Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1986, Side 36
36 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986. ÚRVAL - NÓVEMBER - ER KOMIÐ Á BLAÐSÖLUSTAÐI ÚRVAL LESTRAREFNIS VIÐ ALLRA HÆFI MEÐALS EFNIS í NÓVEMBERHEFTI MÁ NEFNA: FASIÐ SEGIR TIL UM ÁSTARHITANN ÚRVAL TÍMARIT FYRIR ALLA Fréttir Kaupgjaldsvísitalan: Ákvörðunarvald- ið er hjá Al- þýðusambandinu - verðbólgan nær helmingi hærri en gert var ráð fyrir Enn hefur ekki verið tekin ákvörð- un um hvort kaup hækkar um 2,03% þann 1. desember nk. en samkvæmt vísitöluhækkun ætti það að gerast. Það er í ákvörðunarvaldi Alþýðusam- bandsins hvort af þessari kauphækk- un verður, en sem kunnugt er varð samkomulag um það milli verkalýðs- forystunnar og vinnuveitenda að skiptast á um það út árið að vera ákvörðunarvald í þessu efni ef sam- komulag næst ekki milli aðila. Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur VSÍ, sagði að ákvörðunar í þessu efni væri að vænta alveg á næstunni, en aðilar hafa haldið með sér einn fund um málið en engin ákvörðun var tekin þar. Nú er ljóst að verðbólgan er um 14% sem er nærri helmingi meira en gert var ráð fyrir í febrúarsamningunum. Þá var talað um að verðbólgan í árs- lok yrði á bilinu 7% til 8%. Vilhjálmur var spurður um ástæðuna fyrir þessu. „Það er margt sem veldur þessu. Ef til vill á gengisþróunin mestan hlut að máli en hún hefur verið afar óhag- stæð hvað þetta varðar. Þá spila laun þama inn í líka og síðast en ekki síst sú mikla þensla sem verið hefur í þjóð- félaginu. Það hefur verið velgengni í útflutningsgreinum sem skilar sér út í þjóðfélagið. En það sem brugðist hefur er að ekki hafa verið gerðar ráðstafanir til að hamla á móti þensl- unni til að halda verðbólgunni niðri. Þetta tel ég höfuðástæður þess að verðbólguspáin, sem gerð var í febrú- ar, virðist ekki ætla að standast," sagði Vilhjálmur Egilsson. -S.dór Guðmundur með samskonar gildru og þaer sem stolið var. DV-mynd KAE Heimasmíðuðum minkagildrum stolið Fyrir nokkru var tveimur heima- eða þá aðila sem hafa gildrumar nú smíðuðum minkagildrum stolið við undir höndum að koma þeim til Guð- Hestvatn í Grímsnesi. Er eiganda mundar Biynjólfssonar í Barmahlíð þeirra, sem smíðaði þær, umhugað um 55, sími 17532. að fá þær aftur. Vill hann biðja þann Formannaráð- stefna ASÍ haldin a Formannaráðstefiia Alþýðusam- bands íslands verður haldin á morgun, sunnudag, en gert er ráð fyrir að þar verði ákveðið hverjar verði helstu kröfur verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjarasamningum. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, sagði að enn hefðu í raun engar ákveðnar línur verið lagðar í þessum málum. Ýmsar hugmyndir væru uppi og sagðist Guðmundur telja að útkom- an yrði sú að félögin sjálf semdu um morgun launaflokkabreytingar og önnur sér- mál sín, en þau mál, sem snúa að ríkisvaldinu, yrðu í höndum ASÍ, sem þýddi að samflot yrði haft í þeim mál- um. Því er svo við að bæta að sambands- stjóm ASÍ hefur verið kölluð saman til fundar á mánudaginn kemur og má gera ráð fyrir að eftir þann fund fari skriður að komast á samninga- málin. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.