Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986. Fréttir Sirius sendur til Hafnarfjarðar Skip Greenpeace, Sirius, kom til Reykjavíkur íyrir hádegi í gær en fékk ekki að fara inn í höfhina þar sem hún var lokuð allri óviðkom- andi umferð. Greenpeacemenn höfðu fengið skeyti frá dómsmálaráðuneyt- inu þar sem þeim var heimilað að leggjast að í Hafnarfirði sem þeir gerðu síðan rúmlega Ijögur í gær. Að sögn Greenpeacemanna voru þeir búnir að fá heimild hjá íslensk- um yfirvöldum til að fara inn í Sundahöfn en síðan hafi því verið breytt vegna mótmæla frá banda- rískum og sovéskum öryggisvörðum. „Ég tel það afar furðulegt að okk- ur skuli ekki hafa verið leyft að koma inn í Sundahöfh í Reykjavík þar sem við komum með friðsamleg- an boðskap til leiðtoganna. Við höfum ekki hugsað okkur að trufla fundinn á nokkum hátt og höfum farið fram á fundi með fulltrúum rík- isstjómanna tveggja. Ég tel að Bandaríkjamenn og Sovétmenn hafi tekið fram fyrir hendur íslensku rík- isstjómarinnar í þessu máli,“ sagði Eric M. Fersht, einn skipverja um borð í Siriusi, í samtali við DV í gær. Að sögn Erics vilja Greenpeace- menn leggja áherslu á mikilvægi þessa fundar með komu sinni hingað og að á honum gerist eitthvað annað en að leiðtogamir takist í hendur og brosi hvor til annars. „Aðalá- hersla okkar er á stöðvun tilrauna með kjamorkuvopn og við teljum að við séum að flytja skilaboð frá íbúum heimsins til leiðtoganna sem við eigum rétt á að koma til þeirra," sagði Eric. Þegar D V talaði við Eric í gær var búið að ákveða fund þeirra og full- trúa Sovétmanna í dag en ekki var ljóst hvort þeir myndu hitta ein- hverja fulltrúa Bandaríkjamanna. -SJ Sirius fékk aldrei heimild „Sirius fékk aldrei heimild til að fara inn í Sundahöfn. Sendinefndin, sem fór út í skipið, kom til baka með þá hugmynd sem málamiðlun að skipið færi inn í Holtabakkahöfn ef íslenska öryggisnefhdin samþykkti það. Það var ekki fallist á þá hug- mynd og haldið fast við fyrri ákvörð- un að bjóða Siriusi að leggjast að í Hafnarfirði," sagði Gunnar B. Guð- mundsson, hafnarstjóri í Reykjavík, aðspurður um hvað væri hæft í því að Siriusi hefði verið heimilað að leggjast að í Sundahöfn og síðan verið bannað það. Hann sagði að hvorki bandarískir né sovéskir öryggisverðir hefðu komið nálægt því í gær að ákveða hvar Sirius fengi að leggjast að, „enda ekki ástæða til, það var búið að ákveða þetta áður en skipið kom til Reykjavíkur," sagði Gunnar. -SJ Sirius, skip Greenpeace, lagðist að bryggju i Hafnarfirði um klukkan fjögur í gær, eftir að hafa dólað fyrir utan Reykjavíkurhöfn og farið fram á leyfi til að sigla þar inn. DV-mynd S Hér ræðast þeir við, Michei Shirman og nafniaus Sovétmaður. Sá sovéski ansaði engu er hann var spurður að nafni. Ljósmynd KJ Rússinn gaf engar vonir ísraelski gyðingurinn Michel Shir- man, sem er sjúkur af beinkrabba og þarfnast þess að fá merg úr systur sinni sem ekki fær að fara frá Sovétríkjun- um, hitti óvænt háttsettan Sovétmann í fréttamiðstöðinni í gær. Þeir ræddust við góða