Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Side 2
2
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986.
Utlönd
Sérfræðinganefnd skipuð til
lausnar ágreiningsefnum
Samningamenn stórveldanna að stórfum í Höfða í alla nótt
Reagan Bandaríkjaforseti og Gor-
batsjov Sovétleiðtogi komu sér saman
um skipan tveggja viðræðuneíhda er
nánar skyldu útfæra ágreiningseíhi
stórveldanna, eftir tvo viðræðufundi í
gær, er samanlagt stóðu í tæpa íjóra
klukkutímá.
Sökum samkomulags um gagn-
kvæmt fréttabann af því er fram fór á
fundum leiðtoganna, eru upplýsingar
um gang viðræðnanna af skomum
skammti.
Fréttaskýrendur líta almennt á þá
ákvörðun að skipa viðræðunefndir til
umræðu um ágreiningsmál sem já-
kvæða og telja hana bera góðan vott
um að leiðtogamir séu fúsir til samn-
inga.
Tvær nefndir skipaðar
A fundi með fréttamönnum síðdegis í
gær tilkynnti Larry Speakes talsmað-
ur Hvíta hússins að samkomulag hefði
orðið um skipan tveggja manna við-
ræðunefnda Bandaríkjamanna og
Sovétmanna er líta skyldu nánar á
ágreiningsefoi ríkjanna. I fyrsta lagi
nefndar er fjalla skal um afvopnunar-
og öryggismál, en á þá málaflokka ér
talið að Gorbatsjov leggi mikla
áherslu, og hins vegar nefndar er fjalli
um ágreiningsatriði ríkjanna á sviði
mannréttindamála og staðbundinna
mála. Formaður bandarísku afvopn-
unamefndarinnar var i gær tilnefndur
Paul Nitze, gamalkunnur sérfræðing-
ur Bandaríkjamanna í afvopnunar-
málum, með Ridgeway aðstoðamtan-
ríkisráðherra sér til fulltingis.
Formaður sovésku viðræðunefhdar-
innar var tilnefhdur Viktor Karpov,
formaður sovésku viðræðunefhdar-
innar í afvopnunarviðræðum stórveld-
anna í Genf og einn helsti sérfræðing-
ur Kremlveija á sviði öryggis- og
afvopnunarmála.
Nitze og Karpov gjörþekkja hvor
annan frá fyrri afvopnunarviðræðum
og vom fréttaskýrendur almennt
bjartsýnir á árangursríka niðurstöðu
nefridarinnar, en fundir hennar hófust
þegar í gærkvöldi að Höfða.
Arthur Hartman, sendiherra Banda-
ríkjanna í Moskvu, er formaður
viðræðunefndarinnar um mannrétt-
indamál og staðbundin ágreiningsefhi,
en Alexander Bessmertnykh, aðstoð-
amtanríkisráðherra var tilnefndur
formaður þeirrar sovésku.
Viðræður á breiðum grund-
velli
Fréttaskýrendur telja ennfremur að
samkomulag leiðtoganna um nefnda-
skipanina sýni svo ekki verði um villst
að Reagan og Gorbatsjov hafi rætt
flesta þætti ágreiningsefna stórveld-
anna á fyrri degi viðræðna sinna í gær
og komist að málamiðlun um að skipp.
ágreiningsefriunum í þessa tvo megin-
flokka.
Aðspurður um innihald viðræðna
leiðtoganna í gær sagði Speakes, tals-
maður Hvíta hússins, á fréttamanna-
fundi síðdegis að rökrétt væri að áætla
fundi nefndanna tveggja, er skipaðar
vom, sem beint framhald af því sem
fram fór á milli Reagans og Gor-
batsjovs í gær.
Fyrir fundinn í Höfða var vitað að
Gorbatsjov ætlaði fyrst og fremst að
leggja áherslu á afvopnunar- og örygg-
ismál á sama tíma og Reagan fullyrti
að mannréttindamál og staðbundin
ágreiningsefni ríkjanna, svo sem Afg-
anistan og Mið-Ameríka, væm engu
veigaminni málaflokkar, er hann
myndi leggja þunga áherslu á í við-
ræðum sínum við Gorbatsjov.
Fundað í alla nótt
Haft er eftir bandarískum embættis-
mönnum í morgunsárið að sérfræð-
inganefndir stórveldanna hafi þegar
hafið störf að Höfða um áttaleytið í
gær og unnið alla nóttina. Að sögn
embættismannanna, lauk fundi af-
vopnunamefhdarinnar ekki fyrr en
klukkan hálfsjö í morgun en nefndar
um mannréttindamál og staðbundin
ágreiningsefhi þó skömmu áður og
töldu embættismennimir, er ekki vildu
láta nafha sinna getið, lengd nætur-
fúndarins gefa vonir um að viðræð-
umar hefðu verið árangursríkar.
