Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Qupperneq 16
16
MIÐVIKUDAGUR 26. NÖVEMBER 1986.
Spumingin
Hvað telurðu
mannsæmandi
lágmarkslaun?
• j c:
Kristín Guðjónsdóttir: 35.000
krónur eru alveg lágmark og er
ástandið í dag í launamálum engan
veginn fullnægjandi. Ég hef nú samt
trú á eða vona allavega að þetta eigi
eftir að batna þegar fram líða stund-
Magnús D. Hjartarson, umsjón-
armaður á Hlemmi: Ekki minna
en 35-38.000 krónur. Það á að hækka
lágmarkslaunin eingöngu en láta
háu launin standa í stað. En ég tel
okkur sem fáum borgað tímakaup,
éins og starfsmenn hjá borginni eða
ríkinu, koma einna verst út. Það
væri nú ekki vitlaus byrjun að lækka
tekjuskatt hjá þeim lægst launuðu.
Ásthildur Halldórsdóttir, starfar
í Hampiðjunni: Mér finnst 30.000
kr. algjört skilyrði en samt varla
nógu mikið. Það verður allavega að
leiðrétta laun hjá þeim lægst laun-
uðu, svo sem fóstrum og hjúkrunar-
konum. Ég hef nú samt því miður
ekki þá trú að þetta muni lagast á
næstunni fyrst ekkert er búið að gera
nú þegar en það gerir samt ekkert
til að vona að þetta komist í eðlilegt
horf.
Jóhann Gröndal verkamaður:
36.000 er alveg lágmarkið. Verka-
mannslaunin eru alveg virkilega lág
og maður gerir ekki meira en að
skrimta á þeim. Það væri náttúrlega
langraunhæfast að jafna launin
meira ef einhver möguleiki væri til
þess.
Elín Eyfjörð: Mér finnst 40.000
krónur alveg lágmark. Tel ég að það
ætti ao jafna launin meira svo það
verði ekki svona mikið bil milli hæst
og lægst launuðu og það væri jafn-
vel til bóta að reyna að lækka
skattana meira.
Lesendur_________________________dv
Hleypið nýjum hljómsveitum að
Sævar Pálsson skrifar:
Ég vil gera athugasemd við
skemmtiefiii hjá Ríkissjónvarpinu en
tel ég að þar mætti margt vera betra.
Mér skilst að Hrafii Gunnlaugsson
sé dagskrárstjóri hjá sjónvarpinu fyrir
innlent skemmtiefiii og finnst mér
hann engan veginn standa sig sem
skyldi. Finnst mér þessar íslensku
hljómsveitir, sem hann er að láta koma
fram í sjónvarpinu, alltaf þær sömu
og ekkert keppt að því að fá einhverj-
ar nýjar og ferskar hljómsveitir, nei,
gömlu jálkamir virðast algjörlega
ráða þar ríkjum. Það mætti halda að
valið á hljómsveitunum í dagskrána
byggðist á því að maður þekkir mann,
þ.e.a.s. gamli góði klíkuskapurinn
virðist vera þar allsráðandi eins og
annars staðar. Sér maður þetta glöggt
ef maður fylgist eitthvað með sjón-
varpinu á annað borð, þetta virðast
allt vera vinir og vandamenn hans, svo
sem hljómsveitimar Stuðmenn og
Sykurmolar. Ég verð nú að segja að
mér ofbauð þegar hljómsveitin Sykur-
molar (hét þá víst Kuklið) kom fram
í sjónvarpinu í fyrra en þar var söng-
konan Björk alveg kasólett og hálfber,
þannig að bumban stóð út í allar átt-
ir, og lét eins og hún ætti lífið að
leysa. Mér finnst vera takmörk fyrir
því hvað hægt er að sýna fólki en
þetta gekk alveg fram af mér, svo við-
bjóðslegt var það.
Seinasti þátturinn um Rokkamir
geta ekki þagnað fannst mér afskap-
lega lélegur og á erfitt með að trúa
að það sé ekki hægt að bjóða fólki upp
á eitthvað skárra. Það eru sömu
hljómsveitimar ár eftir ár, hvemig
væri að fá einhverjar nýjar hljómsveit-
ir svona til tilbreytingar?
