Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 8. NÖVEMBER 1986.
57
Þeir sitja fjórir við borð þakið blöð-
um og ræða leiðir til að losna við
forsjá ríkisins í sovéskri kvikmynda-
gerð. Þeir tala um að taka bannaðar
myndir til sýninga; um að dusta ryk-
ið af gömlum handritum sem aldrei
fékkst leyfi til að vinna eftir og um
að eyða áhrifum Goskino kvik-
myndaráðsins sem árum saman hefur
verið dragbitur á sovéska kvik-
myndagerð.
Fjórmenningarnir tala um leiðir til
að styðja við bakið á efnilegum kvik-
myndagerðarmönnum. Þeir láta sig
dreyma um að losa kvikmyndagerð-
ina úr viðjum klisjanna sem hafa
tröllriðið henni árum saman. I sam-
ræðu þeirra koma aftur og aftur fyrir
orðin að „segja sannleikann", að
„breyta kvikmyndagerðinni" og að
standa „heiðarlega að verkum“.
Tveir þessara manna eru leikstjór-
ar sem gætu sagt langa sögu af
viðskiptunum við Goskino. Þeir eiga
báðir myndir sem hafa fengið að
safna ryki ósýndar árum saman. Hin-
ir tveir eru heimspekingur og
gagnrýnandi.
Baráttan við Goskino
Ætla mætti að fjórmenmngarmr
sætu saman við eldhúsborð í lítilli
íbúð í Moskvu. Vaskurinn er fullur
af óþvegnum mataráhöldum - um-
hverfið sem menn ímynda sér að
einkenni samræður sovéskra
menntamanna. En að þessu sinni er
það ekki svo.
Fjórmenningarnir sitja á skrifstofu
Félags kvikmyndagerðarmanna.
Innan vébanda þess eru allir kvik-
myndagerðarmenn í Sovétríkjunum.
Kvikmyndaleikstjórinn Elem
Klimov leiðir umræðurnar. Hann er
gamalreyndur í kvikmyndagerðinni,
rúmlega fertugur og var í vor kjörinn
aðalritari félagsins á sögulegu fundi
þar sem gömlu leiðtogunum var
steypt af stóli.
Klimov er að undirbúa ferð til New
York þar sem á að sýna mynd hans
„Konfið og sjáið“ á sovéskri kvik-
myndáhátíð. A hátíðinni, sem nú er
nýlega lokið, voru sýndar myndir
sem til þessa hafa ekki komið fyrir
sjónir almennings, hvorki í Sovét-
ríkjunum né á Vesturlöndum. Þar
má nefna mynd Aleksei Ghermans,
„Réttarhald á veginum". Hún hefur
lengi verið á bannlista. Einnig má
mefna „Söguna af Suram-virkinu“
eftir Sergei Paradzhanov. Sú mynd
kostaði höfundinn vist í þrælkunar-
búðum.
En umræðurnar á skrifstofu
Klimovs snúast ekki um Bandaríkja-
ferðina heldur breytingar á sovéskri
kvikmyndagerð. Fjórmenningarnir
eru að ræða um leiðir til að færa
völdin frá Goskino til kvikmynda-
gerðarmannanna sjálfra.
Svipmynd úr nýíegri sovéskri kvik-
mynd.
„Það er hægt að láta sig dreyma
um meistaraverk," segir Klimov.
„Það er ekkert mál. Okkar vandi er
að skapa andrúmsloft þar sem hægt
er að gera meistaraverk. Við getum
gert það núna. Við þurfum að skapa
aðstæður þar sem góðir kvikmynda-
gerðarmenn geta unnið að hugðar-
efnum sínum. Hingað til hafa
kvikmyndagerðarmenn verið hvattir
til að gera „litlausar" myndir. Við
þurfum að snúa dæminu við.“
Hallarbylting
Opinberlega eiga kvikmyndir að
flytja boðskap sem valdhöfunum er
þóknanlegur. Þær eiga að vera áróð-
ursmyndir. Frá þessu hefur aðeins
verið vikið á skammæjum þíðutímum
en lengst af hafa stjórnvöld sagt
listamönnum fyrir verkum. Nú er vor
í kvimyndagerðinni sem og öðrum
listgreinum.
Klimov segir að breytingin hafi
orðið með valdatöku Gorbatsjovs.
