Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Qupperneq 6
6
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986.
Fréttir
Skrifa mínar fréttir sjálfur
„Við höfðum fjallað um bókmenntir
íslendinga. Eitt kvöldið var ég með
heillangan pistil um Islendingasög-
umar. Við höfum líka tekið fyrir
íslensk efnahagsmál, til dæmis skýrð-
um við frá því að atvinnuleysi á íslandi
væri innan við eitt prósent en það er
mjög ólíkt ástandinu í Bandaríkjun-
um. Einnig höfum við fjallað um
hemaðarlegt mikilvægi íslands fyrir
Atlantshafsbandalagið.
Sögur um að erlendar sjónvarps-
stöðvar og fréttamenn fjalli ekki um
annað en einhver skringilegheit og
tali bara við sætar stelpur em ein-
faldlega ósannar."
Þetta sagði Peter Jennings, aðal-
fréttamaður ABC-fréttastofunnar
bandarísku, í samtali við DV.
„Eina fegurðardísin, sem við hjá
ABC höfum rætt við, er Hófí, ungfrú
heimur. Við höfum verið með fréttir
um forsetann ykkar og einnig um for-
sætisráðherrann og auk þess heilmikla
umíjöllun um Alþingi. Einnig höfúm
við sent út fréttir um fiskveiðar og
fiskvinnslu á Islandi.
Reyndar hef ég heyrt það eftir ís-'
lendingum, búsettum erlendis, að
umfjöilun okkar hjá ABC hafi verið
bæði vönduð og upplýsandi og konan
mín sagði, þegar ég talaði við hana í
síma í fyrrakvöld, að hún hefði ekki
fyrr séð mig fjalla jafngaumgæfilega
um nokkurt land eins og ísland nú.“
Akkerismaður
Peter Jennings er eitt af stóm nöfn-
unum í fjölmiðlaheiminum þar vestra.
Hann er, eins og áður sagði, einn aðal-
fréttamaður ABC-stöðvarinnar sem er
ein stærsta sjónvarpsstöðin í Banda-
ríkjunum. I Bandaríkjunum em lykil-
menn eins og Peter Jennings kallaðir
akkerismenn. Við spurðum hann hvað
það fæli í sér:
„í fyrsta lagi þýðir það að ég skrifa
í öðm lagi þýðir það að vera akkeris-
maður að ég er fréttastjóri þessara
útsendinga, með öðrum orðum yfir-
maður fréttaþáttarins."
Þrjátíu ár í fréttamennsku
Samkeppnin meðal fréttamanna er
hörð og það em aðeins afburðafrétta-
menn sem ná á toppinn, eins og Peter
Jennings hefur óumdeilanlega gert.
Hann var spurður hversu lengi hann
væri búinn að vera í fréttamennsku.
„Þrjátíu ár. Ég hef fengist við alls
konar fréttir á mínum ferli. Ég hef
skrifað um mannréttindamál og um
stjómmál. I sex ár var ég fréttaritari
í Mið-Austurlöndum. Ég hef verið
fréttaritari í Afríku og í sjö ár var ég
aðalfréttaritari ABC í Bretlandi. Fyrir
þremur árum tók ég síðan við starfi
akkerismanns.
Akkerismaður vinnur bæði inni í
stúdíói og utan þess. Það er í mínum
verkahring að skýra frá og fjalla um
alla meiri háttar atburði, hvort heldur
þeir em pólitísks eðlis eða ekki.
Ef til dæmis, en guð forði því, eitt-
hvað kæmi fyrir annaðhvort Reagan
eða Gorbatsjov þá væri það mitt að
skipuleggja beina útsendingu til
Bandaríkjanna og skýra áhorfendum
þar jafnóðum frá því sem væri að ger-
ast.“
Sirkusandrúmsloft
ABC-sjónvarpsstöðin reisti pall fyrir
framan Alþingishúsið og þar stendur
Peter Jennings þegar stöðin sendir út
fréttir héðan. Hópur af íslendingum
hefur jafhan safnast saman á Austur-
velli og fylgst með útsendingum.
