Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986.
Viðskipti
Guðfinnur bílasali í útflutningi:
INI^W |iS| 1 lCuíI#i kk
^UiUSII Ir llai lll fl klrlK U
Blómstrandi
út-
flutningur
Heildarútílutningur landsmanna
fyrstu 9 mánuði ársins hefur au-
kist um 35% miðað við sama
tímabil í fyrra og hefur hann náð
sömu krónutölu nú og allt árið
1985, eða rúmlega 33 milljörðum
króna. Það sem hér veldur mestu
um er auking á útflutningi sjávar-
afurða um 7 milljarða eða 38%. 1.
iðnaði varð aukingin 23% og í
landbúnaði 36%.
Höfuðástæðan fyrir svo mikilli
aukningu í landbúnaði er tíföldun
útflutnings á vörum úr loðskinn-
um til V-Evrópulanda. Einnig
vekur athygli tvöföldun á útflutn-
ingi véla og tækja í sjávarútvegi.
Samdráttur hefur orðið um 9%
á útflutningi ullarvara til Banda-
ríkjanna hvað verðmæti varðar,
miðað við sama tíma í fyrra.
Ástandið hefur batnað eftir því
sem liðið hefur á árið, því að fyrstu
6 mánuði ársins nam samdráttur-
inn 22%.
Þess má að lokum geta að meðal-'
gengi Bandaríkjadollars fyrstu 9
mánuði þessa árs er nánast það
sama og það var á sama tímabili
í fyrra.
-S.dór
Byggingarvísitalan:
Mælir
16,3%
verðbólgu
Samkvæmt útreikningi Hagstof-
unnar réyndist vísitala byggingar-
kostnaðar0,94% hærri í nóvember
en í október. Síðastliðna 12 mán-
uði heför vísitala byggingarkostn-
aðar hækkað um 15,3% og
undanfarna 3 mánuði um 3,8% og
jafngildir sú hækkun 16,3% verð-
bólgu á heilu ári.
Hækkun á steinsteypu veldur
mestu um hækkunina nú en steypa
hefúr hækkað um 5,2% sem þýðir
0,5% af hækkun vísitölunnar nú.
-S.dór
„Ég græði ekkert á þessu sjálfúr að
undanskildum sölulaunum. Markmið
mitt með þessum útflutningi er að
losna við druslumar af götum höfuð-
borgarinnar," sagði Guðfinnur Halld-
órsson bílasali í samtali við DV.
Guðfinnur hefur auglýst eftir ákveðn-
um gerðum bifreiða til útflutnings til
Afríku og býður 60 þúsund krónur
fyrir stykkið. \
„Mig vantar 500 bifreiðar í útflutn-
inginn en ég segi ekki neinum hvert
þær fara. Eg ætla að sitja einn að
þessum markaði svo lengi sem hægt
er. Eina skilyrðið sem ég set er að
gangverkið sé gott í bílunum, útlitið
er aukaatriði."
- Er þetta liður í þróunaraðstoð?
„Nei, þetta eru hrein og klár við-
skipti og Hjálparstofiiun kirkjunnar
kemur hér hvergi nálægt. Þessir bílar
komast allir til skila. Málið er einfald-
lega það að ég flyt inn mikið af
notuðum bílum erlendis frá en með
þessum útflutningi get ég nýtt mér
skipaferðimar út aftur. Notaðir bílar
á meginlandi Evrópu em yfirleitt ékki
eins lítið keyrðir og hér á landi,“ sagði
Guðfinnur, bílasali og útflytjandi.
-EIR
Guðfinnur með eina „drusluna" sem er á leið til Afríku.
Bankasameiningin:
Geir ræðir við
einkabankamenn
„Þetta em ekki allt formlegir fund-
ir, við ræðumst við í síma eða skrepp-
um hver til annars," sagði Geir
Hallgrímsson seðlabankastjóri sem sat
í gær fyrsta fund sinn með fulltrúum
Alþýðubanka og Samvinnubanka.
Þessir bankar em nú komnir til leiks
ásamt Iðnaðarbanka, Verslunarbanka
og sparisjóðum. Allt snýst um örlög
Útvegsbankans, hvort hann verði
hluti af nýjum einkabanka eða sam-
einist hinum ríkisbönkunum.
„Við reynum að ljúka þessu sem
fyrst,“ sagði Geir. Ætlunin er að láta
reyna á það hvort og þá með hvaða
hætti einkabankar og sparisjóðir
gangi til leiksins. Aðaltillaga Seðh
bankans fjallar um það. Þar var þ
ekki minnst á Alþýðubanka og San
vinnubanka sem nú em komnir
hópinn. Að öðrum kosti liggur fyr
tillaga framsóknarmanna um að Búr
aðarbankinn yfirtaki Útvegsbankanr
her:
Stöð 2 semur við stórfýrirtæki
Jón G. Hauksscm, DV, Akureyii
Stöð 2 er að gera samning við 5-6
stórfyrirtæki um styrki við einstaka
þætti eða þáttagerð, að sögn Jóns
Óttars Ragnarssonar stöðvarstjóra.
