Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986. Frjálst, óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjórl og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- oa plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Það tókst Þegar Gorbatsjov og Reagan ákváðu í viðræðum sín- um í dag að halda fjórða fundinn að áliðnum degi, var engum blöðum lengur um að fletta, að stórtíðindi voru í aðsigi. Litli vinnufundurinn var orðinn að einum mik- ilvægasta toppfundinum í samskiptum heimsveldanpa. Eftir þriðja fundinn sagði Georgy Arbatov, ráðgjafi Gorbatsjovs, að Sovétmenn hefðu lagt fram á fundunum tímamótatillögur um víðtækan niðurskurð kjarnorku- vopna, bæði langdrægra og meðaldrægra. Þar með rofnaði fréttabannið og upplýsingar fóru að leka út. Því miður varð starfsfólk DV að koma þessari auka- útgáfu út, áður en lauk fjórða fundi Gorbatsjovs og Reagans síðla dags. Nánari upplýsingar um niðurstöður toppfundarins verða því að bíða næsta blaðs, sem kem- ur út undir hádegi á morgun. Þegar er ljóst, að leiðtogar heimsveldanna hafa í Höfða smíðað ramma um markvissa sáttavinnu embætt- ismanna beggja aðila til undirbúnings öðrum toppfundi, sem verður í Bandaríkjunum í vetur. Það er Reykjavík- ur-ramminn, sem hljóta mun sögulegan sess. Þar að auki er líklegt, að leiðtogarnir telji sig þegar í dag geta stigið eitthvert eða einhver skref í átt til sátta og sett stafina sína undir samkomulag um það. Helzt er líklegt, að það verði á sviði samdráttar kjarn- orkuvopna, bæði langdrægra og meðaldrægra. Þegar Gorbatsjov og Reagan hittast svo í Bandaríkj- unum í vetur, munu þeir formlega staðfesta á viðhafnar- hátt þau atriði, sem þeir hafa rammað inn í Reykjavík. í dag er of snemmt að ræða um, hver þau atriði muni vera, umfram það sem sagt er á blaðamannafundum. Öllum kunnugum mátti ljóst vera af aðdraganda fundarins, að nokkur árangur væri líklegur. Sumarið einkenndist af stöðugum eftirgjöfum málsaðila á ýmsum áður erfiðum sviðum. Og haustið einkenndist af löngum utanríkisráðherrafundum heimsveldanna í New York. Þegar toppfundurinn var svo skyndilega tilkynntur, tóku fjölmiðlar heimsins við sér. Enginn trúði, að fund- urinn í Reykjavík yrði tómt snakk. Hingað þyrptust um 2500 blaðamenn, þótt fréttabann væri af fundinum og af bandarískri hálfu reynt að gera lítið úr honum. Strax í gær kom fram vísbending um, að árangurs væri að vænta af toppfundinum, er skipaðar voru tvær nefndir til að undirbúa lokafundina í dag. Önnur fjall- aði um samdrátt vígbúnaðar og hin um önnur ágrein- ingsefni heimsveldanna, þar á meðal mannréttindi. í morgun lyftist svo enn brúnin á fólki, þegar kom í ljós, að nefndirnar höfðu setið að störfum í alla nótt. Toppfundurinn í dag hófst svo klukkustund fyrr en ráð hafði verið fyrir gert og stóð þó um hálftíma fram yfir áætluð fundarlok. Þá var ákveðið að halda annan fund. í kvöld og næstu daga mun sitthvað fieira síast út um atriðin, sem til umræðu hafa verið á toppfundinum í gær og í dag, svo og um hugsanlega niðurstöðu í sum- um þeirra. Endanlega mun þó árangurinn ekki koma í Ijós fyrr en að liðnum næsta toppfundi. En nú þegar er unnt að fullyrða, að Reykjavíkurfund- ur Gorbatsjovs og Reagans markar upphaf aukins öryggis mannkyns eftir langt tímabil vaxandi öryggis- leysis. Nafn Reykjavíkur fær varanlega og einkar jákvæða varðveizlu í stjórnmálasögunni. íslendingar geta þar að auki glaðst yfir að hafa átt ríkan þátt í að búa til farsælan ramma utan um topp- fundinn, sem skóp heiminum Reykjavíkur-rammann. Jónas Kristjánsson Enn einu sinni á lífsleiðinni syngjandi um friðinn - núna í Gamla bíói á íslandi - og hinir íslensku hljómleika- gestir tóku duglega undir með söngkonunni. DV-mynd BG Joan Baez: Friður á fjórum tungumálum „Og að sjálfsögðu hefur hún hlotið íslenskt nafn - má ég kynna Jó- hönnu frá Bægisá." Þannig kynnti Valgeir Stuðmaður hina heims- þekktu söngkonu Joan Baez á fyrri hljómleikunum sem haldnir voru í Gamla bíói og fagnaðarlætin dundu í salnum. „Hvað sagði hann?