Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Page 23
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986. 23 Ofsalega spennandi „Ég hef reynt að fylgjast með þessu eins mikið og ég hef getað,“ sagði Gyða Georgsdóttir aðspurð. „Ég bý í Kalifomiu en er hér í heim- sókn. Ég kom hingað rétt áður en fundurinn var ákveðinn og segi auð- vitað að Reagan sé að elta mig. Mér finnst þetta allt ógurlega spenn- andi. Mér finnst fjölmiðlar hér hafa staðið sig vel og alls ekki gert neitt of mikið úr þessu. Það á að láta okkur vita um allt sem gerist, allt sem hægt er að láta okkur vita um í sambandi við þennan fund. Ég býð alltaf spennt eftir DV og horfi á allt í sjónvarpinu. Svona nokk- uð hefur ekki gerst áður og ég vil fylgjast með öllu. Þetta er náttúrlega mjög góð landkynning og mjög ják- vætt fyrir ísland. En mér finnst ég líka finna spennu í fólkinu hér. það em allir mjög spenntir að vita hvað kemur út lir þessu. -VAJ Gyða Georgsdóttir. DV-mynd AMJ Ingólfur Árnason og Jóhanna Eyþórsdóttir. DV-mynd AMJ Innihaldið gleymdist „Hefur nokkur komist hjá því að fylgjast með þessu?“ sögðu hjónin Ingólfur Amason og Jóhanna Eyþórsdóttir þegar DV spurði þau hvað þeim fyndist um umfjöllun fjölmiðla í tengslum við leiðtogafundinn. „Stundum hefur manni fundist þessu ofgert, stundum ekki. Þetta hefði alla- vega ekki mátt vera meira," sögðu þau. „Það em viðræðurnar milli þessara tveggja leiðtoga sem skipta máli en vegna þess að það ríkir fréttaleynd á fundunum hafa fjölmiðlar leiðst út í að fjalla um það sem skiptir engu máli. Þeir hafa fjallað um umgjörðina en ekki inni- haldið. En það rætist kannski úr þessu í dag eða á morgun. Þá fáum við vonandi að frétta eitthvað af viðræðunum, hvort eitthvað jákvætt hafi komið út úr þeim eða hvort þetta hafi bara verið fundur um að halda annan fund,“ sagði Ingólfur. Sunnudagur 12. október ________Sjónvarp______________ 17.45 Fréttaágrip á táknmáli. 17.50 Sunnudagshugvekja. 18.00 Andrés, Mikki og félagar (Mickey and Donald). 24. báttur. Bandarísk teiknimyndasyrpa frá Walt Disney. Þýðandi Ólöf Péturs- dóttir. 18.25 Meistari Jakob. - Endursýning. Leikbrúðuland sýnir tvo leikþætti úr Stundinni okkar árið 1973. 18.50 Auglýsingar og dagskrá. 19.00 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.30 Fréttir og veður. 19.55 Auglýsingar. 20.00 Leiðtogafundurinn' - Frétta- þáttur. 20.40 Ljúfa nótt (Tender is the Night). Nýr flokkur Fyrsti þáttur. Bresk- ur framhaldsmyndaflokkur í sex þáttum, gerður eftir samnefndri skáldsögu eftir F. Scott Fitzgerald. Leikstjóri Robert Knights. Aðal- hlutverk: Peter Strauss, Mary Steenburgen, Abe North, Sean Young, Edward Asner, Piper Laurie og Kate Harper. Sagan gerist í Evrópu á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld. Ungur, bandarísk- ur geðlæknir, sem starfar í Sviss, verður ástfanginn af einum sjúkl- inga sinna. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 21.40 Bakhlið himnaríkis (On the Other Side of Paradise). Heimilda- mynd um bandaríska rithöfundinn F. Scott Fitzgerald en hann skrif- aði m.a. Gatsby (The Great Gatsby) og Ljúfu nótt sem mynda- flokkurinn hér á undan er gerður eftir. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.40 Dagskrárlok. Sjónvaip Stöð Tvö 17.30 Amazon - fransk-bandarískur framhaldsþáttur um Amazonfljó- tið. 18.30 Oscar Wilde breskur fram- haldsþáttur um líf Oscars Wilde. 19.30 Allt er þá þrennt er banda- rískur gamanþáttur. 19.55 Cagney og Lacy breskur framhaldsþáttur um tvær lög- reglukonur. 21.00 Tiskuþáttur. 21.30 Kaffivagninn bandarísk bíómynd. 24.50 Dagskrárlok. Útvaip lás I 16.20 Frá útlöndum. Þáttur um er- lend málefni í umsjá Páls Heiðars Jónssonar. 17.00 Síðdegistónleikar: Hljóm- sveitartónlist úr austri og vestri. Antal Dorati stjómar. 18.00 Skáld vikunnar. Sveinn Ein- arsson sér um þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Ekkert mál. Bryndís Jónsdóttir og Sigurður Blöndal sjá um þátt fyrir ungt fólk. 21.00 Hljómskálamúsík. Guðmund- ur Gilsson kynnir. 21.30 Útvarpssagan: „Ef sverð þitt er stutt“ eftir Agnar Þórðar- son. Höfundur byrjar lesturinn. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Norðurlandarásin. 23.20 í hnotskurn. Umsjón: Valgarð- ur Stefánsson (Frá Akureyri). 24.00 Fréttir. 00.05 Á mörkunum. Jóhann Ólafur Ingvason og Sverrir Páll Erlends- son sjá um þátt með léttri tónlist. (Frá Akureyri). 00.55 Dagskrárlok. __________Bylgjan______________ 17.00 Sigrún Þorvarðardóttir. Sig- rún er með dagskrá fyrir ungt fólk. Þeirra eigin flóamarkaður, viðtöl spurningaleikur og tónlist með kveðjum. Fréttir kl. 18.00. 19.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson á sunnudagskvöldi. Bjarni leik- ur létta tónlist úr ýmsum áttum og tekur við kveðjum til afinælis- barna dagsins. 21.00 Popp á sunnudagskvöldi. Þor- steinn J. Vilhjálmsson kannar hvað helst er á seyði í poppinu. Viðtöl við tónlistarmenn með til- heyrandi tónlist. Mánudagur 13. október Sjónvaip 17.55 Fréttaágrip á táknmáli. 18.00 Úr myndabókinni. 23. þáttur. Endursýndur þáttur frá 8. október. 18.50 Auglýsingar og dagskrá. Iviða- meira lagi Útvaip - Sjónvaip „Já, aðeins hef ég komið við það,“ sagði Flösi Kristjánsson kennari þegar DV spurði hann hvort hann hefði fylgst með umfiöllun fiölmiðla um leið- togafundinn. „Mér hefur fundist umfiöllun fiöl- miðla nokkuð góð en þó heldur í viðameira lagi. Én þetta er auðvitað stórmerkilegur atburður svo það er kannski skiljanlegt. Þó held ég þetta hefði allt mátt vera heldur minna. Þegar farið er að sjónvarpa á fimmtudögum þá gengur mikið á. Það hefur ekki gerst síðan þeir lentu á tunglinu árið 1969. Þá flutti Markús Öm okkur fréttirnar á fimmtudegi. Það var meira að segja í sumarfríinu þeirra. Hvemig koma leiðtogamir þér fyrir sjónir? „Þeir em ósköp svipaðir því sem maður átti von á. Sá gamli jafrihress og maður bjóst við. Sá sovéski var kannski heldur þurrari á manninn í viðtalinu við Ögmund, heldur en mað- ur hafði búist við,“ sagði Flosi. -VAJ Flosi Kristjánsson. DV-mynd AMJ Kolbrún Snorradóttir. DV-mynd AMJ Skrýtið að vita af þeim hér „Ég hef fylgst með þessu svona með öðru,“ sagði Kolbrún Snorradóttir nemi þegar hún var spurð hvort hún hefði fylgst með umfiöllun fiölmiðla imi fund þeirra Reagans og Gor- batsjovs. „Það er búið að skýra þetta allt ofsa- lega vel fyrir manni. Annars er bara svo skrýtið að vita af því að þeir séu héma, svona nálægt manni. Stundum hefur manni fundist fiöl- miðlar