Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986. Frjálst.óháð dagblað Otgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Augiýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Enn svíkur ráðherra Langur er listi afglapa Alexanders Stefánssonar ráð- herra. í fréttum þessa daga er enn sagt frá dæmum um stórsvik þessa ráðherra. Loforð til lántakenda hjá Bygg- ingarsjóði ríkisins frá 1983 eru að engu höfð. Þetta munar allt að 400 milljónum króna, sem höfuðstóll lán- anna er hærri en vera ætti samkvæmt hinni einu réttmætu túlkun á ríkisstjórnarákvörðun. Þetta gildir um húsnæðislán tekin fyrr en í september það ár. Menn muna árið 1983 býsna vel enda merkilegt fyrir þær sakir, að verðbólga minnkaði mikið. Ný ríkisstjórn hélt launum nær óbreyttum, en lánskjaravísitalan, sem lánsfjárhæðir voru reiknaðar eftir, hækkaði mikið það sumar. Ríkisstjórnin og félagsmálaráðherra sérstaklega ræddu um að bæta hag lántakenda hjá húsnæðisstofn- un. Eitt af því var að lækka lánskjaravísitöluna gagnvart lántakendum þessum í september 1983. Af þessu státuðu stjórnvöld. Þetta skyldi verða veruleg úrbót. Ríkisstjórn tók ákvörðun um þetta. 1 bréfi frá félags- málaráðherra til húsnæðisstofnunar hinn annan sept- ember 1983 segir: „Félagsmálaráðuneytið tilkynnir hér með stjórn húsnæðisstofnunar ríkisins, að þrátt fyrir ákvörðun og tilkynningu um, að lánskjaravísitala fyrir septembermánuð 1983 skuli hækka um 8,1 prósent hefur ríkisstjórnin ákveðið, að tilsvarandi álag á lán, veitt úr byggingarsjóði ríkisins, skuli aðeins nema 5,1 pró- senti fyrir september 1983.“ Komið hefur fram í fréttum síðustu daga, að þetta kom í raun aldrei til framkvæmda. Stjórnvöld túlkuðu þetta svo, að lækkunin gilti aðeins fyrir þá, sem greiddu lán í september umrætt ár. Þannig gilti það gagnvart einu framkvæmdaláni til byggingasamvinnufélags út á tæplega tuttugu íbúðir, eitt fjölbýlishús. Þannig hafa ráðherra og undirmenn hans farið með ríkisstjórnar- samþykktina. En kemur einhverjum í hug, að þetta hafi verið ætlunin? Raunin virðist sú, að félagsmálaráð- herra treysti sér ekki til að standa við lækkunina gagnvart lántakendum, þegar hann sá, hvað hún kost- aði. Málið hefur verið rætt í ýmsum fjölmiðlum á ýmsum tímum síðan 1983. Lengst af var gefið í skyn, að fram- kvæmdin væri í athugun hjá ráðherra. Nú er tekið af skarið. Ráðherra beitir útúrsnúningum og vitnar óljóst til lögfræðinga, sem hafi kannað málið. Niðurstaða ráð- herrans er sú, að hinn almenni lántakandi fái ekki krónu af því, sem lofað var og virtist ákveðið. Ýmsir sérfræðingar eru auðvitað á öðru máli en ráð- herra. Sérfræðingar Seðlabankans telja meðal annarra, að ákvörðun ríkisstjórnar hefði átt að þýða, að grunn- vísitala hvers láns lækkaði um 3,2 stig. Auðvitað átta lántakendur sig illa á, hve mikið sú lækkun þýðir, en hún skiptir miklu fyrir eftirstöðvar lánanna. Alls skuld- ar húsnæðislánakerfið lántakendum, húsbyggjendum og íbúðarkaupendum, háa fjárhæð, sem gæti verið allt að 400 milljónir króna. Hér er stórt mál á ferð fyrir þá, sem höfðu tekið lán hjá húsnæðisstofnun fyrr en sept- ember 1983. Stefán Ingólfsson, deildarstjóri hjá Fast- eignamati ríkisins, telur, að vegna þessa geti höfuðstóll fullverðtryggðra