Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. 15 Nýr „iindirstöðuatvinniivegur“? Lokið er mesta ferðamannasumri hérlendis. Ferðamannaþjónusta er orðin viðurkenndur atvinnuvegur sem skilar þjóðarbúinu miklum verðmætum og stuðlar einnig að sölu á íslenskum vörum erlendis. Svo mikil gróska hefur hlaupið i at- vinnuveginn að sumum þykir nóg um. Víst er að boginn er hátt spennt- ur og getur vissulega brostið af litlu tilefni. Vafalaust er hollt að staldra eilítið við og horfa yfir sviðið. Hótelin þjóta upp Ekki ætla ég að reyna að fara að telja upp hótelin sem þotið hafa upp hérlendis síðustu árin, jafiivel ekki á þessu ári. Ég veit heldur ekki hver þróunin er prósentvís í íjölda gisti- rýma. Ég veit bara að fjölgunin er mjög mikil - og samt hafa flest þessi hótel verið fullbókuð yfir sumartím- ann. Þjónustu á íslenskum hótelum fer yfirleitt fram og fjölbreytni á betri matsölustöðum eykst. Margir út- lendingar mega vart vatni halda þegar þeir tala um fiskréttina sem framleiddir eru af íslenskum fag- mönnum úr heimsins besta iiráefni á mörgum veitingahúsum víða um land. Það dregur að vísu smáský fyrir í svip þeirra þegar þeir minnast á hamborgarastaðina, þar sem kunnáttulaust fólk snarsnýr kjöt- hakksbitum á pönnum, og verðið sem þeir hafa þurft að reiða af hendi fyrir það góðgæti. En samt eru þeir yfirleitt ánægðir. Það er ljóst að margir samverk- andi þættir stuðla að því góðæri sem nú er í ferðamennsku á íslandi. í fyrsta lagi er stöðugt að koma í ljós árangur af þrotlausu starfi þeirra manna sem hafa aldrei gefist upp við KjaUarinn á fimmtudegi Magnús Bjarnfreðsson að kynna Island meðal útlendinga þótt oft hafi þeim verið þröngur stakkur skorinn og skilningur ráða- manna verið harla takmarkaður. í öðru lagi eykst jafiit og þétt kunn- átta manna, bæði þeirra sem að kynningu standa og þeirra sem starfa við móttöku ferðamannanna sjálfra. Þetta hygg ég að séu megi- norsakir þess að fleiri og fleiri vilja heimsækja okkar gullfallega land sem vitanlega er svo sjálft meginá- stæða allra heimsókna. En fleira kemur til, þar á meðal orsakir sem við getum ekki hælt okkur sjálf af. Við erum þannig í sveit sett að við höfum, enn þá að minnsta kosti, losnað við hin hrylli- legu hryðjuverk sem ógna sam- göngum og ferðalöngum um alla Évrópu og við erum að mestu laus við glæpalýðinn sem þar veður uppi, sem og í Ameríku. Fólk þorir að koma hingað. Þá ber þess ekki síst að geta að hin alþjóðlega mengun iðnþjóðfélaganna hefur enn ekki spillt lofti, láði né legi hjá okkur að neinu marki og mengun frá kjam- orkuverum hefúr enn ekki náð þvi að spilla framleiðslu okkar. En þrátt fyrir allt þetta og að hót- elin séu full yfir þrjá bjarta sumar- mánuði þarf meira til. Fjármagn er orðið svo dýrt að meiri nýting þarf til að koma. Ferðamenn allt árið? Nú er vissulega langt frá því að menn hafi setið með hendur í skauti hina níu mánuðina eða ekkert gert til þess að laða hingað ferðamenn þann tíma. Margir erlendir ferða- menn koma hingað allan ársins hring og mörg íslensk hótel hafa gert mikið átak til að laða hingað stóra hópa til ráðstefhuhalds. Raun- ar er alveg vist að margir útlending- ar renna hingað hýru auga á því sviði vegna þess að við erum laus við hryðjuverkin. Vonandi ber'þetta mikla starf enn meiri árangur í fram- tíðinni. Mig grunar hins vegar að við höf- um gert of lítið að því að kynna íslenska náttúru utan sumarmánaða fyrir ferðamönnum. Okkur hættir til þess að