Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. Neytendur j lögum er svo fyrir mælt að skylt sé að tryggja húseignir tyrir brunatjóni. Tryggingar Nú veltum við fyrir okkur helstu tryggingum húseigna. Brunatryggingar húseigna í lögum er svo fyrir mælt að skylt sé að tryggja húseignir fyrir bruna- tjóni. Um þetta efni gilda tvenn lög, önnur um brunatryggingar utan Reykjavíkur en hin um brunatrygg- ingar í Reykjavik. Samkvæmt lögun- um er sveitarstjómum heimilt að semja við vátryggingarfélög um trygg- ingar á tryggingarskyldum húseignum í umdæmi sínu og þar með um iðgjöld. Húseigendum í sveitarfélaginu er þá skylt að tryggja hjá því félagi sem sveitarstjómin hefur samið við. Þá hefur Reykjavíkurborg notfært sér heimild til að taka í eigin hendur bmnatryggingar húseigna í borginni og innheimtir iðgjöldin árlega ásamt fasteignasköttunum. Skyldutryggingar húseigna taka þó eingöngu til hús- næðisins sem slíks en ekki til innbús og þess háttar. Skyldutryggingin tekur ekki heldur til húsa í byggingu og verður húsbyggjandinn sjálfur að sjá um að tryggja í þeim tilvikum. Er hann þá sjálfráður um val á trygginga- félagi. Vátryggingarfjárhæðir bruna- trygginganna miðast við svonefht bmnabótamat húseigna á hverjum tíma. Viðlagatryggingar Samkvæmt lögum um Viðlagatiygg- ingu íslands er mönnum skylt að hafa viðlagatryggingu á fasteignum og lausajjármunum sem brunatiyggðar em. Arleg iðgjöld skulu vera 0,25 pró- sent af vátryggingarfjárhæðum tryggðra verðmæta. Þau vátrygging- arfélög sem bmnatryggja eignir skulu innheimta iðgjöld fyrir Viðlagatrygg- ingu íslands um leið og þau innheimta bmnatryggingariðgjöldin. Viðlaga- trygging íslands skal vátiyggja gegn beinu tjóni af völdum eftirtalinna náttúruhamfara: Eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Hús í smíðum Eins og áður er nefnt taka lög- bundnar brunatryggingar á húseign- um ekki til húsa í smíðum. Húsbyggjendur þurfa því að taka sér- staka brunatryggingu vegna hús- byggingarinnar á smíðatímanum. Sú bmnatrygging tryggir bygginguna, aðflutt efni og vinnupalla gegn skaða af völdum eldsvoða. Vegna húsa í byggingu er unnt að kaupa enn víð- tækari tiyggingarvemd heldur en þá sem felst í brunatryggingunni einni. Má í því sambandi nefna sérstakar tryggingar sem bjóðast til dæmis und- ir heitunum byggingatrygging, smíða- trygging eða húsbyggjendatiygging. Slíkar tiyggingar tiyggja húsið í smíð- um ásamt meðal annars aðfluttu efiii og vinnupöllum, gegn til dæmis bein- um skemmdum af völdum eldsvoða, vatnsflóða, jarðskjálfta, eldgosa, hruns, óveðurs, þjófriaðar, skemmdar- verka og brotins glers. Þá greiðast bætur vegna slyss er vátryggður, fjöl- húseigna skylda hans og aðrir við störf við bygginguna verða fyrir á byggingar- stað. Einnig er unnt fyrir húsbyggj- andann að taka ábyrgðartryggingu vegna framkvæmdanna. Þeim sem vinna sjálfir við byggingu eigin hús- næðis ásamt vinum og vandamönnum er sérstaklega bent á þá vemd sem þessar tryggingar veita. Húseigendatrygging Fyrir eigendur húseigna skal bent á svonefnda húseigendatiyggingu sem er samsett vátrygging. I húseigenda- tiyggingunni em innifaldar sjö mismunandi tryggingar og taka þær fyrst og fremst til húseignarinnar sjálfrar og fylgiflár hennar en ekki til innbús. Þær tryggingar sem i húseig- endatryggingu felast em: Vatnstjónstrygging bætir tjón á vá- tryggðri eign sem á upptök sín innan útveggja hússins og hlýst af skyndileg- um og óvæntum leka. Glertrygging nær til þess er gler brotn- ar eftir að því hefur endanlega verið komið fyrir á þeim stað sem því er ætlað að vera á. Foktrygging tekur til skemmda á vá- tryggðri eign af völdum ofsaveðurs. Bætur greiðast fyrir allar skemmdir sem stafa beinlínis af þessum orsökum þar á meðal er úrkoma veldur skemmdum í kjölfar ofsaroks. Húsaleigutrygging. Ef nauðsynlegt reynist að rýma húsnæðið vegna tjóns sem greiðsluskylt er samkvæmt trygg- ingarskírteininu eða lögboðinni brunatryggingu húseignarinnar greið- ir félagið húsaleigu sem vátryggður tapar af þessum sökum. Innbrotstrygging bætir skemmdir á vátryggðri eign af völdum innbrots eða tilraunar til innbrots. Sótfallstrygging bætir skemmdir á vátryggðri eign sökum skyndilegs og óvænts sótfalls frá kynditækjum eða eldstæðum. Ábyrgðartrygging húseigenda. Þessi