Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986.
59
Bílar
Volvo 480 ES er raunverulegur sportbíll sem brýtur
fyrri hefðir frá Volvo. Slíkur bíll hefur ekki komið
úr þessum herbúðum frá því að P-1800 var og hét
á sinum tima og varð frægur í höndum Dýrlingsins,
Simon Templar. Afturendinn þykir sérlega vel
heppnaður og þá sérstaklega frágangur afturljós-
anna sem eru innfelld.
Umsjón: Jóhannes Reykdal
Reynsluakstur Volvo 480 ES:
Sportbíll með
mikla aksturs-
eiginleika
Það vakti mikla athygli fyrr á þessu
ári þegar „ný kynslóð" bíla var
kynnt hjá Volvo-verksmiðjunum.
Þetta var Volvo 480 ES sem á rætur
að rekja til verksmiðju Volvo í Holl-
andi.
Volvo Car BV í Hollandi á miklum
framgangi að fagna þessa dagana.
300 línan hefur aldrei selst betur en
einmitt nú. Samt sem áður var beðið
eftir nýjum bíl, bæði sem arftaka 300
línunnar hollensku og 240 línunnar
frá Gautaborg. Talsmenn Volvo hafa
varist allra frétta á hvaða braut nýj-
ungar muni verða og ekkert gefið
út á það hvort þessi nýi bíll í 400 lín-
unni verður beinn arftaki hollensku
framleiðslunnar eða hvort hér er á
ferðinni boðberi þess sem kemur síð-
ar frá Gautaborg.
Um síðustu helgi flutti Veltir hf.,
umboðsaðili Volvo á íslandi, með
söludeild nýrra og notaðra bíla í
nýtt og glæsilegt húsnæði í Skeif-
unni 15. Af því tilefni voru sýndir
allir þeir bílar sem Volvo framleiðir,
þar á meðal hinn nýi 780 sem teikn-
aður er af Bertone hinum ítalska og
480 ES bíllinn frá Volvo í Hollandi.
I Volvó 480 ES er verið að sameina
fortíð, nútíð og framtíð. Haldið er
fast í hefðir varðandi öryggi og vand-
aða smíði og tölvutæknin notuð til
fulls. í útliti er 480 bíllinn líkastur
sportbíl, enda búinn mörgum þeim
eiginleikum sem krafist er af slíkum
bílum. Hönnunin er rennileg, enda
er loftmótstöðustuðull aðeins 0,34
sem er með því betra sem gerist.
Við fyrstu kynningu á þessum bíl
var það strax ljóst að þetta er fyrsti
bíll í línu framhjóladrifinna bíla frá
Volvo. Hér hefur ekki verið neitt
sparað til að gera þennan bíl sem
best úr garði. Sportlegt útlitið, fram-
hjóladrif og þverstæður mótor og
innrétting í háum gæðaflokki tala
sínu máli. Volvo ætlar sér inn á dýr-
ari markaðinn með þennan bíl.
Aætlunin á bak við þennan bíl, sem
nefndist E12, hefur staðið í sex ár
og þótt þessi bíll beri einkenni Volvo
þá er hér á ferðinni algjörlega hol-
lensk framleiðsla. Allt bendir til að
á næstunni muni þessi bíll koma með
turbo eða forþjöppu á vélina og einn-
ig er rætt um venjulegan fjölskyldu-
bíl, byggðan á sömu hugmynd en með
verulega breytt útlit.
Án efa eru ekki allir á eitt sáttir
um útlit 480 ES. Hann fer inn á nýja
braut hvað varðar framleiðslu frá
Volvo, línan líkist meira því sem sést
hefur frá Japan, t.d. Honda og eins
Ford Scorpio, svo eitthvað sé nefnt.
Aukin notkun gerviefna
1 þessum bíl er notkun gerviefna
meiri en áður hefur verið hjá Volvo.
Framstykkið og hlífamar yfir niður-
felldum framljósunum eru úr plast-
efnum. Framrúðan er límd í til að
auka styrkleika og hliðarrúður
mynda sléttan flöt við yfirbygging-
una til að minnka loftmótstöðu. Eins
og margir bílar er hann án eiginlegr-
ar þakrennu, en til að koma í veg
fyrir að vatnið fossi yfir mann þegar
stigið er út úr bílnum er gúmmíkant-
urinn við hurðina lagaður þannig
að hann kemur í stað rennú.