líta á þau mál of oft frá okk- ar eigin sjónarhóli. Þótt ferðamenn vilji auðvitað fá að sjá landið og feg- urð þess fyrir þoku og rigning- arsudda yfir sumarið eru þeir ekki að koma hingað til þess að ná í sólsk- in út af fyrir sig. Land okkar býr ekki síður yfir mikilli fegurð að vetr- arlagi og einmitt þá er vafalítið unnt að fá hingað fjölmarga ferðamenn sem sækjast eftir allt öðrum hlutum en sumarferðalangamir. Hér er unnt að bjóða upp á margs konar ævin- týraferðir að vetrarlagi, þótt með því sé ég ekki að hvetja til þess að for- lögunum sé storkað. Og íslensk vetrarkyrrð á fogrum dögum er engu öðru lík. Ef það tekst að laða hingað ferða- menn í stórum stíl utan sumartíma- bilsins erum við á grænni grein. Nýlega sýndi iðnaðarráðuneytið lof- svert framtak er það beitti sér fyrir nokkurs konar hugmyndasam- keppni uppfinningamanna. Hvemig væri að samgönguyfirvöld beittu sér fyrir hugmyndasamkeppni þar sem lýst væri eftir hugmyndum um vetr- arverkefin á sviði ferðamannaþjón- ustu? Það skyldi nú ekki vera að hún gæti borgað sig? Hvernig starfslið? Það er ljóst að þegar er tekið að örla á því vandamáli í ferðamanna- þjónustu sem sumir höfðu varað við, nefhilega að manna fleyin. Það er nú þegar orðið ljóst að skortur er að verða á fólki í ýmis störf, einkum þar sem ekki er krafist fagþekkingar og laun em lág. Þar er átt við her- bergisþjónustu og ýmis aðstoðar- störf. Launin, sem þar em í boði, þykja ekki samkeppnisfær við aðrar atvinnugreinar. Víða erlendis hefur lík þróun orðið þar sem almenn lífs- kjör em góð. Þar hefur verið gripið til þess ráðs að ráða innflytjendur í þessi störf eins og fjölmargir Islend- ingar hafa kynnst á ferðum sínum. Líklega verður sú raunin einnig á hérlendis að við þurfum að ráða út- lendinga í þessi störf á stærstu hótelunum, sem starfa allt árið, þótt skólafólk leysi þessi mál að verulegu leyti yfir sumarið. Þá stöndum við frammi fyrir ákvörðun sem mig gmnar að verði ekki einróma tekin, þrátt fyrfr aht frjálslyndi okkar í kynþáttamálum þegar við ræðum um þau í öðrum löndum. En hvemig sem til tekst í þessum efiium er ljóst að ferðamannaþjón- usta er að verða einn af homsteinum íslensks efnahagslífs. Þá geta marg- ar glaðbeittar kempur litið brosandi um öxl og rifjað upp alla þröskuld- ana sem þær þurftu að yfirstíga. Kannski ferðamannaþjónusta verði orðin einn af „undirstöðuatvinnu- vegunum" um aldamótin, eftir rúman áratug. Magnús Bjamfreðsson „Margir útlendingar mega vart vatni halda þegar þeir tala um fiskréttina sem ff amleiddir eru af íslenskum fagmönnum úr besta hráefhi á mörgum veitingahúsum víða um land.“ Hriplekt stjórnkerfi Fýrri hluti Landbúnaðarmál hafa mikið verið rædd að undanfömu og hafa margir ritað ómaklega um bændastéttina en þó er vissulega margt er betur mætti fara í landbúnaðarmálum og á vissan hátt finnst mér það kerfi, er stjómar málum bænda, stein- runnið og klossað bákn, ákaflega seinvirkt að laga sig að breyttum aðstæðum. Ástæðan fyrir því að ég hætti mér út í blaðskrif um þéssi mál er samskipti mín við Fram- leiðsluráð landbúnaðarins á inn- heimtu viðbótarsjóðagjalda á eggjum, en til þess að lesendur geri sér grein fyrir ágreiningsefhum verður að byrja á upphafi á sam- skiptum mínum við Framleiðsluráð og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Lána þeim stóru Fyrir tíu árum hætti ég við kúabú- skap sem kom illa við viðmiðunarár- in fyrir búmarkið þar sem ég hætti á fyrsta viðmiðunarári. Út