Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1986, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1986. i ^Merming IVeir gítarar í Kristskirkju Arnaldur Arnarson gitarleikari. Tónleikar Amalds Arnarsonar og Caries Trepal á vegum Tónlislartélags Krists- kiritju 18. september. Á efnisskrá eru verk eltir Alessandro Picc- inini, Hróömar Sigurbjömsson, Franz Schubert, Mauro Giuliani, Isaac Albéniz, Alberto Ginastera, Léo Brouwer, Enrique Granados. Það er orðið allnokkuð síðan heyrst hefur í gítarleikaranum Am- aldi Amarsyni hér heima, en hann kennir gítarleik við tónlistarskóla á Spáni. Nú lék hann á vegum Tónlist- arfélags Kristskirkju ásamt spænska gítarleikaranum Carles Trepat. Leikinn hóíú þeir á tokkötu fyrir tvær lútur eftir Alessandro Piccin- ini. Gömul lútuverk falla misvel að gítamum. Veldur þar bæði hvemig um er skrifað og fram er reitt. í þessu tilviki var hvort tveggja í besta lagi. Þá var stokkið langt í tíma og verk Hróðmars Sigurbjömssonar næst á dagskrá. Rótföst í gulhnni gítarhefð bera Tilbrigði Hróðmars svip nútí- mans. Þau em með áheyrilegri og fallegri nútíma gítarverkum sem ég hef heyrt og eiga áreiðanlega eftir að vinna sér fastan sess á tónleika- skrám hjá gítarleikurum og vinsæld- ir með áheyrendum - eitt af þvi allra besta sem frá Hróðmari hefur komið. Annað verk svipaðs eðlis, þ.e. upp- runalegt nútíma gítarverk, léku þeir félagar eftir hlé, Micro piezas eftir Léo Brouwer. Það var verk af sama tagi, sem á sinn hátt lýsir því hve vel þeir Amaldur og Carles Trepat kunna að velja. Af umskriftum og upprunagerðum Vart komast gítaristar hjá því að taka umskrifúð verk fyrir gítar upp á efhisskrár sínar. Mörg af alvinsæl- ustu „gítarstykkjum" í heiminum yfirleitt em umskriftir píanóverka, Tónlist Eyjólfur Melsted en svo vel gerðar að menn hafa helg- að sér þær sem slíkar og frumgerð- imar, fyrir píanó oftast, nánast óþekktar eða gleymdar. Það á þó tæpast fyrir þýsku dönsunum hans Schuberts að liggja, en sakar síst að heyra þá í góðri umskrift og vand- aðri framsetningu eins og hér. Um síðustu helgi heyrði maður þá út- færða fyrir bamahljóðfæri og nú fyrir tvo gítara. Ég verð nú samt að játa að svolítið er ég hissa á að gítar- leikarar skuli sækjast eftir umskrift- um rómantískra verka en sniðganga upprunaleg gítarstykki, jafngóð að minnsta kosti, til dæmis eftir menn eins og Paganini. Að koma landi sínu á blað Oft er talið að menn eins og Isaac Albéniz og Manuel de Falla hafi með verkum sínum komið Spáni aftur inn á blöð samevrópskrar tónlistarsögu. Svoleiðis lagað getur vitaskuld helst að lesa í engilsaxneskum og germ- önskum sögubókum. Yfirlætisfiillt að sjálfsögðu, en sýnir um leið stöðu tónlistar landa eins og Spánar í evr- ópsku músíksamfélagi á þeim tíma. Síðan getum við spurt hvort hlutim- ir hafi í sjálfú sér nokkuð breyst, þrátt fyrir útvarp, plötur, snældur, snúða, vídeó og guð má vita hvað. Og víst er að músíkheimurinn væri fátækari án manna eins og Albéniz og Granados, hvort sem við þekkjum þá af gítarumskriftum eða í upp- runalegri mynd. Og það er líka þakkandi fyrir að Jónas Ingimund- arson skuli ekki lengur vera eini maðurinn sem heldur nafni argen- tínska tónskáldsins Ginastera á lofti á íslandi. Njóta kosta hvor