Eftir að hann tók við stjórnartaum-
unum hefur verið slakað á eftirliti
með listamönnum og þeim leyfst að
vinna að verkum sem ella hefðu ekki
hlotið náð fyrir augum kerfiskarl-
anna í stjórnsýslunni.
Fyrir kvikmyndagerðarmenn urðu
tímamótin á aðalfundi félagsins.
Ungir menn í greininni gerðu þar
hallarbyltingu og náðu tveim þriðju
sæta í framkvæmdanefnd félagsins.
Þeir gömlu fór.u halloka og yfirvöld
hafa ekkert gert til að rétta hlut
þeirra. Breytingin hefur hlotið þegj-
andi samþykki yfirvalda.
Félag kvikmyndagerðarmanna hóf
þegar aðförina að Goskino sem lengi
hefur ráðið öllu í sovéskri kvik-
myndagerð. Goskino hefur ráðið
öllu, frá því að samþykkja handrit
til þess að ákveða sýningardag ef
myndirnar voru þá á annað borð
samþykktar.
Þetta hefur leitt til þess að annað-
hvort hafa góðir leikstjórar flúið til
Vesturlanda eða beygt sig fyrir ofur-
valdi Goskino og gert myndir sem
þeim var þvert um geð að gera.
Nokkrir hafa þó þrjóskast við og
reynt að gera myndir að eigin geð-
þótta og eytt mestu af kröftum sínum
í baráttu við ritskoðunina. Þeirra á
meðal er áðurnefndur Klimov.
Fljótlega eftir aðalfund Félags
kvikmyndagerðarmanna var fulltrú-
um Goskino stefnt til ráðstefnu þar
sem rætt var um endurskoðun á
starfi stofnunarinnar og hvatt til að
taka upp sýningar á bönnuðum
myndum og að hafin yrði vinna við
bönnuð handrit. Nú hafa 17 bannað-
ar myndir verið sýndar í Sovétríkj-
unum og verið er að athuga með að
létta banninu af álíka mörgum
myndum.
Áður en þetta gerðist hafði Gosk-
ino opinberlega sætt gagnrýni fyrir
fyrir stöðnun og fyrir að banna
myndir sem ekkert væri við að at-
huga. Ein þeirra er myndin „Ótti“
eftir Klimov. Hann lauk við að gera
hana árið 1975 en fékk hana ekki
sýnda fyrr en 1983. Myndin fjallar
um Rasputin og áhrif hans við hirð-
ina á síðustu valdaárum keisaranna.
Vandi sovéskra kvikmvndagerðar-
manna verður ekki að öllu levti
rakinn til Goskino. Aðsókn að so\ -
éskum myndum hefur mjög dregist
saman um leið og sjónvörpum hefur
fjölgað á sovéskum heimilum. Að
hluta til má rekja þetta til ritskoðun-
arinnar sem hefur leitt til þess að
fátt er gert af forvitnilegum myndum.
Þeir sem hafa gert myndir í and-
stöðu við Goskino hafa einnig orð á
sér fyrir að gera léiðinlegar myndir.
Þannig hafa myndir Tarkovskys
aldrei notið vinsælda þegar þær hafa
verið sýndar. Þessir kvikmyndagerð-
armenn hafa gert sinar myndir í eins
konar tómarúmi. Fyrirfram hafa
flestir þeirra gengið út frá að mynd-
irnar yrðu aldrei sýndar opinberlega.
GK
Alltaf
jafnvinsælt
— ekki bara
ÁRUM SAMAN
heldur
ÁRATUGUM
SAMAN
-■
%
s\0\VA r
|„m kv.Klardóim« í
Hvemig verjast stjömumar stre.tu. ^
Kettimir hafa alltaf yfirhondina ... M
Drengurinn sem varð fynr eldmgu
Smádrekamir fjórir í Asiu ...... 34
Úrvalsljóð ...................38
Fasið segir til um astarhitann . 42
SnilUneykst mcð aldnnum 45
Austurlensk stjomuspa •••••••"• "" 61
Svifnökkvantöfrateppinutimai ^
Blaðið sem Jesú Knstur nts y - ....72
Flugmóðurskipið Amenca ............. 78
_ Hugsuníorðum .........................80
Hrvðjuverk; svona ma stgr pe ^
—Völundarhús .....................
Áskriftar-
síminn er
27022