Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Page 16
16
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986.
Fréttir
„Okkur líst vel á þá báða þótt þeir hafi báðir smágalla," var samdóma álit
fjögurra fulltrúa kvenþjóðarinnar úr Kópavoginum. Gorbatsjov taldist þó hafa
vinninginn í framkomu. Þær höfðu hins vegar enga trú á að nokkuð komi út
úr viðræðunum. Fulltrúar Kópavogsins eru Jóhanna Bragadóttir, Ólafía Hinriks-
dóttir, Sigrún Heiðarsdóttir og Jóhanna Ásgeirsdóttir.
Bangsar og Bogart
Lífverðir leiðtoganna tveggja, er
þingað hafa í Höfða, eru um flest
ólíkir. Bandaríkjamennimir eru í
gráum rykfrökkum með kragann
uppi eins og Humphrey Bogart.
Rússamir em hins vegar með allsér-
kennilega hatta, lágvaxnari en
starfsbræður þeirra að vestan og
minna einna helst á teiknimynda-
persónuna Paddington. Þeir þekkj-
ast hvar sem þeir fara.
Við Höfða virtist gott samband
vera á milli þessarra tveggja líf-
varðasveita.
-EIR
Sigurjón Kristjánsson:
Hrifnari af
Gorbatsjov
„Það er mjög ánægjulegt að eitthvað
skuli vera gert til að bæta ástandið í
heiminum," sagði Sigurjón Kristjáns-
son slökkviliðsmaður. „Málið er
mikilvægt og við megum ekki láta
smáumstang í stuttan tíma skyggja á
það.“
Siguijón sagðist hafa kynnst því
nokkuð af eigin raun því að eins og
hjá svo mörgum hefði verið nokkur
viðbúnaður hjá slökkviliðinu vegna
komu leiðtoganna. Annars sagðist
hann fylgjast með framvindunni í
sjónvarpinu og blöðunum.
„Umstangið er auðvitað töluvert en
það er, held ég, ekki meira en búast
mátti við þegar svona stendur á.“
Siguijón sagðist fúslega viðurkenna
að hann væri hrifnari af Górbatsjov.
„Ef það er hægt að lesa eitthvað út-
úr svip manna þá virðist mér hann
vera einarðari og kominn hingað með
þeim ásetningi að þoka málunum eitt-
hvað fram á við,“ sagði Sigurjón
Kristjánsson. -GK
Sigurjón Kristjánsson.
Berglind Ólafsdottir:
Nancy hefði
átt að koma
„Það er mikið talað um þennan fúnd
í skólanum og ég reyni að fylgjast með
eins mikið og ég get,“ sagði Berglind
Ólafsdóttir, nemandi í Austurbæjar-
skólanum. „Ég hef oft heyrt talað um
þessa menn áður. Þeir eru alltaf í frétt-
unum. Mér finnst Reagan miklu
glæsilegri. Mér líst þó vel á Gorbatsjov
og konuna hans en Nancy hefði átt
að koma líka,“ sagði Berglind Ólafs-
dóttir. -GK
Reagan er miklu glæsilegri.
Gorbatsjov er viðfelldnari en Reagan.
DV-myndir EJ
Gæti orðið til
að slaknaði
áspennunni
-sagði Hákon Bjamason
„Ég skil ekkert í mönnum, sem
gegna mikilvægum ábyrgðarstöðum
og virðast vera skynsamir, að halda
endalaust áfram að pexa um hvor eigi
að vera öðrum meiri. Það hlýtur að
enda með ósköpum," sagði Hákon
Bjamason, fyrrverandi skógræktar-
stjóri, þegar DV spurði hann álits á
leiðtogafundinum og deilumálum stór-
veldanna.
Hann vildi þó ekki kannast við að
hann fylgdist mikið með fundinum og
sagðist „ekki fara niður á torg í friðar-
göngu hans vegna. En ég fylgist með
framvindunni í sjónvarpinu og blöð-
unum og læt það nægja.
_ Ég hef þá kenningu að Rússamir
verði að semja um afvopnun til að
draga úr herkostnaði og geta þannig
veitt sínu fólki meira,“ hélt Hákon
áfram. „Staða Rússanna er ekki alls
kostar góð. Þótt þeir ágimist ef til
vill Vestur-Evrópu þá vita þeir líka
að Kínverjar eru öflugir í austrinu.
Ef til átaka kemur gætu Rússar lent
á milli tveggja elda rétt eins og Þjóð-
verjar gerðu í tveim heimsstyijöldum.
Þeir munu forðast að lenda í þeirri
stöðu.“
Hákon var staddur í Sovétríkjunum
þegar Krútsjoff tók þar við völdum.
Hann minnist þess að þá „var valda-
taka hans eins og mikill léttir fyrir
þjóðina eftir áratuga harðstjóm. Ég
vona að það sé eitthvað hliðstætt að
gerast núna þótt ég hafi ef til vill ekki
skilyrði til að dæma um það. Ég er
enginn spámaður," sagði Hákon.
