Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986. 29 Grímuklæddir lögreglu- menn í Rómabotg LTC college OF ENGLISH Rccogniscd as cfficicnt by Thc British C.ouncil Umferðarlögreglan í Rómaborg hef- ur nú fengið grímur til að verjast menguninni í borginni. Lögreglustjór- inn hefur meira að segja hótað að láta banna umferð um miðborgina vegna óskaplegrar mengunar sem þar er á mesta annatímanum. Gangandi vegfarendur eiga í erfið- leikum með að komast leiðar sinnar vegna þess að bifreiðum er lagt á gang- stéttum. Fyrir vikið er greiðasta leiðin fyrir þá á götunum. Þar er þó jafiian mikil þröng og hávaði þvi ítalskir bíl- stjórar eru ósparir á flautumar. Verslunareigendur segja að útilokað sé að hafa dyr verslana sinna opnar vegna hávaðans og mengunarinnar. Þeir sem búa á fyrstu hæðum húsa við helstu umferðaræðamar geta með engu móta haft opna glugga. Deilt um úrræði Umferðarvandamálin í Rómaborg hafa vakið upp miklar deilur í borgar- stjóminni og umhverfisvemdarsinnar krefjast skjótra aðgerða. Borgarstjór- inn hefur lýst því yfir að vel komi til greina að banna umferð um miðborg- ina og telur að slíkt bann megi reisa á heilbrigðisreglugerð borgarinnar. Hann vill þó ekki beita reglugerðinni fyrr en útséð er að engin önnur leið finnst til að greiða úr vandanum. I borgarstjóminni er meirihluti fyrir því að láta takmarka umferð um mið- borgina þegar mengunin af útblæstri bifreiðanna hefur náð vissu marki. Ríkisstjóm landsins hefúr einnig fall- ist á þessa aðferð en telur að það sé á valdi borgaryfirvalda á hveijum stað að annast eftirlit og fyrirskipa tak- mörkun á umferð sé þess talin þörf. „Ástandið er hræðilegt en svo virð- ist sem borgarstjómina skorti dug til að gera eitthvað meira en að ræða málið,“ segir Paolo Guerra, einn for- svarsmanna umhverfisvemdarsinna í Rómaborg. Borgarstjórinn í Róm, Nicola Signo- rello, segir að beðið sé með aðgerðir þar til að nákvæm rannsókn hefúr farið fram á hve mengunin er mikil. Fyrst þegar því er lokið er réttlætan- legt að ákveða lokun á hluta borgar- innar. Vitað er að gatnamálastjórinn í Rómaborg er á móti takmörkunum á umferð einkabíla. Óbærilegur hávaði Frumkönnun á hávaða í borginni sýnir að þar er hávaði með því mesta sem gerist í borgum heims. Þar mælist hávaði að jafnaði 70 desíbel á anna- tímum og nær 90 desíbelum þegar verst lætur. Almennt er talið var- hugavert ef hávaðinn mælist yfir 65 desíbelum. Nýlegar tölur um loftmengun eru ekki til en þegar síðast var mælt árið 1982 þá var mengunin með því mesta sem gerist í stórborgum og síðan hefur ekkert verið gert til að draga úr meng- un. Lungnasérfræðingur í Róm hefúr einnig bent á að öndunarsjúkdómar séu óeðlilega algengir meðal íbúa mið- borgarinnar. „Dauðsföll vegna sjúkdóma í lung- um eru þrisvar sinnum algengari í miðborg Rómar en í úthverfunum," segir sérfræðingurinn Renato Zico. Talið er að þetta megi í aðalatriðum rekja til mengunar í miðborginni. Lögreglumenn eru þó taldir í einna mestri hættu. Stór hluti þeirra hefur átt við erfiðleika að stríða vegna krankleika í lungum. Lögreglumenn hafa krafist aðgerða vegna mengumar á vinnustaðnum. Ekkert hefur þó orð- ið úr aðgerðum af hálfú yfirvalda þaimig að lögreglumenn hafa sjálfir orðið sér úti um grímur til að verjast menguninni. Lögreglumenn með grímur Lögreglumenn segja að ástandið verði aldrei verra en síðustu vikumar fyrir jólin þegar umferðin í miðborg- inni nær hámarki. Gatnakerfi mið- borgarinnar var í upphafi aðeins ætlað umferð hestvagna og er því óhæft til að taka við umferð þúsunda biffeiða. Mengunin hefur líka sett mark sitt á hin fjölmörgu minnismerki í Róma- borg. Nú þykir sem velflest minnis- merkin séu alltaf hulin vinnupöllum því nær stöðugt er unnið að viðgerðum á þeim. Styttur sem hafa staðið í 2000 ár og þolað stríðsátök og jarðskjálfta em nú að molna niður vegna mengun- arinnar. Helsta ráðið sem hingað til hefúr verið notað til að takmarka umferð um miðborgina er að fækka bílastæð- um en það dugar skammt því ítalir em þekktir fyrir flest annað en að leggja endilega í lögleg stæði. ítalir em líka frægir fyrir að fara helst allra ferða sinna í biffeiðum. Sagt er að þeir kjósi frekar að aka en að ganga nokkur hundmð metra. Umhverfisvemdarsinnar segja að þetta sé spuming um hugarfar og því þurfi ítalir að breyta til ef bifreiðimar eiga ekki að taka af þeim öll völd. Borgin eilífa verði orðin að emu alls- herjar bílastæði innan fárra ára ef svo heldur ffam sem horfir. Reuter/GK Á fallegum orlofsstað við sjómn, í East- boume á suðurströnd Englands. Nám- skeið frá þrem vikum upp í eitt ár. Heimavist eða gisting á heimilum. Vinsamlega útfyllið eyðublaðið og sendið þsð til: ™ ' Principal (DV), LTC College of English ^ rurrto** Compton Park, Compton Place Road, Eastbourne, Sussex, England BN21 ÍEH j Ht!limMan9 Tel: 27755Tlx. 877440 PBURNS LTC G| | Vinsamlega sendiö bækling ykkar. Ég hef áhuga á: | □ ítarlegu almennu enskunámi □ Ensku fyrir einkaritara □ Ensku fyrir verslun, viðskipti og hótelstjóm □ Sumamámskeiðum Nafa...................................................................Hr/Fr ... (DV) I IV) |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.