Sambandið var fyrsta fyrirtækið til
að gera slíkan samning við Stöð 2.
Það styrkti beina útsendingu stöðv-
arinnar frá keppninni um ungfrú
heim, auk þess sem það styrkir sýn-
ingar á Amason-þættinum sem
sýndur er á sunnudögum.
„Ég get því miður ekki sagt þér frá
því núna hvaða fyrirtæki þetta em
sem við erum að semja við. Það kem-
ur í ljós,“ sagði Jón Óttar Ragnars-
son.
Helgi Pétursson, blaðafulltrúi
Sambandsins, vildi ekki gefa upp
hvað styrkir þessir væm háir.
„Verðið er viðráðanlegt," sagði
hann.
Það sem fyrirtækin fa fyrir sinn
snúð með því að styrkja þætti eða
þáttaröð er skilti með nafiii fyrirtæk-
isins sem birtist fyrir og eftir við-
komandi þátt. Þetta er gert til að
skapa góða ímynd fyrirtækjanna, að
þau hafi séð til þess að fólk ætti
kost á að sjá viðkomandi sjónvarps-
efrii.
Sögur hafa gengið á Akureyri og
í Reykjavík að undanfömu þess efii-
is að Sambandið hafi gert auglýs-
ingasamning við Stöð 2 upp á 30
milljónir króna. „Þetta er alrangt,"
sagði Helgi Pétursson. „Við auglýs-
um þar sem okkur hentar í það og
það sinnið. Enginn slíkur samningur
hefúr verið gerður."
Hinn föngulegi hópur sem sýndi
islensku hestana úti í Bandaríkj-
unum í haust.
Hvað gerð-
ist í USA?
Hvað gerðist þegar íslenski hest-
urinn var sýndur í Bandaríkjunum
í haust? Hvaða möguleikar em á
sölu hans í kjölfar sýningarinnar?
Þetta og fleira verður rætt á
ftmdi, sem fræðslunefnd Fáks held-
ur í kvöld, fimmtudagskvöld, 27..
nóvember. Hann hefst kl. 20.30.
Auk ofangreindra atriða verða
sýndar myndir frá sýningu ís-
lenska hestsins í Bandaríkjunum.
Þeir sem m.a. ræða málin verða
Ingvar Karlsson fiá fslandssporti,
Reynir Hjartarson, Brávöllum við
Akureyri, Sigurbjöm Bárðarson
og Sigurður Ragnarsson frá SÍS.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%> hæst
Innlán óverötryggö
Sparisjóðsbækur óbund. &-9 Ab.Bb, Lb.Sp
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 9-10.5 Ab
6 mán. uppsögn 10-15 Ib
12 mán. uppsögn 11-15,75 sP
Sparnaður - Lánsréttur
Sparað i J-5 mán. 0-13 Ab
Sp. i6mán. ogm. 9-13 Ab
Ávisanareikningar 3-9 Ab
Hlaupareikningar 3-7 Sb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Úb.Vb
6mán. uppsögn 2,5-4 Úb
Innlán með sérkjörum 8,5-17
Inxxlán gengistryggð
Bandarikjadalur 5-6,5 Sb
Sterlingspund 9-10,5 Ab
Vestur-þýsk mörk 3,5-4 Ab
Danskar krónur 7,5-9,5 Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 15,25-16, 25 Úb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/19,5
Almenn skuldabréf(2) 16-17 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
H laupareikningar(yf irdr.) 16-18 Lb
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að2.5árum 5-6,75 Ui
Til lengri tíma 6-6.75 Bb.Lb.Úb
Utlán til framleiöslxx
Isl. krónur 15-16,5 Vb.Sp
SDR 8-6.25 Allir nema Ib
Bandarikjadalir 7,5-7,75 Allir nema Bb.lb
Sterlingspund 12,76-13 Allir nema Ib
Vestur-þýsk mörk 6.5 Allir nema Ib
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5
Dráttarvextir 27
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala 1517 stig
Byggingavísitala 281 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði9%1.okt.
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 111 kr.
Eimskip 228 kr.
Flugleiðir 180 kr.
Hampiðjan 131 kr.
Iðnaðarbankinn 128 kr.
Verslunarbankinn 98 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavxxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbankinn reiknar þó vexti
af viðskiptavíxlum miðað við 19,5% árs-
vexti. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til
uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á
verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í
Alþýðubanka og Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb=
Samvinnubankinn, Úb=Útvegsbank-
inn, Vb = Verslunarbankinn,
Sp = Sparisj óðirnir.
Nánari upplýsingar ura peninga-
markaðinn birtast í DV á fimmtudög-
um.