Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Side 22
22
MIÐVIKUDAGUR 26. NÖVEMBER 1986.
Erlendir fréttaritarar
Enn deilt um þróunarkenning-
una í bandaríska skólakerfinu
Sanvtök kristilegra foreldra telja sig hafa ýmislegt að athuga við kennslu í grannskólum
Samtök kristilegra foreldra í Bandaríkjunum fara meðal annars fram á
að skólarnir hætti að efna til skemmtanahalds fyrir jól og páska þar sem
jólasveinninn og páskahérinn koma fram. Segja foreldrarnir fígúrur
þessar draga hættulega úr trúarinnihaldi hátíðanna og því vera skemm-
andi fyrir uppeldi barnanna.
HaBdór VaJdimaisscm, DV, DaBas:
Deilumar um þróunarkenninguna
og rétt skóla til að kenna hana sem
vísindi, sem upphófust fyrir nokkr-
um óratugum, standa enn í Banda-
ríkjunum.
Hópar kristilegra foreldra reyna
enn í dag að fá kenninguna strikaða
út af listanum yfir það sem kennt
er sem staðreyndir eða vísindi.
Krefjast þeir þess að ef fjallað er
um kenninguna verði henni skipað
í sess með skoðunum og skýrt tekið
fram að engar sönnur séu fyrir því
að hún sé réttari en sköpunarsaga
Biblíunnar.
Leita á náðir dómskerfisins
Undanfama mánuði hefur þessi
barátta þó beinst mun víðar en að
þróunarkenningunni einni saman.
Kristilegir foreldrar telja sig hafa
ákaflega margt að athuga við það
sem kennt er í almennum skólum í
Bandaríkjunum og hafa undanfarið
leitað á náðir dómskerfisins til að fá
málum sínum framfylgt.
Foreldramir beita sér nú gegn
flestum þáttum skólastarfsins. Allt
frá verkefrium, er eiga að kenna rök-
hyggju, til skólabóka er foreldramir
telja andsnúna kristilegum þanka-
gangi.
Meðal þeirra bóka, sem foreldram-
ir vilja að gerðar séu útlægar úr
lestrarsafrii skólakerfisins, em
Öskubuska og leikrit Shakespeares,
Macbeth.
Bæði þessi verk em þymir í augum
foreldranna því talað er um galdra
í þeim. Að auki sýna verk þessi hug-
rekki og vitsmuni sem áunna eigin-
leika að einhveiju leyti en ekki sem
guðsgjafir einar.
Þá hafa foreldramir gert að skot-
spónum lestrartexta er fela í sér
hugmyndir sem andsnúnar em hefð-
bundnum hlutverkaskiptum kynj-
anna, texta sem gefa til kynna að
foreldrar geti haft rangt fyrir sér og
því sé stundum óhætt að óhlýðnast
þeim og texta sem gefið getur til
kynna að maðurinn ráði sjálfúr for-
lögum sínum, meira en alvaldur guð.
Gegn jólasveinum og páska-
hérum
Þá fara foreldramir fram á að skólar
hætti að efna til samkomuhalds inn-
an skóla fyrir jól og páska þar sem
jólasveinninn og páskahérinn koma
fram.
Segja foreldramir fígúmr þessar
draga hættulega úr trúarinnihaldi
hátíðanna og því vera skemmandi
fyrir uppeldi bamanna.
Meðal þess sem foreldramir reyna
að fá afhumið er allt það sem felur
í sér einhveijar af kenningum húm-
anismans. Segja þeir stefnu þá
byggjast á þeirri kenningu að mað-
urinn ráði forlögum sínum sjálfúr
en sé ekki háður vilja guðs að því
leyti til og því sé það andsnúið kristi-
legum hugsanagangi.
Þá vilja foreldramir láta taka úr
kennslubókum allt það sem lýtur að
kynlífi fyrir hjónaband, kynlífi utan
hjónabands, vændi og kynhverfu.
Foreldramir neita alfarið að þeir
séu með þessu að fara fram á ritskoð-
un kennslubóka.
Segja þeir ritskoðun og val á efni
í námsbækur algerlega óskyld mál.
Ef til vill má búast við því að í
náinni framtíð feti aðrir foreldrahóp-
ar í fótspor þeirra kristilegu.
Ef svo fer má búast við því að al-
menningsskólakerfið í Bandaríkjun-
um geti ekki í framtíðinni kennt
neitt það sem brýtur í bága við trúar-
vitund kristinna manna, múhameðs-
trúarmanna, búddista, hindúa eða
þeirra sem trúa á Óðin og Þór.
Takmarkinu náð?
Síðan verði eflaust afnumið allt
það sem stjömufræðispekingar em
mótfallnir svo og allt það sem ekki
fellur að öðrum sérskoðunum.
Loks fer svo, augsýnilega, að hætt
verði kennslu á öllu því sem and-
stætt er lífeskoðunum repúblikana
og demókrata.