Jennings var spurður hvemig honum
hefði líkað þessi athygli sem þeir hefðu
vakið:
„Við höfum verið dálítið vandræða-
legir yfir þessu sirkusandrúmslofti sem
hefúr skapast þama. Ástæða þess að
Peter Jennings hjá ABC-sjónvarpsstöðinni: Við hötum fjallað mjög mikið um
ísland i okkar fréttum.
DV-myndir Brynjar Gauti
mínar fréttir sjálfur," sagði Jennings.
„Það er ekki rétt sem sagt var i DV
í gær að ég læsi bara fréttimar sem
aðrir hefðu unnið fyrir mig. Fyrir þann
sem ekki þekkir til og fylgist með út-
sendingum gæti þetta litið þannig út
því þá sjá menn bara útsendingarstjór-
ann rétta mér handritið að hverri frétt.
Ástæðan er sú að um leið og ég
mæti í útsendingu læt ég útsendingar-
stjórann hafa handritin og síðan er
það hans að rétta mér þau í réttri röð.
Og skýringin á því hve sjaldan ég
þarf að líta á þessi handritablöð er
ekki afburðaminni heldur einfaldlega
það að ég skrifa fréttimar sjálfur og
hef þær þess vegna nokkum veginn í
kollinum.
svona margt fólk kemur þama á
kvöldin er væntanlega sú að íslend-
ingar hafa ekki fyrr séð bandarískar
fréttastofur af þessarí stærð að störf-
um.
Annars fáum við líka mikið af
Bandaríkjamönnum hingað í heim-
sókn. Þeir sjá fréttaþættina okkar
daglega á Vellinum og koma hingað
til að heilsa upp á okkur. Ameríkanar
em mjög vingjamlegt fólk,“ segir
Jennings brosandi og bætir síðan við:
„Það em íslendingar reyndar líka. Við
höfúm líka lagt okkur fram við að
endurgjalda þá gestrisni sem okkur
hefúr verið sýnd og það er ekki rétt
sem sagði í blaðinu í gær að við hefð-
um troðið niður blóm á Austurvelli.
Starfsaöstaða Jennings er i litlum vegavinnuskúr inni i flugskýli eitt á Reykjavíkurflugvelli. „Það áttu fáir von á að ís-
lendingum tækist að búa til þessa aðstöðu jafnhratt og árangursrikt og raun bar vitni,“ sagði hann.
Við settum þennan pall upp í góðrí
samvinnu við garðyrkjumann borgar-
innar.“
Kom í þorskastríðinu
Peter Jennings hefur áður komið til
íslands. Það var þegar við áttum í
þorskastríði við Breta. Þá dvaldi
Jennings á íslandi í tvær og hálfa viku.
„Já, það var mín heppni að hafa
starfað hér áður þannig að landið er
mér ekki alveg ókunnugt. Eitt það
erfiðasta, sem fréttamaður lendir í, er
að þurfa að fjalla um stóratburði, eins
og þennan leiðtogafund, á stað þar sem
hann er algjörlega ókunnur. Ég hef
það fram yfir flesta fréttamennina að
hafa verið hér áður, auk þess sem ég
dvel hjá íslenskum vinum mínum með-
an á þessu stendur."
- Hvemig finnst Peter Jennings Is-
lendingar hafa staðið sig við að
skipuleggja þá hlið þessa fundar sem
að fréttamönnum snýr?
„Hvað okkur varðar hefur þetta
gengið dásamlega vel. Á aðeins einum
sólarhring var okkur sköpuð þessi
aðstaða hér í flugskýli eitt. Og það
kom, held ég, öllum á óvart hversu
hratt og hversu vel það var gert.
En, ef ég man rétt, eru íslendingar
vanir að þurfa að vinna hratt og í
skorpum. Við höfum unnið á stöðum
þar sem fólk hefúr ekki unnið eins
hratt eða eins vel og þið hafið gert.“
Táknrænt gildi
Á vegum ABC-sjónvarpsstöðvarinn-
ar hér á landi em fimmtíu og fimm
manns. Hinar stóru stöðvamar hafa
ekki minna lið á sínum snærum. Sum-
um hefur fundist þetta óþarfa umstang
þar sem vitað var í upphafi að leið-
togamir myndu ekki tala við frétta-
menn fyrr en að fundum loknum. Við
spurðum Jennings álits á þessu:
„Við vissum það fyrir að hér kynni
að verða fréttaþurrð. Það gaf okkur
Uekifæri annars vegar til að fjalla um
ísland og íslendinga og er það gott
fyrir áhorfendur okkar þar sem þá
gefst þeim tækifæri til að fræðast um
land sem við annai's fjöllum lítið um.