annars En hvað um umskriftir og upp- runaverk, það sem mestu máli skiptir á tónleikum er að sjálfsögðu flutningurinn og honum er aðeins hægt að hæla á þessum tónleikum. Hér léku tveir snjallir gítarleikarar. Ekki aðeins tæknilega góðir, heldur hafa þeir eyra og næmi fyrir vönduð- um samleik. Aldrei hef ég heyrt Amald njóta sín betur á tónleikum fyrr né sýna meira öryggi og yfirveg- un. Carles Trepat er líka frábær gítarleikari og saman njóta hann og Amaldur kosta hvor annars. EM Réttlætið í Biblíunni Bo Johnson: RatHardigheten i Bibeln, Förlagshuset Gothia, Göteborg 1985 í þessari bók sinni fjallar Bo Johnson, dósent við guðfræðideild- ina í Lundi, um eitt miðlægasta hugtak Biblíunnar, sjálft réttlætis- hugtakið. Megináherslan er á rétt- lætishugtaki Gamla testamentisins (= G.t.) en tengslunum við Nýja testamentið (= N.t.) er einnig gaum- ur gefinn. Nýverið kynnti ég hér í DV mjög fróðlegt rit prófessors Þóris Kr. Þórðarsonar um „Yfirlit um lög og réttarfar í Mið-Austurlöndum og um hebreska löggjöf" (DV 11. ágúst). Enginn vafi er á því að hið ágæta rit Þóris hefur vakið áhuga ýmissa á réttarfarinu í G.t. og tel ég ekki síst þess vegna ástæðu til að vekja athygli á bók Bo Johnsons sem heppilegri lesningu í framhaldi af lestri rits Þóris. Bók Bo Johnsons hefst á setningu sem án skýringa kæmi vafalaust mörgum á óvart: „Hugtakið réttlæti kemur ekki fyrir í G.L“ En strax í næstu málsgrein fáum við skýring- una. í G.t. er nefnilega einungis um að ræða hebreskt hugtak (sdq) sem venjulega er þýtt með orðinu rétt- læti. Þar með er vandamálið fengið. Það felst í því að skilja inntak þess hebreska hugtaks sem hér um ræðir og takist það þá er hluti vandans engu að síður eftin Hvaða mögu- leika höfum við til að koma þeim skilningi yfir á nútímamál og í um- hverfi sem er gjörólíkt þeim heimi þar sem þetta hugtak var notað fyr- ir tveimur eða þremur árþúsundum. Það er þetta tvfþætta vandamál sem Bo Johnson glímir við í bók sinni. En í samræmi við sænska guðfræði- hefð fer mun minna fyrir síðari hluta vandamálsins í bók hans, þeim vanda er lýtur að því að byggja brúna yfir til nútímans, þ.e. hinum túlkunarfræðilega (hermenevtíska) þætti. Má geta þess til gamans að þeim vanda hefúr Þórir Kr. Þórðar- son sýnt meiri áhuga heldur en flestir hinna sænsku starfsbræðra hans. Óvísindaleg eða vísindaleg Eftir að hafa fjallað um sænska réttlætishugtakið og hliðstæður þess í nokkrum tungumálum, þ.á m. ís- lensku, gefur Bo Johnson yfirlit yfir rannsóknasögu réttlætishugtaksins í nútíma biblíuvísindum. En hvað skyldi vera átt við með nútíma bibl- íuvísindi? Það er hugtak sem maður heyrir oft notað en sjaldan útskýrt. Þó Bo Johnson gefi ekki heldur neina tæmandi útskýringu þá veitir hann þó í framhjáhlaupi nokkra inn- sýn í hvemig hann hugsar upphaf nútíma Biblíurannsókna eða í þessu tilfelli G.t.