Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Side 5
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986.
5
Fréttir
Nick Daniloff í einkaviðtali við Ólaf Amarson, blaðamann DV:
Gorbatsjov er hinn sterki
leiðtogi Sovétríkjanna
Hann ræður samt ekki yfir sovéska skrifræðisveldinu
Daniloff, sem hér ræðir við Ólaf Arnarson, blaðamann DV, segist vona að
fleiri sovéskir andófsmenn eigi eftir að losna úr haldi í kjölfar atburða síðustu
daga. DV-mynd Andrew Glass
Það er fróðlegt að fá tækifæri til að
ræða við mann eins og Nick Daniloff
um málefhi Sovétríkjanna og sam-
skipti austurs og vesturs. Daniloff er
ættaður frá Rússlandi og hefur eytt
miklum hluta starfsævi sinnar í Sovét-
ríkjunum. Hann hefúr haft höndina á
púlsi sovéskra stjómmála samfellt frá
1981. Án efa er hann einn reyndasti
blaðamaður á Vesturlöndum varðandi
málefrii Kremlar. Blaðamaður spurði
Daniloff hvort hann hefði orðið var
við breytt andrúmsloft í sovéskum
stjómmálum síðan Mikhail Gor-
batsjov komst til valda.
„Þetta er ákaflega athyglisverð
spuming. Já, það em áhugaverðir
hlutir að gerast í Sovétríkjunum. Það
má nefna það að miklar agaherferðir
em reknar, til dæmis gegn alkóhól-
isma og spillingu. Ég leyfi mér hins
vegar að efast um að mikill árangur
hafi náðst á þessum sviðum.
Einnig má nefha það að nú hefur
verið hrint af stað nýrri herferð fyrir
meiri hreinskilni og opnara þjóðfélagi.
Herra Gorbatsjov hefur alltaf lýst því
yfir, jafhvel áður en hann varð aðalrit-
ari Kommúnistaflokksins, að hann
vildi opnara þjóðfélag sem gæfi réttari
mynd af atburðum og sögu landsins.
Þessa hreinskilni má meðal annars
merkja í kjölfar slyssins í Chemobyl.
Sovétmenn tilkynntu nær tafarlaust
um slysið í kjamorkukafbátnum fyrir
ströndum Bandaríkjanna á dögunum
og þó að ég hvorki vilji né geti á nokk-
um hátt borið þetta saman við hið
opna þjóðfélag, sem við búum við í
Bandaríkjunum, þá er þetta takmark-
að skref í rétta átt og ég vona að þetta
haldi áfram.“
Það hafa verið vangaveltur meðal
manna í Bandaríkjunum um það hvort
Gorbatsjov sé hinn raunverulegi leið-
togi eða valdamaður í Kreml eða hvort
hann sé enn að berjast fyrir völdum
og fylgi því jafnvel á vissum sviðum
„öfgaste£nu“ gagnvart Bandarikjun-
um til að sanna að ekki sé um linkind
að ræða af hans hálfu.
„Ég tel að Gorbatsjov sé hinn raun-
verulegi leiðtogi Sovétríkjanna. Hann
er aðalritari Kommúnistaflokksins og
ég sé ekki betur en að hann hafi góð-
an meirihluta bak við sig í Pólítbúró.
Hann er vissulega með ömggan meiri-
hluta í miðnefhd Kommúnistaflokks-
ins og út frá því litið hefur hann
greinilega hin pólitísku völd í Moskvu.
Hins vegar er þetta sennilega ekki
nóg. Hann ræður ekki fullkomlega
yfir Sovéska skrifræðinu og sennilega
hefur enginn aðalritari Kommúnista-
flokksins nokkurn tíma haft full-
komna stjórn á skrifræðisveldinu.
Skrifræðisveldið er ríki í ríkinu, þrífst
á forréttindum og stendur vörð um
hagsmuni sína. Gorbatsjov á í miklum
vandræðum með skrifræðissinna sem
telja hagsmunum sínum ógnað með
þeim nýju vindum sem nú blása um
sovéskt þjóðfélag. En hann er að reyna
að hrista upp í stöðnuðu kerfi og virð-
ist tala mjög afdráttarlaust um þá
andstöðu sem hann verður var við.“
Er Gorbatsjov að taka mikla áhættu
með því að bjóða til fúndarins í Reykja-
vík eða er þetta ef til vill snilldarbragð
af hans hálfu til að ná höggstað á Rea-
gan ef hlutirnir fara ekki eins og hann
kýs?
„Sennilega spila báðir þessir þættir
inn í tilboð Sovétmanna um fundinn
í Reykjavík. Menn verða að hafa í
huga að Gorbatsjov hefur tvisvar eða
þrisvar áður á þessu ári stungið upp
á leiðtogafundi en Reagan hefur í
hvert skipti hafnað því afdráttarlaust.
Ég reikna með því að í kjölfar þessa
hafi harðlínumenn innan sovéska
skrifræðisveldisins sagt eitthvað á
þessa leið: „Þama sérðu. Þú kemst
ekkert með Reagan. Það er ekki hægt
að tjónka við hann.“
Þegar Gorbatsjov síðan tekur áhætfr
una, er allt var á suðupunkti milli
ríkjanna, og stingur upp á því í bréfi
til Reagans að þeir hittist á stuttum
fundi í Reykjavík eða London og Rea-
gan samþykkir, styrkist staða Gor-
batsjovs innan Sovétríkjanna því
hann hefur sýnt harðlínumönnum í
Kreml fram á það að þeir höfðu rangt
fyrir sér og að hugsanlega sé hægt að
tjónka við Reagan."