lána frá þessum tíma verið 250-400 milljónum króna of hár. Eftir talsvert japl, jaml og fuður virðist Aiexander Stefánsson félagsmálaráðherra ætla sér að kasta þessu öllu í vaskinn. Hinir illa höldnu lántakendur fái ekki neitt af þessu. Haukur Helgason, Ólafur Ragnar á biðilsbuxum Nú, þegar kosningabaráttan fyrir komandi þingkosningar er að byrja fyrir alvöru, mega landsmenn búast við ýmsum furðuskrifúm á síðum dagblaðanna. Sum þessara skrifa eru með þeim ósköpum að erfitt er að skilja hvað höfundamir eru að fara. Þá reynir maður að geta í eyðumar og spyr sjálfan sig hver sé hinn raun- vemlegi tilgangur með skrifunum. Þannig var mér farið er ég las grein eftir Ólaf Ragnar Grímsson í DV mánudaginn 17. nóvember sl. Prófessorinn virðist hafa það eitt á sinni stefhuskrá að telja landsmönn- um trú um að Jón Baldvin sé gamaldags pólitíkus. Hvers vegna? Jú, vegna þess að Jón Baldvin heíúr ekki tekið fagnandi hugmynd Ólafs Ragnars um nýja jafiiaðarstjóm sem nú allt í einu virðist vera aðaláhuga- mál ólafs Ragnars og á að leysa öll vandamál. Auðvitað hljóta menn að velta þessari hugmynd fyrir sér en að það sé eðlilegasti hlutur í heimi að horfa einungis á þennan valkost um stjómarmyndun eftir kosningar er auðvitað út í loftið. Alþýðuflokkurinn hefur lagt fram sína stefnuskrá sem hann ætlar að berjast fyrir í komandi kosningum. Stefiiuskráin er mjög ítarleg og þar er tekið á helstu vandamálum þjóð- félagsins. Það er eins og mig minni að Alþýðubandalagið hafi ætíð lagt á það mikla áherslu að flokkum beri að leggja störf sín og stefhu undir dóm kjósenda. Heyrir það kannski sögunni til eða er flokkurinn orðinn stefhulaus í landsmálum? Alþýðuflokkurinn ætlar sér að ganga óbundinn til komandi kosn- inga og hefur alls ekki hugsað sér að ganga í neitt kosningabandalag við aðra flokka. Ef Alþýðubandalag- ið telur það lífespursmál fyrir sig að gera hræðslubandalag við aðra flokka þá verður það að leita sér að öðrum flokki en Alþýðuflokknum. Auðvitað veit Ólafur Ragnar að Alþýðuflokkurinn mun stórauka fylgi sitt i komandi kosningum enda sýna skoðanakannanir mikla upp- sveiflu hjá flokknum um allt land. Óneitanlega læðist að manni sá grunur að tilgangur Ólafe Ragnars sé sá, og sá einn, að reyna að hagn- ast á góðri stöðu Alþýðuflokksins. Jafnaðarstjórn hverra? í stjómmálaályktun aðalfundar miðstjómar Alþýðubandalagsins, er samþykkt var nú nýverið, segir m.a.: „forsenda þess að slík straumhvörf (þ.e. jafhaðarstjóm) geti orðið í is- lenskum stjómmálum er að Al- þýðubandalagið verði nægilega sterkt að loknum kosningum”. Ef þetta er forsendan held ég að best sé fyrir Alþýðubandalagið að sýna það í komandi kosningum hvers það er megnugt því samkvæmt ofan sögðu verður varla um slíkt stjóm- armunstur að ræða ef Alþýðubanda- lagið fær slæma kosningu. Til þess, þá þarf Alþýðuflokkurinn En meiri mjólk er í kúnni. Al- þýðubandalagið setur síðan fram ýmis skilyrði sem Alþýðuflokkurinn verður að uppfylla áður en hann verður samstarfehæfur við Alþýðu- bandalagið. Lítum á tvö þessara skilyrða: 1. Alþýðuflokkurinn verður að kveða afdráttarlaust upp úr um að hann ætli ekki í aðra viðreisn með Sjálfetæðisflokknum. 