-rannsókna. Það var um miðja síðustu öld að biblíufræðingar fóru að telja það vafasama aðferð að nálgast texta G.t. með túlkun N.t. sem lykil. En Bo Johnson leggur réttilega áherslu á að þar með var ekki allur vandinn leystur því að fræðimenn vöruðu sig ekki alltaf á ýmsum öðrum ómeðvituðum for- sendum (fyrirframskilningi) sínum. Afleiðingin varð sú að grísk-latneska túlkunamefridin kom oft í staðinn sem túlkunartæki. Er hin kristna eða nýjatestamentislega túlkun G.t. fékk orð á sig fyrir að vera óvísinda- leg vom menn oft fljótir á sér að gefa andstæðri túlkun þá einkunn að vera vísindaleg gagnrýni. Tvær túlkanir á réttlætishugtak- inu tókust á um miðja síðustu öld, túlkanir sem Bo Johnson kallar „lögmálstúlkun" og „fagnaðarer- indistúlkun". Samkvæmt fyrmefndu túlkuninni felst réttlæti G.t. í því að uppfylla vissar kröfur, að standast ákveðna viðmiðun. Maðurinn er réttlátur þegar hann lifir í samræmi við þær kröfúr sem Guð gerir til hans. Réttlæti G.t. var séð sem hlýðni við lögmálið og í andstöðu við kenningu N.t. um réttlætingu af trú. Síðamefrida kenningin gagn- rýndi þá fyrri fyrir að horfa framhjá ýmsum þáttum réttlætishugtaks G.t., einkum þeim er sýna réttlætið sem hliðstæðu við frelsandi athafnir Guðs. Það var hins vegar „lögmál- Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson stúlkunin" sem varð ofan á og það svo rækilega að hin síðamefrida féll alveg í gleymsku. Það var ekki fyrr en talsvert var liðið á þessa öld að Daninn Johannes Pedersen sýndi hvemig yrði að skilja G.t. út frá eig- in forsendum og það leiddi til þess að hinn frelsandi þáttur réttlætis- hugtaks G.t. var enduruppgötvaður. í þessum sama kafla fjallar Bo Johnson einnig um réttlætishugtak- ið innan gyðingdómsins, í N.t. og í Dauðahafshandritunum (Qumran). Meðal ýmislegs fróðlegs sem þar má lesa má nefria að í Qumran tengdist hinn frelsandi skilningur réttlætis- ins fyrirhugunarkenningu og í arameisku og nútíma-hebresku fær réttlætið (sedaqa) merkinguna „ölm- Ihlutun til frelsunar í lengsta kafla bókarinnar fjallar höfundur um ýmis hebresk orð sem tengjast merkingarsviði réttlætis- hugtaksins. Vafalaust mun ýmsum leikmönnum þykja sá kafli bókar- innar harður undir tönn en á hinn bóginn fa þeir er dýpra vilja kafa í texta G.t. dýrmæta hjálp við að skilja mörg af mikilvægustu og erfiðustu hebresku guðfræðihugtökunum. Hér er m.a. bent á að i G.t. eru engin i arameisku og nútímahebresku hlaut gamla réttlætishugtakið merkinguna ölmusa. stig réttlætis tiL Orðalagið „réttlát- ari en“ kemur því ekki fyrir. Bo Johnson kemst að þeirri niðurstöðu að réttlætishugtak G.t. greini sig frá réttlætishugtaki nútímans einkum á tvennan hátt. Hebreska udq felur sterkar í sér íhlutun til frelsunar og björgunar heldur en okkar réttlætis- hugtak en á hinn bóginn vantar sdq þann sterka þátt hlutleysis og jafn- réttis sem við setjum jafiian í tengsl við réttlæti. Athyglisverðustu niðurstöður þessarar bókar eru þær, að rangt sé að skilja réttlæti G.t. einhliða lög- málsskilningi og enginn grundvall- armunur sé á réttlætishugtökum G.t. og N.t. eins og svo oft heyrist haldið fram. Bók Bo Johnson er skrifúð á þann hátt að áhugasamur almenningur á að geta haft af henni not ekki síður en guðfræðingar. Þar sem í bókinni er á sannfærandi hátt ráðist til at- lögu við lífeseigan en vafalaust rangan skilning eins miðlægasta hugtaks Biblíunnar verður hún að teljast eiga erindi til íslenskra áhugamanna um guðfræði, a.m.k. til þeirra sem lesa sænsku. Má í því sambandi geta þess að bókin hefur og að geyma ítarlega samantekt á ensku. Gunnlaugur A. Jónsson. %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.