Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Qupperneq 11
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986.
11
Fréttir
Ekki sérstakur
viðbúnaður hjá
lögreglunni vegna
rafmagnsleysis
„Ég get ekki sagt hvað við hefðum
gert ef rafinagnið hefði farið af í
kringum þau svæði sem leiðtogamir
halda sig. Hins vegar eru vararaf-
stöðvar í báðum sendiráðunum og
við Höfða. Við höfum hins vegar
ekki sérstakan viðbúnað á okkar
vegum ef rafinagnið fer af, það er í
höndum Rafinagnsveitunnar að sjá
um þau mál,“ sagði Böðvar Braga-
son, lögreglustjóri í Reykjavík,
aðspurður hvort lögreglan hefði sér-
stakan viðbúnað ef rafmagnið færi
af.
Svæðið umhverfis Höfða er sér-
staklega lýst upp á meðan leiðtog-
amir fúnda þar og sömuleiðis er
nánasta umhverfi bandaríska sendi-
ráðsins sérstaklega upplýst. Ekki
hefúr verið bætt við lýsingu í lokaða
hverfinu í Þingholtunum, að sögn
Böðvars. -SJ
Rafmagnslaust í 5 klukkustundir í Reykjavík:
, Hefðum verið mun
fljótari að
koma rafmagni
á í msðbænum4
- sagði Þoigeir Einarsson, hjá Rafmagnsveitunni
Meiri háttar
trimmgallar
ÚTIUF
Póstsendum.
Glæsibæ.
Sími 82922.
Seinni hluta fóstudags varð raf-
magnslaust í þrem hverfum í
Reykjavik vegna bilunar í aðveitu-
stöð 2. Það liðu 5 klukkustundir þar
til tókst að koma rafinagninu á aftur
í Háaleitis'nverfi, Fossvogshverfi og
nýja miðbænum.
En hvað hefði gerst ef rafinagnið
hefði farið af í Þingholtunum og
hverfinu kringum Höfða? Við lögð-
um þessa spumingu fyrir Þorgeir
Einarsson, verkfræðing Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. „Það varstraum-
spennir sem brann yfir í stöð 2,
stöðin fylltist af sóti og þess vegna
sló út. Við þurftum að þrífa alla stöð-
ina og þess vegna tók þetta svona
langan tíma. Við hefðum verið mun
fljótari að koma rafmagni á í mið-
bænum ef bilun hefði orðið í stöðinni
þar en sú stöð er nýrri og mun full-
komnari en stöð 2,“ sagði Þorgeir.
Sendiráð Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna em með vararafstöðvar og
einnig er vararafstöð við Höfða ef
eitthvað skyldi koma fyrir rafmagnið
í því hverfi, einnig em ljósavélar um
borð í sovésku skemmtiferðaskipun-
um við Ægisgarð. En eru einhverjar
sérstakar ráðstafanir hjá Rafmagns-
veitunni varðandi hverfin umhverfis
sendiráðin og Höfða? „Við erum með
fullskipaða vakt hér allan sólar-
hringinn og höfúm færanlega rafstöð
sem samsvarar einni stöð ef til bilun-
ar kemur. Það var hins vegar ekki
hægt að nota hana á föstudaginn
út af sótinu. Það var farið sérstak-
lega yfir allt kerfið í vesturbænum
og miðbænum nú fyrir fundinn og
við mundum tengja stöð 1 við aðra
stöð ef rafmagnið færi af henni,“
sagði Þorgeir.
-SJ
Meðmælaborðar Flokks mannsins i Borgartúni i gær. Fremst stendur Ás-
hildur Jónsdóttir, borgarstjórnarframbjóöandi frá þvi í vor.
DV-mynd GVA
Meðmæli
Engin mótmæli voru við Höfða í gær
á meðan leiðtogarnir ræddust við. Þó
sáust borðar á lofti og voru þeir ættað-
ir úr herbúðum Flokks mannsins;
áskorun til leiðtoganna að gefa plán-
etunni okkar möguleika á áframhald-
andi viðveru í alheimi: „Give our
planet a chance" var letrað á ensku
og rússnesku.
„Þetta eru ekki mótmæli heldur
meðmæli," sögðu flokksmenn og
sungu We shall overcome þegar leið-
togamir bmnuðu fram hjá. Reagan
veifaði.
-EIR
mm
sme issji
NIÐURHENGD LOFT
CMC kerfi fyrir niðurhengd loft, er úr
galvaniseruðum málmi og eldþolið
CMC kerfi er auðvelt í uppsetningu
og mjög sterkt.
CMC kerfi er fest með stillanlegum
upphengjum sem þola allt að
50 kg þunga.
CMC kerfi fæst í mörgum gerðum bæði
sýnilegt og falið og verðið er
ótrúlega lágt frá kr. 185 á m2.
CMC kerfi er serstaklegá hannad
fyrir loftplötur frá Armstrong
Einkaumboð á Islandi.
Hringið eftir
frekari upplýsingum;
Þ. ÞORGRIMSSON & CO
Armúla 16 ■ Reykjavík ■ sími 38640