Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1986, Side 24
FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986. Byssumenn teknir: íslenskt ..Við álítum að málið sé upplýst þótt við verðum að fara í saumana á þvi vegna þess hvemig á stendur." sagði Einar Bjamason, vaiðstjóri hjó lög- reglunni í Reykjavík. Laust eftir kl. 13.00 í dag voru þrír menn handteknir nærri húsi Seðlabankans á leið niður að höfn. Þeir höfðu óhlaðna hagla- byssu meðferðis. Lögreglan handtók mennina um leið og til þeirra spurðist. Var samkvæmt fyrstu sögu álitið að þeir væru með riffil. í Ijós kom að svo var ekki. Menn- imir gáfu þá skýringu ó ferðum sínum að þeir væm á leið á sjó til fuglaveiða. ^ ..Ég sé ekki betur en að hér sé um venjulegt islenskt kærulevsi að ræða." sagði Einar Bjamason. ..Þeir virðast ekki hafa áttað sig á að þessa dagan ganga menn ekki með byssur um göt- ur." Erlendar fréttastofur komust strax á snoðir um handtöku mannanna og höfðu þá þær upplýsingar að vopnið hefði verið riffill og málið hið alvarleg- asta. Einar sagði að mönnunum yrði ekki sleppt strax eða á meðan ekki væri endanlega gengið úr skugga um , hverjar ft’rirætlanir þeima vom. -GK Læst eða ekki læst Ekki er enn ljóst hvort dagskrá Stöðvar 2 verður send út trufluð eða ekki í kvöld. Þegar stöðin hóf útsend- ingar var gert ráð fyrir ólæstri dagskrá ft rstu þrjá dagana og samkvæmt því ætti lásinn að smelia klukkan níu í kvöld. En að sögn Jónasar R. -Jónsson- ar. dagskrárstjóra; Stöðvar 2. er verið að ræða við rétthafa þeirra mynda sem í hlut eiga um að fá að senda út ótmfi- ®mða dagskrá eitthvað lengur. ..Okkur heí'ur ekki tekist að afgreiða nógu marga afruglara og viljum því gjarnan halda dagskránni opinni leng- ur." sagði -Jónas. -VAJ TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF„ IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK. SÍMAR: 92-4700-92-3320. LOKI Góður árangur mið- að við Höfða-töiu! Friðarsöngur að morgni Meðan fulltrúar stórveldanna tveggja funduðu i Höfða var sungið um frið á jörðu að Gljúfrasteini í Mosfellssveit. Hjónin Halldór Kiljan Laxness og Auður kona hans buðu friðarsinnanum og söngkonunni Joan Baez í morgunverð því Baez er mikill aðdáandi nóbelsskáldsins. í lokin sungu þær Auður og Joan saman á íslensku - Kvölda tekur, sest er sól - og hlutu fyrir flutninginn einróma lof viðstaddra. -baj DV-mynd KAE Stórtíðindi á Reykjavíkurfundi Reagans og Gorbatsjovs: Vonir um IðBKXIin Vonir standa til að fækkun kjarn- orkuvopna verði vemleg í fi-amhaldi af fjómm fundur Reagans Banda- ríkjaforseta og Gorbatsjovs Sovét- leiðtoga. Er það haft eftir sovéskum geimvopnasérfræðingi, Yevgeny Ve- likhov. Á blaðamannafundi er Georgy Arbatov, ráðgjafi Gor- batsjovs, hélt síðan sagði hann að gert væri ráð fyrir bæði langdrægum og meðaldrægum eldflaugum í til- lögu Sovétmanna um fækkun kjamorkuvopna ssm hann sagði að væri sogulegur atburður. Gorbatsjov liefur Jagt fram ýmsar tillögur, þar á meðal að kjamorkuvopnum verði eytt f>TÍr árið 2000. Embættismenn hafa sagt að báðir aðilar nálgist nú samkomulag er gæti falið í sór fækk- un fjölda kjarnaodda úr 1.000 í 200 hjá hvomm aðila um sig. Fundurinn í morgun, sem var þriðji fundur þeirra Reagans og Gor- batsjovs, stóð einni klukkustund og 35 mínútum lengur én áætlað hafði verið. Ákveðið var að halda viðræö- um áfram klukkan þrjú og vai- því öllum blaðamannafundum, er boðað hafði verið til, frestað. Lany Speakes, hlaðafulltrúi Hvíta iiússins, hélt stuttan fund um tvö- leytið. Sakaði hann Sovétmenn um brot á reglum um fréttabann vegna toppfundarins og átti hann þá við ummæli Velikhovs. Speakes staðfesti að árangur heföi náðst á vissum sviðum afvopnunar- mála en vildi ekki fara út í smáatriði. Sagði hann að ágreiningur hefði minnkað á sumum sviðum en ekki öðrum. Foreetinn héidi fast við viss atriði, svo sem meðaldrægar eld- flaugar og geimvamaáætlunina sem Sovétmenn vildu stoppa. Að sögn S()eakes vildi Reagan framlengja fundinn til þess að minnka þann ágreining sem væri en hann myndi þó ekki gefa eitir í grundvallaratriðum. Á blaðamannafundimun tilkynnti Speakes að viðræðum sérfraeðing- anna, er ijölluðu í alla nótt um afvopnunarmál, mannréttindamál og staðbundin ágreiningsefiú, væri iokið og hefði samkomulag náðst á sumum sviðum. Utanríkisráðherrar stórveldanna, þeir George Shultz og Eduard Sévardnadze, héldu séríund til undirbúnings framhaltfsfundinum sem þeir ætluðu síðan að taka þátt í. -IBS Raisa fékk nautalundir hjá Steingrími Forsætisráðherrahjónin buðu Raisu Gorbatsjovu upp á nautalundir í pij>- arvínssósu með fylltum tómötum og sveppum í aðalrétt að heimili sínu i gærkvöldi. í forrétt var humar í ostas- ósu og Grand Marnier frauð í eftirrétt. I hádeginu í gær snæddi Raisa há- degisverð í Ráðherrabústóðnum í boði Eddu Guðmundsdóttur. Á maLseðlin- um þar var salat með reyktum laxi í foirétt, lambalundir í púrtvínssósu í aðalrétt og ferskt ávaxtasalat með vanillusósu í eftirrétt. -KÞ Raisa kemur til kvöldverðarins hjá Steingrimi Hermannssyni og Eddu Guð- mundsdóttur í gærkvöldi að heimili forsætisráðherrahjónanna. Fremst til hægri er öryggisvörður. DV-mynd KAE 4 í i 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.