Hins vegar höfum við fjallað mikið
um samskipti Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna. Það að Reagan og Gor-
batsjov skuli hittast hefur mikið
táknrænt gildi og er mjög mikilvægur
atburður í augum Bandaríkjamanna
og íslendinga líka. Þetta er þvi gullið
tækifæri til að fræða fólk um sem flest-
ar hliðar á þessum málum.
Fréttimar eru að gerast hér og allar
stöðvamar leggja mikið upp úr því að
vera á staðnum. Ég held að umstangið
sé ekkert of mikið. íslendingar eru
bara óvanir þessu.“
Jennings var að lokum spurður að
Fyrir leiðtogafundinn var búist við
mikilli örtröð á veitingahúsum í
Reykjavík með tilliti til þess að hér
yrðu hátt f tvö þúsund fréttamenn um
þessa helgi. Við höfðum samband við
nokkur veitingahús í gær og spurð-
umst fyrir um aðsóknina.
mfs:Útlendingamir mæta seint
Á Lækjarbrekku fengum við þau
svör að það sem einkenndi helgina
væri að erlendu íréttamennirnir pönt-
uðu seint og kæmu seinna en íslend-
ingar væm vanir að gera. „Þeir sitja
líka lengur og allt fram undir klukkan
tvö,“ sagði Valur Geirsson, þjónn á
Lækjarbrekku. Á Gauki á Stöng feng-
um við þær fréttir að búist hefði verið
við meiri aðsókn í matinn en raunin
hefði orðið. Það var t.d. nóg af lausum
borðum þar á föstudagskvöldið en hins
vegar var töluvert að gera hjá þeim á
bamum. Brynjar Björgvinsson á Pott-
inum og pönnunni sagði að það hefði
verið ríflegt að gera hjá þeim undan-
fama daga en hann sagðist hafa búist
við meiri aðsókn um þessa helgi. Á
Torfunni hefúr verið töluvert að gera
því hvort akkerismenn í bandarískum
sjónvarpsstöðvum væm miklar stjöm-
ur þar vestra:
„Mjög margir Bandaríkjamenn
þekkja andlit mitt og rödd en það ger-
ir mig ekki að sjónvarpsstjömu. Ég
er fyrst og fremst fréttamaður. Þetta
er erfitt og krefjandi starf en jafnframt
mjög skemmtilegt. Ég get ekki hugsað
mér að vinna við neitt annað."
-VAJ
undanfarna daga og sagði Kristján
Kristjánsson þjónn þar að íslendingar
hefðu fítið sést á staðnum og aðsóknin
hefði verið svipuð og búist hefði verið
við.
Laust í veitingasölum hótel-
anna
Á hótelum borgarinnar, sem við
höfðum samband við í gær, jafnt leigu-
námshótelunum sem hinum, fengum
við þau svör að mögulegt hefði verið
á flestum þeirra að fá borð í veitinga-
sölum þeirra. Grillið á Hótel Sögu er
reyndar frátekið fyrir Sovétmennina
sem gista á hótelinu þannig að líklega
er erfitt að fá borð þar. Á Loftleiðum,
Esju, Hótel Óðinsvéum og Hótel Hofi
ætti ekki að vera vandamál að fá borð
í veitingasölunum. ísleifur Jónsson,
veitingastjóri Hótel Loftleiða, sagðist
ekki hafa visað neinum frá nú um
helgina. Á Hótel Borg fengum við hins
vegar þær fréttir að mikil aukning
hefði orðið á aðsókn í veitingasalinn
um helgina. -SJ
Veitingahúsin:
Nóg að gera
en samt hægt
aðfa borð