Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1986, Blaðsíða 16
60
Sérstæð sákamál
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986.
VERSLAIMIR!
Hin sívinsæla og myndarlega
JÓLAGJAFAHANDBÓK
kemur út 4. desember nk. Þeir auglýsend-
ur sem áhuga hafa á að auglýsa í
JÓLAGJAFAHANDBÓKINNI vinsamlegast
hafi samband við auglýsingadeild
Þverholti 11, eða i síma 27022
kl. 9-17 virka daga sem alira fyrst.
Peggy Jeffries.
Tommy Ansell.
St. Jósefsspítalinn
Landakoti
Ársstaða aðstoðarlæknis við lyflækningadeild
St. Jósfesspítala, Landakoti, er laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. janúar 1987.
Umsóknarfrestur er til 1. desember nk.
Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri
störf skal senda til yfirlæknis lyflækningadeildar.
Reykjavík, 5.11.1986.
Að leysa vandann
Bronco árg. 1974, m]ög góður, 6
cyl., beinskiptur m/vökvastýri,
sportfelgur, ný dekk, kassettutæki.
Fiat Ritmo árg. 1982, 5 dyra, sil-
ver, sjálfskiptur, ekinn 57 þús. km.
Góður bíll á góðum kjörum.
Óður morðingi kom fram úr myrkr-
inu og skaut saklaust fólk í bakið.
Hvers vegna? Að baki bjuggu ástæð-
ur sem rekja métti til skilnaðar.
Dagan Jeffries gat aðeins hugsað
um hvernig hann gæti rutt konu
sinni úr vegi. Hann var sannfærður
um að dauði hennar myndi leysa all-
an vanda sinn. Skilnaðarmálið, sem
hann stóð í við Peggy Jeffries, myndi
hafa þær afleiðingar að hann yrði
félaus á eftir. Hjónabandið hafði far-
ið út um þúfur vegna framhjáhalds
hans og nú fannst honum blasa við
að hann yrði að greiða fyrir það til
æviloka.
Blekkingin mikla
Dagan Jeffries stóð því aðeins ein
leið opin að eigin mati. Hún var sú
að drepa konu sína. Það yrði hann
hins vegar að gera þannig að engan
grunaði hann. Hann valdi því þá leið
sem er nokkuð vel þekkt í sögu af-
brotanna en hún er sú að villa um
með því að myrða marga og þar á
meðal konuna. Þannig yrði erfitt að
tengja hann morðinu.
Jeffries hafði að sjálfsögðu gert sér
grein fyrir því að grunurinn myndi
strax falla á hann ef kona hans ein
yrði myrt. Hann yrði þegar grunaður
því hann stóð í skilnaðarmáli og það
þyrfti ekki að rannsaka fjárhag hans
lengi til þess að komast að því að
hann myndi standa uppi slyppur og
snauður eftir skilnaðinn. Hann þyrfti
því að láta Peggy hverfa af yfirborði
jarðar.
. M
Fyrsta morðið
Dagan Jeffries ákvað að hrinda
morðáætlun sinni í framkvæmd og
það gerði hann 13. júní síðastliðinn.
Hann þekkti alls ekki fórnardýrið.
Það var Ben Craiger. Hann var sex-
tíu og átta ára og var á leið að kaupa
sér vindlinga. Craiger fékk varla
ráðrúm til þess að líta á morðingja
sinn. Jeffries gekk út úr myrkrinu í
útjaðri Shreveport, í Louisianafylki
í Bandaríkjunum. Þar bjuggu bæði
hann og Craiger. Svo skaut hann
þremur skotum. Þau hittu öll í bakið
á Craiger og hann var látinn áðúr
en hann lá á gangstéttinni.
Stundarfjórðungi síðar var lögregl-
an komin á vettvang. Þegar þótti
ljóst að rán hefði ekki verið ástæðan
til morðsins því sá látni var með
peninga á sér. Kenning kom fram
um að einhver hefði viljað koma fram
hefndum á Craiger en lengra komust
menn ekki í bili. Krufning leiddi svo
í ljós að kúlurnar, sem orðið höfðu
Craiger að aldurtila, voru úr .38
hlaupvíddar byssu.
Annað morðið
Lögreglan var enn að rannsaka
morðið á Craiger er hún fékk til-
kynningu um annað morð. Þá voru
liðnir fjórir dagar frá því fyrra, en
morðstaðurinn var aðeins í kíló-
metra fjarlægð frá þeim fyrri.
I þetta sinn var fórnardýrið tuttugu
og eins árs gömul stúlka, Susanne
Ekels. Hún var á leið heim til sín
seint um kvöld þegar bíll hennar bil-
aði. Rétt á eftir bauð maður, sem
átti leið hjá, henni aðstoð sína. Sá
hjálpsami reyndist vera Dagan
Jeffries.
Unga stúlkan fannst með þrjár
kúlur í bakinu. Lá hún ofan á bílvél-
inni en hlífin yfir henni var uppi.
Lögreglan gat ekki fundið neina
ástæðu til morðsins. Ljóst var að
kynferðisafbrotamaður hafði ekki
verið þarna að verki og ekki var um
rán að ræða því Susanne Ekels var
með peninga á sér. Það kom hins
vegar fljótt í ljós að morðið var fram-
ið með sömu skammbyssunni og Ben
Craiger hafði verið skotinn með. Allt
þótti nú benda til þess að geðveikur
morðingi væri á ferðinni. Maður sem
skaut fólk þrisvar í bakið án nokk-
urrar sérstakrar ástæðu hlaut að
vera geðveikur.
Þriðja morðið
Níu dögum síðar fannst kona að
nafni Peggy Jeffries látin. Lögreglan
vissi að sjálfsögðu ekkert um það þá
hve mikið hún kom við sögu í þessu
óhugnanlega máli.
Peggy var myrt að kvöldi 26. júní
á bílastæði. Er hún var að ganga að
bíl sínum gekk að henni maður í
myrkrinu og skaut hana þrisvar
sinnum í bakið. Hún fannst svo látin
V
Opið laugardag kl. 12-16.
Til sölu
notuð
skrifstofuhúsgögn
skrifborð - stólar - fundaborð -
afgreiðsluborð, laus skilrúm og margtfleira.
EINSTAKT
TÆKIFÆRI
Opið í dag kl. 14-16.
Komið í Síðumúla 12, 2. hæð.
Dagblaðið-Vísir
Ben Craiger.