Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Blaðsíða 3
T
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986.
Akveginn skulu menn ríða
47 ,
— *
1
Nú eru jólin loksins komin hjá
kaupmannastéttinni því að sú há-
tíð sem hjartanu er skyldust byrjar
alltaf fyrst í þeim herbúðum enda
er vissara að kaupa jólalaukana
tímanlega svo að þeir komi upp
seinnipartinn í desember en ekki
einhvern tímann í maí, einnig er
betra að senda vinum og vanda-
mönnum hangikjötið fyrr en seinna
og þar að auki verður að kaupa
jólarjúpurnar með góðum fyrirvara
því að það er talið nauðsynlegt að
láta þessa vesalinga hanga í svo
sem hálfan mánuð áður en þeir eru
étnir.
En þó að jólin séu komin á fulla
ferð niðri í Hafnarstræti og víðar
munu nokkrir dagar enn í það að
Ríkisútvarpið fari að þreyta okkur
með jingle bells og Rúdólfi með
rauða nefið en hins vegar er vertíð
góðra málefna hafin því að hingað
kom ung stúlka í gær og vildi endi-
lega selja mér ullartrefil og sokka.
Nú er ég síður en svo á móti því
að styrkja gott málefni en það er
ekki sama hvernig það er gert. Það
er til dæmis miklu skynsamlegra
að kaupa ullartrefil og sokka í þeim
tilgangi en happdrættismiða því að
í fyrra tilfellinu situr maður ein-
faldlega uppi með trefil og sokka
en í því síðara á maður það á hættu
að fá vinninginn sem er yfirleitt
annaðhvort gönguferð á Esju eða
þriggja vikna dvöl á heilsuhæli.
Og svo byrja auglýsingarnar sem
eru svo sem þolanlegar í fyrstu
þrjátíu skiptin sem maður horfir á
þær en fara að verða dálítið leiði-
gjarnar úr því.
Allt þetta gerir það að verkum
að á Þorláksmessukvöld er hér um
bil hver einasti Islendingur orðinn
auralaus, fótalaus og vitlaus og
hefur varla orku til að hamfletta
Háaloft
Benedikt Axelsson
rjúpugreyin sem hanga ennþá á
hausnum úti á svölum og bíða í
ofvæni eftir því að verða étin.
Annar handleggur
Ágætur maður sagði einhvern
tímann að það væri svo sem allt í
lagi að stunda sjálfsmorð sem tóm-
stundagaman en það hlyti að vera
eitthvað bogið við þann mann sem
gæti hugsað sér að gera þetta að
atvinnu sinni.
Þótt þessi speki geti átt við flesta
atburði vil ég taka það fram að
mér datt hún ekki i hug vegna þess
að ég var að fjalla um hátíðina sem
huggar með fagnaðarsöngvum
hvert angur manns heldur vegna
þess að mér datt allt í einu í hug
frumvarp til laga um reiðvegi sem
í? HÉk intfi
SfcTOTA STÁt-FAR BBA
HVORT PEiHj ER M/'ÐAfl i
nokkrir þingmenn lögðu fram ekki
alls fyrir löngu og verður sjálfsagt
samþykkt um svipað leyti og frost
fer úr jörðu og framkvæmdir geta
hafist.
Til að forðast misskilning vil ég
taka það fram að sum mál á Al-
þingi eru skynsamlegri en önnur
og það er af og frá að allir þing-
menn hafi áhuga á að gera sjálfs-
morð að atvinnu sinni, allra síst
þeir sem eru að fara í prófkjör um
þessar mundir og eru ekki öruggir
um fyrsta sætið.
En hvað varðar frumvarpið um
reiðvegina er það dálítið skemmti-
Ieg tilviljun að forðum daga orti
Steinn Steinarr Frumvarp til laga
um akvegi meðfram reiðvegum og
hljóðar það svo með leyfi forseta:
Hver landstjórn sé framsýn og fáist við athafnir góðar,
sem fólki má verða til blessunar, giftu sem einhleypu.
Meðfram hverjum og einstökum reiðvegi þessarar þjóðar
skal þegar í stað leggja akveg úr járnhentri steinsteypu.
Um leið er oss nauðsyn að láta þeim kumpánum blæða,
sem listina drógu í vanvirðu spillingardíkisins,
því færist á kontó þess framtaks, sem um er að ræða,
það fé, sem veitt er til málverkakaupa ríkisins.
Og orðstír vor lifir í verki, sem mikils er metið,
þótt margt fari i súginn og þjóðin sé allskonar neyð slegin.
Að endingu virðist mér óhætt að láta þess getið,
að akveginn skulu menn ríða, en aka reiðveginn.
Vonandi gengur reiðvegagerðm Það eiga þeir fyllilega skilið og
betur en hin svo að þingmenn og ' þó fyrr hefði verið.
aðrir sem eru ekki þegar af baki
dottnir geti gert það á sómasamleg- Kveðja
um vegi. Ben.Ax.
Finnurðu
átta breytingar?
17
Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á
neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða
breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að
finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um
að leysa þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum.
Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru
og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dag-
ar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum
og veitum þrenn verðlaun: Vasadiskó frá Radiobúðinni
h/f (verðmæti kr. 2.990,-), heyrnartól (Headphone) frá
Radiobúðinni h/f (verðmæti kr. 1.980,-) og nuddpúða frá
Radiobúðinni h/f (verðmæti kr. 1.400,-).
í þriðja helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna
heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði.
Góða skemmtun!
Merkið umslagið:
„Átta breytingar- 17“ c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykja-
vík.
Verðlaunahafar reyndust vera: Dagheimilið Bakkaborg,
Blöndubakka 2, 109 Reykjavík (vasadiskó); Sólveig Klara
Káradóttir, Skipasundi 56, 104 Reykjavík (heyrnartól);
Erla Sigurðardóttir, Ægisbyggð 12, 625 Ólafsfirði (nudd-
púði). Vinningarnir verða sendir heim.