Larry Speakes, sérlegur talsmaður Hvíta hússins, skýrði fréttamönnum frá þvi
er nánar skyldu ræða ýmis ágreiningsefni Bandarikjanna og Sovétríkjanna.
síðegis í gær að stórveldin hefðu náð samkomulagi um skipan tveggja nefnda
ísland á útopnu
Danir telja íslendinga vaknaða af þymirósusvefni
Haukur L. Haukæan, DV, Kaupmhcfti;
Fundur Reagans og Gorbatsjovs á
íslandi um þessa helgi hefur fengið
mikla umfjöllun danskra fjölmiðla
að undanfömu. En það er ekki síður
fundarstaðurinn sem verið hefur í
sviðsljósinu og em stöðugt fréttir af
því hvemig ástandið er í Reykjavík
á meðan fundafárið gengur yfir.
Er talað um mikla spennu á meðal
íslendinga eftir að hafa verið brugð-
ið allrækilega er fréttist að leið-
togafundurinn yrði haldinn á
íslandi.
Þannig segir í fyrirsögn í Politiken
að ísland sé nú á glóandi nálum.
Þykir það ekkert skrítið þar sem
fyrirvari íslendinga var nánast eng-
inn fyrir slíkan stórfund, aðeins tíu
dagar, á meðan venjulega tekur fjöl-
marga mánuði að undirbúa svona
leiðtogaviðræður, og ekki sé hjá því
komist að hálfgert ógnarástand
skapist.
Berlinske stolt af „norrænni
bræðrahjálp"
í Berlinske Tidende í vikunni segir
frá vandamálum íslendinga við að
hýsa þann mikla skara erlendra fjöl-
miðlamanna og hvaða kröfur það
hefur gert til stjómvalda.
Samskiptakerfi hafa verið bætt og
hafa hin Norðurlöndin hjálpað með
tækniútbúnað til fjarskipta og sjón-
varpssendinga, í því sambandi talar
Berlinske Tidende stolt um norræna
bræðrahjálp.
Bætt hótelaðstaða er talin ríkur
þáttur í að Reykjavík var valin sem
fundarstaður.
I því sambandi minna danskir fjöl-
miðlar á ráðherrafund Atlantshafs-
bandalagsins er haldinn verður á
íslandi á næsta ári.
Sagt er frá aðdraganda fundarins
með Steingrím Hermannsson forsæt-
isráðherra í aðalhlutverki og um leið
ánægju hans og íslenskra stjóm-
valda yfir þeirra athygli er ísland
og íslenskar útflutningsvömr óhjá-
kvæmilega fá við hina gífurlegu
umfjöllun er ísland fær þessa dag-
ana.
Maður las ekki um undirbúning
fundarins án þess að rekast á frá-
sagnir af skjótum gróða hús- og
bíleigenda og þykir dönskum fjöl-
miðlamönnum almennt sem íbúar
Reykjavíkur hagi sér sem þeir hafi
fundið gull.
Segir meðal annars í fyrirsögn
Politiken fyrir skömmu að gullæði,
samanber gullæðið í Klondyke, sé
nú að finna á íslandi.
Er ekki laust við smávorkunnsemi
gagnvart þeim íbúum við Höfða er
fara á mis við dollarana þar sem
íbúðir þeirra em fráteknar fyrir ör-
yggisverði.
í vikunni birtist svo stór grein í
Berlinske Tidende er bar fyrirsögn-
ina „Eldfjallaeyja óskar eftir að
veröa virkur meðlimur í Atlants-
hafsbandalaginu"
Þar segir meðal annars að hin ára-
langa firring íslendinga gagnvart
hemaðarbrölti ýmiskonar sé á enda
og við taki ósk um virka þátttöku í
Atlantshafsbandalaginu, með auk-
inni samvinnu við evrópska meðlimi
bandalagsins.
Breytt viðhorf í varnarmálum
Er fjallað í greininni um aðdraganda
vamarsamnings íslands og Banda-
ríkjanna og þátt herstöðvarinnar í
stómmálaumræðu í landinu á síð-
ustu áratugum og þá viðhorfsbreyt-
ingu er orðið hefúr hérlendis í átt
að því að öryggis- og hermál skipi
veglegri sess á meðal íslenskra
stjómvalda en fyrr.
Er þar vitnað í Gunnar Gunnars-
son öryggismálasérfræðing er segir
hemaðarumsvif Sovétmanna í
kringum landið hafa stóraukist og
séu þau reyndar hin mestu í heimin-
um í dag. Segir Gunnar að ósk
Islendinga um virkara hlutverk á
meðal ríkja Atlantshafebandalagsins
megi líta á sem afleiðingu þess hve
íslendingar em meira háðir aðgerð-
um stórveldanna en áður.
Þó leitist Islendingar í auknum
mæli eftir að starfa með Evrópuríkj-
um Nató, eins og heimsóknir
danskra og þýskra hemaðarsérfræð-
inga hafa sýnt, auk aukinnar
samvinnu við heri Norðmanna og
Hollendinga í herstöðinni í Keflavík.
Lýkur greininni á þá leið að þymi-
rósusvefni Islendinga sé hér með
lokið.