„Mér finnst Gorbatsjov ákaflega
viðfelldinn maður og hefur þar vinn-
inginn yfir Reagan þótt mér lítist vel
á þá báða. Ég vona að með Gorbatsjov
þróist mál í lýðræðisátt í Sovétríkjun-
um. Það verður eiginlega að gerast."
Um niðurstöður fundarins vildi Há-
kon fáu spá en sagði að „ef þetta væm
menn með heilbrigða skynsemi, eins
og allt benti til, þá ættu viðræður
þeirra að leiða til þess að eitthvað
slaknaði á spennunni". -GK
Lffverðir úr austri og vestri:
Effirlit þriggja þjóöa: Bandarískur lifvöröur, Bjarki Eliasson og rússneskur lífvörður.
Leiðtogar
borgarbúa
Leiðtogamir, sem fúnda í Reykja-
vík, eru keppinautar. Það er ekki
aðeins við samningaborðið sem þeir
takast á heldur keppa þeir og um
hylli fólks. Landsmenn hafa þá nær
hverja stund fyrir augunum í sjón-
varpi og myndir af þeim þekja síóur
blaðanna.
DV fór á kreik síðdegis í gær og
spurði fólk hvort það fylgdist með
umfjöllun um fund leiðtoganna og
hvemig þvi litist á kappana. Það fór
ekki milli mála að leiðtogafundurinn
er mál málanna. Það er ljóst af svör-
unum að mönnum líst misvel á
leiðtogana en enginn lætur ferðir
þeirra og gerðir fram hjá sér fara.
Hér á eftir fer álit nokkurra bæjar-
búa á leiðtogafiindinum, umfjöllun-
inni um hann og umstanginu.
Svavar Páll Sigurjónsson.
Svavar Páll Sigurjónsson:
Gorbatsjov
er sterkari
„Ég vona að þessar viðræður leiði
til þess að kjamorkuvopnunum fari
nú að fækka,“ sagði Svavar Páll Sig-
urjónsson prentnemi. „Það er kominn
tími til að eitthvað gerist í þeim mál-
um.“
Svavari þótti umstangið kringum
fúndinn fullmikið þótt það væri ef til
vill ekki meira en búast mætti við.
„Þetta .fylgir víst og við verðum að
láta okkur hafa það. Trúlega er þó
gert meira úr mörgum málum en efni
standa til. Ég hef ekki trú á að allar
þessar sögur af fégræðgi íslendinga
séu annað en uppspuni," sagði Svavar.
Af leiðtogunum leist Svavari betur
á þann úr austrinu. „Eins og málin
standa þá kemur Gorbatsjov betur út.
Mér finnst hann miklu jákvæðari
maður,“ sagði Svavar Páll Sigurjóns-
son. -GK
Bjöm Kristjánsson:
Reagan er
alltaf Reagan
„Fundurinn leggst vel í mig,“ sagði
Bjöm Kristjánsson sölumaður. „Um-
stangið er að vísu töluvert en hjá því
verður víst ekki komist. Við megum
heldur ekki gleyma að friðurinn er
miklu mikilvægari en að losna við
smáóþægindi.“
Bjöm taldi að Gorbatsjov kæmi
mjög vel fyrir. „Það er greinilega mik-
ið varið í þennan mann. Þótt ég sé
ekki sammála pólitíkinni hans hlýt ég
að viðurkenna að ég kann vel við
hann. Reagan er þó alltaf Reagan og
við erum jú ameríkanisemð þjóð. En
hvað sem öllum metingi líður þá get-
um við verið montin af að vera falið
að halda fundinn," sagði Bjöm Krist-
jánsson.
-GK
Bjöm Kristjánsson.
Báðir ágætir en
ekki gallalausir
Þeir ganga til þessa fundar af heilum
hug.
Frumskilyrði
að þeir
ræðist við
- sagði Guðni Þórðarson
„Það er ágætt að þessi menn skuli
hittast,“ sagði Guðni Þórðarson gull-
smiður þegar DV spurði hann um
leiðtogafúndinn. „Það er fyrsta skil-
yrði þess að eitthvað gerist í afvopnun-
armálunum að þessir menn talist við.“
Guðni sagðist fylgjast með fram-
vindu mála rétt eins og aðrir borgarar.
Hann mælti þó með að við spyrðum
sérfræðingana ef við vildum fá að
heyra eitthvað af viti.
Hann vildi ekki dæma um mennina
sem sætu á fundunum í Höfða. „Ég
hef aðeins séð þá í sjónvarpinu. Það
ættu engir að dæma um menn sem
þeir þekkja ekki. En ég efa ekki að
þeir ganga af heilum hug til þessa
fúndar. Annars væru þeir ekki að
flækjast hingað norður i höf,“ sagði
Guðni Þórðarson. -GK