Afturhlerinn er allur úr gleri, með
léttum álramma til styrkingar. Hler-
inn nær niður að innfelldum aftur-
ljósunum, en myndar þar með fullháa
brún inn í farangursrýmið. Plássið
þar er 160 lítrar með aftursætunum
uppréttum en eykst í 660 lítra ef aft-
ursætin bæði eru lögð fram. I stað
hillu yfir farangursrými er þunn
dúkhlíf strengd yfir.
Sæti fyrir fjóra
Hvað innanrými varðar þá er þetta
aðeins fjögurra manna bíll, því aftur
í eru tveir stólar. Fótarými að aftan
er með minna móti ef tveir fullvaxn-
ir eru í framsætunum. Á móti koma
þó nokkur þægindi fyrir aftursætis-
farþega því hægt er að stilla halla
baksins á þrjá vegu og á þann hátt
eru þægindin svipuð og í framsætum
margra bíla.
Hirslur eru nægar, bæði innan á
hurðum svo og til hliðar við aftur-
sætin. Lokaðar hirslur eru á milli
sætanna. Hins vegar er hanskahólfið
sjálft í mælaborðinu kjánalega lítið.
Fyrir framsætisfarþega eru þæg-
indin mikil. Plássið er gott og sætin
veita góðan stuðning. Bílstjórasætið
er hægt að stilla á alla hugsanlega
vegu. Þar við bætist og stilling á
stöðu stýrishjólsins.
Almennt séð hafa þægindin verið
í fyrirrúmi við hönnun bílsins. Fjöðr-
unin svarar vel og hljóðeinangrun
er góð. Veghljóð heyrist lítið en vél-
in minnir þó á sig við hærri snúning.
Vélin er ættuð frá Renault og er
sama 1,7 lítra vélin og kom frarn í
300-línunni á síðasta ári. 1480 bílnum
er hún búin tölvustýrðri beinni inn-
spýtingu og kveikju. Auk þess er
kveikjunni stýrt af skynjara sem
kemur í veg fyrir kveikjubank og því
er hægt að hafa þjöppunina 10,5:1.
Hér nást 109 hestöfl út úr vélinni
við 5800 snúninga á mínútu. Og
krafturinn er nægur því hröðun úr 0
upp í 100 km tekur aðeins 9,5 sekúnd-
ur og hámarkshraðinn er gefinn upp
190 km á klst. Við venjulegan akstur
er þetta yfirdrifið afl, en í hrað-
brautaakstri gæti vantað upp á aflið,
en það lagast um leið og forþjappan
kemur til sögunnar.
Gírkassinn, sem er fimm gíra, er
léttur og ég hef ekki fyrr reynt bíl
sem rennur jafn ljúflega í fímmta
gírinn og þessi.
Góðir aksturseiginleikar
I reynsluakstri kom í ljós að bíllinn
er búinn óhemjugóðum aksturseigin-
leikum. Framhjóladrif er hversdags-
legur hlutur í dag, en hér hefur
Hollendingunum tekist vel upp.
Þetta er með betri bílum sem ég hef
ekið um dagana hvað varðar akst-
urseiginleika. Stýrið er mjög hlut-
laust. Yfirleitt eiga bílar það til að
yfir- eða undirstýra, en hér er það í
fullkomnu jafnvægi. Við mikið álag
var hægt að fá fram vott af undirstýr-
ingu sem hvarf um leið og slakað var
á inngjöfinni. Vegna áherslunnar,
sem lögð hefur verið á hina sportlegu
eiginleika bílsins þá er fjöðrunin
fullstíf fyrir lélegri vegi. Lítið verður
samt vart við að ójöfnur slái upp í
stýrið. Jafnvægisstangir að framan
og aftan hjálpa hins vegar mikið til
í beygjum og ójöfnum og gera örugg-
lega sitt til að halda bílnum jöfnum
á veginum. Fjöðrunin að framan er
næsta venjuleg McPherson gorma-
fjöðrun en að aftan er heill öxull með
sveifluörmum.