2. Að Alþýðuflokkurinn vilji fylkja til forystu með Alþýðubandalag- inu í samtökum launafólks. Hvað fyrra atriðið varðar þá má Ólafur Ragnar vita það að Alþýðu- flokkurinn mun ekki loka neinum dyrum fyrir kosningar því meginfor- senda fyrir stjómarþátttöku flokks- ins er að hann komi sterkur út úr kosningunum og hann geti þannig samið við aðra flokka á jafhréttis- gmndvelli. Hvemig var það annars, Ólafur Ragnar, lýsti Alþýðubandalagið því yfir fyrir kosningamar 1979 að flokkurinn ætlaði í stjóm með vara- formanni Sjálfetæðisflokksins? Þú þekkir þá sögu betur en ég. Um hitt atriðið er það að segja að Alþýðuflokkurinn hefur alltaf verið baráttuflokkur launafólks og ætlar sér að vera það áfram um ókomna tíð. Það má síðan vera Alþýðu- bandalagsmönnum umhugsunarefiii hvers vegna Alþýðubandalagið gekk Kjallaiinn Guðmundur Oddsson fyrrum formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins til liðs við Sjálfetæðisflokkinn um forystu A.S.Í. Ég held að Alþýðu- bandalagið verði að byrja á því að skoða sína eigin stöðu innan sam- taka launafólks áður en það fer að gera kröfur á Alþýðuflokkinn. Hvað er að vera gamaldags pólitíkus? Mér finnst á skrifum Ólafe Ragn- ars að það sé hinn versti glæpur að líta á sögulegar staðreyndir. Jón Baldvin hefúr margoft vitnað til stjómarþátttöku Alþýðubandalags- ins sem sannarlega er ekki glæsileg og horfandi til þess tíma er Alþýðu- bandalagið ekki gæfulegur valkost- ur. En Ólafúr, það er ekki gamaldags, það er staðreynd sem landsmenn þekkja. Ég vil hins vegar ekki útiloka að Alþýðubandalagið geti skánað ef það fær góðan sam- starfsaðila sem stýrir því. Það er mikill misskilningur, Ólaf- ur Ragnar, að líta á Jón Baldvin sem Alþýðuflokkinn. Hann er að sönnu formaður flokksins og sem slíkur hefúr hann unnið kraftaverk við að rífa flokkinn upp og hefur nú tekist að gera hann að næststærsta flokki þjóðarinnar samkvæmt skoðana- könnunum. Hafi Jón Baldvin notað til þess gamaldags vinnubrögð þá verð ég að segja að þau hafa gefist vel og sannarlega höfum við félagar hans engan áhuga á að breyta þeim vinnubrögðum. Þess vegna látum við okkur það í léttu rúmi liggja, Ólafur Ragnar, hvaða skoðun þú hefúr á formanni Alþýðuflokksins. Sýndu frekar landsmönnum hvað þú getur gert fyrir Alþýðubandalagið sem hinn nýi pólitíkus. Að lokum Bónorðsbréf Ólafe Ragnars og Al- þýðubandalagsins til Alþýðuflokks- ins hafa að vonum vakið talsverða athygli. Hitt ermönnum meira undr- unarefni ef Ólafur Ragnar heldur að vænlegast til árangurs sé að finna þeim er hann biðlar til allt til for- áttu og setja þeim ýmis skilyrði en búast samt við einhverjum fagnað- arlátum. Þetta er kannski hin nýja leið sem Ólafur Ragnar er að boða en sannarlega geðjast mér ekki að henni. Guðmundur Oddsson „Það er mikill misskilningur, Ólafur Ragnar, að lita á Jón Baldvin sem Alþýðuflokkinn. Hann er að sönnu formaður flokksins og sem slíkur hefur hann unnið kraftaverk við að rífa flokkinn upp og hefur nú tekist að gera hann að næststærsta flokki þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum.“ „Ef Alþýðubandalagið telur það lífsspurs- mál fyrir sig að gera hræðslubandalag við aðra flokka þá verður það að leita sér að öðrum flokki en Alþýðuflokknum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.