úr því er mér úthlutað 200 ærgildum sem þýð- ir í raun að bústærð verður hámark 120 ær, en á ærgildið er reiknað 16,8 kg dilkakjöt. Einhveijum heföi lík- lega þótt heldur naumt skammtað til að hafa lífsafkomu sína af en ég kem að því síðan hvemig „búmark- s“kerfið fór úr skorðum og hvers vegna. Eitthvað varð ég að gera til að auka tekjumar og varð hænsna- búskapur fyrir valinu. Það þýddi vemlega kostnaðarsamar breytingar fyrir utan varpbúrin svo að ég sótti um lán í Stofhlánadeild. Skrifstofú- stjórinn tjáði mér að hann teldi að ég ætti rétt á láni svo að útvegaðir vom þeir pappírar er áskilið var, auk þess að talsmaður var fenginn til að sjá um málið. Ekkert lánað í ár Þá kom tilkynning, eins og skratt- inn úr sauðarleggnum, „við lánum ekkert í ár“, og þar sem mér hefur alltaf hætt til að trúa og treysta því sem sagt er þá gerði ég ekkert í málinu. Þeim mun meira varð áfallið er ég sá á skýrslum árið eftir að einn aðili haföi fengið lán á ári „þegar KjaUariim Jóhannes Jóhannesson bóndi, Héðinshöfða ekkert var lánað út“. Þetta lán var stórt á minn mælikvarða en ég hafði aðeins pláss fyrir 1000 hænur og ekki var ég svo skuldugur við Stofril- ánadeild, var skuldlaus þegar þetta gerðist og hef verið það síðan. Ef til vill er þetta alveg þveröfugt, þeir skuldlausu fá ekkert en þeir stór- skuldugu vaða alls staðar út og inn í sjóði og banka. Svo mikið er víst að svarið, sem ég fékk, var hauga- lygi og sá er lánið fékk „blómstrar" það vel að í dag er hann ekki með hænsnabú heldur stórt fyrirtæki. Rökstuddan grun hef ég um að dýr- ara hafi verið fyrir þjóðfélagið að standa bak við það fyrirtæki heldur en þó þeir hefðu stutt við bakið á smábúunum eins og þeim bar, þess- um háu herrum. Því má bæta við að það þykir ákaflega virðingarvert á Islandi að vera með mikil umsvif, slíkir menn fá gjaman óskiljanlegar fyrirgreiðslur til að blása rekstur sinn út. Stefán Valgeirsson sagði við mig nýlega. „Hvers vegna talaðir þú ekki við mig? Ég heföi reddað þessu.“ Og líklega gerast hlutimir á þann veg að einhver duglegur maður kemur þessu í gegn bakdyramegin. En það er nú ekki fyrir alla að átta sig á slíku kerfi. Vilja fá peninga Nú hverfum við frá því að vera réttlaus að fá lán úr Stofhlánadeild að hinni hliðinni, það er að eiga að borga í hinn sama sjóð. Þar kemur önnur og heldur skopleg hlið upp miðað við það sem á undan er geng- ið, fyrir utan hvað það kemur helvíti illa við peningamálin, ekki síst á ári eins og þessu þar sem ekki em horf- ur á að kostnaður fáist, hvað þá meira. Þegar ég tala um kostnað þá er kaup okkar þar fyrir utan. Hjá bændum almennt er dæmið á þann veg að kostnaðurinn er greiddur. Það sem eftir er telst kaupið okkar, en oft má lesa allt annað út úr frétt- um. Þá er komið að innheimtu á sjóðagjöldum á eggjum og um leið aðalágreiningsefni. Ég hef í nokkur ár borgað reglulega tvenn sjóða- gjöld. (Meira en hægt er að segja um suma stórframleiðendur eggja og kjúklinga.) Svo gerist það fyrir rétt um ári að Framleiðsluráð til- kynnir innheimtu á tveimur sjóða- gjöldum til viðbótar: 2,5% af heildarsölu. Þá var innheimta orðin alls 3,6% á egg. Rétt er að taka það fram að kostn- aðarhlutföll em venjulega hærri við eggjaframleiðslu en við heföbundnar búgreinar. Nú hefði ekki verið óeðli- legt að fresta innheimtu á þessum viðbótargjöldum þar til að nefnd sú er ráðherra skipaði til að fjalla um þessi mál hefði lokið störfum. Svo taldi Stefán Valgeirsson