Ég hef frétt, og sel ég það ekki dýrar
en ég keypti það, að það sé nóg af
góðum og efnilegum listamönnum en
þeim sé bara ekki hleypt að vegna
þess að gömlu jálkamir hafi alltaf for-
gang sökum klíkuskapar.
Svo ekki sé nú minnst á helgardag-
skrána, hvílík hneisa. Það em alltaf
einhverjar eldgamlar, hundleiðinlegar
austantjaldsmyndir, maður hefði nú
haldið að eftir samkeppnina við Stöð
2 fæm þeir nú að bæta aðeins
myndavalið og þá sérstaklega um
helgar. Það vill nú svo til að um helg-
ar vill maður einna helst fá góðar
myndir til þess að geta setið í róleg-
heitunum heima og notið kvöldsins
með því að horfa á góða spennumynd.
Jæja, ég vonast til þess að athuga-
semdir mínar komist til skila og hafi
einhverjar haldgóðar breytingar í för
með sér.
A VIEW TO A KILL
James Bond 007
Það vantar alveg góðar spennumyndir um helgar og þessar austantjaldsmyndir geta verið ósköp þreytandi til
lengdar.
Engin þörf á
vímuefhamynd
Skattgreiðandi skrifar:
„Erum að semja um vímuefiia-
mynd,“ er haft eftir forðstöðumanni
fjármála- og hagsýsludeildar Reykja-
víkurborgar i blaði nýlega.
Borgarstjórinn í Reykjavík haíði
stöðvað töku á vímuefnamynd sem á
að vera eins konar vamaðarmynd
gegn fíkniefhum og notkun þeirra.
Énn ein vandamálamyndin sem troða
á í skólakerfíð til sýninga. - Góð fjár-
festing það, eða kannski hitt þó heldur.
Kostnaður við myndina hafði hækkað
um 226% frá því sem ætlað hafði ve-
rið í upphafi. Ekki að furða að
borgarstjóra hafi brugðið í brún er
kostnaðurinn var kominn upp í um
það bil fjórar milljónir króna!
Ekki er heldur að undra þótt grátur
guðfræðingsins hafi ekki hrifið sem
skyldi þegar líka er tekið tillit til þess
að hinn aðilinn að myndinni er núver-
andi bæjarstjóri í Hafharfirði.
Það er þvi varla líklegt að borgar-
stjórinn okkar verði svo rausnarlegur
að veita frekari styrk til þessarar
ónauðsynlegu myndatöku til að
styrkja starfsbróður sinn í Hafnar-
firði. Það er heldur ólíklegt einnig að
skattgreiðendur hér í Reykjavik verði
yfir sig hrifhir af því að semja um
greiðslur til aðila sem hafa ekki meiri
tök á fjármálum en svo að þeir virðast
renna blint í sjóinn með kostnaðará-
ætlun frá byrjun.
Þar sem menntamálaráðherra hefur
lýst því yfir á einhverri ráðstefnunni
nýlega að hann myndi eindregið vilja
stuðla að því að þessi vandamálamynd
þeirra „tákn“bræðra yrði að veruleika
skulum við skora á borgarstjóra að
leyfa menntamálaráðherra að efna
heit sín, þótt auðvitað sé það alfarið
í blóra við skattgreiðendur. Við Reyk
víkingar getum þó alla vega fríað
okkur af þessum afglöpum og leyft
menntamálaráðherra að þóknast
„tákn“ bræðrum með því að rétta þeim
ávísanir sem fara fram úr þeim 1,7
Stuð hjá
H.I. skrifar:
Félag eldri borgara ákvað að halda
skemmtun á Hótel Sögu, í Súlnasal,
fimmtudaginn 20. nóvember. Fólkið
átti að mæta þama um áttaleytið en
eftirvæntingin var svo mikil að salur-
inn var orðinn fullur klukkan hálfátta.
Þama var mikið um tjútt og fjör og
allir skemmtu sér konunglega.
Ég er svo ánægður með þetta stór-
kostlega og velheppnaða kvöld að ég
vil þakka öllum er sinn skerf lögðu í
„Hér vantar engar vímuefna- eða
vandamálamyndir. Við höfum nóg af
þeim í íslenska sjónvarpinu þar sem
allt er greitt meö opinberu fé.“
milljónum króna sem fyrst var um
samið.
