Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986. Fréttir Einn af okkar al- áhugasömustu gestum - sagði Ólafur Halldórsson í Ámastofnun „Raisa var mjög áhugasöm, einn af okkar aláhugasömustu gestum sem hingað hafa komið,“ sagði Ólafur Halldórsson, settur forstöðumaður Stoíhunar Áma Magnússonar, í sam- tali við DV. Raisa heimsótti Ámastofnun í gær- morgun. Hún dvaldi þar talsvert lengur en upphaflega var áætlað. Hún vildi skoða allt og spurði margs. Hún spurði mikið um sögumar og aldur þeirra. Einna hrifhust var hún af Kon- ungsbók Eddukvæða og skoðaði hana í krók og kring. Hún spurði hver hefði skrifað hana en eins og kunnugt er veit það enginn með vissu. „Ég las upp úr Flateyjarbók fyrir hana og hún var mjög uppnumin," sagði Olafur. „Ég las kaflann um Garðaríki og var það túlkað fyrir hana jafnóðum. Hún hafði greinilega gaman af því að íslendingar skyldu vitað eitt- hvað um landið á þeim tíma svo og að eitthvert samband hefði verið milli landanna á þeim tíma. Hún sagðist vona að þetta samband landanna myndi haldast," sagði Ólafur Halld- órsson. -KÞ Blaða- og fréttamenn voru alitaf að fá Raisu til að nema staðar og stilla sér upp og hún gerði allt slikt með bros á vör. DV-myndir KAE Vildi ekki missa af tæki- færi til að sjjá ísland - sagði Raisa „Ástæðan fyrir því að ég kom til íslands er einfaldlega sú að mig langaði til að sjá landið. Ég vildi ekki missa af þessu tækifæri," sagði Raisa Gorbatsjova í samtali við fréttamenn þegar hún kom í sundlaugamar i Laugardal. „Maðurinn minn getur lítið séð af landinu svo ég ákvað að reyna að sjá það fyrir hann,“ bætti hún við. Raisa skoðaði sundlaugamar í Laugardal í gærmorgun. Henni þótti mikið til þeirra koma og var „Ég kom til íslands vegna þess að mig langaði svo að sjá landið," sagði Raisa. DV-myndir KAE greinilega hin ánægðasta. Forstöðumenn sundlauganna færðu henni að gjöf glervasa sem búinn var til í nokkrum eintökum í tilefni af 200 ára afmæli Reykja- víkurborgar í sumar. Hún var mjög hrifin af vásanum og spurði margs. Einkum um íþróttaiðkanir Islend- inga. Henni var sagt að fótbolti væri vinsælasta íþróttagreinin. „Já, alveg rétt,“ sagði hún þá, „ég man eftir að þjóðir okkar kepptu ekki alls fyrir löngu.“ -KÞ Raisa á sundlaugarbarminum i Sundlaugunum i Laugardal. Raisa og Edda Guðmundsdóttir fyrir utan Árnastofnun.Öryggisvörður á milli þeirra. Raisa í pels fyrir hádegi Raisa er glæsileg kona. I gærmorg- un, þegar hún heimsótti ýmsa staði í Reykjavík ásamt gestgjafa sínum, Eddu Guðmundsdóttur, var hún mjög vel klædd. Hún var í svörtu, þröngu pilsi með fellingum að neð- an, í hálfsíðum ljósum pels, í svörtum stígvélum, með svart veski. Edda Guðmundsdóttir, gestgjafi hennar, var í svörtu pilsi og skyrtu, svörtum skóm og stórum svarthvít- um jakka. -KÞ Raisa og Edda Guðmundsdóttir voru hvor annarri glæsiiegri í heimsókn þeirra um Reykjavik fyrir hádegi í gær. DV-mynd KAE Nancy hefði haftgaman af að koma til íslands sagði Raisa „Nancy Reagan hefði áreiðanlega haft gaman af að koma hingað en eft- ir þvf sem mér skilst átti hún ekki heimangengt," sagði Raisa Gor- batsjova í samtali við fréttamenn í gær. I ferð sinni um Reykjavík lék Raisa við hvem sinn fingur. Hún var glað- leg, síbrosandi og passaði upp á að ljósmyndarar hefðu nægan tíma til að mynda hana. Einnig gáfú öryggisverð- ir hennar færi á því að ljósmyndarar kæmust að henni. Raisa var spurð að því hvort og hvenær hún ætlaði til Washington. Raisa var snögg upp á lagið og svar- aði að bragði: „Ef aðalritarinn' fer þangað fer ég með honum.“ Hún var líka spurð á hvað henni litist best á íslandi. Hún svaraði: „Það er fólkið sjálft, íslendingamir. Mín fyrstu kynni af landinu em hve fólkið er vingjamlegt og geðfellt og það er venjulega það sem skiptir rnáli," sagði Raisa. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.