Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986.
18
Tíðarandi
Annaö sjónarhorn úr stofu ungu hjónanna sýnir einfaldleikann - hvit steingólfin eru látin njóta sín og plöntur koma í
stað húsgagna.
miiniiD'H'Wv; V ',l
|SSS=S5
i'nílifÍilMitiH
umtltmiM
iWt
v9í.aí-
Valgerður Matthíasdóttir arkitekt: „Ungt fólk er undir það miklu álagi í dag
á vinnustaðnum að heimilið er orðið í öðru sæti.“
Nútímaheimilið
■
■
BnfaMleiklnn í
fyrirrúmi
Fyrir nokkrum árum spurði blaða-
maður Time tískukónginn ítalska,
Giorgio Armani, hvemig hann hefði
innanstokks á heimili sínu á smáeynni
Pantelleria suður af Sikiley. Armani
gaf það fræga svar að þar hefði sára-
litlu verið breytt innan veggja þessa
ævagamla húss - hann hefði byrjað á
því að hirða bókstaflega allt niður af
veggjum og henda út öllu nærtæku
smáglingri. Það sama gerðist svo inn-
an veggja heimilisins Santa Marg-
herita á vesturströnd Ítalíu.
í Parísarborg á þessi hönnuður ein-
faldleikans skoðanabróður innan
stéttarinnar. Azzedine Alaiia lét ekki
frægð og óteljandi verðlaunaveitingar
breyta lífsmynstrinu svo nokkm næmi
- hann sefur ennþá á dýnu á gólfinu
í einstaklingsíbúðinni sinni og þar fyr-
irfinnst ekki eitt einasta húsgagn.
Breytingin á síðustu árum hefur
verið mikil hvað snertir afstöðu til
hönnunar á heimilinu og yngra fólkið
gefúr ekki mikið fyrir smáhlutasöfh-
unina sem einkenndi mjög heimili
foreldranna. Stórar íbúðir eða hús fyllt
húsgögnum og skrautmunum er ekki
lengur keppikeflið - það þykir ekki
lengur fátæklegt að hafa sem allra
minnst í kringum sig. Stöðutáknin em
ekki lengur postulín og kristall - og
breytt þjóðfélagsgerð, sem gerir ráð
fyrir mikilli útivinnu allra heimilis-
manna, veldur því að fæstir hafa
mikinn tíma aflögu fyrir hússtörfin.
Valgerður Matthíasdóttir arkitekt
segir ástæður fyrir nýju línunni í
hönnun heimilanna tvískiptar.
„Annars vegar er að fólk er undir
það miklu álagi í dag að heimilið er
orðið í öðm sæti - mestur tíminn fer
í vinnu og skóla utan heimilis. Unga
fólkið hefur fundið þama leið til þess
að sameina þetta tvennt því ofhlaðið
heimili þýðir mikið vinnuálag."
Texti: Borghildur Anna
DV-myndir: Brynjar Gauti
Valgerður ræðir um þjóðfélagið hér
á íslandi í dag og áður og bendir á
að fátæktin gerði það að verkmn að
heimili með fáum hlutum þótti bera
vott um peningaleysi - skrautmunir
vom spuming um að sýna status. Um
leið og menn höfðu meiri peninga
minnkaði þörfin fyrir að eyða í slíkar
sýningar.
„Nú er fólk farið að gefa því gaum
að hlutir þurfi að hafa listgildi," held-
ur Valgerður áfram.
„Fáir hlutir verða um leið meira
áberandi og því er hönnunin mikil-
vægari en áður. Ungt fólk hefúr
kannski ekki efni á því að kaupa rán-
dýr málverk eða skúlptúra en getur
samt keypt hluti sem em sjónrænt
mjög fallegir - og þeir þurfa ekki endi-
lega að vera mjög dýrir. Og viðhorfin
em mjög breytt frá því að fólki fannst
að hamingjan lægi í því að koma sér
upp nógu miklu af veraldlegum hlut-
um - ungt fólk tengir öryggiskenndina
ekki eins mikið við hluti því verð-
mætamatið er annað.“
Hlutasöfnun fólks á undanfömum
áratugum hefur haft í för með sér hin
ýmsu vandræði að vinnunni við að
halda herlegheitunum við slepptum.
Erlendis er þörf á rándýrum gæslu-
mönnum í betri hverfúm stórborganna
- til þess að koma í veg fyrir að gós-
sið skipti snarlega um eigendur að
næturlagi. I einu úthverfa Parísar-
borgar búa til dæmis hjón á miðjum
aldri sem ekki hafa farið í sumarleyfi
saman síðustu fimmtán árin. Ástæðan
er sú að þau hafa ekki efni á að kaupa
sér varðgæslu en þora ekki að skilja
búslóðina eftir eftirlitslausa dögum
saman. Því fara þau til skiptis í sólar-
landaferðir um sumarið - annað situr
heima í hlutverki gæslumannsins.
Sem áður segir eru viðhorf ákaflega
breytt og tíðarandinn annar. Ungt fólk
í dag hefur önnur viðhorf til hús-
búnaðar. Fáir hlutir en með ótvirætt
notagildi eiga greiða leið inn á yngri
heimilin og einfaldleiki samfara þæg-
indunum situr í fyrirrúmi.
Á heimili Valgerðar er ekki allt yfirfullt húsgögnum og smáhlutum. Húsbúnaðurinn er einfald-
ur og tvær stórar myndir eftir systur hennar prýða stærsta vegginn í stofunni.
Úr stofu nýgiftra hjóna á Reykjavíkursvæðinu. Nokkuð dæmigert fyrir þaö sem ungt fólk í dag
kýs sem innanstokksmuni.