alþingis- maður að minnsta kosti, en hann er formaður nefndarinnar, en þeir hjá Framleiðsluráði vom á annarri skoðun. Þeir sendu af stað lögfræð- ing og þar sem ég gat með engu móti hugsað mér að borga undir slíka menn hingað norður og trúlega til baka, auk annars kostnaðar, varð ég að greiða til viðbótar 42 þúsund í sjóðsgjöld. Ég veit að mörgum þykja þetta smáaurar, en ekki vaða nú allir í peningum og vel má nota þessa aura í eitthvað þarfara en að henda þeim í sjóð sem menn em svo réttlausir í, fyrir utan að þetta em ekki bara peningar, heldur spuming um réttlæti. Ef borin er saman að- staða í hefðbundnum búgreinum og hænsnarækt gagnvart svona sjóða- greiðslum hljóta menn að sjá hve aðstaðan er gjörólík. Kúa- og fjárbú hafa notið verðttyggingar á vissan hátt þó að stundum hafi sláturleyfis- hafar klipið af gmndvallarverði, og hefur þá gjaman vakið upp deilur og umtal. Þegar slík trygging er verður að telja eðlilegt að greiða gjöld fyrir. Hvað gera þessir háu herrar fyrir hænsnarækt svo þeir geti leyft sér sömu innheimtuaðferð við þá búgrein? Ekki nokkum hlut sem þeir geta réttlætt sín vinnubrögð með nema síður sé, því að ég tel þeir eigi stóran þátt í þessu harða verðstríði sem er í dag, með hinum heimskulega og hugsunarlausa fjáraustri í örfáa aðila. Það má skjóta því hér inn að ekki væri óeðli- legt undir þessum kringumstæðum að fella fóðurbætisskatt að fullu nið- ur af eggjum því að varla er hann framleiðslustýring eins og er. Miðstýringarvaldið Ef við veltum því fyrir okkur hver sé orsök þessara átaka á markaðin- um fer ekki hjá því að athyglin beinist að Framleiðsluráði eða sjóðakerfinu. Menn tala gjaman um miðstýringu á ýmsu í okkar þjóð- félagi. Hver hefur í raun meira miðstýringarvald en einmitt þeir sem stjóma lánastofhunum eins og t.d. Stofnlánadeild og hve mikinn ós- kunda þeir geta gert ef allir sitja ekki við sama borð, heldur aðeins hlaðið undir nokkra aðilja? Ég ætla að fullyrða að stóm búin em ekki þjóðhagslega hagkvæmust, þvert á móti er í mörgum tilfellum búið að eyða miklum fjármunum í þau á kostnað almennings. Þetta á við jafnt með hænsnabú og gömlu bú- greinarnar. Vil ég vara við áróðri og stefriu margra í þá átt að smá- bændur eigi engan rétt á sér. Þar er fjármagnskostnaður í flestum til- fellum í lágmarki eins og getur verið. I sambandi við hvað Framleiðslu- ráð hefur gert af sér; sett vom á stofh tvö fyrirtæki sem áttu það sameigin- legt að geta þjónað öllu landinu, hvort á sinu sviði. Var í hvomgu tilfelli um vöntun á þjónustu að ræða. Að lánastofhun bænda skuli leyfa sér að hlaða undir slíka aðila, og á þann hátt sem gert var, er hrein ögrun við þá sem fyrir vom. Árang- urinn er líka að koma i ljós, þetta virðist fyrst og fremst vera strið út í stefhu Framleiðsluráðs í sambandi við eggja- og fuglabú og þá aðilja er komist hafa í Stofnlánadeild og kj amfóðurskatt. Hvernig er við aðrar búgrein- ar? Mér dettur í hug að stjómkerfi landbúnaðarins sé jafrihriplekt og ýmsar byggingar sem arkitektar hafa staðið fyrir um land allt, þar á meðal skóli sá er Tjömesingar eiga hlut í og verða ásamt öðrum eigend- um að kosta miklum fjármunum i viðgerð á þaki sem hlýtur að leka og krefjast viðgerðar á nokkurra ára fresti. Og að sjálfeögðu er enginn ábyrgur fyrir nokkrum hlut. Jóhannes Jóhannesson „Stefán Valgeirsson sagði við mig nýlega. „Hvers vegna talaðir þú ekki við mig? Eg hefði reddað þessu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.