Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986. 61 dv Sérstæð sakamál Susanne Ekels. Gerda Lennox. við hliðina á bílnum rétt á eftir því einhver hafði heyrt skotin. Morðing- inn sást hins vegar hvergi. Það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Nú kom Dagan Jeffries fyrst við sögu rannóknar morðmálanna. Það var ljóst að hann hafði næga ástæðu til þess að myrða konu sína. Það var hins vegar ekki annað að sjá en hann hefði gilda fjarvistarsönnun; ekki bara er Peggy kona hans var myrt heldur einnig er Craiger og Ekels voru skotin. í 350 kílómetra fjarlægð Dagan Jeffries sagði lögreglunni að hann hefði verið langt í burtu er kona hans var skotin. Þá hefði hann verið í borginni Baton Rouge en hún er 350 kílómetra frá Shreveport. Kvaðst hann hafa búið þar í Parkside Inn mótelinu. Það fékkst staðfest þar að Jeffries hefði komið þangað þann dag sem Peggy var myrt. Þar hafði hann líka verið þau kvöld er Craiger og Ekels voru myrt. Það þótti lög- reglunni sýna að Dagan Jeffries væri ekki við málið riðinn en þó var ákveðið að rannsaka einkamál hans betur. Jafnframt var leitin að morð- ingjanum hert. Brátt kom þó þar að lögreglan fór að velta því fyrir sér hvernig á því stæði að Dagan Jeffri- es, sem var félítill maður, skyldi hafa efni á því að búa í móteli svo oft. Fjórða morðið 30. júní var Gerda Lennox, sem var fimmtíu og eins árs, á leið til starfa í veitingahúsi. Hún var á gangi eftir vel lýstri götu er ókunnur maður kom til hennar og spurði hvort hún gæti gefið honum eldspýtur. Hún leit framan í manninn en var óhrædd enda var allmargt fólk á ferli þarna. Hún hafði þó varla snúið baki við ókunna manninum er hún fékk skot í bakið og svo annað og svo það þriðja. Að þessu sinni voru vitni að dráp- inu. Sumir áhorfenda hlupu strax á eftir Jeffries en við því hafði hann ekki búist. Einn þeirra sem tók á rás á eftir honum var Cal Fennore. Hann var lögregluþjónn. Er Jeffries hafði hlaupið kílómetra fór hann inn í götu sem var lokuð í annan endann. Þar lyfti hann skammbyssunni og ætlaði að skjóta á þá sem eltu hann en Cal Fennore varð fyrri til og skaut hann. Dagan Jeffries dó strax. Gátan leyst Nú fékkst svar við spurningunni sem svo lengi hafði verið spurt: Hvers vegna skaut einhver fólk í bakið að tilefnislausu? Lausnin var auðvitað fólgin í þeirri einkamála- flækju sem Jeffries hafði verið að glíma við. Það var þó ekki ljóst enn hvernig á því stóð að hann hafði fjar- vistarsönnun i þremur fyrstu tilvik- unum. Hafði hann í raun og veru verið i mótelinu í Baton Rouge? Eða kom einhver annar við sögu? Lög- reglan reyndi að hraða rannsókninni sem mest hún mátti. Strax var því hringt til mótelsins í Baton Rouge og spurt hvort þar væri maður að nafni Dagan Jeffries. Svo reyndist vera. Lögreglan í Shreveport gerði nú strax ráðstafanir til þess að láta handtaka þennan „Dagan Jeffries" og er það var gert kom í ljós að um Tommy nokkurn Ansell var að ræða. Hann reyndist vera afar líkur Jeffri- es í útliti; reyndar svo líkur að vel mátti halda að um einn og sama manninn væri að ræða. Tommy Ansell skýrði svo frá að Dagan Jeffries hefði greitt sér tvö hundruð dali fyrir að búa í mótelinu þau fjögur kvöld sem morðin höfðu verið framin. Ansell neitaði með öllu að hafa haft minnstu hugmynd um hvers vegna Jeffries hefði beðið hann að gera það. Honum hefði hins vegar þótt þetta auðfengið fé og því tekið tilboðinu. Lögreglan gekk hart að honum en allt kom fyrir ekki. Hann neitaði að vita nokkuð um morðin fjögur. Lögreglunni tókst ekki að sanna að Tommy Ansell hefði vitað hvað Dagan Jeffries gekk til og þvi- var hann látinn laus. Gátan um óða morðingjann, sem skaut fólk í bakið, var leyst en málið er aðeins eitt af fleiri þar sem menn hafa gripið til þess að drepa saklaust fólk til þess að dylja hagnaðarvon eða aðra ástæðu til þess að þeir vildu ryðja einum þeirra myrtu úr vegi. Dagan Jeffries. qxpHúsnæðisstofnun rikisins Auglýsing um dráttarvexti Af lánum, sem verðtryggð eru með lánskjaravísitölu, eru reiknaðir dráttarvextir á 15. degi frá gjalddaga. Af lánum, sem verðtryggð eru með byggingarvísitölu, verða reiknaðir dráttarvextir einum mánuði eftir galddaga. Reykjavík, 7. nóvember 1986. Húsnæðisstofnun rikisins VW Goif City dísil árg. 1982, ekinn Toyota Corolla LP 1600 SE árg. 98.000 km. Verð kr. 220.000,-. Fall- 1981, ekinn 42.000 km. Verð kr. egur bill, nýupptekin vél. 285.000,-. Sóllúga, 5 girar og fl. 450.000,-, ekinn 22.000 km. MMC Galant GLX 1800, turbo dís- il, árg. 1985, ekinn 141.000 km. Verð kr. 470.000,-. Toyota Tercel árg. 1986, 4 wd., ekinn 22.000 km. Verð kr. 540.000,-. Subaru station 4 wd. árg. 1983, ekinn 73.000 km, sjálfskiptur. Verð kr. 380.000,-. G0TT ÚRVAL NÝLEGRA BÍLA Á STAÐNUM TÖLVUVÆDD ÞJÓNUSTA RUMGOÐUR SÝNINCARSALUR — REYNDIR SÖLUMENN — OPIÐ: Mánud.-föstud. kl. 9.00-18.30. Laugard. kl. 10.00-17.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.