trygging vátiyggir gegn þeirri skaða- bótaskyldu er fellur á vátryggðan samkvæmt íslenskum lögum sem eig- anda húseignar þeirrar eða húseignar- hluta er vátiyggingarskírteini tiltekur. Þess má geta að samkvæmt íslensk- um rétti er bótaábyrgð húseiganda vegna tjóns, sem rekja má til húseign- ar hans, býsna rík. Dæmi slíkrar bótaábyrgðar gæti verið þegar tjón verður á mönnum og munum vegna þess að þakplötur fjúka af þökum húsa, snjór eða grýlukerti hiynja af húsum eða umbúnaður á tröppum eða í húsalyftum er ekki viðhlítandi. Samsetta húseigendatryggingin er hér var lýst er afar víðtæk. Oski menn ekki eftir svo viðtækri tryggingar- vemd vegna húseignar er unnt að kaupa tiyggingar sem veita vemd gegn afmarkaðri áhættu. Dæmi slíkra trygginga em sérstakar glertrygging- ar og vatnstjónstiyggingar. -Ró.G. (Unnið úr samantekt Sigmars Ármannsson- ar hjá Sambandi islenskra tryggingarfélaga) Metuppskera vínberja í reykvískum sólstofum: Sulta og hlaup úr vínberjum Einn af lesendum okkar hringdi og bað um uppskriftir að einhverju sem hægt er að búa til úr vínbeijum. Við- komandi fékk mjög góða uppskeru af beijum af plöntum í gróðurskála sín- um og sagði: „Jafnvel þótt vínberin séu mjög góð em takmörk fyrir hvað mikið er hægt að borða af þeim.“ Vínber í frosti Hægt er að fiysta vínber, annað- hvort í heilum klösunum eða stök ber, heil eða sundurtekin. Berin má einnig fiysta hvort sem er þurr eða í sykur- legi sem við ráðum frekar frá að gera. Hægur vandi er að búa til vínberja- hlaup og sultu úr vínbeijum, að ekki sé talað um saft og vín. Einnig höfum við rekist á uppskrift að súrsætu mauki úr vínbeijum. Vínber em jámrík en jafhframt inni- halda þau talsvert af sykri. Til að gera sér grein fyrir hitaeiningainnihaldi má taka ffarn að um 15 meðalstór vín- ber (110 g) innihalda 74 hitaeiningar. Það má því borða mikið af vínberjum án þess að hitaeiningamar fari með megunarkúrinn. Vínberjasulta 1 kg vínber 1/2 kg sykur Skolið berin og látið þau með sykrin- um í pott. Látið suðuna koma upp við vægan hita og sjóðið sultuna í ca 15 mín. Hrærið af og til í pottinum svo ekki brenni við. Veiðið ofan af pottin- um óhreinindi og froðu. Bætið rot- vamarefni út í sultuna og látið hana á hrein glös og lokið þeim strax. Vínberjahlaup 1 kg vínber 2 dl vatn 750 g sykur á 1 1 saft 3 msk. sítrónusafi Skolið berin vel í rennandi vatni og látið í pott með vatninu. Látið berin sjóða við vægan hita undir loki í um það bil 15 mín. Hrærið af og til í svo beijin springi og ekki brenni við. Lá- tið svo innihaldið í poka úr bleiugasi og látið renna af því yfir nóttina. Ekki kreista pokann, þá er hætta á að hlaupið verði ekki tært. Mælið þá saft- ina sem runnið hefur af hratinu og látið í pott og látið sykurinn út í. Lá- tið sjóða í 15-20 mín. eða þar til dropi fellur hægt af sleif. Takið þá pottinn af hellunni og veiðið froðuna ofan af. Það virðist hafa verið mikil vínberjauppskera víðar en í sólstofum í Reykjavík. Einkar góð dökkblá vínber voru til í verslunum í Reykjavik í vikunni og ko- stuðu ekki nema rétt um 70 kr. kg. Það liggur við að það sé verjandi að kaupa sér vínber og búa til hlaup sjálfur. DV-mynd BG Spuming er hvort ekki borgar sig að setja sultuhleypi (pectin) strax út i, þvi hætt er við að hlaupið stífni ekki nema i því sé talsvert af lítið þroskuð- um beijum. Ef pectin er notað em leiðbeiningar á umbúðum þess. Einnig er spuming um hvort nota á rotvam- arefni en það eykur geymsluþolið til muna. 1 kg vínber 1/2 1 þurrt hvítvín 2 1/2 dl hvítvínsedik 1 1/2 dl vatn 350 g sykur 1 tsk. kanell Látið suðuna koma upp á hvítvíni, ediki, vatni, sykri og kanel. Skolið vínberin í köldu vatni og hellið legin- um sjóðandi heitum yfir. Látið standa á köldum stað til næsta dags. Hellið þá leginum frá og sjóðið aftur í nokkr- ar mínútur. Látið vínberin á hrein glös og hellið sjóðandi leginum yfir berin. Geymið aftur á köldum stað til næsta dags og hellið þá leginum aftur í pott og sjóðið í nokkrar mínútur. Bætið nú rotvamarefhi í löginn og hellið honum sjóðandi heitum yfir ber- in. Bindið strax yfir glösin og látið bíða í 14 daga með að smakka á inni- haldinu. Súrsæt vínber passa vel með kjöti af villtum dýrum, raunar með ýmsum réttum úr hakki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.