Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Blaðsíða 2
46
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986.
VIKAN
FERSK - HRESS VIKA - VIKULEGA
Arkitektinn
og minnis-
merkið
Arkitektinn Oskar Niemeyer hefur
gert minnismerki um þá sem þolað
hafa pyntingar og harðræði af hálfu
stjórnvalda í hinum ýmsu ríkjum Suð-
ur-Ameríku. Minnismerkið verður
reist I Rio de Janeiro.
Niemeyer, sem nú er kominn fast
að áttræðu, hefur verið með áhrifa-
mestu arkitektum á þesari öld. (
Brasilíu reisti hann sjálfum sér og
stjórninni mörg minnismerki í höfuð-
borginni Brasilíu þegar hún var
byggð. Hann var einn helsti arkitekt
borgarinnar þegar hún var reist.
Nú segir hann að lif manna skipti
miklu meira máli en skrautlegar bygg-
ingar. Því hafi hann ákveðið að gera
minnismerkið I Ríó.
Gleymdi að
hringja heim
Fréttaskýrendur eru á einu máli um
að Bokassa, fyrrum keisari I Mið-
Afríkulýðveldinu, hefði getað sparað
sér ómældar þrengingar með því að
hringja heim og kanna aðstæður í
stað þess að fara á staðinn I eigin
persónu og spyrja tíðinda.
bokassa laumaðist frá Frakklandi
og heim eftir að hafa verið I útlegð I
átta ár. Svo virðist sem hann hafi
haldið að við heimkomuna gæti hann
tekið upp fyrri völd eins og ekkert
hefði í skorist.
Svo fór þó ekki því fyrrum þegnar
hans handtóky keisarann við heim-
komuna og hótuðu lífláti. Hann var
dæmdur til dauða árið 1980 fyrir að
hafa látið myrða um eitt hundrað
skólabörn. Dómnum var ekki full-
nægt vegna fjarveru kappans.
Enn hefur Bokassa ekki verið tekinn
af lífi að því er best er vitað. Núver-
andi forseti landsins hefur þó sagt
að ekki standi til að breyta dómnum
sem kveðinn var upp árið 1980. Því
virðist aðeins tímaspursmál hvenær
Bokassa verður leiddur fyrir aftöku-
sveitina.
Prinsinn
grimmur
segir Jón Hákon Magnússon í Vikuviðtalinu. Hann ræðir um uppstokkun í fjöl-
miðlunum hér í landi, nýafstaðinn leiðtogafund og eigin tilveru.
„Sagan heitir Lifandi lík,"
-segir Gunnar Gunnarsson, rithöfundur og blaðamaður, í skemmtilegu spjalli
um nýju framhaldssöguna sem hann skrifaði fyrir Vikuna.
. .aðalpersónan er blaðamaður, sem reyndar er hættur að vinna. Sem slíkur
sónu. Konur gegna líka stóru hlutverki í sögunni.“
í sögunni kemur hann fram i fyrstu per-
Sigurlaug Rósinkranz
sópransöngkona
heimsótt í
Los Angeles
Hótel á Íslandi.
Kringluskerinn er einstaklega auð-
veldur í notkun.
Tækniundur
Eitt hinna alvarlegri þjóðfélags-
meina á síðari árum hefur verið að
mögum sæmdarmanninum hefur
mistekist að hluta kringlur sinar i
sundur svo vinunandi sé. Hafa af
þessu hlotist nokkur slys auk þess
sem matur hefur spillst að óþörfu.
I henni Ameríku kunna menn við
öllu ráð og hafa hugvitsmenn þar nú
ráðið bót á þessum vanda svo þar
verður ekki betur gert. Kringluskerinn
ameríski er hið mesta vildisverkfæri.
Ef rétt er á haldið má með því hluta
kringlur sundur með þeirri nákvæmni
að ekki verður á betra kosið.
Þetta hefur Breiðsíðunefndin sann-
reynt á löngum fundum yfir skorpn-
um kringlum og kölöu kaffi.
Áhugamönnum um tækniframfarir
skal einnig á það bent að Breiðsíðu-
nefndin hefur þegar tryggt sér einka-
leyfi á innflutningi verkfærisins.
Flugmaðurinn
Rajiv Gandhi
Stöðva þurfti allt flug frá Palam
flugvellinum í Nýju Delhi vegna þess
að Rajiv Gandhi þurfti að æfa flug í
Gandhi missti ekki prófið.
Beechcraft vélinni sinni. Æfingin stóð
í tvo tíma og tókst ágætlega.
Gandhi lá mikið á að taka þessa
æfingu því annars hefði hann misst
flugprófið vegna æfingaleysis. Áður
fyrr var Gandhi atvinnuflugmaður hjá
indverska flugfélaginu.
Eftir að Gandhi varð forsætisráð-
herra fyrir tveim árum hætti hann að
fljúga. Hann rankaði þó við sér fyrir
skemmstu þegar honum varð Ijóst að
flugprófið var að renna út.
Karl Bretaprins sýndi ráðamönnum
í breskum byggingariðnaði tennurnar
nýverið. Hann sagði húsnæðisvanda
Breta mun meiri en hægt væri að
sætta sig við. „Það er enn búið I
óíbúðarhæfu húsnæði þrátt fyrir að
svo hafi átt að heita allt frá stríðslok-
um að unnið sé að útrýmingu þess,"
sagði prinsinn og var grimmur.
Á síðasta ári lét hann hafa eftir sér
að hann hefði lítinn áhuga á að erfa
krúnu í landi þar sem byggju tvær
þjóðir - þeir sem ættu eitthvað og
þeir sem ættu ekkert.
Ummæli prinsins um húsnæðis-
málin þykja sanna að honum hafi
verið alvara og að hann muni þegar
í hásætið er komið láta þjóðfélagsmál
til sín taka og ekki hika við að skamm-
ast þegar þegnunum er misboðið.
Kalli á það til að skammast.
„Ég þekki gagnrýnina og kvíði henni ekki,"
Rómantík í
Svartaskógi
Vil-vilekki. Nýbók eftir
Gunnhildi Hrólfsdóttur í
bókakynningarþætti
Vikunnar.