Mig langar til að spyija þig um eitt
sem hefur ekki verið mikið rætt um
en hefur valdið mér nokkrum heila-
brotum. Hvers vegna heldur þú að
Gorbatsjov hafi viljað hitta Reagan í
annaðhvort Reykjavík eða London
sem báðar eru höfúðborgfr ríkja sem
Seinni hluti
eru í NATO? Var þetta ef til vill her-
bragð af hálfu Gorbatsjovs?
„Mér finnst þetta skemmtilega
áhugaverð spuming og ég hef í raun-
inni ekki svar við henni. Ég hallast
helst að því að Sovétmenn hafi viljað
fá tækifæri til að rannsaka ýmsa hem-
aðarlega mikilvæga staði á íslandi.
Það er mikils virði fyrir Sovétmenn
að fá að senda stóra sendinefrid til
Reykjavíkur og margar flugvélar.
Þetta er stórgott tækifæri fyrir Sovét-
menn til að taka myndir úr lofti af
landinu en slíkar loftmyndir hafa oft
ýmsa kosti fram yfir myndir teknar
úr gervihnöttum.“
Em þetta þá að hluta til einhvers
konar heræfingar af háffu Sovét-
manna?
„Það er erfitt að átta sig á því hvers
vegna Reykjavík og London komu til
greina. Kannski var London inni í
myndinni vegna þess að kona Gor-
batsjovs hafi viljað fara í verslunar-
leiðangur í Oxfordstræti. í alvöm
talað, ástæðan þarf ekki að hafa verið
veigameiri."
Bréf Gorbatsjovs, sem fól í sér fund-
artilboðið, var afhent þann nítjánda
september, en þá varst þú í umsjón
bandaríska sendiherrans í Moskvu og
nokkurs konar fangi í Sovétríkjunum.
Reagan svaraði tilboðinu með því að
leiðtogafundur kæmi ekki til greina
meðan þér væri haldið í Sovétrikjun-
um. Það þekkja allir gang mála síðan
þá en telur þú að tilboðið um Ieið-
togafund hafi orðið til að flýta fyrir
þróun mála sem leiddu til frelsis þins?
„Ég held að í kjölfar handtöku
minnar hafi skapast nokkurs konar
neyðarástand. Sem slíkt bauð það
einnig upp á vissa möguleika. Banda-
ríkin gátu sýnt hörku gagnvart
njósnum sovéskra starfsmanna Sam-
einuðu þjóðanna. Sovétríkin fengu
tækifæri til að reyna að koma á stutt-
um leiðtogafundi. Bandaríkjunum
tókst að fá ákaflega þýðingarmikinn
andófsmann lausan frá Sovétríkjunum
og einnig að fá leystan úr haldi einn
„vesælan" blaðamann sem hafði lent
í sovésku fangelsi og Sovétmönnum
tókst að fá njósnarann sinn lausan frá
Bandaríkjunum.
Þótt þetta væri neyðarástand þá
sköpuðust tækifæri. Það sniðuga við
þetta allt saman er að báðir aðilar
fengu eitthvað sem þeir sóttust eftir,
og það kemur aldrei til með að nást
neinn árangur af viðræðum Sovét-
manna og Bandaríkjamanna nema
báðir fái eitthvað fyrir sinn snúð.
Héma virðast báðir hafa fengið það
sem þeir sóttust eftir. Sovétmenn
fengu leiðtogafundinn sinn og sinn
mann aftur og Bandaríkin fengu
mannréttindafrömuð og mig lausa og
ég held' að fundurinn í Reykjavík sé
einnig í þágu bandarískra hagsmuna.
Hér högnuðust báðir.“
Telur þú að Reagan fari til fundar í
Reykjavik með allsheijarhagsmuni
Bandaríkjanna að leiðarljósi eða er
hann kannski að hugsa meira um
kosningarnar eftir tæpan mánuð og
meirihluta repúblikana i Öldunga-
deildinni?
„Ég held að það sé mjög rökrétt að
velta þessari spumingu fyrir sér. Ég
held að öllum sé ljóst að forsetinn
hefur miklar áhyggjur af úrslitum
kosninganna. Það má vel vera að með
því að fara til Reykjavíkur og fá þá
auglýsingu, sem fylgir leiðtogafundi,
sérstaklega nú þegar hann á líka í
vandræðum með þá sem standa til
hægri við hann, hyggist hann reyna
að styrkja stöðu sína.“
Nú hefur verið mikið talað um að
um skipti hafi verið að ræða. Telur þú
að leiðtogafundurinn hafi verið nauð-
synjegur hluti þeirra skipta?
„Ég held að það sé ljóst að Sovét-
menn vildu leiðtogafund og Banda-
ríkjamenn voru ekki andvígir fundi
en settu samt skilyrði fyrir því að af
fundinum gæti orðið, sem var að ég
fengi að snúa aftur til Bandaríkjanna,
svo að ég get vel ímyndað mér að fund-
urinn hafi í það minnsta haft nokkur
áhrif."
Telur þú að skiptunum sé nú lokið
eða eigum við eftir að sjá meira?
„Ef þú átt við hvort við ejgum eftir
að sjá fleiri sovéska útlaga leysta úr
haldi og hleypt úr landi þá vona ég
það svo sannarlega."
IAUSTRI VESTRI
Verslanir okkar eru austast
og vestast í borginni
Hjá okkur fáið þið flest
til húsbygginga á bestu
kjörum sem völ er á
Við erum samningaliprir
jafnt í austri sem vestri
OPNUNARTÍMI:
kl.8-18
virka daga
kL 10-16
laugardaga
.ii.
iiu
BYGGINGAVÖRUR
2 góöar byggingavöruverslanir.
Austast og vestast í borginni
Stórhöföa, simi 671100 • v/Hringbraut, sími 28600