“ spurði söng- konan blaðamann DV þar sem beðið var baksviðs eftir því að hin hár- rétta tímasetning rynni upp. Hún hafði mikið gaman af þýðingunni og fékk nafnið vandlega skrifað nið- ur til minnis. Það nálgaðist óðum sá tími er Joan Baez skyldi ganga í salinn og hún leit snöggt á aðstoðarkonuna og sagði hugsandi: „Hugsaðu þér, við erum á Islandi! Allt hefur gerst alveg ótrúlega hratt síðustu dagana." Þær hlæja báðar og þessi baráttumaður frelsis og frið- ar gengur inn á sviðið við mikil fagnaðarlæti áheyrenda. íslenskt kvölda tekur Ljóst er að Joan Baez á sér marga aðdáendur á fslandi. Salurinn er fúllur af gömlum hippum og blóma- bömum sem nú em hinir mætustu borgarar í ábyrgðarstöðum. Axlasítt hár, blómamussur og vandlega tætt- ar gallabuxur hafa vikið fyrir stíf- stroknum jakkafötum og drögtum - hárið klippt, kembt og þvegið. En menn hafa engu gleymt og em með textana á hreinu. Þessir sömu tímar eru til í minn- ingunni hjá Joan og hún minnist þess þegar hún söng á skólaárunum fyrir foreldra sína og skólasystkini með sítt hárið niður í augu þannig að aðeins glitti í myndarlegt nefið og tónlistarflutningurinn féll svo sannarlega ekki í kramið hjá eldri kynslóðinni. „Hvað skyldi eiginlega verða um litlu dóttur okkar?“ stundu foreldr- amir að eldraun lokinni en virðast núna ekki hafa þurft að velta því vandamálinu fyrir sér. Sama er væntanlega að segja um fjölmörg íslensk vandamál úti í salnum sem nú óm orðin að virðulegum lærifeðr- um þeirra yngri. Gorbatsjov og Reagan fá sínar kveðjur svo sem vænta mátti og það fer aðdáunarkliður um salinn þegar Joan Baez syngur Kvölda tekur, sest er sól á íslensku með aðstoð Berg- þóru Árnadóttur. Bláeygt ísland 1 upphafi komu fram nokkrir ís- lenskir listamenn byrjuðu með Bubba og enduðu á Megasi. Friður og stjómmálavafetur var að sjálf- sögðu ofarlega á baugi og Bubbi opnaði hljómleikana með opinskárri játningu frá fortíðinni með tilvísun í nútímann. „Þegar ég var yngri stofnuðum við strákamir glæpafélag - bmtumst inn í hús og rændum," sagði Bubbi. „Þá plötuðum við yfirleitt einhverja yngri sakleysingja til þess að standa vörð fyrir utan á meðan við athöfn- uðum okkur innan dyra. Nú get ég ekki að því gert að mér finnst Island þessa dagana komið í hlutverk sak- leysingjans í sögunni.“ Það þarf varla að taka það fram hverjir em að athafna sig fyrir inn- an. Sungið tungum Enginn vafi leikur á því að það er atvinnumaður á sviðinu þar sem Joan Baez - eða Jóhanna frá Bægisá - er annars vegar. Lögin renna fram hvert af öðm og þessi kona, sem fræg var fyrir að setja tilfinningar í söng- inn, hefur engu gleymt. Hún lætur sér ekki nægja að syngja bara á ís- lensku og ensku rússneskt lag og ljóð er flutt í tilefni komu hins sov- éska leiðtoga og spænskan er látin fljóta með að auki. Annars er Joan þekkt fyrir að geta flutt ræður á frönsku og ensku jöfnum höndum. Tregða er á því að hleypa söng- konunni af sviðinu en hún þarf að hvílast fyrir aðra hljómleika sem verða á sama stað um kvöldið. Næsta morgun þarf svo að taka snemma því nóbelsskáldið hefur boðið Joan Baez í morgunheimsókn að Gljúfrasteini í Mosfellssveit. -baj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.