Þá geta bandarískir foreldrar loks
alið upp böm sín í heilbrigðum lífs-
viðhorfum án þess að þurfa að óttast
að skólakerfið brjóti niður siðferði
þeirra jafnóðum.
Þá læra bömin ekki af skólabók-
um neitt sem orðið getur þeim
andlegur fjötur um fót síðar á
ævinni.
Hitt er svo auðvitað aukaatriði að
þá læra bömin nákvæmlega ekki
neitt. Þau verða einvörðungu að-
njótandi þeirrar ánægju að sitja f
skólastofu nokkrar klukkustundir
dag hvem, í þögulli sátt við um-
hverfi sitt, og horfa á kennarann
jafn þögulan við kennaraborðið.
Spumingin verður þá hvort ekki
ber að velja kennara með fegurðar-
samkeppni þar sem þess verður
auðveldlega vandlega gætt að halda
eðlilegu jafnvægi á milli kynþátta
því misrétti má ekki eiga sér stað.
Það gæti spillt bömunum.
Norski flotinn flyst úr landi
Björg Eva Erlendadóoir, DV, Osló:
Norðmenn em að missa stóran
hluta skipastóls síns úr landi en
verslunarflotinn hefur verið þjóðar-
stolt þeirra um aldir. Nú sigla mörg
stærstu kaupskip Norðmanna undir
öðrum þjóðfánum og með erlendum
áhöfnum.
Norskir sjómenn
missa atvinnutækifærin
Það hefúr lengi verið vandamál í
Noregi að útgerðarfélög leitast eftir
því að skrá skip sín í öðrum löndum
til þess að losna undan norskum lög-
um um haffæri og sleppa við að hafa
norskar áhafnir á norskum kjara-
samningum. Með þeim hætti telja
skipaeigendur sig lækka rekstrar-
kostnað skipanna til mikilla muna.
Þessi skipafélög dafria vel en mik-
ill fjöldi norskra sjómanna verður
með þessum hætti af atvinnutæki-
færum.
Kvarta undan illum
aðbúnaði útgerðarinnar
Stjómvöld saka útgerðarfélögin
um ábyrgðarleysi gagnvart þjóðfé-
laginu. Þau svara með gagnásökun-
um um að svo illa sé búið að þeim
að aðstæðumar eyðileggi möguleik-
ana á því að skrá skipin í Noregi
og láta þau sigla undir norskum fana
með norskum áhöfnum. í staðinn eru
skipin skráð með heimahafnir í lönd-
um þar sem vinnuaflið er margfalt
ódýrara en í Noregi og jafnframt
losna þau undan ákvæðum norska
sjómannasambandsins um aðbúnað
og kjör.
Missa Norðmenn
flaggskipið?
í síðustu viku kom ný skriða af
umsóknum frá útgerðarfélögum um
heimildir til þess að fá að skrá skip
sín annars staðar en í Noregi. Fyrsf>
ur var Knut Upsteinkloster. Hann
sótti um að fá að skrá sex risastór
skemmtiferðaskip erlendis. Þessi
skip sigla einkum í Karíbahafinu
auk þess að sigla til annarra staða.
Eitt þeirra, S.s. Norge, er meðal
stærstu skemmtiferðaskipa heims.
Með þessu skipi missir norski kaup-
skipastóllinn flaggskip sitt og
stærstu skrautfjöðrina úr hatti sín-
um.
Klosterskipafélagið hefur á sér orð
fyrir að komast vel af þótt skip þess
hafi verið skráð í Noregi. En nú
gefast eigendumir upp við að beija
höfðinu í steininn og vilja ekki leng-
ur streða við að láta skip sín sigla
undir norskum fána. Það þykir ljóst
að umsókn félagsins verði ekki hafii-
að og viðbúið að skip þessi muni í
framtíðinni sigla undir fána Líberíu.
Líberíufáni er einn þeirra sem á
sjómannamáli eru kallaðir „hag-
kvæmnisfánar". Það eru nokkur ríki
sem skipafélög sækjast eftir að skrá
skip sín í af hagkvæmnisástæðum,
eins og þægilegri sköttum og minni
kvöðum en gilda í heimalandi þeirra.
Leitað
lausna
Fleiri umsóknir fylgdu í kjölfarið
á þessari ofannefndu, meðal annars
fiá Bergefem-skipafélaginu sem er
eitt af stærstu skipafélögum Noregs.
Stjómvöld í Noregi reyna nú að ná
samstöðu um aðgerðir sem auðveldi
útgerðarfélögum Noregs samkeppni
við skipafélög annarra landa þótt
skip þeirra sigli undir norskum fána.
Bráðliggur á því að leysa þetta
vandamál áður en norski kaupskipa-
flotinn verði að engu og meirihluti
norsku sjómannastéttarinnar at-
vinnulaus um leið.
Skemmtiferöaskipiö Norge, flaggskip norska kaupskipaflotans, er meðal þeirra skipa norskra sem framvegis
kunna aö sigla undir hagkvæmnisfánum.