Hér vantar engar vímuefha- eða
vandamálamyndir. Við höfum nóg af
þeim í íslenska sjónvarpinu þar sem
allt er greitt með opinberu fé.
Borgarstjórinn á heiður skilið fyrir
að taka hart á tilraunum til að blekkja
með vanáætlunum um kostnað sem
fellur á borgarsjóð. Samningar um
kostnaðarskiptingu, þegar í óefhi er
komið, eru engan veginn réttlætanleg-
ir.
þessa ágætu skemmtun. Við bytjuðum
á matnum og vil ég þakka matsvein-
unum fyrir afbragsgóðan mat. Einnig
vil ég hrósa hljómsveitinni fyrir gott
lagaval, svo ekki sé nú minnst á hina
frábæru skemmtikrafta er ætluðu að
kæfa alla úr hlátri en það voru engir
aðrir en leikaramir Öm Ámason, Sig-
urður Siguijónsson og Karl Ágúst
Úlfsson. - Strákar, þið fóruð á kostum.
Þjónustan var til fyrirmyndar í alla
staði og kvöldið eftir því.
öldraðum
Einokun
kaupmannanna
Ingibjörg Hafsteinsdóttir hringdi:
Almenningi hlýtur að vera í sjálfs-
vald sett hvort hann fer í verslunar-
ferðir ef honum sýnist svo. Maður
skyldi ætla að það teldist til mannrétt-
inda „að velja eða hafna sjálfur" ef
verðlagið er ekki hagstætt héma
heima. Þá liggur náttúrlega beinast
við að versla annars staðar þar sem
bjóðast betri kjör.
Mér finnst engan veginn sanngjamt
eða réttlætanlegt að hindra mig í að
fara í verslunarferðir erlendis af því
að einhver gömul og úrelt lög segja
að ég megi ekki taka með mér meira
af tollfrjálsum vamingi en fyrir 7.000
krónur. Það ætti hver heilvita maður
að sjá að þetta er alltof lágt hámark.
Ég á eifitt með að trúa því að hægt
sé að skylda mig til að versla hérlend-
is, hjá þeim sem ég hef alls ekki efni
á að versla hjá. Það er nú alveg stað-
reynd að kaupmenn héma gefa nú
ekki neitt og þessar verslunarferðir
sýna einmitt best að þeir em engan
veginn samkeppnisfærir. Þá á ekki að
vera hægt að skylda fólk til að versla
hérlendis á þeirri forsendu að einhver
lög mæli svo. Þessi lög eða reglugerð-
in, sem styðst við þessu tilteknu lög,
ber það greinilega með sér að hún em
algjör tímaskekkja, og er þvi orðið
tímabært að leiðrétta reglugerðina að
breyttum aðstæðum.
Eða til vemdar hverjum em þessi lög
eiginlega? Ekki hinum almenna borg-
ara, svo mikið er víst, og ef á að kryfja
það til mergjar þá blasir svarið við -
auðvitað er verið að hugsa um kaup-
mennina og einokun þeirra á mark-
aðnum hér. Hver ræður þessu
eiginlega? Það tapar alla vega enginn
á þessum verslunarferðum nema einna
helst kaupmennimir sjálfir. Það er
fjárhagslega miklu ódýrara að versla
erlendis og meðan svo er þá eiga ein-
hver minnihlutaöfl ekki að ráða því
hvert fólk vill snúa sér.
Ég held að kaupmönnunum hefði
verið nær að lækka sínar vömr svo
hægt yrði að kalla það „jafnvirði" í
staðinn fyrir að fara klaga tollyfirvöld
og biðja þau að framfylgja þessum lög-
um til hins ýtrasta. Það verður líka
að hafa það hugfast að meginþorri
fólks er að versla til einkanota en er
ekki að flytja verslunarvaminginn inn
til að selja.
Mér er spum: ætla ráðamenn þjóð-
arinnar virkilega að láta kaupmenn-
ina ráða ferðinni í þessum málum sem
öðrum? Ég vonast til að þessi lög verði
endurskoðuð sem fyrst því „valið“
hlýtur að vera mitt, ekki kaupmann-
ana - eða hvað?
HRINGIÐ í SÍMA
27022
MILLI KL. 13 og 15
EÐA SKRIFIÐ