stund og á eftir var Shirman spurður hvort sá sovéski hefði gefið honum einhverjar vonir um úrlausn. Svaraði hann því til að svo hefði ekki vérið. Svör Sovétmannsins hefðu síst verið til þess að auka vonir hans um að systir hans fengi að fara frá Sovét- ríkjunum. Shirman virtist mjög niðurdreginn eftir samtalið og einnig þeir sem með honum voru í fréttamiðstöðinni. -S.dór. Dregið í happ- drættinu í fréttamiðstöðinni í Hagaskóla er í gangi skemmtilegt happdrætti fyrir erlendu fréttamennina. Þeir láta nafn- spjöld sín í sérstakan kassa og svo er dregið úr hrúgunni tvisvar á dag. Síðdegis í gær voru vinningshafarnir tveir Svisslendingar, Pólverji og Þjóð- verji. Enginn vinningshafanna var viðstaddur þegar dregið var en þeir fá vinninginn síðar. Vinningamir eru reyktur lax og lopavörur frá Hildu. í gær var það Ragna Sæmundsdótt- ir, íúlltrúi ungu kynslóðarinnar, sem dró vinningsnöfnin út. -S.dór. Ragna Sæmundsdóttir, fulltrúi ungu kynslóðarinnar, dregur út vinningsnafn i happdrættinu i gærkvöidi. Ljósm. KJ Daniloff fékk tvo gjafapakka íslenski fiskurinn gerir mikla lukku hjá erlendu fréttamönnunum og er mikið keypt af gjafapökkunum frá Icelandic Waters en þeir inni- halda hvers konar niðurlagt góðmeti úr sjónum. Sá frægi blaðamaður, Daniloff, nýsloppinn úr prísundinni hjá Sovétmönnum, óskaði eftir að fá slíkan pakka í gær og voru honum gefnir tveir pakkar. -S.dór. Daniloff tekur við gjafapökkunum með islensku góðmeti úr sjónum. Ljósm. KJ Hételstavfsmenn bera gestum vel söguna Það eru ekki bara leigunámshótelin í Reykjavík sem eru fullnýtt, flest önn- ur hótel eru einnig fullbókuð. DV hafði samband við nokkur þeirra í gær og forvitnaðist um hvemig helgin hefði gengið fyrir sig hjá þeim. Sumir blaðamennirnir ógurlega stressaðir Jónína Ingvarsdóttir í gestamóttök- unni á Hótel Hofi sagði að það hefði verið mjög mikið að gera í kringum gesti hótelsins, sérstaklega hefði verið mikið álag á skiptiborðinu. Það hefði hins vegar gengið ágætlega að ná út úr landinu. Á Hótel Hofi er fjölmiðla- fólk frá hinum ýmsu löndum, eins og t.d. Norðurlöndunum, Englandi og Hollandi. Jónína sagði að flestir gest- anna væru mjög almennilegir en sumir þeirra væru ógurlega stressaðir. „Ég hef tekið eftir því að fréttamennimir em mjög hræddir um að það sé verið að okra á þeim hér og em þeir sífellt að spyrja hva’ð hlutimir kosta,“ sagði Jónína. Þægileg helgi Á Hótel Óðinsvéum em mestmegnis gestir á vegum bandaríska sendiráðs- ins og sagði starfsstúlka þar að helgin hefði verið róleg og góð. Hún sagði gestina mjög þægilega í umgengni. Sömu sögu hafði starfsstúlka á City Hóteli að segja. „Þeir fara snemma á morgnana og koma seint á kvöldin og ég get ekki sagt að þetta sé kröfuhart fólk,“ sagði viðmælandi okkar. Á Hót- el Borg em bæði gestir í tengslum við leiðtogafundinn og tölvusýninguna. Þar hefur verið „bijálað að gera“, eins og viðmælandi blaðsins orðaði það. En þar var sama sagan, gestimir al- mennilegir og helgin hafði gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.