Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986. Utlönd Bretar vísa meintum hryðju- verkamönnum úr landi Bresk stjómvöld hafa vísað sex meintum félögum í hryðjuverka- samtökum skæruliðaforingjans Abu Nidal úr landi að því er kem- ur fram í breska blaðinu Sunday Telegraph í dag. Segir i blaðinu að sexmenning- amir, fimm arabar og einn Svíi, hafi verið handteknir af sérsveit- um bresku lögreglunnar, er berjast gegn hermdarverkamönnum, fyrir tíu dögum, vegna gmnsemda um yfirvofandi árásir á bresk og bandarísk skotmörk í London. Haft er eftir arabískum stjómar- erindrekum í London að njósn hafi borist af því að sexmenning- unum hafi verið ætlað að ráðast sérstaklega að bandarískum stofn- unum eða bandarískum stjómar- erindrekum í borginni. Talið er að auk aðildar að öðrum hryðjuverk- um beri hryðjuverkasamtök Abu Nidal ábyrgð á flugráninu í Karac- hi fyrir skömmu, þar sem tuttugu og einn lét lífið, og árásinni á bænahús gyðinga í Istanbul þar sem tuttugu og tveir gyðingw féllu fyrir vélbyssuárás tilræðismanna. Perú: Beið forsetans með dínamíttúpur í pilsunum Kona nokkur, er var með 47 dínamíttúpur í pilsum sínum, var handtekin í Juliaca í Perú í morg- un. Stóð konan í mannþyrpingu sem beið eftir komu forseta lands- ins, Alan Garcia, til víglsuathafn- ar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var konan handtekin klukkustund áður en forsetinn var væntanlegur. Borgin Juliaca er í héraðinu Puno, sem er f suðurhluta landsins nálægt Titicaea vatni, en þar hafa skæruliðar látið til sín taka að undanfomu. Forsetinn hóf tveggja daga heimsókn í héraðinu í morg- un. Konur þar um slóðir klæða sig oft í mörg pils til þess áð halda á sér hita og þannig er auðvelt að fela dínamít á sér. í gærkvöldi biðu þrír bana og tíu særðust er skæruliðar réðust inn á skrifstofu fyrir atvinnulausa í Lima. Jarðskjálfti í Tyrklandi Þrír slösuðust og fimmtíu heim- ili eyðilögðust er jarðskjálfti varð í vesturhluta Tyrklands í gær. Fréttir herma að einnig hafi um hundrað og fimmtíu hús orðið fyr- ir miklum skemmdum. Þeir sem slösuðust vom allir frá sama héraði. Fjórtán ára drengur varð fyrir meiðslum er hann k;ist- aðist til jarðar er skjálftinn reið yfir. Fjögurra ára bam varð undir húsarústum en komst lífs af og maður nokkur meiddist er hann hoppaði óttasleginn út um glugga. Umsjón: Hannes Heimisson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir □ Satvador: Óttast að þúsundir hafí fiarist í jarðskjálftanum Að sögn starfsmanns Rauða kross- ins í E1 Salvador er óttast að þúsundir hafi beðið bana er jarð- skjálfti reið yfir höfuðborg landsins á föstudaginn. 6.000 manns hafa særst og 20.000 em heimilislausir. Rúmlega 300 manns lokuðust inni í rústum verslunar- og skrifstofú- byggingar sem kölluð var Ruben Dario en hún hmndi í jarðskjálftan- um sem mældist 7,5 stig á Richters- skala. Snemma í gær hafði tekist að ná 70 manns úr byggingunni en 25 þeirra vom látnir. Forseti E1 Salvador, Jose Napo- leon Duarte, lýsti yfir neyðarástandi í landinu, Að sögn hans hafa orðið einhveijar skemmdir alls staðar í höfuðborginni, San Salvador. Skæmliðar hafa lýst yfir tíma- bundnu vopnahléi vegna hörmung- anna. Áður en yfirlýsingin um vopnahléið kom var tilkynnt um nokkrar árásir í gærmorgun. Forset- inn sagði þá einnig að neyð þúsunda íbúa landsins væri mikilvægari en yfirlýsingar um vopnahlé. Hermenn og lögreglumenn vom á götum úti og vísuðu frá mannfjölda er safnast hafði saman til að sjá Ruben Dario bygginguna sem nefhd var eftir þjóðskáldi Nicaragua en er nú miðpunktur hörmunganna. En það var ekki aðeins þar sem harmleikur átti sér stað. I Santa Catalina skólanum létu 39 böm lífið og rétt hjá Ruben Dario bygging- unni hmndi hótel. Höfðu björgunai'- menn grafið 25 lík úr rústum hótelsins. Talið var að þeir íjórir sem eftir vom inni væru látnir. Rafinagnslaust var í sumum hverf- um borgarinnar og einnig var skortur á drykkjarvatni. Bráða- birgðatjöldum var komið upp þar sem fómarlömb jarðskjálftans höfð- ust við. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Larry Speakes, tilkynnti fréttamönnum að Reagan Bandaríkjaforseti hefði gert hlé á undirbúningi sínum fyrir leið- togafundinn í gær til þess að skipa fyrir um hjálparsendingar til E1 Salvador. Einnig var tilkynnt um að hjálparsendingar væru á leiðinni frá Mexíkó, Nicaragua og Spáni. Vestur-Þýskaland: Óttast nýja öldu hiyðjuveika Samkvæmt upplýsingum dóms- málaráðuneytisins í Vestur-Þýska- landi var sama vopn notað við morðið á iðnjöfrinum Hans Martin Schleyer árið 1977 og við morðið í fyrrakvöld á Gerold von Braunmuehl, deildarstjóra í vestur-þýska utanríkisráðuneytinu. Tveir grímuklæddir menn skutu Braunmuehl fyrir utan heimili hans í einu af úthverfum Bonn. Rauðu her- deildimar, sem lýst hafa yfir ábyrgð á verknaðinum, stóðu einnig á bak við ránið á Schleyer í september 1977. Morðið á honum mánuði seinna var hápunktur hryðjuverka Rauðu her- deildanna og olli það miklu kreppu- ástandi í öryggismálum í Vestur- Þýskalandi. Lögreglan hefur að nýju heitið tveim milljónum dollara fyrir upplýsingar er leitt geta til handtöku meðlima Rauðu herdeildanna en þeir em gmnaðir um fimm önnur morð síðastliðna tuttugu mánuði. Yfirlýsingin um ábyrgðina á morð- inu á Braunmuehl var sjö síðna bréf sem skilið var eftir á morðstaðnum. Var bréfið undirritað af „Árásarsveit Ingrid Schuberts". Hún var einn af foringjum Rauðu herdeildanna og hengdi sig í fangelsi í Múnchen í nóv- ember 1977. Það var mánuði eftir að Andreas Baader, Jan Carl Raspe og Gudmn Ensslin frömdu sjálfsmorð í Stammheimfangelsinu nálægt Stutt- gart. Ránið á Schleyer í september 1977 var örvæntingarfull tilraun til að fá látna lausa þá meðlimi herdeildanna sem sátu í fangelsi. Flestir þeirra sem stóðu að baki hryðjuverkunum 1977 sitja nú í fangelsi en nú er „þriðja kynslóðin" tekin við. Að því er embættismenn stjómar- innar segja virðist nú sem árásunum sé beint frá viðskiptamönnum og starfsmönnum bandaríska hersins að stjómmálamönnum en kosningar fara fram í janúar næstkomandi. IEIT20T7\&EM' GEFANGENER A Iðnjöfurinn Hans Martin Schleyer er hann var fangi Rauðu herdeildanna 1977 í Vestur-Þýskalandi. Hann var myrtur mánuði eftir að honum var rænt og er nú talið að sama vopn hafi verið notað við morðið á deildarstjóra utanrikisráðu- neytisins á föstudagskvöldið. Flugvél, er móðir Teresa var farþegi í, hrapaði í gær yfir Homboio á Tanza- níu í gær. Slapp hún ómeidd en sex manns létu lífið. Móðir Teresa í flugslysi Móðir Teresa slapp í gær ómeidd er flugvél, er hún var í, hrapaði í Hombolo á Tanzaníu í gær. Hrapaði vélin við flugtak ofan á mannfjölda er saíhast hafði saman til að fylgjast með brottför hinnar 76 ára gömlu nunnu. Sex manns létu lífið og þar á meðal var nunna sem tilheyrði sömu reglu og móðir Teresa. Einnig slösuð- ust nokkrir þeirra sem voru á jörðu niðri. Móðir Teresa fæddist í Júgóslavíu en foreldrar hennar komu ffá Álbaníu. Það var árið 1949 sem hún fór að hlynna að íbúum fátækrahverfanna í Kalkútta. Regla hennar hefur breiðst út i 75 löndum og hlaut hún ffiðar- verðlaun Nóbels 1979. Móðir Teresa var á leið frá Hombolo til Tabora til að vera viðstödd er sjö nunnur ætluðu að vinna heit sitt. Ekki er vitað um orsök slyssins en samkvæmt útvarpsfféttum frá Tanza- níu kastaðist flugvélin til skömmu eftir Ðugtak, náði ekki hæð og féll síð- an til jarðar. Árás á Kirkuk olíuhreinsunarstöðina írakar vísuðu í morgun á bug fréttum þess efhis að fámenn írönsk árásarsveit bæri ábyrgð á því að ein helsta olíuhreinsunarstöð íraks stæði nú í björtu báli eftir utanað- komandi árás. Talsmaður irösku ríkisstjómarinnar sagði að líklegra væri að olíuhreinsunarstöðin hefði orðið fyrir sprengjum eða kúlnahríð frá kúrdískum skæmliðum í nánd við stöðina er njóta stuðnings írana í langvinnri baráttu fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti Kúrda í Irak. íranstjórn segir aftur á móti að sérþjálfuð árásarsveit íranskra her- manna hafi komist inn fyrir vamar- girðingar Íraka við Kirkuk olíuhreinsunarstöðina og gert öfluga árás á hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.