ofgera þessu svolítið. Maður er orðinn dálitið leiður á þessu. Leið- togamir em eins og ég átti von á. Nema kannski Gorbatsjov, ég átti von á að hann væri harðari. Reagan er hins vegar eins góðlátlegur og ég bjóst við. Aðallega finnst mér þó skrýtið að vita af þeim hér. - Fylgdistu með fréttum af svona mál- um áður? „Nei, alls ekki. En maður fylgist frekar með núna eftir þetta,“ saeði Kolbrún. -VAJ Óánægð með sjónvarpið „Já, ég hef fylgst með fréttum frá leiðtogafundinum og fundist umfiöll- unin bara góð,“ sagði Helga Sigrún Sigurjónsdótttir, hjá Samtökum um kjarnorkuvopnalaust ísland. „Nema ég er óánægð með sjónvarpið. Þeim fannst merkilegra að gyðingar héldu fund og friðaboðskapur Greenpeace manna, heldur en fiölmennur íslensk- ur friðafundur í Hljómskálagarðinum í fyrrakvöld. Það mætti alveg segja meira frá því sem íslenskar friðar- hreyfingar eru að gera.“ Finnst henni umfiöllunin hafa verið of mikil eða of lítil? * „Mér hefur stundum fundist þetta hálflúægilegt, þegar aðalmálið er hvort þeir ropi eða misstígi sig á leið- inni á eða af fundi. Tilstandið er fullmikið. Og kostnaðurinn líka, allar þessar beinu sjónvarps- og útvarps- sendingar. Annars finnst mér alveg frábært að þessi fundur skyldi vera haldinn á íslandi,“ sagði Helga Sigrún. -VAJ Helga Sigrún Sigurjónsdóttir. DV-mynd AMJ 19.00 Steinaldarmennirnir. 19.30 Fréttir og veður. 20.00 Auglýsingar. 20.10 Dóttir málarans. 21.20 Hjartað brestur. (The Death of the Heart). Bresk sjónvarps- mynd gerð eftir samnefndri skáld-1 sögu eftir Elizabeth Bowen. > Leikstjóri Peter Hammond. Aðal- hlutverk: Jojo Cole, Patricia Hodge, Nigel Havers, Robert Ilardy, Phyllis Calvert, Wendy Hiller og Daniel Chatto. Sagan gerist í Lundúnum rétt fyrir stríð. Stúlku á sautjánda ári er komið fyrir hjá hálfbróður sínum og konu hans. Stúlkan verður hálfgerð homreka á ríkmannlegu heimili þeirra en þar kynnist hún ungu kvennagulli og verður ástfangin. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 23.00 Fréttir í dagskrárlok. Sjónvaip Stöö Tvö 17.30 Myndrokk. 17.55 Teiknimyndir. 18.25 Bulman - breskur lögreglu- þáttur. 19.25 Fréttir. 19.55 Magnum P.I. - Spennuþættir með Tom Selleck í aðalhlutverki. 21.40 Þrenningin ný sjónvarps- mynd frá CBS í Bandaríkjunum. 23.10 Myndrokk. 23.30 Náttfari bandarísk bíómynd með Sylvester Stallone í aðalhlut- verki. 01.10 Dagskrárlok. Útvaip rás I 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Ingimar Ingimarsson flytur. (a.v.d.v.) 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin - Páll Bened- iktsson, Þorgrímur Gestsson og Guðmundur Benediktsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veð- urfregnir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Erlingur Sigurð- arson flytur þáttinn. (Frá Akur- eyri). 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Litli prinsinn“ eftir Antonine de Saint-Exupéry. Þórarinn Björnsson þýddi. Erlingur Hall dórsson les (8). 9.20 Morguntrimm - Jónína Bene- diktsdóttir (a.v.d.v.) Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Búnaðarþáttur. Guðjón Þor- kelsson á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins talar um rann- sóknir á kjöti. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Einu sinni var. Þáttur úr sögu eyfirskra byggða. Umsjón: Krist- ján R.-, Kristjánsson (Frá Akur- eyri). 11.00 Fréttir. 11.03 Á frívaktinni. Þóra Marteins- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heima og heim- an. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akureyri). 14.00 Miðdegissagan: „Undirbún- ingsárin‘% sjálfsævisaga séra Friðriks Friðrikssonar. Þor- steinn Hannesson les (5). 14.30 íslenskir einsöngvarar og kórar. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleik- ar. 15.20 Landpósturinn. Meðal efnis brot úr svæðisútvarpi Akureyrar og nágrennis. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Stjórnendur: Kristín Helgadóttir og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Sinfóníur Boccherinis. Síðari hluti. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. 17.40 Torgið. Síðdegisþáttur um sam- félagsmál. Umsjón: Bjami Sig- tryggsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. , 19.35 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Erlingur Sigurðarson flytur. (Frá Akur- eyri). 19.40 Um daginn og veginn. Guðrún Ö. Stephensen húsmóðir talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Að tafli. Jón Þ. Þór flytur skák- þátt. 21.00 Gömlu danslögin. 21.30 Útvarpssagan: „Ef sverð þitt er stutt" eftir Agnar Þórðar- son. Höfundur les (2). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 í reynd - Um málefni fatlaðra. Umsjón: Einar Hjörleifsson og Inga Sigurðardóttir. 23.00 Norsk tónlist. a. Sinfónískir dansar op. 64 eftir Edvard Grieg. Sinfóníuhljómveitin í Björgvin leikur; Karsten Andersen stjórnar. b. Sinfónía nr. 2 eftir Halvor Haug. Norska unglingasinfóníuhljóm- sveitin leikur; Karsten Andersen stjórnar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Útvaip lás n 9.00 Morgunþáttur 12.00 Létt tónlist. 13.00 Við förum bara fetið. Stjórn- andi: Ásta R. Jóhannesdóttir. 15.00 Á sveitaveginu. Bjarni Dagur Jónsson kynnir bandaríska kú- reka- og sveitatónlist. 16.00 Allt og sumt. Helgi Már Barða^ son stjórnar þætti með tónlist úr ýmsum áttum. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00,10.00,11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SV ÆÐISÚTV ARP VIRKA DAGA VIKUNNR 8.00 Útvarp á ensku. Fréttir eru sagðar á heila tímanum. Útsend- ing stendur til kl. 20.15 og er útvarpað á FM-bylgju með tíðn- inni 89,3 MHz. 18.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. Gott og vel. Bylgjan 12.00 Á hádegismarkaði með Jó- hönnu Harðardóttur. Jóhanrja leikur létta tónlist, spjallar unP neytendamál og stýrir flóamark- aði kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00 Pétur Steinn á réttri bylgju- lengd. Pétur spilar og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00. 19.00 Þorsteinn Vilhjálmsson í kvöld. Þorsteinn leikur létta tón- list og kannar hvað er á boðstólum í kvikmyndahúsum, leikhúsunu^. veitingahúsum og víðar í næturlíf- inu. 21.00 Vilborg Halldórsdóttir spilar og spjallar. Vilborg sníður dag- skrána við hæfi unglinga á öllum aldri, tónlistin er í góðu lagi og gestimir líka. 23.00-24.00 Vökulok. Fréttamenn Bylgjunnar ljúka dagskránni með fréttatengdu efni og ljúfri tónlist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.