án efa eftir að fá fleiri tækifæri," sagði Held. -SMJ „Sovétmenn með besta lið Evrópu“ - sagði Gunnar Gíslason „Það er frábært að ná jafntefli gegn besta liði Evrópu. Að mínum dómi er þetta sov- éska lið skrefi framar en Frakkamir. Rússamir gátu oft keyrt hraðann upp og mér fannst þeir fljótari en Frakkamir og líkamlega sterkari án þess þó að vera mikið síðri í tækni," sagði Gunnar Gíslason eftir leikinn. „Það var mjög slæmt að fá þetta mark á sig í síðari hálfleik og ef það hefði ekki komið á þessum tíma þá er aldrei að vita hvemig hefði farið. Mér fannst við vera betri í síðari hálfleik. Þetta var tví- mælalaust betri leikur hjá okkur en á móti Frökkum. Þá fannst mér frábært hve áhorf- endur stóðu sig vel,“ sagði Gunnar. ___________________-SMJ „Al!t að koma“ „Þetta er allt að koma hjá okkur og það er greinilegt að Sigi Held er að gera góða hluti með þetta lið,“ sagði Ragnar Margeirs- son. „Það er mjög góður andi og barátta í þessu liði og samstillingin er einstök. Það eru allir tilbúnir að leggja allt sitt i landsleikina og fóma sér gersamlega. Ég vil nú sem minnst tala um möguleika okkar í riðlinum. Við tökum hvem leik fyrir í einu og reynum að sjálfeögðu að gera okkar allra besta,“ sagði Ragnar. -SK Það íylgir því sérstök fj ölskyldustemmning að taka slátur Asamt bjartsýni og æðruleysi hefur slátur ver- ið helsti lífgjafi íslensku þjóðarinnar í bar- áttu hennar á liðnum öldum við máttarvöld þessa heims og annars. Slátur er sérstaklega nær- ingar- og fjörefnarík fæða og hollustubylting síðustu ára hefur lyft því til vegs og virðingar á nýjan leik. Sláturfélag Suðurlands hefur nú opnað slátursölu í Skútuvogi 4. Þar er til sölu nýtt slátur og allt til slát- urgerðar svo sem rófur, kartöflur, rúgmjöl, hafra- mjöl, rúsínur, saumagarn, nálar og frystipokar. Einnig dilkakjöt í hálfum skrokkum og ýmsar kjöt- vinnsluvörur á kynningarverði. Síðast en ekki síst er slátur einstaklega ódýr mat- vara; eitt slátur (sviðinn og sagaður haus, lifur, hjarta, tvö nýru, hálsæðar, þind, hreinsuð vömb og Slátursala Skútuvogi 4 Sími 35106 keppur, 1 kg. mör og 750 gr. blóð), sem ásamt með 1.5 kg. af mjöli gefur af sér 7—8 stóra sláturkeppi, kostar aðeins 200,- kr. Á ódýrari fæðu er tæpast kostur. I kaupbæti færð þú svo skilmerkilegan leið- beiningarpésa um sláturgerð. Slátursalan er opin kl. 9—18 máundaga—föstudaga og kl. 9—12 á laugardögum. Allt til sláturgerðar á einum stað. EUPOCARO > \ GOTT FÖLK I SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.