Aflstýri er staðalbúnaður í bilnum
og vinnur vel, er hæfilega þungt til
að skapa tilfinningu fyrir beygjum.
Vel búinn
Vinnustaður ökumannsins er vel
búinn tækjum. Mælaborðið er gott
aflestrar og örtölva sér um að veita
miklar upplýsingar um aksturinn og
ástand vélarinnar. Þar er hægt að
lesa í sama mæli bensíneyðslu þá
stundina, meðaleyðslu í síðustu öku-
ferð, meðalhraða, hve mikið hægt er
að aka á bensínfyllingu, olíuhita,
vatnshita og síðast en ekki síst úti-
hitann. í köldu veðri og hálku eins
og var í þessum reynsluakstri varar
búnaðurinn við útihitastiginu og þar
með hættunni á hálku. Útvarpið á
Framendinn breytist mikið þegar
billinn „opnar augun“ þegar Ijósin
eru kveikt.
sinn stað efst til hægri og þar undir
eru sérmælar fyrir olíuþrýsting og
hleðslu. Stýring á hitakerfi kemur
þar fyrir neðan og er einföld og góð
í notkun. Hins vegar lætur hátt í
miðstöðinni þótt á hægari snúningi
sé, nokkuð sem talsmenn Volvo segja
að þegar sé verið að endurbæta.
Auk þess' búnaðar, sem þegar hefur
verið talinn upp, þá er 480 búinn
þjófavarnarkerfi sem staðalbúnaði.
Nýjar dyralæsingarnar eiga að vera
öruggari gegn þjófum en áður og
þjófavarnarkerfið er gangsett með
því að læsa dyrunum með lyklinum.
Séu dyrnar opnaðar án lykilsins fer
það í gang með óhljóðum og fari það
ekki í gang þá fer það næsta örugg-
lega í gang ef reynt er að ræsa vélina.
Þröngt inn- og útstig
Ekki er þessi nýi Volvo án galla
frekar en önnur mannanna verk.
Inn- og útstig er önugt. Sætin eru
fullframarlega miðað við opnun
hurðanna. Hurðirnar eru stórar og
þar af leiðandi þungar við opnun.
Hávaði í miðstöð hefur þegar verið
nefndur. Fyrir lappalanga líkt og mig
er jafnvægi á milli afstöðu sætis,
stýris og kúplingár og bremsupedala.
Fyrir lágvaxnara fólk er sætið hins
vegar komið fullnærri stýrinu ef af-
staða til gólfpedala á að vera þægi-
leg.
Eins og sagði í upphafi þá ætlar
Volvo sér með þessum bil að ná til
kaupenda í dýrari verðflokkum bíla,
enda er verðið í samræmi við það því
bíllinn kostar hingað kominn 850.000
krónur eða svipað og 740 GLE, en
það verður líka að taka mið af i
hvaða flokki þessum bíl er ætlað að
keppa.
Ekki er búist við að þessib>!. hc.ini
á markað hér fyrr en um áranr
vegna anna í verksmiðjunum í Hol-
landi sem ekki hafa undan eftir-
spurninni í Evrópu.
Að aftan opnast skuthlerinn vel en
fullhátt er inn i farangursrýmið.
Volvo
480 ES
Vél: Fjögurra strokka, þverstæð,
1721 rúmsm. 109 hestöfl (80 kW)
við 5800 sn. á mín. Þjöppun 10,5:1.
Örtölvustýrð bein innspýting elds-
neytis.
Girkassi. Fimm gíra, þar af eru 4.
og 5. gír yfirgíraðir (0,967 og 0,758).
Stýri: Aflstýri (tannstangárstýri).
Hemlar: Diskar á ölium hjólum,
hjálparafl.
Hjól: 185/60 HR 14.
Þyngd: 1008 kiló.
Eyðsla: Innanbæjar: 10,6 I á 100
km. 90 km: 5,9 I á 100 km. 120 km:
7,3 I á 100 km. Blandaður akstur:
7,9 I á 100 km.
Verð i nóvember 1986:850.000 kr.