Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Blaðsíða 6
50 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986. - • -'•v' . , Belkiz Yiiron, 17, Berufsschölerin aus Milnchen: „Nteht mal ins Kino darf ich gehen. Bet mir rst Fiiiz Kiicukbayaci, 17, Azubi aus Munchen: ,.Wehe, du hast eirten Freund bevor du zwanzig bist, warrit mich mein Papa Frá vinstri talið: Yasmin Temiz, 17 ára, snyrtifræðinemi frá Miinchen: „I tyrknesku fjölskyldunni okkar er sífelit rifrildi ef ég vil fara út að kvöidlagi." í miðið: Belkis Yuren, einnig 17 ára, kennaranemi frá Munchen: „Ég fæ ekki einu sinni að fára í kvikmyndahús." Til hægri: Filiz Kucúkbayacir, 17 ára, á líka heima í Munchen. „Þú hefur eignast vin svona ung, það er ósæmilegt. Á þessu tönnlast pabbi daglega." Yágplil Temiz, 17, Friseufiehfjing aus Munchen: „In ynserer turkischen Famiííe gibt es immer endlose Oiskussionen, wenn æh abends rna! ausgehen will" ungan mann úti í trjágarði. Oft sagði ég henni að forðast karlmenn. Ef þú gerir það ekki getur þú ekki gifst og leiðir skömm yfir ætt okkar, heim- kynni og fjölskyldu. Konan mín, sem er ekki læs, hætti sér ekki út í tvö ár. En Malika varð að fara í skóla í Frankfurt, lærði fljótt þýsku og sá um öll innkaup og annað nauðsyn- legt. Hún lifði allt öðru lífi en í Marokkó. Hún var eins og þær þýsku. Þegar ég þrumaði yfir henni og sagðist skyldi drepa hana svaraði hún mér ekki einu sinni. Malika sýndi mér, sjálfum föðurnum, hreina fyrirlitningu. Slysið bar að höndum þegar fjöl- skyldan var í skógargöngu. Þá aftók Malika að hverfa aftur til Marokkó með fjölskyldunni. „Aldrei, aldrei framar fer ég þangað," öskraði hún til föður síns. Ög Ben Ayad sagði við kviðdómendur: „Annað eins og þetta hefði aldrei getað átt sér stað í þorp- inu okkar heima. Ég hljóp á eftir henni, dró hnífinn úr slíðrum og þá—“ Ben Ayad hlaut sjö ára fangelsi. I dómbókinni stendur í stuttu máli: „Barnslegt kvenlegt lík, banvæn stunga í hjartað, augabrúnirnar slút- andi, augnskuggar. Virgo intacta (ósnortin mey).“ Það sem gerðist í skóginum var ekki aðeins útrás stíflu sem lengi hafði verið að myndast í fjölskyld- unni, einkum í föðurnum, heldur um leið árekstur tvenns konar menning- ar. Vestrænt frelsi og vaknandi hugsjónir kvenlegrar sjálfsákvörð- unar sem gætir mjög hjá dætrum gistiverkamanna frá Arabalöndum í Þýskalandi og víðar. Heima hjá sér hafa þær verið hnepptar í bönd strangra reglna Kóransins og gamlar hefðir forfeðranna. Því gætir klofn- SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitað einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smá^uglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. ER SMÁAUGLYSINGABLAOID Þú hringir.. ,27022 Vid birtum... Þaö ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Frjálst,óháð dagblað Dætur gestaverkamannanna Kóran og diskótek takast á um líf þeirra Þær eru komnar úr heimi íslams, eiga heima í Þýskalandi og rata því oft í vandræði. Frá því er sagt hér á eftir „Verið alveg rólegir, ég hleyp ekki burtu,“ sagði Abdeslam Ben Ayad, sitjandi á trjástofni og tveir menn með barefli standa yfir honum. „Ég bíð þangað til lögreglan kemur.“ Hryllilegur atburður hafði gerst í skóginum rétt utan við Frankfurt am Main 4. ágúst 1985. Þar lá Malika, dóttir Ben Ayads, í blóði sínu. Hún var þrettán ára. Hann var gisti- verkamaður og fjölskyldufaðir, fertugur að aldri, nýfluttur til Þýska- lands frá afskekktu þorpi í Marokkó. Hann hafði stungið stúlkuna, að móður hennar Mimúnu og tveim litl- um bræðrum hennar ásjáandi. Ástæðan fyrir þessum voðalega verknaði var sú að Malika tók að farða sig, sem hún hafði lært af þýskum kynsystrum sínum. íslamska föðurnum þótti það óguðlegt, hann fylltist hamslausri reiði og greip til hnífsins með fyrrgreindum afleiðing- um. En íslamskir fjölskyldufeður eru allsráðandi á heimilum sínum. Þar má ekki víkja í einu né neinu frá boðum þeirra og bönnum. Ben Ayad sagði frammi fyrir kvið- dóminum: „Ég óttaðist að Malika gæti misst meydóm sinn. Einu sinni var ég vottur að því að hún kyssti ings í lífi þeirra - Kóraninn og diskótekið togast á um þær. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég er,“ sagði tyrkneski leikfijmineminn Esay. Hún er seytján ára og á heima í Munchen. „Ég er ekki alveg tyrk- nesk og ekki alveg þýsk. Ég vil alls ekki sofa hjá pilti, aðeins meira frelsi í umgengni við aðra. Aðeins eiinn dag í viku fæ ég að vera úti til tílukkan tíu að kvöldi, hina dagana Verð ég að vera komin heim klukkan átta. Það er nú fyrst, þegar ég er orðin seytján ára, að ég fæ að fara í galla- buxur. Fimmtán ára gömul mátti ég ekki fara í gagnfræðaskóla vegna ótta foreldra minna við að ég myndi missa meydóm minn. Þau sendu mig til Ankara. Og hver haldið þið að hafi verið kennari minn fram að þessu, enginn annar en faðir minn!“ „Tvíburabróðir minn má gera það sem honum sýnist, en ég verð aftur á móti að koma heim klukkan fimm,“ kvartar tyrkneska stúlkan Songul. Hún er fjórtán ára og stundar nám við gagnfræðaskóla. Það hafði verið draumur foreldranna að dóttirin yrði læknir, en nú meina þau henni að halda áfram námi. Hún verður að halda sig alveg heima og hefur orðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.